Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Klettsbúð 9 - 360 Hellissandur - S: 430 8600 hotelhellissandur@hotelhellissandur.is www.hotelhellissandur.is Meðal rétta í hlaðborðinu: Ísl. Hreindýr - Ísl. Gæs Ísl. Önd - Krónhjörtur Rjúpusúpa - Dúfa - Lynghæna og mar Verð aðeins 9.800 kr. á mann. Ef þú vilt bæta við gistingu þá kostar gisting með morgunverðarhlaðborði og villibráðarhlaðborði 14.900 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Verð fyrir einn í herbergi er 19.900 kr. á mann. sér um lifandi tónlist fyrir gesti að loknu borðhaldi. Pantanir í síma 430 8600 14. & 15. nóvember KK Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjör- dæmi tók til máls á Alþingi í gær til að ræða niðurskurð í framhalds- skólum á landsbyggðinni. Benti hún á að á sama tíma og verið væri að ræða flutning heillar stofnun- ar út á land, skeri Sjálfstæðisflokk- urinn markvisst niður m.a. í fram- haldsskólum landsins og fækki þar með störfum. Bjarkey bætti við: „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem skólarnir á lands- byggðinni þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, það blómstrar menn- ingarlífið, verslun og þjónusta styrkist og störfin verða til fyrir há- skólamenntað fólk. Landsbyggð- ar framhaldsskólarnir hafa líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sér- staklega konur, hafa fengið náms- tækifæri aftur. Stór hluti þeirra hefði ekki getað hafið nám t.d. með því að flytja í burtu eða fara í fjar- nám,“ sagði Bjarkey. Fram kom í máli Bjarkeyjar Gunnarsdóttur að hún óttaðist að með fjársvelti til framhaldsskóla á landsbyggðinni væri undirbú- in fækkun framhaldsskóla á lands- byggðinni. „Er undirrótin kannski sú að gera þessa litlu skóla smám saman óstarfhæfa til að það þurfi að sameina þá eða leggja þá af? Er það byggðastefna Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Bjarkey. þá LiveWell vefurinn (www.livewell- community.eu) er hannaður með þarfir parkinsonsjúklinga í huga, sérstaklega þeirra sem eru nýlega greindir með parkinsonsjúkdóm- inn og aðstandendur þeirra. Und- anfarna mánuði hafa parkinson- samtök í nokkrum löndum, að- standendur og heilbrigðisstarfs- menn metið vefinn og er vefur- inn enn í stöðugri þróun. LiveWell vefnum er skipt í svæði. Á einum stað eru almennar upplýsingar og á öðrum stað er einkasvæði. Allir hafa aðgang að almenna svæðinu þar sem hægt er að nálgast upplýs- ingar og annað er við kemur park- insonsjúkdóminum. Það verður að skrá sig inn á einkasvæðið þar sem hægt er að hafa samskipti við sjúk- linga, aðstandendur og heilbrigðis- starfsmenn. LiveWell verkefnið (http://www. livewell-community.eu) er styrkt af Evrópusambandinu, undir flokkn- um fullorðinsfræðsla, “Lifelong Learning Programme”. Verkefna- stjóri er INOVA+ (Portúgal) og samstarfsaðilar eru: Háskólinn í Plymouth (Bretland), BitMedia (Austurríki), Parkinsonsamtökin í Madrid (Spánn), Ana Aslan Inter- national Foundation (Rúmenía); Samvil ehf (Ísland), and Brežice General Hospital (Slóvenía). -fréttatilkynning Vefur fyrir parkinsonsjúklinga og aðstandendur þeirra Störf tapast í fjársveltum fram­ haldsskólum á landsbyggðinni Björn í Nallanum sem hann notar við að hirða lóðina. það gefandi að geta hjálpað krökk- unum sem söknuðu foreldra sinna og heimþráin þjáði,“ segir Björn Stefán. Síðustu fjögur árin sem kennari starfaði hann síðan aftur við skólann í Búðardal. Í stuttan tíma í lok starfsævinnar vann hann svo á bókasafninu. Barnatrúin lifir ennþá Saman áttu þau Björn Stefán Guð- mundsson og Auður Tryggvadóttir þrjú börn sem öll búa í Reykjavík. Þau heita Elísabet Björg, Guðbjörg og Helgi Guðmundur. „Þau vilja fá mig suður, hafa sjálfsagt áhyggjur af mér hérna, en það er algjör óþarfi. Hér hef ég það ágætt þó það komi fyrir að það sæki á mig kvíði. Það fylgir aldrinum. Ég hef ýmislegt að dunda. Byrja reyndar hvern dag með því að fara í mitt afdrep sem ég á hérna úti í bílskúr og fer þar með bænir mínar. Móðir mín bless- uð kenndi mér að biðja og ég hef alla tíð verið trúaður. Ég hef sung- ið með kórum lengi og syng enn með kirkjukórnum. Ég fer mikið í gönguferðir og það er gönguhópur hérna í Búðardal sem hittist tvisv- ar í viku og ég reyni að missa ekki af því. Síðan er það talsvert um að fólk kíki í heimsókn og það er mik- il samheldni meðal fólks hér í Búð- ardal.“ Vísna­ og sagnagerð Listhneigð Björns hefur náð víð- ar en til harmonikkuleiks og söngs. Hann fór ungur að semja vísur, ljóð og síðar smásögur. Í heim- sókn blaðamanns til Björns Stef- áns fékk hann að sjá margar möpp- ur með kveðskap og sögum. Hann gaf út ljóðabókina „Sæll dagur“ fyrir nokkrum árum en aðeins lítið brot af hans efni hefur verið gefið út. Sem smá sýnishorn af kveðskap Björns Stefáns má birta hér ljóðið „Haust“ sem á ágætlega við um árs- tímann. Svanirnir hafa kvatt mig og flogið af grundinni til austurs skjóllítill maður bíður og hlustar á haustið sem nálgast – húm þess og hljóm mjöllin fellur yfir sumarið, en ljóðin hans ljóðið þitt, lifa í von, lifa í örmum og þrá komandi stunda. þá Björn í afdrepi sínu í bílskúrnum þar sem hann biður bænir sínar á hverjum morgni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.