Skessuhorn


Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 01.10.2014, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Drengirnir í öðrum flokki ÍA mættu Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins á fimmtudaginn á Samsungvellinum í Garðabæ þar sem loktölur urðu 3:2 Stjörnumönnum í vil. Leik- urinn var í járnum fyrsta stundar- fjórðunginn en þá fann heimaliðið taktinn og komst yfir. Stjörnumenn skoruðu tvö mörk á tveimur mín- útum og leiddu með þeirri forystu í hálfleik. Lítið markvert gerðist svo fram að 76. mínútu. Þá bættu Garðbæingarnir við þriðja mark- inu og nánast gulltryggðu sér bik- arinn. Skagamenn gáfust ekki upp og á 88. mínútu minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir þá gulklæddu. Tryggvi Hrafn var svo aftur á ferðinni stuttu seinna og skoraði annað mark Skagamanna úr vítaspyrnu. Lengra komust Akrane- spiltar ekki og Stjarnan því bikar- meistari í öðrum flokki karla 2014. Þetta er annað silfrið sem strákarn- ir í öðrum flokki ÍA krækja í þetta sumarið en þeir urðu einnig í öðru sæti á Íslandsmótinu sem lauk fyrir skömmu. jsb Blakfélagið Bresi á Akranesi leik- ur í 1. deild á Íslandsmótinu í blaki í vetur. Bresakonur tryggðu sér keppnisrétt í 1. deild síðastliðið vor og léku þær sinn fyrsta heima- leik á þessu leiktímabili síðastliðinn sunnudag. Var það A - lið Bresa- kvenna sem tók á móti stúlkunum úr HK - B. Leiknum lauk með því að Skagakonur töpuðu fyrir stöll- um sínum úr Kópavogi og urðu lokatölur 0 - 3. grþ Körfuboltavertíðin er einnig haf- in þetta haustið hjá yngri kynslóð- inni. Körfuknattleiksdeild Skalla- gríms hefur síðustu árin staðið fyr- ir móti fyrir yngstu kynslóðina í samvinnu við Norðurál. Síðastlið- inn sunnudag var haldið Norður- álsmót í íþróttahúsinu í Borgar- nesi. Mótið er fyrir stráka og stelp- ur í 1.-6. bekk grunnskóla og fjög- ur félög sendu lið til mótsins. Auk heimafólks í Skallagrími voru lið frá ÍA, Snæfelli og Haukum. Mót- ið byrjaði klukkan níu um morg- uninn og lauk á sjötta tímanum. Að sögn Atla Aðalsteinssonar, starfsmanns körfuknattleiksdeildar Skallagríms, var leikgleðin í fyrir- rúmi og allir sigurvegarar þótt ekki sé það venjan á þessum mótum að telja stigin í leikjunum. Norður- álsmótið er fyrst og fremst hugs- að sem skemmtun og félagsskapur fyrir börnin sem njóta þess að spila körfubolta. þá Verkefnið Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsfólk fram- haldsskóla landsins kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, stóð frá 12. - 16. sept- ember. Um er að ræða samstarfs- verkefni Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, Hjólafærni á Íslandi, Embættis landlæknis, Reykjavíkur- borgar, Samgöngustofu og Sam- bands íslenskra framhaldsskóla- nema. Í tilkynningu frá ÍSÍ kemur fram að alls tóku nítján framhalds- skólar þátt og fjölgaði því um tvo skóla frá því í fyrra. Þátttakendur voru 1.236 og hjólaðir voru 12.528 km. Ferðamáti þátttakenda skiptist svona: Hjólað 65,6%, strætó/ganga 19,4%, ganga 11,9%, strætó/hjól- að 2,0%, hlaup 1%, annað 0,2% og línuskautar 0%. Keppt var í þrem- ur stærðarflokkum. Alls voru fimm skólar skráðir til leiks í flokki skóla með 400 - 999 nemendur og starfs- menn og hafnaði Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi í öðru sæti í þeim flokki. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ sigraði í þeim flokki en Fjölbrautaskólinn í Garðabæ lenti í þriðja sæti. grþ Sameiginlegt lið ÍA og Þróttar R. varð síðastliðinn miðvikudag bik- armeistari í öðrum flokki kvenna. Stúlkurnar unnu þá Breiðablik í úr- slitaleik bikarkeppninnar á Kópa- vogsvelli með tveimur mörkum gegn einu. Ekkert mark var skor- að í fyrri hálfleik en á upphafsmín- útum síðari hálfleiks komust Blika- stúlkur yfir. Innan við tíu mínútum eftir að fyrsta markið var skorað jafnaði Skagakonan Guðrún Kar- ítas Sigurðardóttir metin fyrir ská- strikið. Það var svo önnur Skaga- kona, Aldís Ylfa Heimisdóttir, sem kom ÍA/Þrótti í forystu með marki á 68. mínútu. Það reyndist vera sig- urmark leiksins og enn einn titil- inn tryggður hjá unglinga- og ung- mennastarfi ÍA þetta sumarið. jsb Síðastliðinn laugardag fór fram síð- asta umferð Íslandsmótsins í rallý á keppnistímabilinu. Ekið var um uppsveitir Rangárvallasýslu; m.a. Landmannaleið og Tungnaá, alls sex sérleiðir sem spönnuðu 119 km. Keppnin reyndist bílum og mönn- um erfið en 15 áhafnir hófu leikana. Þegar yfir lauk skiluðu einungis átta bílar sér í endamark. Aðrir féllu úr leik enda voru aðstæður nokkuð krefjandi þar sem ekið var um mjög ójafna og erfiða vegi. Var algengast að fjöðrunarbúnaður eða drifbún- aður gæfi sig og gerði keppendum ómögulegt að halda áfram. Engar bilanir eða aðrar upp- ákomur komu upp hjá TímOn- félögum, þeim Baldri og Aðal- steini á Subaru Impreza Sti, en þeir höfðu fyrir keppnina tryggt sér Íslandsmeistaratilinn í ár. Náðu þeir strax á fyrstu leiðinni bestum tíma og héldu öruggu forskoti allt til enda. Sigruðu þeir í keppninni með tæplega fjögurra mínútna for- skoti á næstu áhöfn, Íslandsmeist- arana frá í fyrra, þá Henning og Árna sem einnig óku Subaru Imp- reza. Reyndar náðu Baldur og Að- alsteinn þeim árangri að vera með besta tímann á öllum sérleiðum í keppninni sem er afar sjaldgæft að gerist í rallýi. Í þriðja sæti urðu svo Gunnar Karl og Ásta Valdís á Mit- subishi Lancer Evo VI sem er at- hyglisverður árangur því Gunnar Karl er aðeins 18 ára. Í jeppaflokki sigruðu Hörð- ur Darri og Sigríður Anna á Tom- cat eftir mikla baráttu en afföll í jeppaflokknum voru mjög mikil. Í flokki aflminni bifreiða sigruðu Guðmundur og Ólafur eftir mikla baráttu við m.a. Baldur Arnar og Hönnu Rún en Baldur hafði fyrir keppnina þegar tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í þessum flokki. Eins og áður sagði var þetta síð- asta umferðin í Íslandsmótinu í rallýi þetta árið en stefnt er að a.m.k. einni stuttri keppni, svoköll- uðu sprettrallýi, áður en menn setja bíla sína inn í skúr og hefjast handa við að útbúa þá fyrir næsta keppnis- tímabil sem hefst í maí. mm Körfuknattleiksfélag ÍA hefur feng- ið nýjan bandarískan leikmann í stað Robert Jarvis sem ekki fékk at- vinnuleyfi hér á landi þegar til kom. Nýi Kaninn í herbúðum Skaga- manna leikur einnig í stöðu leik- stjórnanda og skyttu í liðinu. Hann heitir Lemuel Doe og lék æfinga- leik með ÍA gegn Breiðabliki í síð- ustu viku. ÍA sigraði 88:80 í leiknum og skoraði Doe 29 stig, átti fimm stoðsendingar og tók jafnmörg frá- köst. Eftir frammistöðuna í leikn- um var ákveðið að semja við Doe, sem kom á eigin vegum til lands- ins í þetta skiptið, fór síðan til baka og mun svo koma aftur til Akraness á næstu dögum. Vonast er til að hann verði kominn með leikheim- ild fyrir fyrsta leik ÍA í 1. deildinni föstudaginn 10. október nk. gegn Breiðabliki í Kópavogi. Hannibal Hauksson formaður körfuknatt- leiksdeildar ÍA segir að Doe sé kraftmikill leikmaður og skotnýt- ing hans hafi verið góð í leiknum á móti Breiðabliki. Ástæðan fyrir því að Robert Jarvis, sem áður lék með ÍR hér á landi, fékk ekki atvinnu- leyfi, var að hann reyndist ekki með hreint sakavottorð. þá Hart var barist í Íþróttahöllinni við Jaðarsbakka þegar Blakfélagið Bresi tók á móti HK. Ljósm. Jónas H Ottósson. Blakfélagið Bresi tók á móti HK á Akranesi Anna Bjarnadóttir og Margrét Þorvaldsdóttir tóku við viðurkenningu í Íþróttamiðstöðinni í Laugardag síðastliðinn þriðjudag fyrir hönd Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Ljósm. FVA. FVA í öðru sæti í Hjólum í skólann 2014 Leikgleðin var í fyrirrúmi á Norðuráls- mótinu. Ljósm. Jónas H Ottósson. Fjör á Norðurálsmóti í körfubolta Íslandsmeistararnir sýndu að titill þeirra var engin tilviljun Bíll þeirra Baldurs og Aðalsteins við Hnausapoll. Nýr bandarískur leikmaður til ÍA í körfuboltann Lemuel Doe í leiknum á móti Breiða- bliki. Ljósm. Jónas H Ottósson. Lið ÍA/Þróttar ásamt þjálfurum með gull medalíurnar og sjálfan bikarinn. Ljósm. KFÍA. ÍA/Þróttur bikarmeistari í 2. flokki kvenna Annað silfur sumarsins hjá öðrum flokki karla hjá ÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.