Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Tíu ár frá stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga Jón Eggert Bragason er skólameist- ari við Fjölbrautaskóla Snæfell- inga, en skólinn fagnar um þessar mundir tíu ára starfsafmæli. Skessu- horn fékk Jón til að rifja upp for- sögu skólans. „Í janúar árið 2000 var stofnuð undirbúningsnefnd af hálfu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og árið 2003 stofnaði menntamála- ráðuneytið vinnuhóp í samvinnu við heimamenn um stofnun framhalds- skóla á norðanverðu Snæfellsnesi. Þann 6. febrúar 2003 skrifar Tóm- as Ingi Olrich þáverandi mennta- málaráðherra svo undir yfirlýsingu um stofnun skólans. Þessi vinnu- hópur fékk bandarískan sérfræðing að nafni Susan Stuebing til liðs við sig. Strax var lagt upp með að skól- inn yrði óhefðbundinn sem slíkur og hönnun hússins var gerð með það til hliðsjónar.“ þannig lýsir Jón Eggert aðdraganda þess að skólinn varð til. Það voru VA arkitektar ehf., und- ir forystu Indro Candi, sem hönn- uðu bygginguna. 16. desember 2003 var fyrsta skóflustungan loks tekin en það gerði Sturla Böðvarsson al- þingismaður. Skólinn var svo tekinn í notkun um haustið 2004. Leiðandi í innleiðingu breyttra kennsluhátta „Guðbjörg Aðalbergsdóttir var ráð- in fyrsti skólameistari FSN og hóf störf í desember 2003 og var það á hennar könnu að yfirfæra hugmynd- ir vinnuhópsins yfir í raunveruleik- ann.“ Jón Eggert rifjar einnig upp að upphaflega var gert ráð fyrir 170 nemendum við skólann en heilt yfir hafi meðal fjöldi þeirra ver- ið í kringum 250 og hafi farið yfir 300 eitt árið. „Það er margt óhefð- bundið við kennslu hér í FSN og ég man að eitt sinn er ég kom hingað í heimsókn til að skoða námshætti hér þegar skólinn var nýtekinn til starfa að þá voru nánast sætaferð- ir hingað á Snæfellsnesið frá hinum ýmsu skólum til að kynna sér skóla- starfið í FSN. Þá var ég kennari í Menntaskóla Kópavogs,“ segir Jón Eggert. Hann segir að kennsluað- ferðirnar hafi alltaf skorið sig mjög mikið frá hinum hefðbundnu fram- haldsskólum. „Nemendur fá verk- efni sem kennarar leggja mat á jafn- óðum yfir önnina, en námið endar sjaldnast á stóru lokaprófi eins og tíðkast annarsstaðar.“ Jón fullyrðir að Fjölbrautaskóli Snæfellinga hafi verið leiðandi í innleiðingu breyttra kennsluhátta enda er skólabygging- in sem slík mjög opin og nemend- ur og kennarar vinni saman í opnu rými. Upplýsingatæknin vegur þungt Skólinn hefur haft og hefur enn sér- stöðu meðal framhaldsskólanna. Jón nefnir tvo aðra skóla með svip- að kennslufyrirkomulag, en það eru Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Menntaskólinn á Tröllaskaga. „Þessir þrír skólar eru mjög sam- stíga í kennsluháttum,“ segir Jón Eggert. „Upplýsingatæknin vegur þungt í starfi skólans. Þetta er lík- lega metnaðarfyllsta tilraun til að nýta upplýsingatækni mun meira en tíðkaðist áður. Fyrst vorum við með kerfi sem hét Angel en nú er allt unnið í Moodle skólakerfinu. Nú eru öll fyrirmæli fyrir nem- endur inni á vefnum. Það er sama kerfi notað fyrir dagskólanemendur og fyrir dreifnemendur. Nemand- inn fær nánast alla dagskrá hverrar annar fyrir sig og fylgir vikuáætlun. Einnig meta kennarar árangur nem- andans yfir allan veturinn og nem- andinn getur fylgst með því inni á Moodle,“ útskýrir Jón. Námsmat- ið er fjölbreytt en enn eru þó þreytt lokapróf í raungreinum. Framhaldsdeild á Vestfjörðum Árið 2007 urðu ákveðin tímamót þegar stofnuð var framhaldsdeild frá FSN á Patreksfirði. Þá voru um 20 dagskólanemendur skráðir í nám í deildinni þar en eru um 30 í dag. „Krakkarnir eru í samskiptum í gegnum fjarfundabúnað ásamt því að nota samskiptaforrit eins og Lync og Skype til að hafa samband við kennara og svo koma þeir til okkar einu sinni í mánuði og eru með okk- ur í tvo til þrjá daga. Tveir starfs- menn eru við deildina á Patreksfirði en upphaflega var bara í boði að stunda nám þar í tvö ár en árið 2009 var því breytt þannig að nemendur geta klárað námið sitt þar. Nú þeg- ar hafa nokkrir nemendur útskrifast þaðan,“ segir Jón Eggert. Alls hafa 242 nemendur útskrifast frá skólan- um og í desember bætast 13 nem- endur við þann hóp. Jón Eggert segir að samstarf skól- ans við grunnskóla, stofnanir og fyr- irtæki á svæðinu sé gott. „Það var djörf hugmynd að búa til skóla með svo óhefðbundnu sniði á svæði þar sem að nemendum gafst ekki kost- ur á að velja um annan hefðbund- inn skóla. En það virðist hafa gefið góða raun því um 80% af öllum út- skrifuðum grunnskólanemendum á Snæfellsnesi sækja um nám í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga,“ segir Jón Eggert að lokum. tfk Jón Eggert Bragason, skólameistari FSN. Hönnun skólans var framúrstefnuleg í upphafi. Mikið er unnið í opnu rými. Hrafnhildi Hallvarðsdóttur aðstoðar- skólameistari á fjarfundi við nem- endur á Patró.Skólinn er leiðandi í notkun upplýsingatækni. Northern Wave í Grundarfirði haldin í sjöunda skipti Stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í sjöunda skipti í Grundarfirði helgina 17. til 19. október næstkomandi. Á hátíðinni verða sýndar 60 stuttmyndir í þrem- ur flokkum. Þrettán myndir verða sýndar í flokki íslenskra stuttmynda en það er gjarnan vinsælasti flokkur hátíðarinnar. Þá verða 34 myndir sýndar í flokki erlendra stuttmynda og koma þær víða af en flestar frá Evrópu. Þrettán tónlistarmynd- bönd verða einnig sýnd á hátíðinni og koma þau ýmist frá innlendu eða erlendu kvikmyndagerðafólki. Há- tíðin er opin öllum og munu sýn- ingar á stuttmyndunum fara fram í Samkomuhúsinu í Grundarfirði en tónlistarmyndböndin verða sýnd á föstudagskvöldinu á Kaffi Rúben. Þó megintilgangur hátíðarinnar sé að sýna áhorfendum nýtt efni úr heimi stuttmyndagerðar er einnig dómnefnd sem sker úr um hvaða myndir þykja bestar í sínum flokki. Dómnefndin skipar þrjá einstak- linga sem hafa víðtæka þekkingu á gerð stuttmynda. Athygli er vakin á því að í ár er dómnefndin eingöngu skipuð konum. Þær eru Kristín Jó- hannesdóttir leikstjóri, Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleið- andi og Isabelle Fauvel en hún er franskur kvikmyndasérfræðing- ur sem vinnur við að leita að nýju hæfileikafólki í kvikmyndagerð. Hugmyndin kom frá Spáni Það er Grundfirðingurinn og leik- stjórinn Dögg Mósesdóttir sem fyrst stakk upp á að halda Nortern Wave og hefur hún stýrt hátíð- inni frá upphafi hennar árið 2008. Dögg fékk hugmyndina af stutt- myndahátíð þegar hún var í leik- stjóranámi á Spáni og myndbrot á Internetinu voru fyrst að verða vinsæl. „Það var Menningarsjóður Vesturlands sem hvatti til þess að haldin yrði listahátíð á Vesturlandi á sínum tíma og má eiginlega þakka þeim fyrir að Northern Wave varð að veruleika. Ég var þá tiltölu- lega nýkomin frá Spáni þar sem ég lærði leikstjórnun í Barcelona. Þar voru stuttmyndir sýndar nánast á hverju götuhorni og mig langaði að færa hluta af þeirri menningu heim til Íslands. Í þá daga var eng- in alþjóðleg stuttmyndahátíð á Ís- landi svo mér fannst það kjörið að halda slíka hátíð og þróa smekk Ís- lendinga fyrir stuttmyndum. Ég held þær séu að verða vinsælli með árunum meðal annars fyrir tilstilli Youtube og fleiri netmiðla,“ segir Dögg um upphaf Northern Wave. Northern Wave að festast í sessi Dögg segir að aðsókn á hátíðina sé góð og hún sé farin að verða þekkt erlendis. „Árlega heimsækja um 150 til 200 manns Grundar- fjörð í tengslum við Northern Wave. Því lengur sem við náum að halda hátíðina því líklegra er að hún festi sig í sessi og fær um leið meiri virðingu í kvikmyndaheim- inum. Ég hef fundið fyrir á síð- ustu árum að hátíðin er að fá meiri athygli erlendis. Á síðustu hátíð vorum við að fá myndir frá öllum heimshornum svo þema hátíðar- innar var einskonar heimshornaf- lakk. Það er ekkert sérstakt þema í ár en það verða mikið af verð- launuðum stuttmyndum í bland við nýjar uppgötvanir. Á hverju ári fá svo aðstandendur þeirra mynda sem dómnefndin velur bestar pen- ingaverðlaun. Þá fá sigurvegar í ár auk þess fallega styttu gerða úr Berserkjahrauni af grundfirska listamanninum Lavaland. Það sem dómnefnin leitar helst að eru nýj- ar og ferskar leiðir í gerð stutt- mynda.“ Fiskiveislan slegið í gegn Dögg segir að hátíðin sé í stöðugri þróun og á hverju ári sé reynt að bæta hana. „Ýmsar nýjungar verða á hátíðinni í ár. Þar má nefna að áhorfendur kjósa um besta tónlist- armyndbandið í stað dómnefnd- ar og þá mun einnig í fyrsta skipti vera fullskipaður kynnir hátíð- arinnar. Fyrsti kynnir Northern Wave verður Kári Viðarsson, eða Kári í Frystiklefanum. Ég er alltaf opin fyrir uppástungum um hvern- ig megi bæta Northern Wave og sérstaklega frá fólkinu í Grund- arfirði. Dæmi um slíka tillögu er Fiskiveislan sem er haldin árlega samliða stuttmyndakeppninni. Sú veisla hefur slegið rækilega í gegn og fær heimafólk til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Svo höldum við heljarinnar ball um kvöldið þar sem við hristum öllu listafólkinu og heimamönnum saman. Ég tel að það sé mjög gagnlegt og gaman fyrir báða aðila að kynnast ólíkum menningarheimum,“ segir Dögg að lokum í samtali við Skessuhorn og vonar að sem flestir mæti og njóti hátíðarinnar í ár. jsbFiskiveislan vekur ávallt mikla lukku gesta og heimamanna. Kynningarmynd fyrir hátíðina í ár skartar súlum sem vissulega hafa verið áberandi í náttúru Grundarfjarðar síðasta árið. Dögg Mósesdóttir forsprakki og stjórnandi Northern Wave.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.