Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Nú er rúmur mánuður síðan fram- haldsskólar landsins voru settir og félagsstarf skólanna komið í full- an gang. Sem fyrr eru það nem- endafélög skólanna sem standa fyrir ýmsum viðburðum fyrir nemendur og voru nýir formenn kjörnir í vor í nemendafélögum allra þriggja fram- haldsskólanna á Vesturlandi. Ýmis- legt hefur verið gert þennan mán- uð sem af er skólaárinu og fjölbreytt félagsstarf framundan. Stigaleikur í stað busavígslu „Við byrjuðum á því að afnema busavígslur þegar skólinn hófst í haust og skipulögðum skemmtileg- an stigaleik í staðinn. Leikurinn var haldinn í Ólafsvík og fengu þeir sem tóku þátt eina klukkustund til að safna stigum með því að gera ýmis- legt. Það var til dæmis hægt að fá stig fyrir að hoppa í sjóinn, reyna að ná mynd af sér með einhverjum úr fót- boltaliðinu Víkingi, handsama fugl og fleira. Svo réðu þau alveg sjálf hvað þau tóku þetta langt en þau fengu mismikið af stigum fyrir það sem þau gerðu, eftir því hvað það var erfitt. Við enduðum svo daginn á ströndinni í Skarðsvík, þar sem við grilluðum og höfðum gaman. Þetta var mjög skemmtilegt og tókst vel,“ segir Nökkvi Freyr Smárason for- maður Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Snæfellinga (NFSN) í Grund- arfirði. Nökkvi Freyr er þriðja árs nemi á félagsfræðibraut og kemur frá Stykkishólmi. Frábært að efla sambönd á milli skólanna Nökkvi Freyr segir fleiri nýjungar á döfinni í Grundarfirði í vetur. Þar beri helst að nefna Ísleikana, sem er íþróttakeppni sem stendur yfir allan veturinn. „Það verður keppt í hverj- um mánuði fram að jólum. Þetta er liðakeppni og keppast liðin um að safna stigum í allskonar leikjum svo sem kíló, hokkí og fleiri íþrótt- um. Stigahæstu liðin komast svo í úrslitakeppnina sem haldin verð- ur í desember,“ útskýrir Nökkvi. Að hans sögn hefur nemendafélag- ið nóg að gera við að skipuleggja félagslífið. Einhverjir viðburðanna séu þó í samstarfi við aðra skóla, svo sem hin árlega West Side keppni sem haldin verður á Akranesi að þessu sinni. „West Side er sameigin- legur viðburður framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi og skiptast skólarnir á að halda hann. Keppn- in verður haldin fimmtudaginn 2. október og svo er ball um kvöldið. Þetta er bara skemmtilegt og það er frábært að efla svona samböndin á milli skólanna þriggja í landshlutan- um.“ Í lok október munu nemendur FSN leggja land undir fót og kíkja í heimsókn á Norðurlandið. „Við ætlum að kíkja í heimsókn á Sauð- árkrók 24. október. Nemendafélag- ið þar bauð okkur á svokallað menn- ingarkvöld. Þar verður ýmislegt um að vera, svo sem söngatriði, drag- keppni, líkamsmálun (e. bodypaint), ball og fleira. Svo verðum við með allskyns uppákomur í vetur. Það verða regluleg kaffihúsakvöld líkt og verið hefur, jólaskemmtun í nóvem- ber og stór árshátíð á vorönninni,“ segir Nökkvi Freyr. Breytingar hjá nem­ endafélagi MB Í Menntaskóla Borgarfjarðar hefur Herdís Ásta Pálsdóttir nýverið tekið við keflinu sem formaður nemenda- félagsins. Hún segir að félagsstarfið í skólanum í vetur muni taka nokkr- um breytingum frá fyrri árum. „Ein af breytingunum verður sú að við ætlum að hafa mjög virka stjórn sem alltaf er að gera eitthvað. Við bök- uðum skúffuköku um daginn og gáf- um nemendum og kennurum skól- ans til að vekja athygli á stjórn nem- endafélagsins. Við erum alltaf á fullu og ætlum að vera mjög virk í allan vetur,“ segir Herdís Ásta. Hún segir að nýnemahefðinni hafi einnig ver- ið breytt. Í ár voru nýnemar klædd- ir upp í læknabúninga og svo haldið í skrúðgöngu upp í Skallagrímsgarð. „Þar grilluðum við pylsur og héld- um brennómót þar sem nýnemar kepptu við útskriftarnema. Það var mjög góð þátttaka og þetta var mjög gaman.“ Stærsta ball í sögu skólans Að sögn Herdísar er allt klúbbastarf í skólanum einnig komið í gang. Þar ber helst að nefna leiklistarklúbb- inn, sem nýlega fékk nafnið Sv1, Nördaklúbbinn og hestaklúbb. Ein af breytingunum sem Herdís nefn- ir er sú að strákakvöld verður hald- ið í fyrsta sinn fyrir jólin. „Það hafa reglulega verið haldin stelpukvöld í skólanum en aldrei strákakvöld. Helsta breytingin á félagsstarfinu í vetur verður samt sú að við ætlum að hætta að halda lítil böll, sem hafa vanalega verið haldin, og halda frek- ar eitt stórt hverja önn. Í lok októ- ber eða byrjun nóvember verð- um við því með eitt veglegt ball, sem verður stærsta ball í sögu skól- ans.“ Það verður þó ekki eina ball- ið sem nemendum MB stendur til boða að fara á í vetur heldur verð- ur nemendafélagið einnig í sam- starfi við NFFA og NFSN í sam- bandi við önnur böll og uppákomur. „Það styttist til dæmis í West Side, þar sem við tökum að sjálfsögðu þátt eins og áður. Þar verður sameigin- legt ball fyrir skólana. Svo fyrir jólin verður kaffihúsakvöld hjá okkur þar sem skólahljómsveitin kemur fram ásamt fleiri nemendum,“ segir Her- dís Ásta að lokum. Hlýlega tekið á móti nýnemum Þorsteinn Bjarki Pétursson, 18 ára nemi á náttúrufræðibraut FVA, er nýr formaður NFFA líkt og Skessu- horn sagði frá í vor þegar hann var kosinn. Að sögn Þorsteins Bjarka verður boðið verður upp á fjölbreytt félagsstarf í vetur sem hófst á busa- vikunni, þar sem hlýlega var tekið á móti nýnemum skólans með allskyns uppákomum. „Við héldum svo eitt stærsta busaball sem nemendafélag- ið hefur haldið. Við buðum Borg- nesingum á það ball og mættu um 350 manns og skemmtu sér konung- lega,“ segir Þorsteinn. Hann seg- ir klúbbastarfið komið í gang en sex klúbbar verða starfandi í FVA í vet- ur. Meðal annarra klúbba sé Visku- klúbbur sem nú er að undirbúa þátt- töku í Gettu betur og Morfís, og tónlistarklúbbur, sem einnig er að skipuleggja viðburði. „Í síðustu viku var haldin undankeppni í litabolta- móti (e. paintball) og komust tvö lið frá okkar skóla áfram í aðalkeppn- ina. Winter cup, innanhússmót í fót- bolta hófst um daginn og nú vinnum við að undirbúningi West Side, sem haldið verður hjá okkur í ár. Þar verður keppt í íþróttum; fótbolta, körfubolta, blaki og hlunkabolta. Eftir það verður Gettu betur keppni á milli skólanna þriggja og svo sam- eiginlegt ball um kvöldið þar sem Dj. Red skemmtir á Gamla Kaup- félaginu.“ Að auki nefnir Þorsteinn Bjarki að Berlínarfararnir, sem sagt var frá í síðasta tölublaði Skessu- horns, hafi verið duglegir að skipu- leggja viðburði fyrir nemendur skól- ans. „Svo er hið árlega Skammhlaup á döfinni. Það verður haldið með svipuðu sniði og verið hefur undan- farin ár, nemendum skipt niður í lið og keppt í ýmsum óhefðbundnum keppnisgreinum. Við erum líka að skipuleggja kaffihúsakvöld, þannig að það er ýmislegt framundan,“ seg- ir Þorsteinn Bjarki formaður NFFA. grþ Um miðjan síðasta mánuð vígði Soroptimistaklúbbur Snæfellsness bekk sem settur var niður í fallegu umhverfi við göngustíg nærri félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík. Bekk- ur þessi segir sögu sundkennslu í þorpinu: „Ungmennafélagið Vík- ingur í Ólafsvík var stofnað 14. október 1928. Ottó Árnason, þá næstum tvítugur að aldri, var einn af stofnfélögum og fyrsti ritari hins nýja félags. Hann sá þörfina fyr- ir sundkennslu í Ólafsvík og lagði til að gerð yrði stífla í Hvalsána sem er skammt innan við Þorp- ið. Með styrk úr ríkissjóði, sveitar- sjóði og sýslusjóði, ásamt sjálfboða- liðastarfi félaganna, varð þessi hug- mynd hans að veruleika. Steyptur var veggur þvert yfir ána og árið 1930 fór fyrsta sundkennslan fram og var Ottó fyrsti sundkennarinn. Þetta framtak þótti mikið framfara- spor í byggðarlaginu.“ „Við klúbbsystur viljum þakka starfsfólki Snæfellsbæjar, TS véla- leigu og fleirum sem komu að því að gera þetta svæði aðgengilegt og fallegt. Anton Gísli Ingólfsson fær bestu þakkir fyrir að smíða bekk- inn og vera okkur innan handa með ýmis verk. Einnig þökkum við Æv- ari Sveinssyni, Sigurlaugu Konráðs- dóttur, Smára Björnssyni, Valgerði Kristmannsdóttur og Ástu Dóru Valgeirsdóttur fyrir þeirra framlag. Við hvetjum bæjarbúa til að fá sér sæti og bjóðum upp á sögustund,“ segir í tilkynningu frá Soroptim- istaklúbbi Snæfellsbæjar. Nú hefur klúbburinn látið koma fyrir fjórum bekkjum í Snæfellsbæ, sem allir segja sögu sem tengist þeim stað sem valinn hefur verið fyrir þá. Einn bekkurinn er í Tröð á Hellissandi ásamt sögu af sjó- konum á áraskipum. Á Arnarstapa er bekkur nærri styttunni af Bárði Snæfellsás og þar verður saga um Helgu Bárðardóttur. Loks er við Lýsuhólslaug bekkur sem verð- ur með sögu baðstaðarins frá land- námi og upplýsingum um heita öl- kelduvatnið. mm Framhaldsskólahornið Félagsstarf framhaldsskólanemenda á Vesturlandi komið á fullt Bekkurinn við Klif þar sem sundkennslunni í Hvalsá er minnst. Soroptimistaklúbbur Snæfellsness kemur fyrir sögutengdum bekkjum Félagar í Soroptimistaklúbbi Snæfellsness. Þorsteinn Bjarki Pétursson, formaður NFFA. Nökkvi Freyr Smárason, formaður NFSN. Herdís Ásta Pálsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskóla Borgar- fjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.