Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Tímamót urðu í starfsemi GMR stálendurvinnslunnar á Grundar- tanga í síðustu viku þegar skipað var út 5000 tonnum að hrástáli. Þetta var fyrsti útflutningsfarmurinn frá verk- smiðjunni og var hann seldur til Eg- yptalands. Að sögn Sigurðar Ágústs- sonar framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins er hrástálið aukaafurð hjá verk- smiðjunni. Aðallega er framleitt hjá GMR úr endurunnu stáli sem fell- ur frá álverunum í landinu, fullunn- ið stál til nota fyrir verksmiðjurnar. Framleiðsla hófst hjá GMR seinni hluta síðasta árs. Stjórnendur verk- smiðunnar telja að nú sé hún komin á góðan rekspöl og tæknilegir byrj- unarörðugleikar að baki. Unnið er á tveimur vöktum og eru starfsmenn um 40. Verksmiðjan hefur starfsleyfi fyrir 30.000 tonna ársframleiðslu en framleiðslugetan er mun meiri. Arthúr Garðar Guðmundsson vann að uppbyggingu GMR og vinn- ur að daglegum rekstri hjá fyrirtæk- inu. Hann segir í samtali við Skessu- horn að áætlanir geri ráð fyrir að á árinu 2016 verði vaktir allan sólar- hringinn í verksmiðjunni. Starfs- menn verði þar með orðnir 60 tals- ins og þá framleitt upp í 30 þúsund tonnin. „Við ætlum ekki að flýta okk- ur um of en setjum stefnuna á að auka framleiðsluna á næstu árum,“ seg- ir Arthúr Garðar. Hann segir að auk stálsins sem fellur til hjá álverunum þremur í landinu sé GMR að kaupa brotajárn og stál víða að á landinu. þá Einn af skiptinemunum við Há- skólann á Bifröst á haustönn er Mitchel Snel frá The Hague Uni- versity í Hollandi. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Mitchel er blindur og er jafnframt fyrsti blindi nem- andinn til að stunda nám við Há- skólann á Bifröst. Hann ferðaðist frá Hollandi einn síns liðs og er því mjög sjálfstæður. Hann lætur fötl- un sína ekki stöðva sig og er stað- ráðinn í að láta sjónina ekki aftra sér á nokkurn hátt. Mitchel notar tæknina mikið til að aðstoða sig í náminu og er t.a.m. með talgervil sem aðstoðar hann við yfirferð á námsefninu. Aðspurður út í hans ákvörð- un um að koma til Íslands í skipt- inám hafði hann þetta að segja: „Ég hef ferðast víða um Evrópu en fyrir mig er Ísland einstakur stað- ur til að heimsækja. Ég hef mikinn áhuga á jöklum og eldfjöllum og svo er Ísland mjög framarlega hvað varðar tækni, það skipti mig mjög miklu máli þegar ég tók ákvörðun um áfangastað. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur og fólk er viljugt til að hjálpa ef þörf er á.“ Mitchel seg- ist hafa valið Bifröst vegna stærð- ar skólans sem hentar sér mjög vel. „Hér get ég gengið stuttar vega- lengdir í allt sem ég þarf. Ég er vanur því að búa í stórborg og í skólanum mínum eru 28.000 nem- endur, svo breytingin er töluverð“. Að sögn Karls Eiríkssonar al- þjóðafulltrúa á Bifröst var Mitc- hel tilnefndur með góðum fyrir- vara þannig að hægt var að undir- búa komu hans. „Mitchel er fram- úrskarandi nemandi sem hefur náð að aðlagast samfélaginu hér á Bif- röst mjög vel“. mm/bþþ Síðastliðið miðvikudagskvöld var Sigvaldi Lárus Guðmundsson með sýnikennslu í reiðhöllinni á Mið- fossum í Andakíl. Kennslan var vel sótt og sýndi Sigvaldi áhorf- endum hvernig hann þjálfar upp hesta í byrjun vetrar. Fór hann yfir mikilvægi þess að yfirfara heilsufar hestsins áður en þjálfun hefst, svo sem tennur, fætur og holdafar. Tal- aði hann einnig um mikilvægi þess að vinna með hross í hendi áður en farið væri á bak, gefa sér tíma til að hita og mýkja hestinn upp, stilla svo kröfum í hóf fyrstu vikuna og byggja hestinn upp í rólegheitum. Miðvikudagskvöldið 22. október er svo stefnt á að hafa sýnikennslu í járningum með sjálfum Íslands- meistaranum, Gunnar Halldórs- syni, en það mun verða kynnt nán- ar þegar nær dregur. iss Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli þar sem Snæfellsbær stefndi KEA á Akureyri vegna ágreinings um veð í hlutabréfum í kjölfar sölu á hlut bæjarins í útgerðarfyrirtæk- inu Snæfelli árið 1998. Í dómn- um er fallist á að Snæfellsbær eigi veðrétt í 60 milljón króna fjárhæð sem KEA hefur lagt inn á sérstakan reikning vegna málsins. Forsaga þessa máls er sú að Snæ- fellsbær átti hlut í útgerðarfélaginu Snæfelli sem var undir stjórn KEA á Akureyri. Það gerðist eftir sam- einingar árið 1997 þar sem útgerð- in Snæfellingur rann inn í Snæfell ásamt fleiri fyrirtækjum. Snæfell- ingur hafði meðal annars gert út togarann Má SH og réði yfir um 2.200 þorskígilda aflaheimildum í bolfiski, síld og rækju. Árið 1998 keypti KEA síðan hlutabréf Snæ- fellsbæjar í Snæfelli fyrir 180 millj- ónir og greiddi fyrir með þremur skuldabréfum, hverju að fjárhæð 60 milljónir króna. Fyrir þessum bréf- um tók Snæfellsbær handveð í hin- um seldu hlutabréfum í Snæfelli. Snæfellsbær seldi skömmu síð- ar þessi skuldabréf hvert um sig til þriggja fjármálafyrirtækja; Lands- banka Íslands, Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Um leið tók Snæfellsbær á sig sjálf- skuldarábyrgð á bréfunum en hélt skv. samningi aðila veði í umrædd- um hlutabréfum til tryggingar því ef sjálfskuldaábyrgðin félli á Snæ- fellsbæ. Miklar breytingar Næstu tíu árin urðu verulegar hræringar í útgerðarmálum KEA. Fyrirtækið Snæfell hafði verið sam- einað við útgerðarfélagið BGB árið 2000. Ný hlutabréf voru gefin út fyrir hið sameinaða fyrirtæki en hin eldri í Snæfelli gerð ógild. Vegna mistaka var ekkert samráð haft við Snæfellsbæ um þessa meðferð bréf- anna. Snæfellsbær var ekki látinn vita af því að eldri hlutabréf í Snæ- felli væru ekki lengur gild. Bær- inn fékk því ekki nýju hlutabréfin sem voru gefin út í staðinn. KEA stofnaði síðan eignarhaldsfélagið Kaldbak utan um allar eignir sín- ar, þ.á.m. sjávarútvegsreksturinn. Kaldbakur tók þannig við öllum eignum og skuldum KEA í sjávar- útvegi. Síðar sameinaðist Kaldbak- ur við Burðarás sem seinna samein- aðist Straumi í fyrirtækið Straum- Burðarás. Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Straums-Burðaráss í mars 2009 og féll þá framangreind sjálf- skuldarábyrgð vegna skuldabréf- anna á Snæfellsbæ. Þegar Snæfells- bær ætlaði að grípa til hinna veð- settu bréfa til að verjast því tjóni sem af því hlaust þá kom í ljós að þau voru ekki lengur í gildi. Málið fer fyrir dóm KEA játaði á sig mistök og ábyrgð vegna ógildingar bréfanna og lagði fram umrædda bankainnstæðu sem koma skyldi í stað hinna ógildu hlutabréfa. KEA taldi hins veg- ar að eldri bréfin í Snæfelli hefðu einungis átt að standa til trygging- ar skuldbindingum KEA gagnvart Snæfellsbæ en ekki Kaldbaks. Auk þess hélt KEA því fram að þar sem að KEA hefði ekki samþykkt Kald- bak sem nýjan skuldara þá væri ábyrgð KEA sem veðþola fallin niður. Taldi KEA þannig að Snæ- fellsbær ætti enga kröfu í umrædd hlutabréf og þar með þá innstæðu sem KEA lagði fram. Þessu mót- mælti Snæfellsbær og taldi að um- rædd hlutabréf hefðu átt að standa til tryggingar öllu tjóni sem vegna umræddrar sjálfskuldarábyrgð- ar. Hlutabréfin hefðu enda átt að tryggja fullar efndir skuldabréf- anna hvort sem KEA væri greið- andi eða einhver annar. Auk þessa hefði KEA samþykkt það að Kald- bakur tæki yfir sem skuldari. Í kjöl- far þessa ágreinings hófust mála- ferli milli KEA og Snæfellsbæjar. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm í málinu 28. nóvem- ber 2013. Í honum var fallist á sjón- armið Snæfellsbæjar og viðurkennt að Snæfellsbær eigi veðrétt í þess- um 60 milljónum króna á reikn- ing KEA. Að auki var KEA dæmt til að greiða Snæfellsbæ 1,5 millj- ónir króna í málskostnað fyrir hér- aðsdómi. Hæstiréttur staðfestir KEA áfrýjaði héraðsdómnum til Hæstaréttar sem kvað upp sinn dóm 2. október síðastliðinn. Þar er dómur Héraðsdóms Norður- lands eystra staðfestur en KEA dæmt til að greiða 1,5 milljónir í heildarkostnað vegna málaferlanna bæði fyrir Héraðsdómi og Hæsta- rétti. Niðurstaða þessa dóms þýðir þannig að Snæfellsbær getur geng- ið að þessum 60 milljónum vegna þess tjóns sem sjálfskuldarábyrgð- in hafði og kann að hafa fyrir Snæ- fellsbæ. Enn er þó ekki endanlega ljóst hvert tjónið verður. Þegar málaferlin fóru af stað þá gat tjón Snæfellsbæjar vegna skuldabréf- anna sem seld voru á sínum tíma getað orðið allt að 70 til 80 millj- ónir. Sú fjárhæð fer lækkandi eftir því sem stærri hluti skuldabréfanna fyrnist og lækkar væntanlega niður í u.þ.b. 20 til 25 milljónir króna þeg- ar upp verður staðið. Nánar má lesa um tildrög þessa máls og dómsorð beggja dómstiga á vef Hæstaréttar. mþh Hér er verið að bæta aðstöðu við höfnina í Rifi. Ljósm. úr safni Skessuhorns: af. Snæfellsbær vinnur mál fyrir Hæstarétti Mitchel Snel og Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi. Fyrsti blindi háskólaneminn á Bifröst Kenndi atriði sem tamninga- menn þurfa að hafa hugföst Flutningaskipið Wilson Skav flytur stálið til Egyptalands. Fyrsta útskipun á stáli frá GMR á Grundartanga Útskipunin á stálinu skipulögð á hafnarsvæðinu á Grundartanga. Arthúr Garðar Guðmundsson sem sér um daglegan rekstur GMR er annar frá hægri á mynd. Sigurður Örn Ágústsson framkvæmda- stjóri GMR.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.