Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Nýi kynningarstjórinn Ein af eftirminnilegustu persónum grínarans Ladda er Marteinn Mosdal. Þessi samansaumaði, og illa til hafði karlfauskur sem elskar forræðishyggju ríkisvalds og trúir staðfastlega á mátt einokunar. Marteinn var til dæmis ekki sáttur við þann fjölda gosdrykkjategunda sem eitt sinn stóð neytend- um til boða og vildi því koma á einu ríkislímonaði. Í Ríkisflokknum ákvað hann líka að best væri að einrækta óvilltan þorsk með sporð að framan og aftan. Með því næðist töluverð hagræðing þar sem samstundis væri synt áfram og afturábak. Það myndi vinna gegn jafnræði, sem er jú það vitlaus- asta sem ríkisflokksplebbar hafa heyrt um. Þorskhausar eiga jú ekki að vera mikilvægari en sporðarnir, hvorki á þurru landi né annarsstaðar. Marteinn Mosdal ákvað fyrir margt löngu, þó eftir stofnun Mjólkur- samsölunnar en fyrir tíð Íslandspósts, að vernda almenning gegn spillingu og braski erlendra kaupahéðna. Hann taldi nauðsynlegt að leggja niður almennan síma og internet, það væru útlend spillingartæki. Ríkisflokkur Marteins ákvað líka að koma til móts við þjóðina með a.m.k. 110% leið. Það óreiðufólk sem vildi ekki borga 110% tekjuskatt með góðu eða illu fengi ekki leyfi til að aka á vegum ríkisins, hvorki til austurs né vesturs. Það sama óreiðufólk fengi heldur ekki leyfi til að borga tuttugu þúsund krónur á ári fyrir skylduáskrift að Ríkisútvarpinu. Það skyldi borga meira, en væri í sérstöku refsingarskyni einungis leyft að kaupa útvarp sem næði gömlu gufu Ríkisútvarpsins. Marteinn stakk líka upp á því að einn sími og eitt netsamband væri í lagi sem virkaði útfyrir landið fyrir hádegi og inn í landið eftir hádegi. Almenningur fengi aðgang að þessum óþarfa tól- um gegn skömmtunarmiðum ríkisins með þriggja mánaða umsóknarfresti. Marteinn greindi líka skuldastöðu heimilanna. Fann út að við eyðum alltof miklu bleki í kosningaseðla. Lausnin væri því sú að hafa aðeins einn flokk á kjörseðlinum sem hægt væri að kjósa með einu pennastriki. Íslendingar hafa jú ekki barist gegn einokun Dana til þess eins að missa sjálfstæðið úr höndunum aftur. „Það óreiðufólk sem ætlar að gera atlögu að Ríkisflokkn- um á ekki skilið að kjósa,“ sagði Marteinn. Síðustu vikuna hefur mér nokkrum sinnum dottið þessi margbrotna persóna Ladda í hug. Af hverju? Jú, af því að mér finnst svo ótrúlega margt líkt með boðskap hans og þeirra sem berjast t.d. fyrir einu póstdreifingar- fyrirtæki og einu mjólkursölufyrirtæki í landinu. Ekki tvö af hverju, bara eitt! Þannig hafi það verið og þannig sé best að hafa það áfram. Þeir sem aðhyllast skert frelsi til viðskipta hljóta að elska Martein Mosdal. Þar sem starf kynningar- og áróðursstjóra Mjólkursamsölunnar er í ljósi atburða vikunnar sem leið augljóslega laust, hlýt ég að leggja það til við forustu þess ágæta fyrirtækis að ræða við Ladda um að taka að sér starfið. Nú annars að tala við Martein sjálfan. Ég er eiginlega alveg handviss um að engu þarf að breyta í skipuriti MS til að koma Marteini þar þægilega fyr- ir. Kannski getur hann meira að segja fengið lánað skrifborðið hans Guðna meðan hann er úti á Spáni að skemmta landanum, þannig að viðbótar- kostnaður verður hverfandi. Ég er líka viss um að Marteinn mun plumma sig vel þarna á Ríkis-MS kontórnum á Selfossi, Sauðárkróki eða hvar sem honum verður annars holað niður. Hann verður þá sem fyrr trúr boðskap forræðishyggju, afls einokunar og sönnum gildum þeirra sem telja sam- keppni af hinu illa. Mjólk er góð! Magnús Magnússon Á vef Hvalfjarðarsveitar er greint frá því að fyrirlestur um netfíkn verði haldinn í Heiðarskóla fimmtudag- inn 2. október klukkan 20:00. Þar mun Eyjólfur Arnar Jónsson sál- fræðingur ræða við börn í 6.-10. bekk og foreldra þeirra um netfíkn þeirra sem ánetjast tölvunotkun og missa stjórn á henni. Rannsókn- ir benda til að um 12% reglulegra netnotenda eiga á hættu að ánetj- ast notkun sinni. Börn og ungling- ar eru sérstaklega útsett fyrir þess- um vanda og því mikilvægt að for- eldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu. „Nokkuð ljóst er að netið er komið til að vera og því þýðir lítið að loka augunum fyrir því að þar geta leynst hætt- ur eins og annarsstaðar. Við send- um börnin okkar ekki út í umferð- ina án þess að hafa kennt þeim um- ferðarreglurnar en við opnum oft heim netsins fyrir þeim án þess að skilja hann almennilega sjálf. Með réttri vitneskju og nálgun eiga all- ir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í Hval- fjarðarsveit. mm Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hval- ur 9 komu úr sínum síðustu veiði- ferðum á þessari vertíð, hvor með sína langreyðina, aðfararnótt mið- vikudags í liðinni viku, 24. septem- ber. Skipin voru um hálfan annan sólarhring í síðustu veiðiferðinni. Vegna ótíðar og styttri birtutíma ákváðu stjórnendur Hvals að hætta þar með veiðum þetta haustið. Alls veiddust 137 langreyðar á vertíð- inni, þremur fleiri en á síðustu ver- tíð. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugs- son, stöðvarstjóri í Hvalstöðinni, sagði að menn væru ánægðir með vertíðina sem hefði gengið ágæt- lega, einkum framan af þegar veð- urfar var hagstætt til veiðanna. þá Rannsókn lögreglu er nú lokið á til- drögum slyss sem varð í Brekkubæj- arskóla á Akranesi mánudaginn 22. ágúst sl. Þar brenndist 9 ára dreng- ur alvarlega þegar kviknaði í neyð- arblysi í vasa hans. Að sögn lögregl- unnar á Akranesi beindist rannsókn fyrst og fremst að því að rekja til- komu neyðarblyssins sem olli slys- inu. „Blysið höfðu nokkrir bekkj- arfélagar fundið við göngustíg við Brekkubæjarskóla og gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir höfðu í hönd- unum. Sá sem fyrir slysinu varð hafði stungið blysinu í vasann og tekið það með sér inn í skólastof- una og afleiðingar þess þarf ekki að rekja frekar,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglu. Jónas H Ottós- son lögregluþjónn vill brýna það fyrir fólki að neyðarblys sem þessi eru stórhættuleg í höndum þeirra sem ekki kunna með þau að fara. Varsla á slíkum blysum þurfi alltaf að vera örugg og þeim þarf að farga á öruggan máta þegar líftími þeirra rennur út. Er hraustur og flýtir það bata Drengurinn sem slasaðist brennd- ist mikið. Hann hlaut 2. og 3. stigs bruna á um 15% líkamans, þar af á 8-9% líkamans þriðja stigs bruna sem er alvarlegastur. Íris Björg Sigurðardóttir er móðir drengs- ins. Hún segir í samtali við Skessu- horn að sonur sinn hafi farið í að- gerð daginn eftir slysið og hafi hún gengið vel. Líðan hans væri eftir at- vikum. Sonur hennar hafi brennst á lærum, maga og höndum en and- litið hafi blessunarlega sloppið. Íris Björg segir að bati drengsins sé góður og það hjálpi verulega til að hann hafi verið hraustur fyrir. Drengurinn fór í umbúðaskipti sl. föstudag og var í kjölfarið útskrif- aður þaðan og færður yfir á barna- deild. Íris Björg kveðst afar þakk- lát starfsfólki Brekkubæjarskóla yfir hversu fljótt og vel það brást við þegar kviknaði í fötum son- ar hennar. „Bæði Helgi Ólaf- ur Jakobsson kennari og ann- að starfsfólk skólans brást hratt og fumlaust við. Eldurinn var fljótt slökktur og öðrum nemend- um komið út. Fyrir það erum við foreldrarnir þakklátir,“ sagði Íris Björg. Hún tekur undir með lög- reglu að nauðsynlegt sé að þeir sem hafi í sínum fórum neyðar- blys gæti þeirra vel og fargi þeim með öruggu móti. Þetta séu stór- hættuleg blys og þurfi lítið til að á þeim kvikni. Blysið sem í hlut átti fannst á göngustíg nærri Kirkju- hvoli þar sem börnin fara um á leið úr skólanum og áleiðis í sundlaugina. mm Neyðarblysið fundu drengirnir við göngustíg nærri skólanum. Rannsókn lokið á tildrögum slyss í Brekkubæjarskóla Neyðarblys geta verið stórhættuleg í meðförum og eiga aldrei að vera geymd þar sem óvanir og börn komast nærri. Fyrirlestur um netfíkn framundan í Heiðarskóla Hér er langt komið að flensa einn af fyrstu hvölunum á þesari vertíð í júní sl. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er lengst til vinstri að fylgjast með hvalskurðinum. Ljósm. mm. Hvalveiðivertíðinni lokið þetta árið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.