Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Slátur tíð Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 Laugardaga 10-14 www.kb.is, verslun@kb.is Gervivambir, bjúgnaplast, pylsuplast Sláturgarn og sláturnælur Kjötnet og kjötkrókar Gott úrval hnífa Vakúmpökkunarvélar og vakúmpokar Kjötfarsblanda, rúllupylsu- krydd og nítrítsalt Vakúmpökkunarvélar kr. 24.990.- Pinnabyssur og skot í pinnabyssur SK ES SU H O R N 2 01 4 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 „Kindum við þjóðvegina hefur heldur verið að fækka og voru þær færri í sumar miðað við síðustu árin. Þetta er alveg gjörbreyting frá því sem var fyrir svona 14 til 17 árum samkvæmt tölum sem ég hef séð. Þetta var í þau skipti sem við smöl- uðum í sumar svona frá 25 til 50 kindur við vegina á öllu svæðinu. Núna eftir að fé er komið heim af afréttum er þetta minna, en það er þó eins og sumsstaðar sé ekki hirt nógu vel um að loka hliðum. Alla vega er fé við vegina ennþá,“ segir Jóhann Pjetur Jónsson bóndi á Hæl í Flókadal. Hann hefur haft þann starfa síðustu sjö árin að smala kind- um frá vegum í Borgarfjarðarsýslu. Það er verktakastarf fyrir Vegagerð- ina og í máli manna er starfið kallað ríkisféhirðir. Við Þjóðveg eitt er fé fjarlægt af vegsvæðum upp Norður- árdalinn alla leið upp fyrir Sveina- tungu þar sem afréttargirðingin tekur við. Í henni er hins vegar ógirt meðfram þjóðveginum og því mik- ið um að þar sé ekið á fé. Þá smal- ar Jóhann Pétur meðfram Borgar- fjarðarbraut, Snæfellsnesveg allt vestur að Hítará og kringum Akra- fjallið í suðri. Síðasta smölunarferð- in var farin sl. föstudagsmorgun en smalað hefur verið einu sinni í viku í frá því snemma í sumar. Yfirleitt hefur það verið gert á fimmtudags- kvöldum og fram á nóttina. Eftir að birtutími tók að skerðast hefur ver- ið farið af stað í smölunina snemma á föstudagsmorgnum. Harpa Reynisdóttir húsfreyja á Hæl hefur aðstoðað bónda sinn í þessari smalamennsku og fjár- hundarnir eru ávallt með í för. Til að komast yfir allt þetta svæði fara þau akandi og segir Jóhann Pjetur nauðsynlegt að tveir séu á ferðinni. Hann segir að yfirleitt gangi vel að fjarlægja fé af vegsvæðum. „Stund- um er reyndar langt í hlið og öku- mennirnir misjafnlega tillitssam- ir,“ segir hann. Girt er beggja vegna vega nema í Norðurárdalnum þar sem Norðuráin hamlar því að girt sé með veginum. Að sögn Jóhanns Pjeturs hefur fjárfjöldinn yfirleitt verið mestur við veginn í Norðurár- dalnum en sú hafi ekki verið raun- in í sumar. „Mikil úrkoma og vatn í ánni varð til þess að lítið var um að kindur kæmu þarna inn á veg- inn í sumar,“ segir Jóhann. Hann tók við starfi smalans af Guðmundi Guðmundssyni frá Kaðalsstöðum sem gegndi starfinu í samfellt tíu ár áður en hann flutti að Miðhúsum á Ströndum. „Hann var fyrsti ríkis- féhirðirinn,“ segir Jóhann á Hæl. þá Harpa og Jóhann Pjetur á Hæl með tíkina Syrpu sem nýtt er við smölunina. Ljósmynd HLJ. Starf ríkisféhirðis er mikilvægt meðfram þjóðvegunum Ef ein rós getur gert kraftaverk, hvað gerir þá fallegur blómavöndur? AKRANESI Sími: 431 3333 www.gjafahus.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.