Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Page 1

Skessuhorn - 15.10.2014, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 17. árg. 15. október 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Fyrsta frumsýning vetrarins Unglingurinn Ómar – alls staðar Ómar Ragnarsson heldur áfram að segja frá sinni litskrúðugu ævi þar sem frá var horfið í fyrra. Næstu sýningar: Föstudag 17. okt. kl. 20 Laugardag 25. okt. kl. 16 Ekki missa af einstakri sýningu Minnum á okkar glæsilega hádegishlaðborð alla daga Tilboðsverð fyrir fastagesti SK ES SU H O R N 2 01 4 Sjávarútvegsráðherra hefur úthlut- að 6.141 þorskígildistonna byggða- kvóta fiskveiðiársins 2014/2015. Þar af fara til hafna á Vesturlandi 963 þorskígildistonn, eða 16,68% af heildar úthlutun. Alls er byggða- kvóta úthlutað til 31 sveitarfélags í landinu og í þeim fengu 48 byggð- arlög úthlutun. Úthlutun byggða- kvótans nú byggir á upplýsing- um frá Fiskistofu um samdrátt í botnfisksafla, botnfisksaflamarki og vinnslu botnfisks annars veg- ar og samdrætti í rækju- og skel- vinnslu hins vegar frá fiskveiði- árinu 2004/2005 til fiskveiðiárs- ins 2013/2014. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígild- istonn og fá sex byggðarlög það hámark, þar á meðal Grundar- fjarðarbær. Samanlagt fá þó hafn- ir Snæfellsbæjar meiru úthlutað, eða 449 þorskígildistonnum. Þau skiptast þannig: Hellissandur 60 tonn, Rif 261 tonn, Arnarstapi 54 tonn og Ólafsvík 74 tonn. Stykk- ishólmsbæ er úthlutað 214 þorsk- ígildistonnum. Nánar má lesa um skiptingu byggðakvótans milli hafna landsins á vef sjávarútvegs- ráðuneytisins. mm Hvalfjarðargöngin verða lokuð í hálfan þriðja sólarhring um næstu helgi. Er það lengsta samfellda lok- un ganganna frá opnun þeirra í júlí 1998. Þetta er gert vegna malbik- unar og er í fyrsta sinn sem slit- lag er endurnýjað á akbrautum ganganna. Göngunum verður lok- að klukkan 20 að kvöldi föstudags 17. október og verða þau opnuð að nýju fyrir umferð klukkan 6 að morgni mánudagsins 20. október. Í væntanlegum verksamningi er gert ráð fyrir að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, til að hleypa forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur. Á það við um sjúkralið, slökkvilið og lögreglu. Þá verða breytingar á leið 57 hjá Strætó á meðan á lokuninni stend- ur. Að sögn Einars Kristjánssonar, sviðsstjóra skipulagssviðs Strætó bs. falla niður einhverjar ferðir á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgar- ness. „Við tökum lengri ferðirnar á Snæfellsnes, til Hólmavíkur og Ak- ureyrar og verðum með tengingu á þessa lengri leggi. Brottför verð- ur frá Borgarnesi á þessa staði og verða þær ferðir óbreyttar. Vagninn mun fara Hvalfjörðinn en ekki inn á Akranes. Miðað við hverja brottför verður annar bíll sem fer frá Akra- nesi upp í Melahverfi, þar sem far- þegar til og frá Akranesi geta tengst þessum ferðum. Það sem breyt- ist er því leiðin á milli Akraness og Reykjavíkur og á milli Borgarness og Akraness,“ segir Einar. Veggjöld fram á 2019 Spölur ehf. greiddi í síðustu viku um hálfan milljarð króna af lang- tímalánum vegna Hvalfjarðar- ganganna og vexti að auki, alls 643 milljónir króna. Þetta var sext- ánda afborgunin af tuttugu. Loka- afborgunin verður árið 2018. Í til- kynningu frá Speli segir að ætla megi að göngin verði rekin með veggjaldi fram á mitt ár 2019 til að unnt verði að greiða annað sem fé- lagið þarf að standa skil á áður en göngin verða afhent ríkinu endur- gjaldslaust. Fjármögnunarsamn- ingar Hvalfjarðarganga kveða á um afborgun langtímalána Spalar einu sinni á ári og hefur það gengið eftir. Langtímaskuldir félagsins nema nú liðlega tveimur milljörðum króna og þær verða greiddar upp á næstu fjórum árum að öllu óbreyttu, segir í tilkynningu Spalar. Þar með er ekki alveg öll sagan sögð. Í lögum og samningum er kveðið á um að Spölur afhendi rík- inu göngin skuldlaus. Þegar lang- tímaskuldir verða upp greiddar þarf að afla tekna til að greiða út inneignir á viðskiptareikningum veglykla, ónotuð afsláttarkort sem verður framvísað og skilagjöld veg- lykla sem verður sömuleiðis fram- vísað. Þá þarf í lokin að greiða hlut- höfum út hlutafé sitt. Áætlað er að þessi útgjöld geti numið allt að 600 milljónum króna auk rekstrar- kostnaðar ganganna þar til Spöl- ur afhendir þau ríkissjóði, sem gæti orðið nálægt miðju ári 2019, segir í tilkynningu frá Speli. grþ/þá Þessi fallega mynd var tekin þegar enn lifðu tvær vikur af sumri samkvæmt dagatalinu. Sól lækkar á lofti og sífellt fleira minnir á komandi árstíma. Sólsetursmyndin er tekin yfir Brákarey í átt að Mýrunum. Ljósmyndarinn er Áslaug Þorvaldsdóttir í Borgarnesi. Hvalfjarðargöng lokuð alla helginaByggðakvóta úthlutað

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.