Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Netsamband í Flatey á Breiðafirði þykir lélegt og óstöðugt. Ef margir nota netsambandið á sama tíma, þá leggst það alveg af og eyjan verð- ur sambandslaus. Að sögn Björns Samúelssonar, húseigenda í Flatey, er netsambandið svo slæmt að far- ið sé að reyna verulega á langlund- argeð þeirra sem mikið dvelja í eyj- unni. „Það vantar meiri flutnings- getu í netsambandið. Það eru allir með snjallsíma eða spjaldtölvur nú til dags og á ákveðnum tímapunkti dagsins þá lognast netsambandið út af. Verst er ástandið eftir kvöldmat, þegar fólk er búið að vaska upp og allir fara á Facebook. Þá leggst netið hreinlega á hliðina framundir mið- nætti,“ útskýrir Björn. Hann segir að verst sé ástandið yfir hásumarið, þegar margir eru í eyjunni. Aðsókn ferðamanna í Flatey er mikil, bæði í húsin og á tjaldsvæð- ið sem þar er. Að sögn Björns er alltaf að bætast við þann fjölda sem sækir út í eyjuna yfir sumartímann. „En það eru ekki bara gestir í eyj- unni sem fara á netið. Ferjan Bald- ur nýtir einnig netsambandið í eyj- unni. Skipið siglir framhjá, þannig að bæði skipið sjálft og farþegarn- ir sem eru um borð taka netsam- band frá eyjunni ef svo má segja,“ bætir hann við. Björn segir ákveðna hættu stafa af sambandsleysinu enda kemur það einnig niður á farsíma- sambandi í eyjunni. „Eyjan verður á köflum alveg sambandslaus. Það er ákveðið öryggismál, sérstaklega þegar margir eru staddir þar. Þetta hefur líka áhrif á veðurstöðina sem er í eyjunni. Hún missir allt sam- band þegar netið dettur út. Það er ekki gott enda eru margir sem nýta hana. Hún er ætluð fyrir okkur í eyjunni en Sæferðir nýta hana líka ásamt smábátum sem sækja á miðin hérna rétt hjá.“ grþ/ Ljósm. fh. Samkeppni er mikilvæg til þess að draga fram það besta í hverjum og einum. Í mjólkuriðnaði hefur ríkt lítil samkeppni við innflutning vegna takmarkana á innflutningi og ofurtolla í þeim tilfellum þegar flutt er inn. Mjólk er hins vegar í sam- keppni við aðrar neysluvörur. Umræðan um samkeppni þarf að vera á báðum endum, bæði í smásölu og í innkaupum á afurð- um. Þegar kemur að innkaupum á mjólkurafurðum er nánast engin samkeppni í dag. Bændur hafa ekki val, þeir selja sína framleiðslu til einokunarhrings sem kaupir sam- kvæmt ákveðinni verðskrá. Það er mikilvægt hagsmunamál til lengri tíma fyrir bændur að fá fleiri kaup- endur að mjólk, það sé raunverulegt val hvers lögbýlis hverjum það selur sínar afurðir. Samkeppni ýtir undir vöruþró- un. Nýjasta dæmið er að það er ekki fyrr en lítill aðili hefur framleiðslu á glútenfrírri mjólk að stóri einok- unarhringurinn sá ástæðu til þess að gera það líka. Þrátt fyrir að eftir- spurn eftir þeirri vöru hafi verið til staðar í áratugi var henni ekki svar- að fyrr en mjólkurbúið Arna hóf framleiðslu nú nýverið. Áður hafa verið gerðar tilraunir til að vinna mjólk þrátt fyrir óhag- stætt rekstrarumhverfið, þar sem ráðandi aðili á markaði hefur svar- að allri samkeppni af fullri hörku og beitt öllum ráðum í bókinni til að drepa semkeppnina í fæðingu í stað þess að fagna henni. Þeirra á með- al er Kaupfélag Skagfirðinga sem sá viðskiptatækifæri í því að kaupa Mjólku og halda rekstri henn- ar áfram, reyndar með því að fá til þess meðgjöf frá MS í formi endur- greiðslu á verðmismun sem Mjólka var látin greiða. Með kaupunum hefur KS staðfest að það er vel hægt að reka litla einingu í greininni ef allir sitja við sama borðið og fá hrá- efni á réttu verði. Úrskurður Samkeppnisstofn- unar hefur enn og aftur vakið at- hygli á þeirri staðreynd að stjórn- endur Mjólkursamsölunnar treysta sér ekki til að vera í samkeppni við óskylda aðila og eru tilbúnir að ganga mjög langt inn á grátt svæði í lagatúlkun til að fella þá sem ætla að veita þeim alvöru samkeppni. Það er auðvelda leiðin í samskiptum að beita stærðinni fyrir sig og bregða fæti fyrir minni aðila með bola- brögðum í stað þess að mæta þeim í hillum verslana með betri vöru eða betra verði. Núverandi fyrirkomulag í mjólk- uriðnaði hefur alið af sér kerfi sem eru værukært og latt og kýs lög- fræðiklæki og bolabrögð í stað vöru- þróunar og markaðssetningar. Þessi vinnubrögð koma á endanum niður á mjókurframleiðendum og koma óorði á þá og þeirra framleiðslu. Nú alltof lengi hefur umræða staðið um „landbúnaðarkerfið gegn neytendum“. Sú umræða hefur far- ið um víðan völl og látið eins og hagsmunir fari ekki saman. Sem er alrangt, hagsmunir framleiðenda afburða íslenskra matvæla fara al- gerlega saman við hagsmuni neyt- enda. Það er því dapurlegt að fylgj- ast með forráðamönnum Mjólkur- samsölunnar ætla nú að fara í það að deila við dómarann frekar en að sætta sig við að það kerfi sem kom- ið var á fót 2004 þjónar einungis hagsmunum þess einokunarkerfis. Hagsmunir landbúnaðarins og neytenda eru aðrir. Þeir eru að til verði raunveruleg samkeppni í inn- kaupum mjólkurafurða, ólíkar hug- myndir þrífist um afleiddar vörur sem leiðir af sér vöruþróun. Það er einfalt mál að finna slíkt dæmi, sem einmitt kom í kjölfar annars dóms Samkeppnisstofnunar og snerist um íslenska matvælaframleiðslu. Mjólkuriðnaðurinn á að fylgja fordæmi garðyrkjubænda frá 2009 og brjóta af sér hlekki þess kerf- is sem leitt hefur af sér einokun og doða. Möguleikarnir eru endalaus- ir ef viljinn og kjarkurinn er fyr- ir hendi! Magnús Þór Jónsson og G.Valdimar Valdimarsson. Höf. eru stjórnarmenn í Bjartri Framtíð. Árlegi framhaldsskólaviðburður- inn Westside verður á Akranesi á morgun, fimmtudag. Þar munu nemendur úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Mennta- skóla Borgarfjarðar og Fjölbrauta- skóla Snæfellsness etja kappi í ýms- um keppnisgreinum. Herlegheitin hefjast klukkan 17 í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem keppt verð- ur í ýmsum íþróttum. Þaðan fara svo nemendurnir í sameiginlegan kvöldmat um sjöleytið í sal FVA áður en Gettu Betur -keppni milli skólanna hefst klukkan 20. West- side 2014 verður svo slitið með balli á Gamla Kaupfélaginu þar sem Dj- Red heldur uppi fjörinu frá klukkan 22 til eitt um nóttina. jsb Eitt af haustverkum okkar á elstu deildinni í leikskólanum Kletta- borg í Borgarnesi er að fara í rétt- arferð í Grímstaðarétt. Þar get- um við fylgst með bændum draga fé sitt í dilka og komumst í nána snertingu við sauðkindina. Mikil- vægt í dag þar sem mörg börn hafa minni tengsl við sveitina en áður og sést það greinilega þegar þau kalla blessaða sauðkindina stundum geit. Í framhaldi af þessari ferð vinnum við hin ýmsu verkefni sem tengjast sauðkindinni. Við vinnum eftir svo- kallaðri könnunaraðferð þar sem við skoðum og sökkvum okkur ofan í viðfangsefnið á sem fjölbreyttast- an hátt. Við undirbúum okkur með því að finna til bækur t.d. fræðibæk- ur, myndabækur og sögubækur sem tengjast kindum og sveitinni. Bæk- urnar eru aðgengilegar fyrir börn- in svo þau geti gengið í þær að vild, skoðað, velt upp og fengið svör við spurningum um kindina. Við les- um fyrir börnin og bætum þannig við orðaforða þeirra. Spáum í öll- um nýjum orðum og reynum að til- einka okkur þau í tali með því að tala um ær, gimbur, hrúta, geml- inga o.fl í stað þessa að tala ein- göngu um kindur. Við leikum okkur líka með orð- in t.d. með því að klappa takt í orð- unum, finna fyrsta staf í orðinu eða Pennagrein Samkeppni í mjólkuriðnaði Lélegt netsamband í Flatey Keppendur frá MB í Dodgeball á Westside 2012. Westside haldið á Akranesi að þessu sinni Þemað um kindina í Klettaborg fyrsta hljóðið, teljum hversu margir stafir eru í hverju orði, röðum stöf- um í orðunum í rétta röð eftir fyr- irmynd og jafnvel æfa börnin sig í að skrifa orðin. Upp koma ýms- ar skemmtilegar vangaveltur eins og það eru fjórir stafir í kind, jafn- margir og fæturnir þeirra. Við finnum líka lög sem tengjast kindinni og sveitinni og syngjum þau sem oftast. Skoðum og kryfjum textana og leggjum áherslu á rím. En að æfa sig í að ríma, klappa takt, finna fyrsta hljóð í orði, er mikil- vægur undirbúningur undir lestr- arnám. Einnig tökum við til efni sem börnin geta nýtt til myndsköpunar. Við höfum nóg af pappír, skriffær- um, skærum, málningu, ull, lopa, allskyns verðlausu efni og fleira þess háttar til staðar. Þetta eru efni sem börnin geta gengið í og einn- ig nýtum við okkur þetta í vinnu- stundum þar sem unnið er í fá- mennum hópum. En stór þáttur af námi leikskólabarna er einmitt að læra að vinna í hóp, skiptast á, finna bestu lausnina saman en einn- ig að þora að taka af skarið og vinna sjálfstætt. Allt eru þetta þættir sem eru mikilvægir fyrir áframhaldandi skólagöngu og lífið sjálft. Í gegnum þessa vinnu okkar með sauðkindina fer semsagt fram helj- ar mikið nám sem allt fer fram í gegnum leik með gleði og áhuga barnanna að leiðarljósi. Endapunkturinn á sauðkindar- verkefninu okkar er oft í kringum Sauðamessuna sem er einmitt núna um helgina. Í tilefni af henni erum við með sýningu á hluta af verk- um okkar í Hyrnutorgi. Hvetjum við ykkur endilega að kíkja á hana um leið og við óskum ykkur góðrar skemmtunar á Sauðamessu. Jarmandi stuðkveðjur frá Kletta- borg, Gunnur Björk Rögnvaldsdóttir deildarstjóri á Sjónarhóli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.