Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. október Kl. 12:00 Lambhrútasýning og opin fjárhús að Skerðingsstöðum Hvammssveit Að Skerðingsstöðum mæta til leiks best dæmdu lambhrútar úr norðurhluta Dalasýslu og gefst okkur gott tækifæri til að líta á þá. Hrútadómarar verða frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Kl. 19:30 Íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal Sviðaveislan geysivinsæla með hagyrðingum og dansleik Í boði verða köld svið, söltuð svið, reykt svið, sviðalappir og fl. tengt sviðaveislu. Hagyrðingar verða: Kristján Ragnarsson Sunnlendingur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson Dalamaður, Helga Guðný Kristjánsdóttir Botni Súganda, Ólína Þorvarðardóttir Ísafirði og Helgi Zimsen Reykvíkingur. Stjórnandi verður Viðar Guðmundsson Miðhúsum í Strandasýslu. Svo kemur Gissur Páll Gissurarson og syngur af sinni alkunnu snilld. Um dansleikinn sjá Smalarnir frá Súgandafirði. Já nú skal sko dustað rykið af gömlu og góðu dansskónum. 16 ára aldurstakmark er á dansleik. Miðapantanir á sviðaveisluna fara fram hjá Ragnheiði (Röggu) Hvítadal í síma 8492725 frá 17. október til og með 21. október. Aðgangseyrir er 5.500 kr. For- sala á sviðaveislu verður hjá KM Þjónustunni fimmtudaginn 23. október frá kl 15:00 til 17:00. Í tengslum við sviðaveislu verður hótelið að Laugum opið, gisting með morgunmat í tvíbýli kostar 18.000 kr en einbýli 13.000 kr. Bókun hótelherbergja er hjá Helgu í síma 843-0357 eða helgaeg@umfi.is fyrir 23. október. Laugardagur 25. október Kl. 10:00 Lambhrútasýning og opin fjárhús að Kvennabrekku í Miðdölum Þar mæta til sýnis og dóms best dæmdu lambhrútar úr suðurhluta Dalasýslu. Hrútadómarar verða frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Kl. 13:00 Reiðhöllin opnar Kl. 14:00 Meistaramót Íslands í rúningi Þar leiða saman klippur sínar heitustu og sveittustu rúningsmenn og konur landsins. Nú er bara að spýta í lófana, brýna kambana, skrá sig og það kemur í ljós hvar þú stendur meðal okkar fremstu klippara eða kemst þú í landsliðið? Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann besta. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 21. október til Gumma á Völlum í síma 434-1521 eða á netfangið kjarlak@simnet.is Úrslit og verðlaunaafhending verða að keppni lokinni. KL.13.00 Ullarvinnsla Konur úr héraði verða með sýningu á ullarvinnslu og hægt verður að taka í rokk og kemba! Kl.13:00 Bændur sína okkur hvað þeir hafa verið að setja í dótakassann á árinu Kl. 13:00 Vélasýning Þar koma saman nokkur fyrirtæki og sýna okkur helstu og nýjustu tæki og tól sem viðkoma land- búnaðarstörfum. Kl.13:00 Markaður opnar Þeir sem hafa áhuga á að vera með vörur á markaðnum er bent á að hafa samband við Hönnu Siggu í síma 847-9598 eða á netfangið hannasigga@audarskoli.is. Kl.14:00-16:00 Barnadagskrá Barnadagskrá þar sem félagar úr skátunum munu vera með afþreyingu fyrir börn. Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir verður með veitingasölu. Kl.18:30 Dalabúð, grillveisla og verðlaunaafhending Þar munu kokkar frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna grilla íslenskt lambakjöt. Bestu lambhrútarnir í Dalasýslu verða verðlaunaðir, verðlaunaðar verða bestu ærnar úr árgangi 2009. Verðlaunaafhending í ljósmyndasamkeppninni. Grín, söngur og gaman verður einnig á matseðlinum. Aðgangseyrir 1.500 kr. á mann, en frítt fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum. Kl. 00:00 Dalabúð Hefðbundinni dagskrá Haustfagnaðar lýkur með stórdansleik þar sem stuðboltarnir Á Móti Sól munu sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 3000 kr. 16 ára aldurstakmark. Ljósmyndakeppni. Þema í ár er sauðfjárbóndi í blíðu og stríðu. Myndir settar inn á facebook síðu félagsins fyrir 22. okt. Nánari upplýsingar á www.dalir.is, budardalur.is og á facebook síðu okkar Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Opnunartími þjónustuaðila: Handverkshópurinn Bolli: Opið alla helgina frá 13:00 – 18:00 Dalakot: Opið laugardag 12:00 - 22:00. Pizzahlaðborð á laugardaginn frá 12:00 – 14.00. Barinn opinn fram eftir nóttu. Opið sunnudag frá 12.00- 20.00. Sími 434-1644. Samkaup: Opið laugardaginn 25. okt. 10:00 - 20:00 og sunnudaginn 26. okt. 10:00 - 21:00. Heitur matur í hádeginu. Sími 434-1180. Rjómabúið Erpsstaðir: Opið föstudaginn 25. okt. 13:00 - 18:00 og sunnudaginn 27. okt. 13:00 - 18:00. Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími 868-0357. Leifsbúð: Opið alla helgina frá kl. 12.00 - 18.00. Kjötsúpa, kaffi, kleinur o.fl í boði. Blómalindin: Fimmtudaginn 23. okt. kl. 20:00. Sveinn Waage bjórkennari, forskráning á blomalindin@simnet.is, sími 894-6808. Opið föstudag og laugardag 12.00 – 18.00, súpa og brauð, 25-50% afsláttur af gjafavörum. KM Þjónustan: Laugardaginn 25. okt. verður KM Þjónustan opin frá kl 13.00 - 17.00. Ferðaþjónustan Seljalandi: Bjóðum upp á mat og gistingu fyrir litla hópa um helgar yfir vetrarmánuðina. Þarf að bóka fyrirfram. Nánari upplýsingar www.seljaland.is seljaland@seljaland.is eða 894-2194. Hlökkum til að sjá ykkur. Góða skemmtun! Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu Munum að klæða okkur eftir veðri. Ullin yst sem innst, það er allra best. S K E S S U H O R N 2 01 4 Helstu samstarfs- og styrktaraðilar hátíðarinnar eru: Dalabyggð, Sláturfélag Suðurlands, SAH afurðir, Meistarafélag kjötiðnaðarmanna, Jötunn Vélar, KM þjónustan, Sláturhús KVH, Ferðaþjónustan Þurranesi, Landssamtök sauðfjárbænda, Ferðaþjónustan Seljalandi, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Nesoddi, Vélfang, MS Búðardal, Rjómabúið Erpsstöðum, Hvítdalur, Ytri –Fagridalur, Samkaup strax, Eiríksstaðir, Sæfrost ehf. HAUSTFAGNAÐUR FSD 24. – 25. október 2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.