Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Stækkun kirkjugarðsins að ljúka BORGARNES: Undanfarið hefur verið unnið að stækkun kirkjugarðsins í Borgarnesi og hillir nú undir lok fram- kvæmda. Reiknað er með verklokum í þessum mán- uði en verkið er unnið á veg- um Borgarneskirkjugarðs. Borgarverk átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 27 milljónir. Fleiri undirverktakar koma að því, meðal annars Sig- urgarðar, en meðfylgjandi mynd er einmitt af heima- síðu fyrirtækisins frá fram- kvæmdum fyrr í vikunni. -mm Leiðrétting Í síðasta tölublaði Skessu- horns var sagt frá opn- un hannyrðaverslunarinnar Gallery Snotru á Akranesi. Þar birtist mynd af Sigurlínu Júlíusdóttur að afgreiða einn af sínum fyrstu viðskiptavin- um, Skagakonuna Kristínu Ragnarsdóttur. Í fréttinni var Kristín ranglega sögð Agn- arsdóttir en hún er Ragn- arsdóttir. Það leiðréttist hér með og beðist velvirðingar á mistökunum. -grþ Sex sækja um FVA AKRANES: Umsóknar- frestur um stöðu skólameist- ara við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi rann út mánudaginn 22. september sl. Mennta- og menning- armálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Um- sækjendur eru: Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Gylfi Þorkels- son, Hafdís Fjóla Ásgeirs- dóttir, Hafliði Páll Guð- jónsson, Jens Benedikt Bald- ursson og Þorbjörg Ragn- arsdóttir. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. janúar 2015, að fenginni um- sögn skólanefndar. –mm Persónu­ afsláttur hækki LANDIÐ: Samtökin Lands- byggðin lifi, hélt aðalfund sinn nýverið á Árskógsströnd í Dalvíkurbyggð. Þar var eft- irfarandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi leggur til að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að skatt- leysismörk verði jafnhá og lágmarksframfærsluviðmið einstaklings eins og þau eru metin af velferðarráðuneyt- inu. Það hlýtur að flokkast undir mannréttindi að vinna að þessu markmiði.“ -mm Áhugafólki um íþróttir á Vestur- landi er bent á að núna er Íslands- mótið í körfuknattleik að hefjast þar sem nokkur lið úr landshlutan- um verða í eldlínunni. Stuðnings- menn eru hvattir til að fylgja sínum liðum í vetur og hvetja til dáða. Næstu dagana er spáð norðan- og austanátt í landinu, með strekk- ingi og svolítilli úrkomu fyrir norð- an en hægari vindi og björtu syðra. Gera má ráð fyrir gosmengun í lofti í þessari vindátt. Hiti verður eitt til tíu stig að deginum og hlýj- ast sunnanlands. Frá laugardegi er spáð að kólni smám saman. Á sunnudag og mánudag er útlit fyr- ir suðlæga eða breytilega átt, skúr- ir eða él víða um land og fremur svalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: Á að leyfa sölu áfeng- is í matvöruverslunum? Naum- ur meirihluti er á því að það eigi ekki að gera. „Nei alls ekki“ sögu 52,83%. „Já léttvín og bjór“ var svar 25,94%. „Já allt vín“ sögðu 16,51%. Þeir sem ekki höfðu skoðun á mál- inu, merktu við „veit ekki“ voru 4,72%. Í þessari viku er spurt: Hvaða fjölmiðli treystir þú best? Starfsmenn LbhÍ sem sameigin- lega sendu ALLIR frá sér yfirlýs- ingu í gær, eru Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Kranabíll með áföstum tengivagni í eigu Vegagerðarinnar fór útaf Borg- arfjarðarbraut á móts við Steðja í Flókadal síðastliðinn miðvikudag. Engan sakaði. Óhappið varð þeg- ar kraninn og bíll voru að mætast á veginum. Gaf þá vegkanturinn sig en hann var gegnsósa eftir óvenju miklar rigningar undanfarnar vik- ur. Tókst ökumanninum að kom- ast í veg fyrir að tækið færi á hliðina með því að stýra því útaf. Óhapp þetta gerðist einungis nokkrum metrum frá þeim stað sem vegkant- ur gaf sig í júní með þeim afleiðing- um að mjólkurbíll með tengivagni lenti útaf og valt. Kranabíll þessi er um 25 tonn að þyngd. Hann er not- aður af brúarvinnuflokki Vegagerð- arinnar og var verið að færa tækin að aflokinni brúarsmíði yfir Geitá á Kaldadal. Unnið var að því á fimmtudag- inn að koma kranabílnum aftur upp á veg. Sökum þyngdar hans þurfti að taka úr vegöxlinni til að hægt væri að draga bílinn upp á veg að nýju. Samtímis þurfti að halda við bílinn með gröfu til að hann færi ekki á hliðina. Vél og gröfumað- ur frá Jörva á Hvanneyri unnu það verk. Sérstakrar varúðar þurfti auk þess að gæta við verkið þar sem stofnæð hitaveitu OR frá Deildar- tungu að Borgarnesi og Akranesi var undir þeim stað þar sem krana- bíllinn fór útaf. mm/ Ljósm. Björn Húnbogi Sveinsson. Nýtt mötuneyti var tekið í notk- un í Grundaskóla á Akranesi mið- vikudaginn 1. október síðastliðinn. Framkvæmdin fólst í því að matsal- urinn var stækkaður um 41,2 fer- metra og eldhúsið um 12,5 fermetra. Ennfremur voru tæki í eldhúsi end- urnýjuð að mestu leyti. „Þetta eru í fermetrum talið kannski ekki mikl- ar breytingar en það er samt ótrú- lega mikill munur. Við vonum að Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum 2. október síðastliðinn erind- isbréf vegna starfshóps um Sem- entsreitinn. Hlutverk starfshópsins er að móta tillögur um hvernig stað- ið verður að skipulagi og uppbygg- ingu á lóðum verksmiðjunnar sem Akraneskaupstaður fékk með sam- komulagi við Sementsverksmiðj- una hf. í sumar. Hópnum er falið að leiða vinnu um skipulag á Sements- reitnum, að leiða samráðsferli við íbúa og að móta tillögur um hvernig sé best að standa að uppbyggingu á Sementsreitnum til lengri tíma litið. Stefnt er að því að tillögur að nauð- synlegum breytingum á aðalskipu- lagi verði lagðar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd fyrir 1. ágúst 2015 og að tillögur að deiliskipulagi og tillögur um uppbyggingu svæðisins liggi fyrir í árslok 2015. Starfshópinn skipa Rakel Óskars- dóttir bæjarfulltrúi, sem jafnframt er formaður, Bjarnheiður Hallsdóttir sem rekur ferðaskrifstofu og Dagný Jónsdóttir framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs Samgöngustofu. Með starfs- hópnum vinna Sigurður Páll Harð- arson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Akraneskaup- staðar og Hildur Bjarnadóttir skipu- lagsfulltrúi. -mm Starfshópur skipaður um framtíð Sementsreitsins Sementsreiturinn er hér afmarkaður með rauðum og bláum línum. Sementsverk- smiðjan ehf. heldur í 15 ár svæðinu sem afmarkað er með bláum línum til vinstri (lóð nr. 11). Þar eru m.a. sementsgeymarnir. Akraneskaupstaður fær nú forræði yfir lóðunum sem afmarkaðar eru með rauðum línum. Mannvirki sem Sements- verksmiðjan leigir af Akraneskaupstað innan rauða svæðisins er merkt eru merkt með bláum skálínum. Mötuneytið í Grundaskóla stækkað við fáum nokkur borð í viðbót en með þessari breytingu fáum við mun meira rými í matsalinn. Það er því meira pláss og minni hávaði og ef við fáum fleiri borð, þá geta fleiri borðað í einu. Frá vistvænu sjónar- horni er þetta því miklu betra. Við erum mjög sátt,“ segir Hrönn Rík- harðsdóttir skólastjóri Grundaskóla í samtali við Skessuhorn. Þá auðveldar breytingin á eld- húsinu starfsfólki að elda matinn frá grunni. „Nú eigum við möguleika á að elda meira frá grunni og hlökk- um til þess. Við óskuðum meðal annars eftir þessari stækkun vegna þess, til að koma til móts við nem- endur og foreldra hvað það varð- ar,“ bætir Hrönn við. Að auki má þess geta að nýtt fólk tók við rekstri mötuneytisins þegar það var opn- að. Hugrún Vilhjálmsdóttir tók við sem matráður og með henni starfar Díana Carmen Llorens. grþ Sigurður Arnar aðstoðarskólastjóri, Hugrún og Díana Carmen í nýja eld- húsinu. Ljósm. Facebook.com/Grundaskóli. Nemendur í Grundaskóla eru að vonum ánægðir með að mötuneytið hefur verið opnað á nýjan leik. Ljósm. Sigurður Arnar Sigurðsson. Kranabíll útaf á Borgarfjarðarbraut

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.