Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Bókasafnið er lokað fimmtudaginn 2. október og föstudaginn 3. október vegna viðhaldsvinnu á húsnæði. Bendum á skilakassann í anddyri Krónunnar. Opið verður laugardaginn 4. október samkvæmt vetraropnun frá kl. 11.00 til 14.00. Bæjarbókavörður Bókasafnið lokað 2.-3. október 2014 SK ES SU H O R N 2 01 4 Vel heppnað fótboltasumar er nú að baki hjá yngri flokkum ÍA. Uppskeruhátíð félagsins var haldin í Akra- neshöllinni við Jaðarsbakka sl. þriðjudag þar sem ungu fótboltaiðkendurnir fengu tækifæri til að spreyta sig í allskyns knattþrautum, skotum á mark o.fl. í umsjón leikmanna meistaraflokks karla og kvenna. Eftir bolta- þrautirnar steig Samúel Þorsteinsson á svið og skemmti börnunum og öðrum gestum með nokkrum vel völd- um lögum á gítarinn. Leikmenn 6. og 7. flokks fengu viðurkenningarskjöl ásamt því að veittir voru bikarar til þeirra í 5., 4. og 3. flokki, sem skarað hafa framúr að mati þjálfara flokkanna eða sýnt bestu ástundun. Að auki var hinn eftirsótti Donnabikar veittur besta leik- manni yngri flokka. Að þessu sinni kom hann í hlut Guðmundar Sigurbjörnssonar. Að lokum fengu allir iðkendur grillaðar pylsur og Svala, ásamt ÍA - merktum bakpoka frá Íslandsbanka. Aðrar viðurkenningar á uppskeruhátíðinni voru eft- irfarandi: grþ 3.fl.kvk Besti leikmaður : Eva María Jónsdóttir Efnilegasti leikmaður: Sandra Ósk Alfreðsdóttir Mestu framfarir: Karítas Eva Svavarsdóttir 3.fl.kk Besti leikmaður : Stefán Teitur Þórðarson Efnilegasti leikmaður: Arnór Sigurðsson Mestu framfarir: Auðun Ingi Hrólfsson 4.fl.kvk Besti leikmaður : Bergdís Fanney Einarsdóttir Efnilegasti leikmaður: Þórhildur Arna Hilmarsdóttir Mestu framfarir: Helga Dís Brynjólfsdóttir 4.fl.kk Besti leikmaður: Ísak Máni Sævarsson Efnilegasti leikmaður: Marteinn Theodórsson Mestu framfarir: Mikael Hrafn Helgason 5.fl.kvk Leikmaður ársins: Anna Þóra Hannesdóttir Leikmaður ársins: Lilja Björg Ólafsdóttir Leikmaður ársins: Sigrún Eva Sigurðardóttir 5.fl.kk Leikmaður ársins: Ísak Bergmann Jóhannesson Leikmaður ársins: Gunnar Einarsson Leikmaður ársins: Sigmar Stefnisson Uppskeruhátíð hjá yngri flokkum ÍA Mikil gleði einkenndi lokahóf yngri flokkanna. Þessir ungu knattspyrnumenn tóku sér hlé frá leik sínum og stilltu sér upp fyrir ljós- myndara Skessuhorns. Leiknar voru knattþrautir í öllum hornum Akraneshallarinn- ar. Þessi unga stúlka varðist fimlega í einu markinu. Vel var tekið undir söng Samúels Þorsteinssonar. Yngsta kynslóðin fékk tækifæri til að spreyta sig með boltann á lokahófinu. Hér er Daníel, þriggja ára Skagamaður, að æfa sig. Guðlaugur Þór Þórðarson og Árni Daníel Grétarsson úr 7. fl.kk. voru ánægðir með uppskeruhátíðina. Stoltar knattspyrnukonur úr 6. fl.kvk. með viðurkenningar- skjöl sín. Guðmundur Sigurbjörnsson með Donnabikarinn ásamt Jóni Þór Hauks- syni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.