Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Talvert hefur verið í umræðunni síðustu mánuði, í tengslum við um- ræðuna um velferð dýra, að básafjós heyri að líkindum sögunni til hér á landi. Bændur hafa margir hverjir tengt þessa umræðu því að von er á endurskoðaðri reglugerð um að- búnað dýra frá árinu 2002. Jafnvel var búist við að ný og endurskoð- uð reglugerð myndi öðlast gildi um næstu áramót. Drög að reglugerð- inni hafa verið til umsagnar nú síð- sumars og eiga eftir að fara til frek- ari umfjöllunar. Skessuhorn sóttist eftir leyfi til að kynna sér drögin, en það svar fékkst frá aðstoðarmanni landbúnaðarráðherra að drög- in væru skilgreind sem vinnuskjal og yrðu ekki að sinni gerð opin- ber. Samkvæmt heimildum Skessu- horns er í drögunum að reglugerð- inni, eins og þau líta út í dag, engar stórvægilegar breytingar frá gild- andi reglugerð frá 2002. Samkvæmt sömu heimildum verður veitt und- anþága fyrir básafjósum á Íslandi til ársins 2033, eða í tæplega tuttugu ár. Þau fjós sem byggð verða fram að þeim tíma skulu hins vegar vera lausagöngufjós. Eins skulu breyt- ingar sem gerðar verða á fjósum þannig útfærðar að um lausagöngu gripa verði að ræða. Umræða um velferð nautgripa í fjósum á Íslandi fór á flug í vor þegar Sigurborg Daðadóttir yfir- dýralæknir tjáði sig um þau mál í tengslum við væntanlega reglu- gerð. Í þeim fréttum var það gert að aðalefni að kýr væru bundnar á bása á Íslandi og vafi léki á því að athafnafrelsi þeirra væri nægjan- legt. Margir bændur virðast hafa túlkað þá umræðu sem þá átti sér stað á þá vegu að nú væru dag- ar básafjósa í landinu nánast tald- ir. Skessuhorn veit dæmi þess að bóndi á Vesturlandi lætur kýr sín- ar ekki fá fang um þessar mundir og ætlar að farga þeim eða selja þeg- ar nytin úr þeim verður búin. Um- ræddur bóndi telur það ekki hag- kvæmt fyrir sig að byggja nýtt fjós. Í þessu sambandi má einnig geta þess að héraðsdýralæknar í land- inu, sem eru starfsmenn Matvæla- stofnunar, hafa að undanförnu fylgt af festu eftir ákvæðum í reglugerð- inni frá 2002, um aðbúnað gripa í básafjósum, svo sem að básafjöldi sé nægjanlegur og að stærð og út- færslur við bása og jötur sé í sam- ræmi við gildandi reglugerð. Vit- að er um nýleg fjós sem ekki stand- ast þau ákvæði reglugerðarinnar, fjós sem byggð voru skömmu fyr- ir aldamót. Endurskoðun reglugerðar um velferð búpenings í landinu hef- ur verið unnin í tengslum við lög númer 55/2013 um velferð dýra sem tóku gildi 4. febrúar á þessu ár. Í 29. grein þeirra kveður á um að ráðherra setji í reglugerð nánari kröfur er lúta að aðbúnaði einstakra dýrategunda. Áætlað var að reglu- gerð um aðbúnað nautgripa myndi taka gildi um næstu áramót en þar sem drögin eru enn til umfjöllunar verður að teljast hæpið að sú tíma- setning standist. þá „Við undrumst og höfum mikl- ar áhyggjur af því að stjórn Land- búnaðarskóla Íslands, stjórnend- ur og í raun menntamálayfirvöld taka ekki til varna með hagsmuni Landbúnaðarháskólans og starfs- manna í huga,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar aðspurður um þá staðreynd að nú sé búið að segja tíu starfsmönnum LbhÍ upp störfum og framundan sé enn meiri niður- skurður á framlögum til stofnunar- innar. „Menntamálaráðherra virðist enn vera í þeim gír að ætla að svelta skólann og atvinnumálaráðherra, sem jafnframt er ráðherra landbún- aðarmála, lætur ekki sitt eftir liggja og sker fjárveitingar verulega nið- ur til rannsókna sem skólinn hef- ur fengið sem sértekjur. Þessir tveir ráðherrar eru að skerða framlög til skólans verulega. Þetta er byggða- stefna sem ég og við í Borgarbyggð skiljum ekki upp né niður í og er algerlega úr takti við stefnumið sitjandi ríkisstjórnar,“ segir Björn Bjarki. Forseti sveitarstjórnar segir það æskilegt að ferli því sem háskólaráð LbhÍ ætlaði að setja í gang varð- andi ráðningu á nýjum rektor, yrði hraðað þannig að skólinn eignað- ist kröftugan talsmann gagnvart fjárveitingar- og ríkisvaldinu öllu. „Við í Borgarbyggð og þau félaga- og hagsmunasamtök sem stutt hafa áframhaldandi sjálfstæði Landbún- aðarháskóla Íslands eru enn boð- in og búin til að berjast fyrir sjálf- stæði skólans en til þess að það sé gagn af því þarf skólinn öfluga for- ystu og starfsmenn skólans eiga svo sannarlega skilið að fá öflugan aðila í brúna sem heldur utan um starfs- mannahópinn. Starfsmenn eiga alla mína samúð að þurfa að vinna við þær aðstæður sem stjórn, stjórn- endur og stjórnvöld skapa þeim í núverandi stöðu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson. mm Stjórnendur Landbúnaðarháskóla Íslands hafa sent uppsagnarbréf til þeirra tíu starfsmanna skólans sem sagt verður upp til að mæta hag- ræðingarkröfu ríkisins. Voru bréf- in að berast starfsmönnum í síðustu viku. Björn Þorsteinsson rektor skólans segir í samtali við Skessu- horn að starfsmannafundur verði haldinn á þremur starfsstöðvum LbhÍ, í gegnum fjarfundakerfi, fyr- ir hádegi í dag, miðvikudaginn 1. október þegar uppsagnirnar taka gildi. Rektor segir að þar verði greint frá þeim breytingum sem gerðar verða varðandi framkvæmd verkefna vegna uppsagnanna. Fram að þeim tíma verði ekki gefnar upp- lýsingar til fjölmiðla hvaða verkefn- um þeir sinntu sem fengu uppsagn- arbréfin. Engar persónurekjanlegar upplýsingar verði gefnar varðandi uppsagnirnar. Aðspurður um stuðning við þá sem fá uppsagnirnar sagði Björn að farið hafi verið að þekktum for- dæmum hjá stofnunum og fyrir- tækjum sem vilji hjálpa þeim sem verða fyrir því áfalli að missa vinn- una. Uppsögninni til starfsmann- anna tíu fylgi boð um tvo tíma hjá sálfræðingi. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni meta stjórnendur LbhÍ hagræðingarkröfu frá stjórnvöld- um vegna næsta árs um 61 milljón króna. Niðurskurður á ríkisfram- lagi milli ára er tæpar átta milljón- ir frá mennta- og menningarmála- ráðuneyti og framlag frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti lækkar um 18 milljónir. Að auki er gert ráð fyr- ir að LbhÍ verði gert að greiða 35 milljónir á næsta ári vegna skuldar við ríkisjóð en í ár hefur verið gerð krafa um tíu milljóna króna greiðslu inn á skuldina við ríkissjóð. þá Hjá kornbændum á Vesturlandi stefnir í annað hörmungarsumarið í ræktun í röð. Skemmdir hafa orð- ið á kornökrunum vegna votviðra- tíðar og hvassviðris að undanförnu. Það er eins og Svanur Guðmunds- son bóndi í Dalsmynni segir; rign- ing og kornrækt fara ekki vel sam- an. Bændur hafa náð litlu af ökr- unum í haust og þessa dagana ætti sláttur og þresking á korni að vera komin á fullt eða lokið. Blautir akr- ar og óhagstætt tíðarfar undanfarið og í kortunum næstu dagana eyk- ur ekki bjartsýni kornbænda, enda komst þeir ekki með tækin út á akr- ana sökum bleytu. „Þetta lítur ekki vel út en er samt ekki búið,“ sagði Magnús Þór Eggertsson bóndi í Ás- garði í Reykholtsdal. Magnús sagð- ist hafa farið af stað með fyrra fall- inu og náð talverðu af byggi í byrj- un septembermánaðar. Þá hafði hann náð byggi af tæplega helmingi þeirra 36 hektara sem hann sáði byggi í. Hann slær einnig og þresk- ir fyrir kornbændur í nágrenninu og alls eru það rúmlega hundrað hekt- arar. Þeir akrar eru allir óslegnir og bleyta og óhagstætt tíðarfar ger- ir það að verkum að í bráð verður ekki hægt að komast um þá. Magn- ús í Ásgarði segir að það hefði litið ágætlega út með kornrækt í byrjun september en undanfarið hafi orðið skemmdir á ökrunum í hvassviðr- um, þar sem kornið hafi „ruslast af“ eins og hann kallaði það. Það væri því ljóst að uppskeran yrði undir meðalagi. Á öðrum svæðum er búið að þreskja ennþá minna af korni þetta haustið. Í Dalsmynni og nálægum bæjum í Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem kornrækt er stunduð hafði fyrir síðustu helgi aðeins náðst af 10-15 hekturum af þeim 80 sem sáð var í. Þar varð tjón í júlímán- uði vegna rigningartíðar og vatns sem safnaðist í hluta af ökrunum. Vindurinn er síðan farinn að skerða uppskeruna núna á haustdögum. Svanur í Dalsmynni segir ljóst að uppskeran verði döpur þetta haust- ið, annað hörmungasumarið í röð í kornræktinni á Vesturlandi. Eftir reynsluna frá sumrinu í fyrra tók Kristján Sigurðsson bóndi í Lyngbrekku í Dölum þann kost að sá ekki í vor, en Kristján var þó bú- inn að byggja upp góða aðstöðu til að verka kornið, m.a. góða korn- hlöðu. Þrátt fyrir að fá slæmt start í fyrra juku svínabændur hjá Stjörnugrís á Melum í Melasveit kornræktina síðasta vor. Sáðu þá í 180 hektara. Fyrir helgina hafði aðeins náðst af fimm hekturum. Jón Þór Marinós- son kornbóndi í Hvítanesi og starfs- maður Melabúsins sagði menn þó ekkert orðna svartsýna þar sem yrk- ið sem sáð var ætti að þola vel vætu- tíð og vinda. þá/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Björn Þorsteinsson rektor LbhÍ er hér staddur á Hvanneyri ásamt nokkrum nemendum. Ljósm. úr safni. Uppsagnarbréfin farin að berast til starfsmanna LbhÍ Bændur fá að líkindum undan­ þágu fyrir básafjósum til 2033 Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Starfsmenn LbhÍ eiga skilið að auglýst verði eftir öflugum rektor“ Kornþresking í Laxárholti á Mýrum. Stefnir í annað hörmungarsumar í kornrækt á Vesturlandi Kornþresking í Belgsholti í Melasveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.