Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Kynning á rafbílum á Akranesi um næstu helgi Fréttir berast að því að sala á raf- bílum sé að stóraukast á Íslandi. Kannski ekki að undra þar sem hátt bensín- og olíuverð hér á landi og reyndar víðar virðist hafa fests í sessi. Even heitir fyrirtæki hér á landi sem selur rafbíla. Gísli Gísla- son hjá Even segir að sprenging hafi orðið í sölu á rafbílum nú í haust. Hann segir að fyrir tveimur mánuð- um hafi eitthvað gerst að því er virð- ist, nánast hafi selst einn bíll á dag síðustu vikurnar. Gísli spáir þeirri þróun að ekki verði langt þangað til hefðbundin bílaumboð verði úr sögunni, meðal annars vegna inn- rásar rafbílanna. Hjá Even er hægt að skoða og prófa rafmagnsbíla. Bílar eru þar ekki á lager en það tekur 3-4 vikur að fá þá með skipi til landsins. Um næstu helgi verð- ur Even með kynningu á rafmagns- bílum á Akranesi. Hægt veður að skoða og prufukeyra þrjár tegund- ir rafbíla á sýningunni; Tesla Model S, Nissan Leaf og Renault Zoe. Gísli Gíslason sagði í samtali við Skessuhorn að með því að vera með sem minnsta yfirbyggingu á fyrir- tækinu og engan lager væri hægt að ná niður verði bílanna og kaup- andinn njóti þess. „Við eigum okk- ar bíla sem við tökum til prófunar fyrir okkur og viðskiptavini. Þann- ig er það þegar keyptur er bíll af gerðinni Tesla eða Nissan Leaf eða hvaða rafbíll sem er. Með þessu höfum við byggt upp skipulagið og fyrirtækið hjá okkur. Við vor- um til að mynda í kjölfar prófana að setja hinn nýja Renault Zoe inn á heimasíðuna hjá okkur. Við för- um að taka inn þann bíl og síðan eigum við von á sendiferðabílnum frá Nissan og svo BMV-rafbílana,“ segir Gísli. Aldrei með bíl í viðgerð Hann segir að samstarf við Norð- menn í innflutningi á rafbílum komi viðskiptavinum Even til góða. Norðmenn séu mjög stórtækir í innflutningi á rafbílum. Gísli seg- ir að rafbílar hafi það ótvírætt fram yfir bíla drifna á jarðefnaeldsneyti að þeir séu miklu ódýrari í rekstri. Í rafbílnum þurfi ekki að borga stór- ar fjárhæðir í viðhald og þjónustu við eftirlit eins og með bílum sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. „Við erum búnir að selja rafbíla í fimm ár og á þeim tíma höfum við einu sinni þurft að skipta um öryggi í einum bílnum. Við höfum einfald- lega aldrei þurft að fara með bíl í viðgerð,“ segir Gísli Gíslason hjá Even. Hann bætti við að lokum að það væri frábært að Akranes sé að fá hraðhleðslustöð frá ON sem vonandi verði sett upp innan fárra vikna. þá Frá hraðhleðslustöðinni í Borgarnesi. Stefnt er að opnun hrað- hleðslustöðvar á Akranesi Frá fyrstu áfyllingu úr hraðhleðslustöðinni í Borgarnesi. Orka Náttúrunnar, ON, stefnir að því að setja upp hraðhleðslustöð á Akranesi að því gefnu að það finnist áhugasamur samstarfsaðili á svæðinu. Fyrirtækið fer í verk- efnið að beiðni bæjaryfirvalda á Akranesi. Fram kom í Skessuhorni í sumar að fyrsta hraðhleðslustöð- in við þjóðvegin hafi verið opn- uð í Borgarnesi, en til stóð að ON myndi opna tíu stöðvar á þessu ári. Flestar þeirra eru á höfuðborg- arsvæðinu. Akranes þykir henta vel út frá markmiðum verkefnis- ins og með tilliti til vegalengd- ar frá öðrum hraðhleðslustöðv- um ON. Á vef Akraneskaupstaðar segir um málið að ON hafi ákveð- ið að stefna að því að setja upp stöð á Akranesi fyrir lok þessa árs, að því gefnu að áhugasamur sam- starfsaðili finnist sem getur boð- ið hentuga staðsetningu. Fulltrú- ar Orku náttúrunnar vildu ekki tjá sig nánar um málið þegar eftir því var leitað, sögðu það ekki tíma- bært að sinni. grþ Tími dekkjaskipta runninn upp Reglur hafa verið hertar um lágmarks mynstursdýpt vetrarhjólbarða Nú er runninn upp sá árstími að bíleigendur þurfa að setja vetrar- dekk undir farkosti sína ætli þeir að eiga heimanrennt í vetur. Þegar hafa borist fregnir af næturfrosti og hálku á Vesturlandi og fyrstu snjóar gætu fallið hvenær sem er. Í ár hafa kröfur verið hertar um lágmarks dýpt í mynstri hjólbarða að vetri til. Frá 1. nóvember til 14. apríl verður bannað að aka um nema mynsturs- dýptin sé að minnsta kosti þrír milli- metrar. Hún var áður 1,6 mm þegar fólksbílar voru annars vegar. Ýmsir bíleigendur gætu því átt von á því að þurfa að kaupa ný dekk í haust, fyrr en þeir áætluðu. Yfirvöld munu krefjast þess að bíll verði færður til endurskoðunar ef það kemur í ljós að mynsturdýpt dekkja er of lítil miðað við nýju reglurnar. Benda fólki á ef dýpt er of lítil „Munurinn er auðvitað töluverður. Þetta er þó jákvætt að mínu mati. Dekk með 1,6 millimetra mynst- urdýpt eru svo gott sem slétt. Nýju reglurnar gilda þó bara um vetrar- dekkin, hvað sem síðar verður. Ann- ars hefur ekkert verið haft samband við okkur á verkstæðunum varðandi þetta. Það eina sem við vitum um málið er það sem við höfum heyrt í fréttum fjölmiðla. Við framfylgj- um ekki þessum reglum enda meg- um við það ekki. Slíkt heyrir und- ir yfirvöld, skoðunarstöðvar og þess háttar. Það eina sem við getum gert og munum gera er að við bendum fólki á að dekkin undir bílum þeirra uppfylla ekki þessi skilyrði,“ seg- ir Davíð Sigurðsson hjá Bifreiða- þjónustu Harðar við Borgarbraut í Borgarnesi. Nagladekkin vinsælli í Borgarbyggð Hjá Bifreiðaþjónustunni voru bíl- eigendur byrjaðir að birtast með bíla sína til dekkjaskipta í byrjun vikunnar. „Þetta er svona frekar hægt eins og er. Ég á von á að er- illinn bresti á núna hvað úr hverju. Það er jú farin að verða hálka á morgnana. Fyrir okkar parta er bara þægilegt að þetta byrji rólega á meðan við erum að þjálfa upp nýjan mannskap á verkstæðinu. Við erum fimm sem vinnum hérna núna. Fjór- ir í dekkjunum og einn í smurþjón- ustunni. Yfirleitt erum við þrír hér í öllu þannig að við erum með tvo aukamenn núna,“ segir Davíð. Niðurskurður í vegaþjónustu vegna samdráttar í efnahagslífi þjóð- arinnar er farinn að koma fram í vali viðskiptavinanna á dekkjum. „Það er mín tilfinning að bíleigendur hér í Borgarbyggð séu farnir að auka notkun á nagladekkjum. Ég held að skýringin liggi í því að vetrarþjón- usta á vegum upp til sveita hefur dregist saman. Þegar vegir eru ekki mokaðir nema tvisvar í viku óháð veðri þá safnast á þeim slabb. Þess vegna hallar fólk sér í auknum mæli að nagladekkum,“ segir Davíð Sig- urðsson í Borgarnesi. Á von á aukinni dekkjasölu Á Akranesi eru Skagamenn þeg- ar byrjaðir að taka við sér í dekkja- skiptunum. Valdimar Lárusson hjá N1 Hjólbarðaþjónustu við Dal- braut hefur sinnt hjólbarðamál- um Akurnesinga um áratugaskeið. „Fólk hefur verið að taka naglalaus dekk og þá kemur það fyrr í dekkja- skipti að hausti. Einhverjum bregð- ur sjálfsagt við að heyra um nýju reglurnar um þriggja millimetra lág- marksdýpt í löglegu dekkjamynstri. Við munum benda fólki á ef það er ekki með nógu djúp mynstur í dekkjunum.“ Valdimar á von á því að það verði góð dekkjasala hjá honum í haust, en þó ekki endilega vegna nýju regln- anna. „Nú á liðnu vori var mikið um að fólk léti plokka naglana úr dekkj- unum sem þýðir að það ætlaði þá að keyra þau niður í sumar. Nýja breyt- ingin um lágmarksdýptina í mynstr- inu mun einnig vitanlega hafa sín áhrif. Annars höfum við í sjálfu sér ekki pantað neitt meira af nýj- um dekkjum en venjulega. Við höf- um ekki þannig lagerpláss. Reynum bara að eiga það sem þarf en tök- um þetta annars bara jöfnum hönd- um. Ef vantar meira þá er fljótlegt að panta dekk úr Reykjavík. Hing- að upp á Akranes eru margar ferðir flutningabíla á dag þannig að þetta er ekkert vandamál,“ segir Valdimar Lárusson hjá N1 Hjólbarðaþjón- ustu á Akranesi. Erill í Snæfellsbæ Í Snæfellsbæ hefur heldur betur færst líf í tuskur því haustið virki- lega bankaði á dyr þar í vikubyrj- un. „Heyrðu, það er allt brjál- að að gera núna. Ég má varla vera að því að tala við þig. Fyrsta frost- ið kom hér í morgun og nú hellist þetta yfir. Já, það er mjög mik- ið um að menn þurfi að endurnýja vetrardekkin nú í ljósi nýju krafn- anna um aukna mynsturdýpt. Fólk verður að henda gömlu dekkjunum og kaupa ný. Þannig er það bara,“ sagði Gautur Hansen hjá Dekkja- verkstæði G. Hansen í Ólafsvík þegar Skessuhorn sló þá þráðinn snemma á þriðjudagsmorgun. Þar með var hann rokinn. Það er ann- atími framundan á dekkjaverkstæð- um landsins. mþh Davíð Sigurðsson hjá Bifreiðaþjónustu Harðar í Borgarnesi. Valdimar Lárusson hjá N1 Hjólbarðaþjónustu Akranesi. Gautur Hansen hjá Dekkjaverkstæði G. Hansen í Ólafsvík.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.