Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Akraneskaupstaður í samstarfi við Krabbameinsfélag Akraness ætlar að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 16. október nk. kl. 19.30 en þá verður vígður nýr ljósabúnaður á Akratorgi. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri mun sjá um vígsluna og að henni lokinni mun hinn eini sanni Friðrik Dór, í samstarfi við Vini Hallarinnar, stíga á svið og skemmta gestum og gangandi. Krabbameinsfélagið verður með heitt kakó til sölu fyrir framan gamla Landsbankahúsið og rennur allur ágóði beint til félagsins. Verslanir í bænum hafa tekið höndum saman og lengt opnunartímann þetta kvöld. Kynnið ykkur frábært vöruúrval hjá eftirfarandi verslunum: @home – Bjarg – Eymundsson – Gallerí Urmull – Model – Nína – Ozone Gallerý Snotra - Bjarni Þór vinnustofa gallerí – Rammar og myndir – Omnis Sjáumst bleik á Akratorgi! SK ES SU H O R N 2 01 4 Íþróttasalurinn við Vesturgötu á Akranesi var þétt skipaður síðast- liðinn fimmtudag þegar Brekku- bæjarskóli hélt þar Stóru morgun- stundina. Það var glatt á hjalla þeg- ar krakkarnir stigu á stokk í minni og stærri hópum, sungu, spiluðu og dönsuðu fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Sem fyrr sáu nem- endur sjálfir um skreytingar, upp- stillingu, lýsingu, hljóð og annað slíkt með góðum árangri. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir náms- og félagslega framgöngu í skólan- um til nemenda á yngsta- og mið- stigi skólans. Við látum ljósmynd- irnar sem teknar voru á morgun- stundinni tala sínu máli. grþ/ Ljósm. Kristinn Pétursson Nýlega var brotist inn í rauða To- yota fólksbifreið sem hafði bilað og eigandi hennar því orðið að skilja hana eftir á veginum við Hafnar- fjall. Ungur piltur var á leið á bíln- um norðan úr landi þegar hann bil- aði skammt frá Ölveri. Þar stóð bíllinn yfirgefinn í nokkra daga. Óprúttnir aðilar notuðu þá tæki- færið og brutust inn í hann. Bíllinn var síðan sprautaður að utan með stórum svörtum bókstöfum „Varúð – Akið varlega.“ Að sögn aðstand- anda eigandans var bílnum síðan einnig ýtt útaf veginum. Bifreiðin var orðin lúin. Eftir þessar aðfarir hefur eigandinn ákveðið að dæma bílinn ónýtan. Hann verður nú fjar- lægður og settur í endurvinnslu. „Þetta er ósköp dapurlegt. Það fær ekkert að vera í friði í dag,“ sagði móðir eigandans í uppgjafar- tón þar sem hún ásamt fleirum var mætt á vettvang á mánudaginn til að taka númerin af bílnum og fjar- lægja verðmæti úr bílflakinu áður en það yrði sótt í endurvinnslu. Samkvæmt þessari reynslu ætti fólk að hafa varann á sér að skilja bíla eftir við fjölfarna þjóðvegi eins og við Hafnarfjall. mþh Ófögur sjón mætti eigandanum eftir að bíllinn hafði verið skilinn eftir bil- aður við þjóðveginn hjá Hafnarfjalli. Yfirgefinn bíll eyðilagður undir Hafnarfjalli Stoltir nemendur yngsta- og miðstigs með viðurkenningar sínar. Glatt á hjalla á Stórri morgunstund Krakkarnir stigu á svið í hópum og fluttu skemmtileg tónlistaratriði. Nemendur á öllum aldri taka þátt í Stóru morgunstundinni, allt frá 1. bekk upp í 10. bekk. Sungið fyrir gesti. Þessar stelpur sungu á meðan drengurinn lék undir á gítar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.