Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Síða 1

Skessuhorn - 08.10.2014, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 41. tbl. 17. árg. 8. október 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! Halldór Ármann Guðmundsson hefur verið bifreiðaskoðunarmað- ur hjá Frumherja á Akranesi í rúm tíu ár. Hann segir alltof marga bif- reiðaeigendur gera þau mistök að gá ekki að ljósabúnaði áður en bif- reiðar þeirra eru færðar til skoðun- ar. „Það á að ganga í kringum bílinn og gá hvort ljósin eru í lagi. Hing- að er fólk að koma með jafnvel ein- eygða bíla í skoðun og það þýð- ir bara skilyrðislaust endurskoðun. Það eru þessi atriði, sem sumum finnst smáatriði og halda að skipti litlu máli, en telja svo heilmikið ef eitthvað kemur upp á. Það er dauð- ans alvara ef því er til dæmis ekki sinnt að hafa ljósabúnaðinn í lagi,“ segir Halldór Ármann. Spurður um viðbrögð bifreiða- eigenda ef þeir fái ekki fulla skoð- un á bílana sína, segir Halldór að þau séu mjög misjöfn. „Sem betur fer hafa langflestir skilning á því að hlutirnir þurfi að vera í lagi. Svo eru aðrir sem telja að það sé allt í lagi með bílinn sinn en það sé bara eitt- hvað að skoðunarmanninum! Svo magnast sagan kannski úti í bæ,“ segir Halldór og brosir. Spurður hvort að ástand bíla til skoðunar hafi jafnvel verið að versna síðustu árin, segir Halldór eftir svolitla umhugsun. „Nei, það held ég ekki. Þetta eru bara yfirleitt sömu trass- arnir sem koma með bílana í slæmu ásigkomulagi til skoðunar.“ Hall- dór segir að starf skoðunarmanns- ins sé að mörgu leyti skemmti- legt. „Hérna hittir maður marga en hins vegar er þetta starf ekki til vin- sælda fallið ef þú ætlar að vera virk- ur skoðunarmaður. Þannig held ég að sé reyndar með öll eftirlitsstörf. Á okkur hvílir mikil ábyrgð. Við erum í okkar starfi að sinna örygg- ismálum. Ef eitthvað kemur upp á, svo sem slys í umferðinni, þá eru þau rakin. Það er allt rakið í sam- bandi við eftirlit. Það er því eins gott að hafa hlutina í lagi, líka það sem ýmsum finnst smáatriði,“ segir Halldór Ármann Guðmundsson. þá Í gær og fyrradag voru austlægir vind- ar ríkjandi yfir landinu og barst þá gas- mengun frá eldgosinu norðan Bárð- arbungu til vesturs og suðvesturs. Glögglega mátti sjá bláleita meng- unina líkt og hanga í loftinu við fjöll. Á mánudaginn var mengun á svæði sem afmarkast af Snæfellsnesi í norðri og allt suður á Reykjanes. Í gær varð mengunar vart á enn stærra svæði, í Dölum og norður að Vestfjarðakjálka. Við þessar aðstæður er almenningur hvattur til að láta vita um brennisteins- mengun ef hennar verður vart. Upp- lýsingar geta orðið mikilvæg heimild um dreifingu mengunar frá eldstöðv- um. Sjá nánar vedur.is grþ Frá ársbyrjun til 1. október síðastlið- inn höfðu 224 börn fæðst á kvenna- deild Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands á Akranesi. Eru það jafn mörg börn og fæddust allt árið í fyrra. Þann 1. október 2013 höfðu fæðst 175 börn á deildinni og nemur því fjölgunin um 22% milli ára. Að sögn Önnu Björns- dóttur, ljósmóður og deildarstjóra, skýrist þessi fjölgun meðal annars af auknum fjölda kvenna af höfuðborg- arsvæðinu sem kýs að fæða á Akranesi. En einnig koma konur annarsstað- ar að, svo sem frá Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og Vestfjörðum. Metár var í fæðingum á Akranesi árið 2010 þegar 358 börn fæddust. Anna reikn- ar ekki með að það met verði slegið í ár en telur líklegt að fæðingarnar í ár geti farið yfir þrjú hundruð. Tólf ljós- mæður starfa við kvennadeildina í 6,4 stöðugildum. „Það er full lítið mið- að við fjölda fæðinga hér og því er oft mikið álag á starfsfólki deildarinnar,“ segir Anna. grþ Sé hægt að segja að skepnur geti verið við dyr dauðans, þá á það sannarlega við í þessu tilfelli. Hér eru bústin lömb af Vestur- landi í dyragættinni á Sláturhúsi KS á Sauðarárkróki. Guðmundur Jónsson bóndi á Óslandi í Skagafirði og starfsmaður í réttinni rekur á eftir þeim síðasta spölinn. Í Skessuhorni í dag birtist frásögn af ferð blaðamanns með Jóni Þór Þorvaldssyni frá Innri Skeljabrekku, en hann tekur sumarfríið sitt út á haustin og ekur fjárflutningabíl fyrir Ólaf Davíðsson á Hvítárvöllum. Annars starfar Jón Þór fyrir ÍSAL í Noregi og flakkar reglulega milli landanna. Sjá miðopnu. Jafn mörg börn og allt 2013 Halldór Ármann Guðmundsson skoðunarmaður hjá Frumherja á Akranesi. Það getur verið dauðans alvara að hafa bílinn ekki í lagi Gosmengun grúfir yfir Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Fyrsta frumsýning vetrarins Unglingurinn Ómar – alls staðar Ómar Ragnarsson heldur áfram að segja frá sinni litskrúðugu ævi þar sem frá var horfið í fyrra. Næstu sýningar: 10. okt kl. 20 17. okt kl. 20 – 19. okt kl. 16 Kvöldstund með Helga Björns 12. október kl. 20:30 Miðasala í síma 437 1600 og á landnam@landnam.is Nánar á www.landnamssetur.is SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.