Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Svipmyndir frá Sjávarútvegssýningunni Grundfirsk fyrirtæki með sameiginlegan bás „Básinn er nú aðallega fyrir sjávar- útvegsfyrirtækin í Grundarfirði sem eru að kynna sig hér sameig- inlega undir nafni Grund- arfjarðarhafn- ar,“ sagði Haf- steinn Garð- arsson hafn- arvörður um bás Grundar- fjarðarhafn- ar á Sjávarút- vegssýning- unni. „Höfn- in er samnefn- ari fyrir starfsemi allra þessara fyrir- tækja og lífæð bæjarins.“ Upp á vegg í básnum var mynd af huganlegri stækkun viðlegu í Grundarfjarðarhöfn og sagði Haf- steinn mikla þörf vera orðna fyrir meira viðlegupláss. „Umferð um höfnina hefur verið að aukast mikið síðustu ár og oftar en ekki er hún þéttsetin þegar álagið er sem mest. Það er ekki gott þegar bát- arnir þurfa orðið að leggjast hver utan á annan eins og gerist t.d. þeg- ar mest er um að vera í síldinni og bátarnir þurfa að leita hafnar vegna veðurs. Þetta eru stór skip sem taka mikið pláss.“ Hafsteinn segir stækk- un viðleguplássins bara vera á hug- myndastigi ennþá og engar ákvarð- anir hefðu verið teknar. Verið væri að setja þessar hugmyndir upp í tölvulíkan og án efa ættu þær eftir að taka miklum breytingum. „Það sem sést hérna er um 130 metra lenging með tilheyrandi varnar- garði. Nú þegar er þörf fyrir þetta en ekki gott að segja hve langt er í að við sjáum þetta gerast enda þurfa margir að koma að því,“ sagði Haf- steinn. hb Bás Grundfirðinga á sýningunni. Uppkast af hugsanlegri lengingu viðlegupláss í Grundarfjarðarhöfn. Á hringborði í horninu á bási N-1 sátu Skagamenn og ræddu málin. Þar var verið að spjalla um ýmislegt og ræða það sem áhuga vakti á sýningunni. Frá vinstri á myndinni eru: Ída Bergmann, Leif Hall- dórsson, Jóhannes Eyleifsson og Kristján Sveinsson. Víkingur AK eða Venus NS. Tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans, sem smíðar tvö uppsjávarveiðiskip og þrjá ferskfisktogara fyrir HB Granda, var með bás á sýningunni. Þar var þetta líkan af uppsjávar- skipunum til sýnis en ákveðið hefur verið að þau fái fyrrgreind nöfn. Á bás Faxaflóahafna var Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrum skip- stjóri og alþingismaður að kynna og selja bókina Skipstjórnarmenn en tvö binda hennar eru komin út og það þriðja í prentun. Jóhannes Eyleifsson sjómaður á Akranesi var að kíkja í annað bindið hjá Guð- jóni en þar var meðal annars að finna ítarlega umfjöllun um Eyleif heitinn Ísaksson föður Jóhannesar. Fallbyssan, sem venjulega stendur við hlið Hafnarhússins við Akursbraut á Akranesi, var við innganginn á sýninguna. Starfs- menn Faxaflóahafna og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar skutu úr henni heiðursskotum við opnun sýningarinnar. Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis og þingmaður Norð- vesturkjördæmis virðir fyrir sér nýjungar á sýningunni. Skammt í áhugann hjá fyrrum sjávarútvegsráðherra. Alfreð Guðjónsson var ánægður með það sem hann hafði séð á sjávarútvegssýningunni. Hann skoðaði sýninguna á laugardaginn og kom þangað með vinnufélögunum frá Þ&E á Akranesi en þar hefur Alli unnið í meira en tvo áratugi. „Þetta er búið að vera skemmtileg ferð og margt að sjá,“ sagði hann ánægður áður en hann hélt upp í rútuna fyrir heimferðina. Skipsbrú var skapaði umgjörðina fyrir bás Olís á sýningunni. Ís lenska sjáv ar út vegs sýn ing in 2014 Mikið var lagt í hönnun og útlit margra bása á sýningunni. Hér gefur að líta vogaframleiðandann Eltak. Hafsteinn Garðars- son, hafnarvörður á bási Grundar- fjarðarhafnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.