Skessuhorn


Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 08.10.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Á síðustu dögum hefur verðlagseft- irlit ASÍ birt verðkannanir í sam- bandi við æfingagjöld íþróttafé- laga. Forsvarsmenn Íþróttabanda- lags Akraness hafa gert athuga- semdir við þessarar kannanir og ekki í fyrsta skiptið sem þeir telja sig knúna til þess. Þeir segja að í þessum könnunum sé aðeins verið að bera saman tölur en ekkert hvað standi á bak við þær. Þetta eru ann- ars vegar könnun á æfingagjöld- um í knattspyrnu og hins vegar hjá Fimleikafélagi Akraness. Í könn- uninni vegna fimleikanna kom fram að æfingagjöldin hjá FIMA væru meðal þeirra lægstu í land- inu þrátt fyrir hækkun um 14% frá fyrra ári. Zoltán Demény yfirþjálf- ari hjá FIMA gerði athugasemd eftir að frétt um könnunina birt- ist á vef Skessuhorns í vikunni sem leið. Hann segir beinan samanburð milli félaga í könnuninni rangan og það væri rangt að æfingagjöld hjá FIMA hafi hækkað milli ára. Þau hafi ekki hækkað í þrjú ár og sem fyrr sé FIMA með lægstu æf- ingagjöldin í landinu ásamt Rán í Vestmannaeyjum. Zoltán segir að í könnuninni sé vantalin ein vika á fjögurra mánaða tímabili hjá FIMA og einnig sé tímafjöldinn á viku fimm tímar en ekki fjórir og hálfur eins og segir í könnuninni. Borin saman epli og appelsínur Haraldur Ingólfsson framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags ÍA tel- ur verðkönnun ASÍ um æfinga- gjöld barna í knattspyrnu mjög vill- andi en þar kom fram að forráða- menn barna sem æfa knattspyrnu hjá félaginu borgi hæstu upphæð- ina á landinu. „Enn og aftur er ver- ið að bera saman epli og appels- ínur, bara tölur í gjaldskrá en ekk- ert hvað stendur á bak við þær. Það er sjálfsagt að gera verðkönnun og kanna vöruverð, en að taka bein- ar tölur hjá íþróttafélögunum eins misjafnar eins og þær eru og henda þeim út, finnst okkur ábyrgðar- hluti. Það er langt í frá þannig að það sé dýrast að æfa knattspyrnu á Akranesi, þvert á móti held ég að þegar metið er það sem kemur á móti gjöldunum þá séu æfinga- gjöldin hjá okkur sanngjörn,“ segir Haraldur Ingólfsson. Fram kom m. a. í verðkönnun ASÍ að þegar borið er saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða 8 og 9 ára börn, þá sé dýrast að æfa hjá Breiðabliki og Íþróttabanda- lagi Akraness. Þar kostar mánuð- urinn 6.667 kr. eða 26.667 kr. fyr- ir fjóra mánuði. Ódýrast er að æfa hjá Íþróttafélaginu Þór á Akureyri en þar kostar mánuðurinn 4.375 kr. eða 17.500 kr. Verðmunurinn sé 52% eða 9.167 kr. Haraldur segir að ÍA og Breiða- blik skeri sig úr þar sem vinna í kringum knattspyrnumót sem fé- lögin halda, svo sem Norðuráls- mótið á Akranesi, sé inni í æfinga- gjöldunum. Þetta fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir þremur árum þegar mjög erfiðlega gekk orðið að fá fólk til að sinna sjálfboðavinnu í sambandi við mótið. Það séu 90-95% foreldra sem kjósi að vinna tvær vaktir á Norðurálsmótinu og fái fyrir þær 20 þúsund krónur til lækkunar æfingagjalda. „Við heyr- um ekki annað en ánægju með þetta fyrirkomulag. Síðan geta foreldrar einnig lækkað gjöldin um tólf þús- und krónur til viðbótar með því að taka þátt í klósettpappírssölu þrisv- ar á árin. Síðan nýta margir einn- ig tómstundaávísanir til lækkun- ar gjaldanna,“ segir Haraldur Ing- ólfsson framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélag ÍA. þá Íslandsmótið í körfuknattleik er að hefjast þessa dagana. Keppnin byrj- ar í efstu deildunum í kvöld, mið- vikudag. Í úrvalsdeild kvenna fá Snæfellskonur Hauka í heimsókn í Stykkishólm. Karlalið Snæfells og Skallagrímur byrja leik á heimavöll- um sínum í úrvalsdeildinni annað kvöld. Skallagrímsmenn mæta þá Keflvíkingum í Borgarnesi og Snæ- fell fær Grafvarvogsbúa úr Fjölni í heimsókn í Stykkishólm. Keppni í 1. deild karla er líka að byrja. ÍA fer í Kópavog á föstudagskvöldið og mætir þar Breiðabliki. þá Íslandsmeistarar Snæfells unnu bik- armeistara Hauka í hörkuleik þeg- ar liðin spiluðu um titilinn meist- arar meistaranna í DHL höllinni sl. sunnudag. Snæfell sigraði 70:69 í leiknum eftir að hafa átt á bratt- ann að sækja um tíma. Reikna má með eftir þessum úrslitum að dæma að Snæfellskonur séu til alls líkleg- ar í deildarkeppninni í vetur, þótt upphaf tímabilsins bendi til að enn jafnari keppni geti verið í uppsigl- ingu en síðustu árin. Leikurinn var sveiflukenndur í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var aðall Snæfells en bæði lið hittu illa í fyrsta leikhluta. Snæfell var þó yfir eftir fyrsta leikhlutann en eftir að Haukar fundu svar við vörn Snæ- fellskvenna og fóru að hitta snér- ist leikurinn við. Haukar voru 12 stigum yfir í hálfleik, 32:20. Strax í byrjun seinni hálfleiks hertu Snæ- fellsstúlkur vörnina til muna og náðu að saxa niður forskot Hauka hægt og bítandi. Þær voru með nær 50% nýtingu í þriggja stiga skot- um í þriðja leikhluta og miklu betri í fráköstunum. Haukar voru þó einu stigi yfir fyrir lokafjórðung- inn. Hann var æsispennandi og lið- in skiptust á forystunni á lokamín- útunum. Snæfell var þremur stig- um yfir, 70:67 þegar fjórar sek- úndur voru eftir af leiknum. Krist- en McCarthy leikmaður Snæfells braut þá á Lele Hardy Haukakonu í þriggja stiga skoti. Hardy brenndi af einu vítaskotinu og Snæfellskon- ur fögnuðu sigri. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy atkvæðamest með 23 stig og 14 fráköst. Hildur Sigurð- ardóttir skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik með 12 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Helga Hjördís Björgvins- dóttir skoraði 9 stig, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4 og þær Berglind Gunnarsdóttir og María Björns- dóttir 2 hvor. Fyrir Hauka skoraði Lele Hardy með 25 stig og tók 16 fráköst. Keppni í úrvalsdeildinni byrjar í kvöld, miðvikudag. Þá fá Snæfells- konur Hauka í heimsókn og liðin mætast í annað sinn á fjórum dög- um. þá Kvennalið Ungmennafélags Grundarfjarðar sendir lið til keppni í 1. deild Íslandsmótsins í blaki þetta árið, en stelpurnar voru í 2. deild í fyrra. Fyrsti heimaleikur liðsins var í íþróttahúsi Grundar- fjarðar fimmtudaginn 2. október þegar þær tóku á móti liði Ýmis frá Kópavogi. Gestirnir byrjuðu betur og sigruðu fyrstu hrinuna 18-25 en heimamenn jöfnuðu metin í næstu hrinu 25-20. Ýmisstelpur unnu svo tvær næstu hrinur og þar með leik- inn 1-3 og fóru með öll stigin suð- ur. Stelpurnar í UMFG taka svo á móti Álftanesi í næstu umferð en sá leikur verður í íþróttahúsi Grund- arfjarðar fimmtudaginn 9. október næstkomandi. tfk Kynningarfundur vegna keppni á Íslandsmótinu í körfuknatt- leik sem er að hefjast var hald- inn í bækistöðvum Körfubolta- sambandsins í gær. Þar var birt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna í Dominos deildum karla og kenna í vetur. Í kvenna- deildinni er Keflvíkingum spáð titlinum en núverandi deild- ar- og Íslandsmeisturum Snæ- fells spáð öðru sætinu. Keflavík hlaut 174 stig í kjörinu en Snæ- fell 146. Breiðabliki og Hamri er spáð falli úr deildinni. Í Dominos- deild karla er KR spáð titlinum og Grindavík öðru sætinu. Snæfell- ingum er spáð 8. sætinu, það er að þeir slefi inn í úrslitakeppn- ina. Skallagrímsmönnum er hins vegar spáð 12. og neðsta sætinu í deildinni og þar með falli í fyrstu deild ásamt ÍR. Skallagrímur fékk talsvert færri stig í spánni en hið liðin, 68 stig. ÍR hlut 101 stig og Fjölnir sem á að enda í 10. sætinu samkvæmt spánni fékk 117 stig. þá Forsvarsmenn ÍA telja verðkannanir ASÍ mjög villandi Íslandsmótið í körfubolta að byrja Snæfellskonur meistarar meistaranna. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Snæfellskonur meistarar meistaranna Vestlensku liðunum spáð misjöfnu gengi Tap í fyrsta deildarleik UMFG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.