Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014                    LAGERSALA Kalmansvöllum 1A (Húsgagnaverslunin Bjarg) Síðustu dagarnir Fimmtudag 2. október kl. 13-18 Föstudag 3. október kl. 13-18 Laugardag 4. október kl. 11-15 ATH: Gjafakort og inneignir gilda ekki á lagersölu. SK ES SU H O R N 2 01 4 70% AFSLÁTTUR og meira af dömu- og herrafatnaði Ætlar að reisa gróðurhús á Akranesi Garðyrkjufræðingurinn Jón Þórir Guðmundsson hefur hug á því að reisa gróðurhús á Akranesi á næsta ári. Jón er alls ekki óvanur ræktun en hann er sjálfstætt starfandi garð- yrkjufræðingur á Akranesi og ræktar alls kyns ávexti, grænmeti og krydd- jurtir í garðinum heima hjá sér við Vesturgötuna. Garðurinn er tóm- stundagaman sem hann sinnir í hjá- verkum en Jón hefur hug á því að fara í umfangsmeiri ræktun í gróð- urhúsum. Jón segist hafa sótt um fyrir fjór- um árum að fá að reisa gróðurhús í Miðvogslandi á Akranesi, sem stað- sett er rétt fyrir neðan vatnstank- inn. „Ég fékk strax mjög jákvæð svör en svo hefur lítið gerst síð- an. Það er vegna þess að nýtt aðal- skipulag hefur ekki verið frágeng- ið síðan. Það stendur þó til bóta og við reiknum nú með að fá leyf- ið öðru hvoru megin við áramót- in,“ segir Jón. Hann segist ætla að reisa nokkur lítil gróðurhús á land- skikanum, frekar en eitt stórt. „Það er vel hægt að gera einföld og ódýr hús sem henta vel í aðstæðum þar sem ekki er hægt að treysta alveg á veðurfarið. Þetta eru nokkurs konar gróðurskýli fremur en hefðbundin gróðurhús. Það er mun öruggara að nota skýli ef maður er að rækta eitt- hvað að ráði, við þær veðurfarslegu aðstæður sem við búum við. Það er auðvitað ýmislegt hægt að rækta úti við en við erum svo háð tíðarfarinu hér. Allt getur hæglega farið í vask- inn í einni lægð,“ útskýrir hann. Möguleikarnir eru margir Að sögn Jóns ætlar hann að prófa sig áfram með ýmsa ræktun í gróð- urhúsunum. Hann segir tölu- verðan mun felast í því að rækta úti í garði eða í plasthúsum líkt og hann hefur hug á því að reisa og auðveldara sé að fara í þróun- arvinnu í skjóli frá veðri og vind- um. „Ég ætla að þróa þarna ávaxta- ræktun. Að sjá hvaða tré henta best fyrir íslenskar aðstæður og koma á framleiðslu að einhverju leyti. Ég hugsa að ég rækti þar bæði tré og afurðir af þeim, ávexti eða græn- meti. Það þarf bara að finna út hvað er hagkvæmt og hvað virk- ar. Kanna hvaða plöntur geta lifað hér við þessar aðstæður og skilað góðum árangri,“ segir hann. Hann bætir því við að hann ætli sér ekki að verða með gróðurhús sem eru með lýsingu allt árið um kring. „Ég er ekki að hugsa um tómata- ræktun eða neitt slíkt. Ég vil frekar skoða ræktun á hindberjum, jarð- arberjum, kirsuberjum og jafnvel plómum.“ Jón stefnir á að hluti af starfseminni verði að framleiða tré til endursölu og jafnvel einhverj- ar garðplöntur. „Starfsemin yrði því blönduð. Möguleikarnir eru svo margir þegar maður þarf ekki að hafa áhyggjur af veðurfarinu. Okkur langar líka að vera með svæði þar sem hægt verður að taka á móti gestum og sýna þeim starf- semina, líkt og við höfum verið að gera heima í garðinum. Þar er ansi þröngt og það væri gaman að hafa betri aðstöðu til að sýna fólki og hópum hvað hægt er að gera.“ Jón segir síðustu tvö sumur ekki hafa verið góð til ræktunar úti við. Hann fékk samt sem áður upp- skeru úr garðinum sínum, en ekki jafn góða og undanfarin ár. „Síð- asti vetur var einn erfiðasti vetur fyrir trjáplöntur í áratugi. Plönt- urnar komu illa undirbúnar undan slæmu sumri í fyrra og svo komu lægðir í upphafi vetrar sem fóru illa með þær. Ég fékk samt eitthvað smotterí, svo sem epli og plómur, en ekkert í líkingu við það sem ég hef fengið á sólríkum sumrum,“ segir garðyrkjufræðingurinn Jón Þórir að endingu. grþ Jón Þ Guðmundsson við perutré í garðinum við Vesturgötuna. Ljósmyndir Þorsteins í Þjóðminjasafninu Svipmyndir eins augnabliks - ljós- myndir Þorsteins Jósepssonar er heiti sýningar sem uppi er í Þjóð- minjasafninu og verður til ára- móta. Þorsteinn Jósepsson var áhugaljósmyndari og blaðamað- ur sem myndaði um allt land. Á sýningunni má sjá úrval ljós- mynda Þorsteins en safn hans er eitt stærsta, merkasta og heild- stæðasta einkasafn frá síðustu öld sem Ljósmyndasafn Íslands í Þjóð- minjasafni varðveitir. Textar á sýn- ingunni eru eftir Steinar Örn en með þeim eru myndirnar settar í menningarsögulegt og heimspeki- legt samhengi. Þorsteinn var fæddur árið 1907 á Signýjarstöðum í Hálsasveit, son- ur Jóseps G. Elíesersonar bónda þar og Ástríðar Þorsteinsdóttur konu hans. Jósep var ættaður úr Húnavatnssýslu en Ástríður var frá Húsafelli. Þorsteinn starfaði mik- ið með ungmennafélaginu heima í héraði, varð ágætur íþróttamað- ur og síðar kunnur ljósmynd- ari, blaðamaður og rithöfundur. Hann dvaldist erlendis um nokk- urt skeið, í Þýzkalandi og Sviss, en laust fyrir 1940 réðst hann að Vísi og starfaði þar æ síðan, í meira en aldarfjórðung. Þorsteinn var mik- ill bókasafnari og hafði áhuga á alls kyns bókmenningu, ferðalög- um og náttúruskoðun. Meðfylgjandi mynd Þorsteins nefnist; Ullarþvottur í Sauðá. Þau voru alltaf kölluð Emma og Binni í Árbænum. Emma hét fullu nafni Stefanía Emilía Guð- rún Lárusdóttir (1896-1993) og var frá Skarði í Gönguskörðum. Binni hét Brynjólfur Danivals- son (1897-1972) og var frá Litla- Vatnsskarði. Þeirra Árbær var hús- ið á Suðurgötu 24 á Sauðárkróki. Á myndunum eru þau að þvo ull í Sauðánni, sem rann framhjá Árbæ í þá daga, og Sauðárkrókur dregur nafn sitt af. Myndirnar gætu verið teknar á fimmta áratug 20. aldar. mm Búið að opna Gallery Snotru Hannyrðaverslunin Gallery Snotra var opnuð á Akranesi síðastliðinn föstudag. Blaðamaður Skessuhorns leit við í versluninni um það leyti sem hún var opnuð. Þar var nóg að gera og greinilegt að viðskiptavin- irnir voru áhugasamir um þær fjöl- breyttu handverksvörur sem seldar eru í versluninni. Skagakonan Krist- ín Agnarsdóttir var ein af fyrstu við- skiptavinum verslunarinnar. Hún keypti meðal annars marglitt ullar- garn og hringprjón og var ánægð með nýju verslunina. „Ég er ofsa- lega ánægð með þetta, það vant- aði svo sannarlega svona búð hérna. Ég ætla mér að nýta garnið í tref- il,“ sagði Kristín við blaðamann. Að sögn Sigurlínu Júlíusdóttur, eiganda Gallery Snotru, virðast Skagamenn ánægðir með að fá hannyrðaverslun í bæinn á nýjan leik. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og öll bara jákvæð. Það eru allir vel- komnir að kíkja við þegar opið er, hér er alltaf kaffi á könnunni og hægt að fá sér sæti,“ sagði hún. Opnunartími Gallery Snotru er á virkum dögum frá kl. 11 - 18 og um á laugardögum frá 11 - 14. grþSigurlína að afgreiða Kristínu Agnarsdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.