Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þannig er farið með skattpeningana Nýverið fór aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fram í Búðar- dal. Þá er jafnan saman komið sveitarstjórnarfólk af öllu Vesturlandi. Með- al þeirra sem ávörpuðu aðalfundinn var innanríkisráðherra. Vissulega var margt sem sveitarstjórnarfólk vildi spyrja ráðherra sveitarstjórna- og sam- göngumála um fyrst hún var á annað borð komin í flas þess. Þarna flutti Hanna Birna Kristjánsdóttir ágætt erindi, ekki hægt að kvarta yfir því, enda prýðilega fróð um málefni sveitarstjórnarstigsins. Hins vegar öllum að óvörum þurfti hún að fara af staðnum áður en að pallborði kom og dag- aði því uppi langur listi spurninga til ráðherrans. Olli þetta fundarmönnum talsverðum vonbrigðum. En hvað um það. Það var annað sem kom mér meira á óvart en meint annríki ráðherrans þegar spyrja átti gagnrýnu spurninganna. Það var nefni- lega sá fjöldi fólks sem fylgdi ráðherranum í þessa stuttu heimsókn í Dal- ina. Einhvern veginn hefði ég haldið að Hanna Birna gæti svona nokk- urn veginn hjálparlaust haldið þetta erindi. Engu að síður voru í föruneyti hennar fimm til viðbótar. Prúðbúið fólk með dýra snjallsíma sér við hönd og leit út svona eins og stressaðir lífverðir. Það var bílstjóri, ráðuneytis- stjóri, upplýsingafulltrúi, aðstoðarmaður ráðherra, sérfræðingur ráðuneyt- isins í sveitarstjórnarmálum og svo náttúrlega ráðherrann sjálfur. Samtals voru þetta sex manneskjur og því meira en einn bílfarmur. Hið sakleysis- lega ávarp ráðherra kostaði því skildinginn. Mér reiknast til að með hóf- legum dagpeningum, kílómetragjaldi tveggja bíla á ríkistaxta og áætluð- um launum sex opinberra embættismanna í efri þrepum launaskalans, hafi ávarp ráðherra í Búðardal kostað 517.896 krónur eða um 34 þúsund mín- útan. Sóun? Já. Þetta er greitt af skattfé almennings. Annað dæmi af öðru stjórnsýslustigi hins opinbera sem ég vil nefna, af því ég fæ það ekki skilið, snýr að sveitarstjórnarstiginu og sýnir að óráðsía er víðar. Nýverið var á Akureyri haldið landsþing Samtaka sveitarfélaga á Íslandi. Þar eiga seturétt fulltrúar allra sveitarfélaga landsins. Þarna er fundað í eina þrjá daga og auk þess eru ýmis boð og veislur sem sveitar- stjórnarfulltrúar taka þátt í. Auðvitað er þeim hollt að hrista saman hópinn. Gott og blessað. En, hálfum mánuði síðar er aftur haldið landsþing, nú í Reykjavík, nánast sömu fulltrúar sveitarfélaga og er þá kallað fjármálaráð- stefna. Engu til sparað í umgjörð og glæsileika fremur en á hinu þinginu nokkrum dögum áður. Af hverju er ekki svona lagað fært saman í eina sam- komu, kannski þriggja daga fund? Hægt væri að spara með því milljónatugi af skattfé almennings. Byggir þetta á hefð, eða þykir bara sjálfsagt að gera kerfið að meira bákni? Þessi tvö litlu dæmi finnt mér sýna að nokkuð örugglega má spara miklu meira í rekstri hins opinbera en gert er. Því velti ég fyrir mér af hverju þetta er svona. Hvar er aðhaldið? Það skortir greinilega og kemur hvorki frá stjórnarandstöðu á Alþingi eða frá sveitarstjórnarfólki sem stýrir mál- efnum sveitarfélaganna. Dagpeningar, ferða- og hótelkostnaður, laun, ýmis risna, veisluhöld, og guð má vita hvað þetta heitir allt saman, er ekki sjálf- sagður hlutur á sama tíma og krónískt peningaleysi þjakar heilbrigðiskerf- ið, skólana, málefni fatlaðra og öll hin lögbundnu verkefni hins opinbera. Fólkið sem starfar í umboði okkar hjá hinu opinbera má aldrei missa sjónar á þessu. Nú, þegar almenningur er skuldum vafinn, á varla fyrir nauðsynj- um og er skattlagður í þrot, á bruðl eins og ég hef hér nefnt ekki að eiga sér stað. Raunar segir afkoma ríkissjóðs og skuldastaða sveitarfélaga allt sem segja þarf. Við sem 326 þúsund manna örríki höfum einfaldlega ekki efni á svona hegðun og að illa sé farið með skattinn sem við erum að borga. Magnús Magnússon Síðdegis á miðvikudaginn síðasta, skömmu fyrir sólsetur, litaði mistrið himininn gul-rauðum bjarma og jók á mikilfengleik sólarlags og fulls tungls. Þessi mynd var tekin í Hvalfirði í veðurblíðunni þennan eftirmiðdag. Ljósm. mþh. Stykkishólmsbær hefur sam- ið við Isavia um að nýta flug- stöðina fyrir starfsemi á veg- um bæjarins. Sem kunnugt er hafði Rannsóknanefnd sjóslysa þar aðsetur en var með sérstakri löggjöf um sameiningu rann- sóknanefnda í samgöngum flutt til höfuðborgarinnar. Í flugstöð- inni er ágæt vinnuaðstaða og er stefnt að því að nýta húsnæðið í þágu bæjarbúa. Nemendur sem stunda fjarnám í Stykkishólmi hafa verið á hrakningum og með ófullnægjandi aðstöðu. „Í flug- stöðinni hefur verið sett upp ágæt vinnuaðstaða með tölvutengingum og búnaði til að varpa upp kennslu- gögnum og fyrirlestrum svo sem nauðsynlegt er fyrir þá sem stunda fjarnám,“ segir Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í tilkynningu á heima- síðu Stykkishólmsbæjar. Í tilkynningunni segir að þeir námsmenn sem þess óska geti fengið lykil að Fjarnámssetrinu hjá starfsmönnum ráðhússins. Um leið og lykill er afhentur þarf hver nemandi að greiða 20.000 krónur sem er ætlað að standa undir kostn- aði við símalínur, gagnaflutnings- búnað, rafmagn og umsjón með húsnæðinu. Þegar lykli er skil- að í lok annar að vori eru end- urgreiddar 5.000 krónur sem er trygging fyrir því að lykli eða að- gangskorti verði skilað. Kostn- aðarhlutdeild námsmanns í tvær annir er því 15.000 kr. Þeir námsmen sem vilja skrá sig fyrir aðstöðu í Fjarnámssetrinu skulu gera það í síma 433-8113 eða með því að senda beiðni á net- fangið hrefna.gissurar@stykk- isholmur.is. Umsjónarmaður hús- næðis Flugstöðvarinnar er Bergur Hjaltalín umsjónarmaður fasteigna Stykkishólmsbæjar. „Það er von bæjaryfirvalda að námsmenn geti nýtt þessa aðstöðu og það auðveldi þeim að stunda námið frá heima- byggð,“ segir í tilkynningunni. þá Byrjað er að rífa aflaskipið Víking AK 100 hjá Fornæs endurvinnslufyrirtæk- inu í Grennaa í Árhúsum í Danmörku. Fyrr í sumar greindi Skessuhorn frá hinstu för skipsins. Nú er semsé búið að taka allt innvols úr skipinu. Skips- skrokkurinn er að endingu tættur niður í brotajárn. Þar með lýkur áratuga langri sögu þessa mikla aflaskips. Með- fylgjandi mynd var tekin síðastliðinn föstudagsmorgun. mþh/ Ljósm.: Stefán Einarsson. Nokkrir bændur á Vesturlandi og reyndar einnig um sunnanvert landið, nýttu þurrkinn í síðustu viku til að slá tún. Eins og mörg- um er í fersku minni var langvar- andi óþurrkur í september en þann mánuð hafa bændur oft og iðulega nýtt til síðasta sláttar. Undanfarna daga hefur grasspretta verið ágæt, enda fremur milt veður miðað við árstíma. Heyfengur er misjafn að gæðum, en stundum um ágætt gras að ræða einkum af rýgresi. Í flest- um tilfellum er þó um þrifaslátt að ræða til að sina verði ekki of mik- il næsta vor. Meðfylgjandi mynd var tekin við gamla Heynesbæinn í Innri Akraneshreppi sl. miðviku- dag. mm Bláleit gosmengun grúfði yfir Þessi mynd var tekin í Hálsasveit í Borgarfirði síðastliðinn laugardag fyrir neðan Stóraás og horft inn til fjalla og jökla. Fremst er félags- heimilið Brúarás, þar fyrir handan Kalmanstungan og Strúturinn en varla sést í Eiríksjökul sem undir venjulegum kringumstæðum hefði skartað sínu fegursta í þessu veðri og frá þessu sjónarhorni. Mengun frá gosinu mældist flesta daga vikunnar sem leið en þó hefur verið dagamunur á hversu bláleitt eða þétt mystrið hefur verið. Ljósm. bhs. Þurrkurinn í október nýttur til þrifasláttar Víkingur rifinn í Danmörku Fjarnámsnemar fá aðstöðu í flugstöðinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.