Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Mánudaginn 20. október nk. verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvi- stöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta orma- hreinsa dýr sín árlega. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina og er ormahreinsun hunda og katta innifalin í leyfisgjaldi. Hundahreinsun verður frá kl. 16.30-19.30 og kattahreinsun frá kl. 20.00-22.00. Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. greiða þarf með peningum): Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 3.000. Ófrjósemissprauta, verð kr. 2.500 - 4.000. Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 3.000. Perlutex ófrjósemistöflur í hunda og ketti, verð kr. 2.000 Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 3.000. Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Seinni hreinsun verður laugardaginn 1. nóvember, nánar auglýst síðar. Dýraeigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og kattahald á Akranesi á vef Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. SK ES SU H O R N 2 01 4 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 16. október Föstudaginn 17. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 4 Jólaútsaumur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 Helga Garðarsdóttir hefur ver- ið ráðin í stöðu hjúkrunarforstjóra hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar á Reykhólum frá með 1. nóvember. Helga tekur við starfi Þuríðar Stefánsdóttur sem gegnt hefur starfinu síðastliðin níu ár. Helga er menntuð bæði sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur og hefur starfað á ýmsum heilbrigðisstofn- unum í Reykjavík. Þá er hún einn- ig rekstrarhagfræðingur frá Bifröst og starfaði hjá gamla Landsíman- um fyrir mörgum árum. Fjölskyldan á tveimur stöðum til að byrja með Helga starfar nú á Krabbameins- deild Landspítalans og er búsett í Reykjavík ásamt Má Guðmunds- syni eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra. Hún segist vera spennt fyrir nýja starfinu þó að útlit sé fyrir að fjölskyldan verði tvístr- uð um tíma. „Ég tek formlega við starfinu 1. nóvember en verð með annan fótinn á Reykhólum í októ- ber þar sem ég mun kynnast starf- inu betur. Ég hlakka til að byrja en það er þó enn í vinnslu hvernig við hjónum munum greiða úr flutning- unum. Við eigum tvö börn sem eru í menntaskóla og því munu þau ekki flytja með okkur vestur. Ég mun þó á komandi vikum hefja flutning til Reykhóla og koma yngstu börnin með mér á meðan Már verður fyrir sunnan með eldri börnin. Það lítur því út fyrir að fjölskyldan muni búa á tveimur stöðum til að byrja með,“ segir Helga. Tekur árlega þátt í sauðburði Helga er ættuð af Vestfjörðum og bjó til átta ára aldurs á Ísafirði. Þaðan flutti hún með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Fyrir sunnan kynntist Helga vinkonu sinni Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur ábúanda á Litlu Grund og skólastjóra grunnskól- ans á Reykhólum. Þær vinkon- urnar hafa haldið vináttu í gegn- um árin og hefur Helga oft á und- anförnum árum tekið þátt í sauð- burði á Litlu Grund. „Ég hef síð- ustu sjö ár farið á hverju vori með börnin mín til Ástu þar sem við tökum þátt í sauðburðinum. Þar á ég líka kind sem Ásta gaf mér í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum,“ segir Helga um tengingu sína við Reykhóla. Helga segist ekki hræðast við- brigðin við að flytja í sveitina. Hún þekki ágætlega til Reykhóla og stefni á að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. „Það verða mik- il viðbrigði að flytja úr borginni í sveitina en ég hef engar áhyggjur af því. Einhvern hluta af mér lang- ar mikið að prófa að búa í sveit. Ég stefni á að taka virkan þátt í samfé- laginu og kynnast fólkinu og er því ekki hrædd um að leiðast á Reyk- hólum,“ segir Helga Garðarsdótt- ir. jsb Byggðarlag eins og Búðardalur og Dalirnir í heild þarf á ýmissi þjón- ustu að halda. Björn Anton Ein- arsson áttaði sig á því eftir að hafa unnið í mörg ár að viðhaldi vél- búnaðar hjá MS í Búðardal. Toni, eins og hann er jafnan kallaður, er menntaður stál- og járnsmið- ur. Hann ákvað fyrir einu og hálfu ári að fara út í sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Verkefnin hafa verið næg eftir að verkstæðið var opnað og sem dæmi voru sex menn í vinnu hjá BA Einarssyni ehf, eins og fyr- irtækið heitir, í júní- og júlí þegar mest var að gera. Toni fékk verkstæðisaðstöðu að Vetrarbraut 8 sem er hús á bakvið verslun Samkaups. Er þar í rúm- lega þrjúhundruð fermetra hús- næði. Á skiltinu fyrir BA Einarsson stendur bílaverkstæði, stálsmiðja og vélaviðgerðir. Verkstæðið var form- lega opnað í mars í vor. „Ég byrjaði reyndar tæplega ári áður og það hafa verið næg verkefni alveg frá upp- hafi. Ég hef unnið mikið fyrir Þör- ungaverksmiðjuna og svo saltverk- smiðjuna Norðursalt á Reykhólum. Það eru áframhaldandi verkefni hjá báðum fyrirtækjunum og er ég m.a. nýbúinn að smíða saltþurrkara fyr- ir Norðursalt. Framleiðslustjór- inn þar er gríðarlega ánægður með þurrkarann, enda tekur núna hálfan þriðja tíma að þurrka það sem tók vel á annan sólarhring áður. Svo hef ég smíðað allt fyrir þá hérna nið- ur í Sæfrosti í gamla sláturhúsinu, svo sem frystiböndin. Það eru næg verkefni hérna á þessu svæði sýnist mér,“ segir Toni. Gert við ýmislegt á verkstæðinu Toni segir að talsvert sé einnig að gera í bíla- og vélaviðgerðunum. „Hingað koma menn með alls- kyns tæki til viðgerða. Auk bíla eru þeir t.d. að koma með fjórhjól og sexhjól. Reyndar sinnum við við- gerðum á öllu mögulegu. Meira að segja barnakerrum og stól- um,“ segir Toni og brosir. Hann hefur verið að viða að sér tækjum að undanförnu og er m.a. nýlega búinn að kaupa bæði rennibekk og járnsög. „Það veitir ekki af að hafa tæki þegar þarf að smíða og laga ýmislegt. Ég held ég geti al- veg státað af því að fram að þessu hef ég verið með menntaða menn í öllum þeim smíðaverkefnum sem ég hef tekið að mér,“ sagði Toni í Búðardal. þá Margt smíðað og lagfært hjá Tona í Búðardal Björn Anton Einarsson ásamt Katarínusi Jóni Jónssyni sem starfar á bílaverkstæðinu hjá BA Einarsson. Helga Garðarsdóttir, nýráðinn hjúkr- unarforstjóri Barmahlíðar. Búið að ráða nýjan hjúkrunar­ forstjóra á Barmahlíð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.