Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Velti bílnum á hafnarsvæðinu LBD: Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Þar af eitt þar sem ung- ur ökumaður velti bíl sínum á hafnarsvæðinu í Borgarnesi. Að sögn sjónarvotta var bíln- um bakkað óvarlega og lenti hann upp á grjótgarði og valt. Tveir af fjórum farþegum sem í bílnum voru leituðu til lækn- is en meiðsli þeirra voru tal- in minniháttar. Tíu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ölvun við akstur í vikunni. -þá Spilamennskan hafin BORGARFFJ: Bridgespilar- ar í Borgarfirði og nærsveitum hófu æfingatímabil sitt í Loga- landi síðastliðið mánudags- kvöld. Að venju var fámennt í upphafi en þó spilað á fjórum borðum. Guðmundur Stein- ar Jóhannsson og Sölvi Karls- son léku við hvurn sinn fing- ur, og jafnvel annarra líka, og skoruðu 66%. Næstir komu Jóhann á Steinum, faðir Guð- mundar, og Kristján í Bakka- koti með rúm 53%. Þriðja sætinu deildu svo Sigurður Már og Stefán Kalmansson með þeim Jóni Einarssyni og Ingimundi Jónssyni. Næsta mánudag verður aftur létt- ur upphitunartvímenningur og verður svo fram eftir októ- ber mánuði. Að morgni 30. september flugu tveir af okk- ar yngstu meðlimum af landi brott til keppni á Azoreyjum. Það voru þeir Logi í Steina- hlíð og Heiðar í Múlakoti. Með þeim fór par úr Kópa- vogi og eru þeir fulltrúar Ís- lands á árlegu yngri spilara- móti þar ytra. –ij Efnalaugum snarfækkar VESTURLAND: Það sem af er þessu ári hefur tveimur af þremur efnalaugum í lands- hlutanum verið lokað. Á Akra- nesi var SD þjónustan með þvottahús en nýverið urðu eigendaskipti á fyrirtækinu. Nú er fyrirtækið rekið af Hús- félagaþjónustunni og ætlar það fyrirtæki einungis að bjóða upp á ræstingar, að minnsta kosti að svo stöddu. Þvotta- húsi og verslun SD þjónust- unnar við Stillholt 23 hefur því verið lokað. Eins og fram hefur komið var rekstri Efna- laugar hætt í Borgarnesi fyrr á þessu ári. Það er því einung- is ein efnalaug eftir á Vestur- landi eftir því sem Skessuhorn kemst næst, en það er Efna- laugin Blossi í Grundarfirði. Efnalaugin Fönn í Reykjavík er þó enn með móttöku fyrir fatnað og lín til hreinsunar á Akranesi. Er sú móttaka í hjól- areiðaversluninni Krakkar og hjól við Skagabraut, en annars staðar þarf fólk að reiða sig á póstþjónustu til að koma fatn- aði í hreinsun eða að aka sjálft með þvottinn í önnur byggð- arlög. -grþ Nýjar reglur um sölu fasteigna AKRANES: Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 23. september sl. nýj- ar reglur um sölu eigna í eigu kaupstaðarins. Nýju reglurn- ar leysa af hólmi reglur frá árinu 2012. Með breyting- um á þeim er bæjarráði veitt aukin heimild til að setja fram skilyrði um að tiltekin starf- semi fari fram í fasteign sem er til sölu hverju sinni. Bæj- aryfirvöld telja slíkt ákvæði mjög mikilvægt til að hafa áhrif á uppbyggingu þjónustu í bæjarfélaginu. –þá Ráðstefnur um endurmenntun NV.KJÖRD: Íslenskunám og fjölmenningarsamfélagið er viðfangsefni tveggja ráð- stefna sem haldnar verða á vegum tilraunaverkefna um menntun í Norðvesturkjör- dæmi og í Breiðholti. Áhersl- an verður á íslenskunám og ólíkar kennsluaðferðir sem þróaðar hafa á undanförn- um árum. Sagt verður m.a. frá reynslu af íslenskukennslu í gegnum leiklist og starfs- tengdum íslenskunámskeið- um á vinnustöðum. Áhrifa- ríkar aðferðir verða einnig kynntar til að efla þátttöku innflytjenda í samfélaginu, s.s. með aðkomu bókasafna og leikskóla. Nýleg stefnu- mótun Innflytjendaráðs verð- ur kynnt til sögunnar og sagt frá reynslu fólks frá fyrstu hendi af því að flytja til lands- ins. Fyrri ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði miðvikudaginn 8. októ- ber og sú síðari í Gerðubergi í Breiðholti 10. október. Ráð- stefnurnar eru öllum opnar og fer skráning fram með því að senda tölvupóst á mennt- un.nuna@bifrost.is. –fréttatilk. Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara, LEB, hefur fjallað um nýgerð fjárlög og áhrif þeirra á stöðu eldri borgara í landinu. Í til- kynningu frá samtökunum segir að fyrst beri að nefna aðför að matar- verði sem þar er lögð til. „Það er al- gjör bjartsýni að mótvægisaðgerðir muni skila sér. Fyrir því er margra áratuga reynsla sem gleymist ekki. Því hafnar kjaranefnd LEB allri umræðu um að hækka matarskatt- inn úr 7% í 12% og síðar 14% eins og einn ráðherrann tilkynnti í eld- húsdagsumræðum. Aðrar hækkanir sem boðaðar hafa verið eru hækkan- ir á lyfjum og því greiðsluþaki sem þar er. Því er alfarið hafnað ekki síst þar sem við berum hæsta virð- isaukaskatt á lyf sem finnst í sam- anburðarlöndum. Víða er enginn virðisaukaskattur á lyf eða þá mjög lágur,“ segir meðal annars í álykt- un kjaramálaráðs LEB. Þar segir einnig að í frumvarpinu sé ekki að finna neinar úrbætur fyrir fólk sem er eingöngu á TR- bótum en þar hafi orðið gliðnun árum saman og nú á þessu ári um nokkur prósent. Hækkun bóta um næstu áramót nái ekki að vinna á þessari þróun þann- ig að fólk sem er á lægstu bótunum er almennt illa statt fjárhagslega, að mati kjaramálanefndar LEB. Eldri borgarar segja í ályktun sinni að langvarandi umræða um Landspítalann og hvort eigi að byggja eða fresta sé orðin gatslit- in. „Umræðan um að aldraðir teppi svo og svo mörg rúm eða fylli ganga er ómakleg þar sem hvert þjóðfélag er upplýst um að öldruðum fjölg- ar og lífaldur lengist og því fylgja innlagnir á sjúkrahús. Umræð- an sem líka fjallar um sífellt neyð- arástand hefur slæm heilsufars- leg áhrif á eldri borgara og er mál að linni. Kostnaður við að gera út hverja nefndina á fætur annarri og breytingar á teikningum og deili- skipulagi kostar orðið tugi millj- óna. Þeim peningum hefði verið betur varið í alvöru þarfagreiningu í upphafi. Því skorum við á stjórn- völd að vinna hratt að uppbygg- ingu nýs sjúkrahúss. Eldra fólk vill búa við öryggi. Í okkar velferðar- samfélagi hefur öryggi fólks verið skert,“ segir í lok ályktunar kjara- málanefndar LEB. þá Á þingi Neytendasamtakanna sem fram fór síðastliðinn laugardag var samþykkt ályktun vegna sam- keppnislagabrota MS. „Í ljósi úr- skurðar Samkeppniseftirlitsins um misnotkun Mjólkursamsölunnar á markaðsráðandi stöðu sinni skora Neytendasamtökin á samkeppnis- yfirvöld að beita refsiákvæðum sam- keppnislaga gagnvart einstakling- um í auknum mæli frekar en að fella háar sektir á brotleg fyrirtæki. Með þessari einföldu áherslubreytingu yrði fælingarmáttur samkeppnislaga miklu meiri. Með því að beita háum sektum á fyrirtæki sem brjóta sam- keppnislög, og eru í einokunarað- stöðu, er aðeins verið að velta sekt- unum beint út í verðlagið. Skaði vegna slíkra sekta endar því ekki hjá þeim sem skömmina eiga, heldur hjá neytendum.“ Neytendasamtökin fordæma þá stefnu stjórnvalda að koma í veg fyrir samkeppni á búvörumarkaði. „Stjórnvöld ættu frekar að stuðla að heilbrigðri samkeppni en að hindra eðlilega virkni markaðarins. Það hefur sýnt sig með óteljandi dæm- um að eitt helsta hagsmunamál neytenda er heilbrigð samkeppni og gangi hún í berhögg við pólitísk markmið eiga hagsmunir almenn- ings að ráða - ekki hagsmunir fram- leiðenda. Þess vegna krefjast Neyt- endasamtökin að Alþingi afnemi all- ar undanþágur sem mjólkuriðnað- urinn býr við gagnvart samkeppn- islögum.“ Loks segir í ályktun Neytenda- samtakanna: „Með tilliti til alvar- leika málsins má ætla að neytendur reyni að sniðganga framleiðsluvörur MS að því marki sem þeir geta. En markaðsráðandi staða fyrirtækisins gerir neytendum það erfitt fyrir sem staðfestir mikilvægi þess að breyta lögum um mjólkuriðnaðinn.“ mm Háar sektir fyrir samkeppnislagabrot fara beint út í verðlagið Eldri borgurum líkar nú um stundir ýmis lög betur en nýjustu fjárlögin. Hér eru systurnar Sigurlaug og Auður ásamt Sigríði Ketilsdóttir á Akranesi að spila undir og stýra söng í ferðalagi Félags eldri borgara þar í bæ. Myndin er frá 2012. Eldri borgurum hugnast ekki fjárlögin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.