Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Framkvæmdastjóri Snæíss í Grund- arfirði, sem rekur ísframleiðslu fyrir ferskfisk í Grundarfjarðarhöfn, und- irritaði á Sjávarútvegssýningunni samning um stækkun ísverksmiðj- unnar um þriðjung. „Snæís er í eigu útgerðar- og fiskvinnlufyrirtækja í Grundarfirði ásamt því að löndun- arþjónustan Djúpiklettur og nokkr- ir einstaklingar eiga þarna hluti líka en þetta eru alls á milli tuttugu og þrjátíu eigendur og allir í Grund- arfirði,“ sagði Kristján Guðmunds- son framkvæmdastjóri Snæíss þeg- ar samningurinn var undirritaður. „Ástæðan fyrir þessari stækkun er að þörfin var orðin mikil og verksmiðj- an hafði ekki undan að framleiða ís á annatímum.“ Kristján sagði að þetta hefði til dæmis komið vel í ljós í sum- ar þegar makrílveiðarnar bættust við venjulegar bolfiskveiðar og vinnslu. Þá hafi einfaldlega ekki verið næg- ur ís til sölu í Grundarfirði. „Þótt ég sé titlaður framkvæmdastjóri þá er þetta nú fyrirtæki sem rekur sig al- gjörlega sjálft. Verksmiðjan er alveg sjálfvirk og það er bara einn eftirlits- maður með henni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp á, bilun eða annað, að öðru leyti er hún 100% sjálfvirk.“ Kristján segir ísframleiðsluna hafa verið 60 tonn á sólarhring en eftir stækkunina verði framleiðslan 90 tonn á sólarhring. „Við höfum nóg pláss fyrir þetta og erum með 180 tonna geymslu þannig að þess vegna væri hægt að stækka verksmiðjuna enn meira. Nýju tækin verða sett inn í núverandi hús en þegar það var byggt var gert ráð fyrir stækk- un verksmiðjunnar. Það eru tals- verðar sveiflur í þessari íssölu en við verðum að geta tekið á móti þeim toppum sem koma svo við missum ekki skip frá okkur.“ Kristján vildi ekki nefna neina tölur um kostn- að við uppsetningu viðbótarinnar við ísverksmiðjuna en sagði að þetta kostaði tugi milljóna króna.“ Það er Frostmark sem afhendir verksmiðj- una og sér um uppsetningu en tæk- in eru að uppistöðu norsk og dönsk. „Ef allt gengur vel ætti þetta að vera tilbúið fyrir eða um áramót en nú er bara að ganga í verkið fyrst búið er að undirrita samninginn við vorum aðeins búnir að undirbúa verkið,“ sagði Kristján Guðmundsson. Sami búnaður en uppfærð tækni Guðlaugur Pálsson frá Frostmarki sagði við undirritun samningsins að Grundfirðingar hefðu verið orðnir knappir með ís miðað við þessi 60 tonn sem nú eru framleidd, vegna aukinnar löndunar á staðnum. „Þess vegna veitir ekkert af að stækka. Við útfærum fyrir þá þennan viðbót- arbúnað Þetta er sams konar bún- aður og fyrir var en við uppfærum samt margt í stjórnbúnaðinum sem farið var að eldast og þarf að upp- færa til nútímans. Við sjáum um uppsetningu og allt sem viðkem- ur verksmiðjunni. Það er einfald- ast að nota sams konar búnað áfram enda vel reyndur. Verksmiðjan er al- farið sjálfvirk og þeir sem þurfa á ís að halda afgreiða sig sjálfir en einn maður er þó alltaf til taks ef ein- hver bilun kemur upp. Hann fær þá skilaboð í símann sinn ef á hon- um þarf að halda.“ Guðlaugur seg- ir að Frostmark sé að þjónusta sjáv- arútvegsfyrirtæki víða um land með kæli- og frystibúnað auk ísfram- leiðslu. „Ísframleiðslan sem fyrir er stoppar ekkert meðan verksmiðj- an verður stækkuð. Það rúllar bara áfram en Grundfirðingar verða svo tilbúnir að mæta álagstímum á næsta ári eftir þessa stækkun.“ Allir hafa sitt afgreiðslunúmer Guðni Guðnason er eini starfsmað- urinn sem kemur að rekstri ísverk- smiðjunnar en þó ekki meira en svo að hans afskipti eru eingöngu ef eitt- hvað fer úrskeiðis eða bilar. „Þetta er allt sjálfvirkt en það er nú þannig með allt sem er sjálfvirkt getur bil- að. Um leið og eitthvað slíkt ger- ist fæ ég sms-boð í símann minn um bilun og þá bregst ég við. Hver og einn, sem þarf ís, hvort sem það er löndun, vinnsla eða útgerð skips hefur sitt númer sem er stimplað inn í afgreiðslutölvuna og valið um leið hve mikinn ís þarf. Þannig fer afgreiðslan fram og enginn annar en sá sem þarf ís kemur þar nærri.“ Guðni segir ákveðna tíma hafa ver- ið erfiða vegna aukinnar aðsóknar í ís. „Júlí og ágúst í sumar voru mjög erfiðir og þá höfðum við ekki undan að framleiða ís. Þá urðum við í fjór- gang íslausir þrátt fyrir að framleiða 60 tonn á sólarhring. Þessi 30 tonn sem bætast við ættu að duga til að mæta því.“ Mest af ísnum fer til báta sem landa í Grundarfirði. Guðni segir þó að talsvert af ís fari til Ólafsvíkur og eins í fisk sem fer annað eins og t.d. á Akranes. „Annars er þetta fyrst og fremst komið til núna vegna þess hve ásóknin í að landa hjá okkur hef- ur aukist,“ sagði Guðni Guðnason. hb Sjávarútvegssýningin fjölbreytt og vel sótt Séð yfir hluta sýningarsvæðiðsins í Smáranum. Íslenska sjávarútvegssýningin, Ice- landic Fisheries, var haldin í Kópa- vogi dagana 25. til 27. september sl. Sýningarsvæðið var í íþróttahús- unum Smáranum og Fífunni auk 13.000 fermetra útisvæðis. Sýning- in er haldin á þriggja ára fresti og er þessi sú ellefta. Fyrsta sýningin var haldin fyrir 30 árum, árið 1984. Sýnendur koma víða að og voru frá um 50 löndum að þessu sinni. Gest- ir eru að sjálfsögðu flestir íslenskir en einnig kemur talsvert af gestum gagngert utan úr heimi á sýninguna. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um fjölda áhorfenda en búist var við hátt í 15.000 manns á sýninguna. Mörg útgerðarfyrirtæki, sem og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd sjáv- arútvegi, buðu starfsmönnum sín- um á sýninguna og voru heilu flug- vélarnar þétt setnar í innanflugi með gesti á sýninguna. Þeir sem nær búa fylltu svo nokkrar rútur í hópferðum á sýninguna. Á sýningunni var hægt að sjá nánast allt sem tengist sjávar- útvegi hvort sem er varðandi veið- ar, vinnslu eða sölu afurða. Tækja- framleiðendur voru áberandi á sýn- ingunni og líklega var hlutur fisk- vinnslu stærri þar en hlutur útgerð- ar. Þá settu seljendur allrar þjónustu við sjávarútveg stóran svip á sýn- inguna. Hér og á næstu síðum gefur að líta spjall við nokkra af þeim sýnendum og gestum sem tengjast Vesturlandi auk mynda. hb/ Ljósmyndir: Haraldur Bjarna- son og Magnús Magnússon. Ísframleiðslan í Grundarfjarðarhöfn verður aukin um þriðjung Guðlaugur Pálsson til vinstri og Kristján Guðmundsson undirrita samninginn um stækkun ísverksmiðjunnar í Grundarfjarðarhöfn. „Þarf alla þrjá dagana til að sjá þetta“ -segir Bárður Guðmundsson „Það er auðvitað hellingur að sjá hérna. Ég fór hérna um í gær og svo aftur í dag og mér sýnist að mér veiti ekkert af að fara aft- ur á morgun,“ sagði Bárður Guð- mundsson útgerðarmaður og skip- stjóri á Kristni SH frá Ólafsvík þeg- ar spjallað var við hann utan dyra á Sjávarútvegssýningunni síðdegis á föstudaginn. „Það er margt hér fyr- ir útgerð eins og mína en þó finnst mér nú meira að sjá fyrir fiskvinnsl- una.“ Utandyra er nýsmíðaður 30 tonna bátur; Óli á Stað frá Grinda- vík og Bárður var spurður um hvort þetta væri sambærilegur bát- ur við hans bát, Kristinn SH. „Þessi er heldur stærri og meiri um sig. Vinnuaðstaðan er svipuð en íveru- plássið fyrir mannskapinn er ívið meira en er um borð hjá okkur. Mér líst mjög vel á þennan bát og mér finnst í rauninni gott að svona bátar skuli vera að koma inn í smá- bátakerfið. Þetta var baráttan hjá okkur og varð til þess að við stofn- uðum Samtök smærri útgerða. Að vísu vildum við stoppa við 15 metr- ana og 30 tonnin en þessi er að- eins meira og fer aðeins í kringum kerfið. Það hafa verið settar á hann svalir og flotkassar sem ekki koma inn í mælingu en þetta er einmitt það sem við vildum stoppa af og var orðið algengt áður fyrr til að teygja bátana. En hvað um það, bátur- inn er flottur og aðbúnaðurinn fyr- ir mannskapinn er góður sem og plássið til að ganga vel frá fiskinum, vaska hann og kæla.“ Aðspurður um hvort hann hefði kynnt sér nýja kælibúnaðinn frá Skaganum, sagði Bárður svo ekki vera. „Ég vissi ekki að þetta væri komið svo langt að það yrði kynnt hér, en fyrst svo er þá verð ég að mæta á morgun og skoða það. Þetta getur orðið bylting fyrir báta eins og okkar ef þetta er rétt skilið hjá mér og hægt verður að koma þessu fyrir í þeim,“ sagði Bárður Guð- mundsson. hb Tveir nýsmíðaðir smábátar og talsverður stærðarmunur. Báturinn til hægri er sá sem Bárður talar um. Bárður Guðmundsson á útisvæði Sjávarútvegssýningarinnar. Guðni Guðnason sér um að ísafgreiðslan gangi greiðlega fyrir sig í Grundarfjarðarhöfn. Úr Bás Ísmarks sem sér um að stækka ísverksmiðjuna í Grundarfirði. Ís lenska sjáv ar út vegs sýn ing in 2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.