Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Nú er farin ástin öll - eins og barinn hundur Vísnahorn Það virðist víða niðurskurður á þessum tím- um og kemur niður á ýmsum. Oftast þeim er síst skyldi. Ekki öfunda ég þá er eiga að ráða fram úr vandamálunum og þaðan af síður þá sem komu okkur í þau. Um það leyti sem rætt var um boðað verkfall skurðlækna kvað Þór- arinn M. Baldursson: Fer að biðja fyrir sér fólk með lasin iður; upp hér framar enginn sker, -allt er skorið niður. Á svokölluðum mæðiveikiárum þegar sú pestilentía geysaði um landið orti Ísleifur Gíslason í orðastað Guddu nokkurrar sem oft varð honum að yrkisefni: Við mæðiveikifaraldur hann Björn minn lengi bjó en búskapurinn illa gekk og lítið fékkst úr sjó. Svo bólgnaði í honum botnlanginn sem botn- langa er siður -og Björn var skorinn upp en rollurnar hans niður. Heilbrigðismálin virðast ætla að verða okk- ur fylgispök eins og lengi hefur verið með mannkynið. Siglfirðingur nokkur varð fyrir því óláni að fótbrotna og greri ekki svo skjótt sem skyldi en síðan bættist við gylliniæð og var þá afleitt ástand líkamans. Um þessa hluti kvað Steingrímur Eyfjörð Einarsson læknir: Fóturinn á honum finnst mér er fremur batadræmur. Í rassgatinu á sjálfum sér segist hann vera slæmur. Salbjörg Helgadóttir í Litla-Árskógi orti um sitt æviskeið og þróun þess sem eflaust hefur gerst með ýmislegum hætti: Út á lífsins ólgusjó ýttist ég á bárum. Margfaldaðist mæðan þó með fullorðins árum. Rakel Bessadóttir á Þverá orðaði sína ævi- sögu svona: Áður þrátt ég yndis naut, við illt ég mátti glíma. Lifi ég sátt við liðna þraut líður að háttatíma. Allir tímar eiga sínar tískuvörur og þá vænt- anlega einnig tískuvöruverslanir. Á undan stóru verslunarkjörnunum voru aðrar verslan- ir minni þar sem allt fékkst og Kristján Run- ólfsson orti um brot af því sem fékkst og fæst í verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki en þar ræður nú ríkjum Bjarni Har, sonur þess sem verslunin er kennd við. Athugið að í kvæðinu er aðeins talið upp lítið brot af þeim vörum sem fást í versluninni og hér er aðeins lítið brot úr kvæðinu: Englahár og illeppar, ausur, skóhorn, matgafflar, sósulitur, sjóhattar, sulta, krem og þessháttar. Reykelsi og rakspírar, rörtangir og skóhlífar, lyklakippur, lakkburstar, lakkrískúlur, hlandkoppar. Spyrðubönd og sparksleðar, speglar, túttur, kavíar, klukkur, pelar, kryddbaukar, klofstígvél og saltsteinar. Teygjur, kort og kantskerar, klemmur, glös og farmiðar, brjóstsykur og blýantar, brækur, grjón og náttsloppar. Flísatangir ferlegar, flórsykur og bandprjónar, tommustokkar, taktmælar, tvinnakefli og saumnálar. Gúmmískór og garðlaukar, greiður, snæri, fræpokar, kambar, skæri og skotpakkar, skarbítur og járnnaglar. Skóflur, tóbak, skaftpottar, skurðarhnífar allskonar, ótal hluti útvegar, einnig Bjarni Haraldar. Tími kaupakvenna er nú löngu liðinn en ef hann stæði enn væru þær trúlega að halda til síns heima um þetta leyti eða fyrir stuttu farn- ar. Bóndi nokkur sem bæði var borgfirskur og hagmæltur réði til sín kaupakonu úr Reykjavík en sú var frekar glaðsinna og ef til vill hneigð- ari fyrir glaðværar og skemmtilegar umræð- ur en ómælt líkamlegt erfiði. Urðu því hey- annir frátafasamar og svefn stuttur á stund- um. Gerist það nú að kaupakonan fréttir af ljóðagáfu húsbóndans og heimtar sinn skerf af hans andans afurðum. Hann var tregur til í fyrstu en síðan fæddist þessi: Ekki vil ég ýkja hót, alveg satt ég mæli: Þú ert árans ósköp ljót og afar slæm í bæli. Næsta vísa var svo á þessa leið: Oft við hitann ástarbáls átti ég huga glaðann. Svo var gott að geta frjáls gengið burtu þaðan. Hygg ég enga happaleið hjónabandi að skorðast hló ég oft að hinna neyð, hana gat ég forðast! Þegar svo kaupakonan fór varð þessi til: Gekkstu þar um grænan völl; góður var sá fundur. Nú er farin ástin öll. eins og barinn hundur! Og um heyfeng sumarsins orti hann at- arna: Mikið gat ég aflað ei, eign ég glata minni. Nú á latur lítið hey; löngum sat ég inni. Agnar Baldvinsson í Litladal í Blönduhlíð varð áþreifanlega var við haustkomuna og kvað: Sumri hallar, bærir blær blómið vallar dána. Skýja falla tárin tær tindar fjalla grána. Einar Þórðarson frá Skeljabrekku heyrði þessa vísu og varð hrifinn af svo sem eðlilegt er og orti þá vísu sem byrjar á þessa leið: Vel er þessi vísa gerð virði ég slíka prýði. Seinni hluti vísunnar virðist því miður glat- aður en veruleg þökk væri mér í ef einhver kynni hann eða gæti grafið upp. Ætli við lát- um samt ekki hér staðar numið að sinni. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fimmtándi árgangur Borgfirðinga­ bókar kominn út Borgfirðingabók kom út í lok sept- ember og barst áskrifendum sínum í hendur í síðustu viku. Sögufélag Borgarfjarðar stendur að útgáfunni og er þetta 15. árgangur. Í bókinni að þessu sinni eru 30 greinar eft- ir 31 höfund sem sýnir að víða er leitað fanga hvað varðar efni enda er það markmið ritnefndar að all- ir finni eitthvað við sitt hæfi í bók- inni. Umfjöllunarefni er því fjöl- breytt. Má m.a. nefna dagbókar- skrif frá 19. öld, þar sem lesandan- um gefst kostur á að setja sig inn í daglegt líf þeirra tíma, vettlingasafn mætrar konu úr Hvítársíðu og til- urð óperu sem flutt var á síðasta ári í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Bókin er 255 blaðsíður og í henni er fjöldi ljósmynda og teikninga. Í ritnefnd voru Snorri Þorsteinsson, Sævar Ingi Jónsson og Ingibjörg Daní- elsdóttir. Hægt er að kaupa eintak af bókinni með því að senda póst á ingibjorg.danielsdottir@gbf.is eða hringja í síma 894-8108. mm/id Áratugur frá upphafi skólastarfs í FSN Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga var tíu ára afmæli skólans fagnað með veglegri veislu fimmtudaginn 2. október. Þar var margt um mann- inn og margir af velunnurum skól- ans mættir. Ávörp voru flutt og stýrðu þær Hólmfríður Friðjóns- dóttir og Kristbjörg Hermanns- dóttir fjöldasöng ásamt því að flytja nokkur lög fyrir gesti. Há- tíðin var góð en haft var á orði að enginn þingmaður Norðvest- urkjördæmis hafi séð sér fært að mæta. Var þeirra saknað. Með- fylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessu- horns í afmælinu. mm Forsíða Borgfirðingabókar 2014. Félagarnir Ásmundur, Sævar og Guðmundur undirbúa Borgfirðingabók þannig að hún komist á leiðarenda til áskrifenda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.