Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Ingibjörg Davíðsdóttir starfsmað- ur í utanríkisþjónustu Íslands er frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Hún er næstelst fimm systkina, barna þeirra hjóna Davíðs Aðal- steinssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur. Ingibjörg hefur starfað í utan- ríkisþjónustunni frá árinu 1999 og samþykkti að ræða við Skessu- horn um störf sín á þeim vettvangi, tíða flutninga á milli landa og um tilviljanir, áföll og sigra í hennar lífi. Ingibjörg var fyrst sem barn í Varmalandsskóla, varð síðan stúd- ent frá Menntaskólanum að Laug- arvatni og er með háskólapróf (BA) í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og í alþjóðasam- skiptum (MA) frá Háskólanum í Kent í Kantaraborg í Bretlandi. Ingibjörg tók við stöðu varamanns sendiherra Íslands í London í ágúst síðastliðnum og fluttist þá til Lund- úna frá Vínarborg þar sem hún hafði fjögur árin þar á undan ver- ið varamaður sendiherra og vara- fastafulltrúi Íslands. Störf í utan- ríkisþjónustunni eru fjölbreytt og því ásamt ýmsu fleiru fá lesendur að kynnast í hreinskiptu viðtali við Ingibjörgu Davíðsdóttur. Ætlaði að verða íþróttakennari „Ég ætlaði nú alltaf að verða íþrótta- kennari eða þjálfari, en það breytt- ist. Hef frá því ég man eftir mér haft gríðarlegan áhuga á íþróttum og æfði eitt og annað í gamla daga, ekki síst spjótkast og knattspyrnu. Ég er enn þann dag í dag ægileg keppnismanneskja og er alltaf að keppast, meira að segja við mat- arborðið heima hjá mér!“ Líkt og önnur börn í sveitinni fór Ingibjörg sex ára í Varmalandsskóla, sem þá var heimavistarskóli. Hún var því í heimavistarskóla allt frá sex ára aldri og þar til hún tvítug hóf nám við Háskóla Íslands. Ingibjörg á góðar minningar frá grunnskólaár- unum í Borgarfirði. „Í Varmalands- skóla fékk ég góðan námsgrunn og um okkur var einstaklega vel hugs- að. Það er líka gaman að segja frá því að ég er best upp alin af systkin- um mínum! Er sú eina sem get stát- að af því að hafa fengið hegðunar- verðlaun 6. bekkjar í Varmalands- skóla, sem ég reyndar hef grun um að hafi ekki verið alveg verðskuld- að, en það er önnur saga!“ Ekki var hægt að ljúka grunnskólaprófi frá Varmalandi þannig að Ingibjörg fór einn vetur í Héraðsskólann í Reyk- holti þar sem hún lauk grunnskóla- prófi. Þaðan lá leiðin í Menntaskól- ann að Laugarvatni þaðan sem hún tók stúdentspróf. Ekki er laust við að færist glampi í augu Ingibjarg- ar þegar hún talar um árin á Laug- arvatni, sem greinlega hafa verið skemmtileg. Utanríkisþjónustan og flutningsskyldan Ingibjörg þekkir af fyrrgreind- um sökum vel til ferðatöskulífs og þurfti því ekki að koma á óvart að starfsframinn í kjölfar háskóla- náms tengdist utanríkisþjónust- unni en á þeim vettvangi hóf hún störf árið 1999. „Þegar maður ræð- ur sig til starfa í utanríkisþjónust- unni þá undirgengst maður svo- kallaða flutningsskyldu, sem þýð- ir að þú ert fluttur á milli starfs- stöðva utanríkisþjónustunnar með nokkurra ára millibili.” Auk þess að starfa heima í utanríkisráðuneyt- inu, þá hefur hún verið „póstuð er- lendis” eins og hún segir, í fasta- nefnd Íslands í Genf þar sem hún var frá aldamótaárinu til 2005. Þá var Ingibjörg í sendiráði og fasta- nefnd Íslands í Vínarborg árin 2010 til 2014 og starfar nú eins og fyrr segir í sendiráði Íslands í London. Kostirnir við flutninga fleiri en gallarnir Ingibjörg segir flutningana erf- iðasta maka og börnum. „Ég á eina dóttur sem nú er 16 ára göm- ul og hefur þurft að búa við það frá tveggja ára aldri að flytja á milli landa á fjögurra til fimm ára fresti. Ég dáist að aðlögunarhæfni henn- ar og hvað hún hefur komist vel í gegnum flutningana. Að fara í nýja skóla í nýju landi og takast á við misjöfn skólakerfi, hefðir og siði; kveðja vini sína og kynnast nýjum, læra ný tungumál og svo framveg- is. „Ingibjörg segir kostina líka fjöl- marga og á meðan þeir séu fleiri en gallarnir þá gangi þetta. Með- al þessara kosta segir hún að nú tali dóttir hennar reiprennandi og skrifi íslensku, frönsku og ensku og sé orðin ansi sleip í þýsku eftir árin í Vín. „Hún á vini og félaga frá flest- um heimshornum, er opin og víð- sýnn einstaklingur og mikill Íslend- ingur þrátt fyrir að hafa búið meiri- hluta ævi sinnar erlendis. Ég er af- skaplega stolt af henni,” segir Ingi- björg. Víðfeðmt starf og fjölbreytt Ingibjörg hóf störf í þjónust- unni, eins og hún kallar hana, árið 1999 og var þá m.a. með „aðstoð- armálin“ eins og sá málaflokkur var kallaður í þá daga, en heitir í dag „borgaraþjónusta.“ „Þarna fékk ég gríðarlega góða reynslu í að fást við hin ýmsu mál sem íslenskir ríkis- borgarar lenda í eða þurfa að tak- ast á við í tengslum við dvöl erlend- is. Oft gat það tekið á andlega að hjálpa og styðja íslenska ríkisborg- ara í erfiðum aðstæðum. Dauðs- föllin fannst mér alltaf erfiðust. En að reynslunni bý ég enn þann dag í dag fimmtán árum síðar. Ég held að megi segja að á ferli mínum í þjón- ustunni hafi ég fengist við flesta málaflokka utanríkisþjónustunnar en þó sér í lagi á sviði alþjóðastofn- ana, á mannréttinda- og mannúð- arsviðinu, á sviði friðar, öryggis- og afvopnunarmála, á sviði þróunar- mála og viðskipta. Þar sem utanrík- isþjónustan okkar er lítil, hvað sem hver segir, þá þurfa starfsmenn að vera „generalistar” og geta fengist nánast við hvað sem er.“ Dropinn holar steininn Ingibjörg segir einn málaflokk eiga hug sinn og hjarta en það eru mannréttindamálin. „Ef ég er sér- fræðingur í einhverju, þá er það tvímælalaust sá málaflokkur. Ég hef verið svo heppin að hafa unn- ið að eflingu og verndun mannrétt- inda með einum eða öðrum hætti nánast allan minn starfsferil, bæði á starfsstöðvum erlendis og einnig heima í ráðuneyti og lagt mitt og Íslands af mörkum til betri heims. Áður en ég var flutt til Vínarborgar árið 2010, stýrði ég starfi utanrík- isráðuneytisins í þeim málaflokki.“ Máltækið dropinn holar stein- inn segir Ingibjörg gott að hafa í huga í þeirri vinnu, sérstaklega fyr- ir óþolinmóða. „Ég man ekki eftir því að mér hafi nokkru sinni leiðst í vinnunni. Ég þrífst best í látum og hef allan minn starfsferil haft miklu meira en nóg að gera, sem er frá- bært. Þegar ég lít til baka þá hef ég eiginlega verið á haus í 15 ár.“ Lífið er ekki sjálfgefið Í byrjun árs 2013, í kjölfar reglu- bundins krabbameinseftirlits, var Ingibjörg greind með forstigs- krabbamein í brjósti og þurfti að undirgangast tvær skurðaðgerðir þar sem hluti annars brjóstsins var fjarlægður. Hún segist hafa ákveð- ið strax að best væri að takast á við þetta „verkefni“ opinskátt og miðl- aði m.a. reynslu sinni í færslu á Fa- cebook síðu sinni þegar hún var komin yfir þyngsta hjallann. Í dag telja læknar að þeir hafi komist fyr- ir þetta og engin hættumerki séu á lofti. „Greiningin var þungt áfall. Ég fann ekkert í brjóstinu hvorki fyrir né eftir greiningu. Hefði aldrei fundið þetta sjálf. Í reynd var ég ofboðslega heppin. Fyrir það fyrsta að mæta í eftirlitið en það munaði reyndar engu að ég frest- aði því vegna skörunar við vinnu- fund og ég hef grun um að ég og þáverandi sendiherra og fastafull- trúi í Vín gleymum aldrei samtal- inu sem við áttum um það hvort ég skyldi mæta eða fresta þess- ari heimsókn. Ég sem sagt mætti og var greind í kjölfarið með sjúk- dóminn á algjöru frumstigi. Lenti hjá frábærum læknum í Vínarborg og var skorin örfáum dögum eftir greiningu. Fyrst var ég ofboðslega reið, en í dag er ég þakklát. Svona lífsreynsla breytir manni og ég er engin undantekning með það. Ég tek lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut í dag og þakka fyrir hvern einasta dag og hlakka til að fá að eldast. Er að telja sjálfri mér trú um að ég sé því eitthvað rólegri.“ Breyttir hagir og skilnaður Ingibjörg vill líka fá að taka það fram að hún er afar þakklát yfir- stjórn ráðuneytisins sem hún starfar fyrir. „Fólkið í ráðuneytinu studdi mig ofboðslega vel en það er heldur ekkert sjálfgefið. Þegar einstakling- ur stendur andspænis lífshættuleg- um sjúkdómi held ég að hann sjái hlutina oft í öðru ljósi, forgangsraði upp á nýtt, setji sjálfan sig ofar á for- gangslistann, breyti því sem hann getur og vill breyta, en sætti sig við annað. Í kjölfar veikindanna tók ég ákvörðun um að gera breytingar á mínu lífi og högum. Einn liður í þeirri uppstokkun var að skilja við eiginmann minn og er það mál nú í ferli. Að taka ákvörðun um skiln- að er aldrei auðveld en lífið er bara þannig að stundum þarf að taka erf- iðar ákvarðanir sem þó eru réttar.“ Af þessum sökum segist Ingibjörgu hafa brugðið þegar hún las viðtal við nýjan oddvita Skorradalshrepps fyrir hálfum mánuði í Skessuhorni. Einkum þegar rætt var um þeirra hagi. „Skessuhorn er víðlesið blað og þar sem mitt nafn ber nokkr- um sinnum á góma í viðtalinu vil ég síður að sveitungar mínir, vinir, fjölskylda og samstarfsfélagar haldi mögulega að staðan sé einhver önn- ur en hún raunverulega er.“ Borgfirðingur í utanríkisþjónustu: Hefur pappíra upp á að vera best upp alin í systkinahópnum Ingibjörg Davíðsdóttir, varamaður sendiherra Íslands í London. Hér er Ingibjörg árið 2013 að stýra fundi í tengslum við formennsku Íslands í Sam- ráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi. Ingibjörg viðstödd klasasprengjueyðingu í Ungverjalandi, fyrir hönd formennsku Íslands á öryggismálasamvinnuvettvangi ÖSE árið 2011.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.