Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Egill Ólafsson sagnfræðingur og ritari Sögu Borgarness: „Ritun sögu Borgarness miðar vel og ég reyni að hafa hana áhugaverða aflestrar“ „Það gengur bara vel. Ég hóf störf um síðustu áramót. Á þessari stundu þori ég eiginlega ekki að segja neitt um það hvað þetta verði mikið en er þó búinn að skrifa einar 200 síð- ur nú þegar. Þetta mun ekki vaxa yfir stokk og stein. Ég er ekki mikið í því að vera með langar beinar til- vitnanir um einstakt efni eða mikl- ar upptalningar. Ég reyni frekar að hafa söguna áhugaverða til aflestrar. Ritun á sögu Borgarness hefur áður snúist dálítið mikið um sögu höfð- ingja og fyrirfólks. Ég vil hins veg- ar leggja áherslu á að segja söguna út frá sjónarhóli venjulegs fólks, við hvaða aðstæður það bjó og hvað það var að fást við.“ Egill Ólafs- son sagnfræðingur og blaðamað- ur hefur það sem af er árinu setið við rannsóknir og ritstörf í Safna- húsi Borgarfjarðar. Í lok síðasta árs var gengið frá tveggja ára samningi við Egil um að hann skrifaði sögu staðarins. Sagan hefst með verslun um 1850 Við hittum Egil þar sem hann vinn- ur að verkinu í Safnahúsi Borgar- fjarðar í Borgarnesi. „Tilefni sögu- ritunarinnar er 150 ára afmæli Borganess sem verslunarstaðar. Þann 22. mars 1867 fékk staðurinn formlegt verslunarleyfi. Það er því miðað við að verkið komi út á 150 ára afmælisárinu 2017. Ég á að skila af mér í byrjun árs 2016 og stefni á að standa við það.“ Fyrir sögurit- arann er það óneitanlega kostur að saga staðarins er ekki löng, allavega ef borið er saman við marga aðra þéttbýlisstaði á landinu. „Það er eig- inlega engin saga í Borgarnesi fyrir 1867 ef maður lítur þá framhjá Egils sögu Skallagrímssonar,“ segir Egill. „Hér var engin byggð þar til versl- unarmenn fóru að koma hingað um 1850 en þá fóru hlutirnir að gerast. Verslunarsaga staðarins er mikil.“ Borgarneshreppur fædd- ist ekki átakalaust Það er auðheyrt á Agli að það er frá mörgu áhugaverðu að segja í sögu Borgarness. Það hefur gengið á ýmsu þar sem sterkir persónuleikar tókust á. „Ég legg mig dálítið fram í sögurituninni um að draga fram ýmis átök í áranna rás. Borgnesing- ar voru ekki alltaf sammála. Það má nefna skiptinguna í Borgarhrepp og Borgarnes sem gerðist 1913. Það voru miklar sviptingar í kringum þann gjörning. Þarna var allt Borg- arnesland í eigu prestssetursins á Borg. Presturinn þar, séra Einar Friðgeirsson, stjórnaði miklu. Hann var prestur á árunum 1888–1929 og sat í hreppsnefnd. Séra Einar lenti í miklum deilum við Stefán Björns- son sem varð síðar hreppstjóri í Borgarnesi. Stefán sóttist eftir lóð í Borgarnesi en Einar kom í veg fyr- ir það. En það var ekki nóg heldur sagði prestur Stefáni að hypja sig á brott úr hreppnum. Honum virðist hafa tekist það tímabundið en síð- ar fékk Stefán þó lóð eftir afskipti sýslumanns. Svo þegar kom að því að skipta Borgarhreppi þá var séra Einar í forystu fyrir hreppsnefnd- ina þar en Stefán fór fyrir þeim sem vildu að Borgarnes yrði eigin hrepp- ur.“ Tilurð Borgarness sem sjálf- stæðs sveitarfélags varð þannig frá- leitt þrautalaus. Skortur á landi lengi vandamál Egill segir að mönnum hafi svo verið settir hálfgerðir afarkostir þegar sveitarfélagið var stofnað. „Borgarneshreppur var frá upphafi mjög landlítill. Þetta varð mikið vandamál þegar fólki fór að fjölga hér því þá voru heimili rekin með sjálfsþurftabúskap. Íbúarnir vildu hafa kýr og sauðfé og stunda garð- rækt en hér var lítið landrými og tún. Hreppurinn keypti svo jörð- ina Hamar þar sem golfvöllurinn er meðal annars nú. Þá urðu mik- il átök og læti. Þetta var á stríðsár- unum og mikil þensla með tilheyr- andi dýrtíð. Verð jarðarinnar var hátt og mörgum þótti hún of dýr. Til samanburðar þá keypti sveitar- félagið Borgarnes árið 1940 land af prestssetrinu á Borg fyrir 38.000 krónur. Það voru þá lóðir inn- an marka sveitarfélagsins. Tveim- ur árum síðar, eða 1942, er Ham- ar sem þá var jörð uppi í í sveit svo keyptur á 125.000 krónur. Mörg- um blöskraði þetta. Ég fjallaði meðal annars um þessi landrým- ismál í fyrirlestri sem ég hélt hjá Lionsklúbbunum í Borgarnesi á miðvikudagskvöld í síðustu viku.“ Hernámsárin tími mikilla breytinga Það má hæglega tæpa á fleiri áhugaverðum þáttum í sögu Borg- arness. „Mikil saga er sömuleiðis í kringum hernámið sem hófst 1940 og stóð til stríðsloka 1945. Þá urðu ótrúlegar breytingar í Borg- arnesi. Í lok ófriðarins var sveit- arfélagið orðið eitt það ríkasta á landinu. Það gerðist bæði vegna umsvifanna kringum setuliðið og þess að það gekk ótrúlega vel hjá útgerðarfélaginu Grími sem átti línuveiðarann Eldborgu. Sveit- arfélagið átti hlut í þeirri útgerð. Fyrstu árin í þeim rekstri höfðu verið mikið basl en 1940 urðu al- ger umskipti. Félagið fór að græða á tá og fingri. Bæði voru gjöfular síldarvertíðar en svo var líka afar góð þénusta af því að kaupa ís- fisk hér á landi. Síðan sigldi Eld- borg með hann til Englands og seldi þar. Ég hef einmitt verið að skoða tölur yfir það á hverju fé- lagið hagnaðist mest. Það var ís- fiskurinn sem skilaði langmestu. Á tveimur árum í stríðinu tólffald- aðist það verð sem þeir voru að fá fyrir fiskinn.“ Egill segir að hernámsárin hafi annars gengið rólega fyrir sig í Borgarnesi þrátt fyrir búsetu setu- liðsins. „Hér voru strax ráðn- ir tveir lögreglumenn þegar her- inn kom því menn vildu vera við öllu búnir með alla þessa hermenn í þorpinu. Þeir höfðu þó lítið að gera. Það var líka tekinn í notk- un fangaklefi sem var í húsnæði Mjólkursamlagsins en hann stóð tómur og var brátt notaður fyrir geymslu.“ Segir söguna allt til síðustu ára Söguritun Egils mun ná fram á allra síðustu ár. „Ég mun segja sög- una fram yfir hrun og nánast allt til þessa dags. Það verður fjallað um fall Sparisjóðs Mýrarsýslu og svo annað sem kannski hefur ekki feng- ið mikla athygli. Þá á ég til dæm- is við samdráttinn hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, lokun sláturhússins og mjólkursamlagsins. Ég hef ein- mitt núna á síðustu vikum verið að sökkva mér í það. Ég finn að margir velta þeim hlutum mjög fyrir sér.“ Eins og fyrr sagði þá sinnir Eg- ill ritstörfunum í Safnahúsinu við Bjarnarbraut. Þar eru heimatökin hæg enda héraðsskjalaafnið geymt þar. „Það er mikið til hérna á hér- aðsskjalasafninu. Eiginlega meira en ég hafði reiknað með í fyrstu. Ég hef líka verið mikið í því að taka viðtöl við fólk. Það hefur skil- að ágætum árangri. Hér er auðvitað margt fólk sem man vel umbrotaár- in allt frá því í stríðinu og svo áfram til loka 20. aldarinnar og síðan auð- vitað nú á þessari öld.“ mþh Egill Ólafsson skrifar sögu Borgarness. Borgarnes var í þjóðleið og þar var höfn. Nesið var því kjörið sem verslunarstaður og umferðarmiðstöð. Þessi mynd er tekin um 1940 á bryggjunni í Borgarnesi. Hernámið markaði upphaf mikilla umbrota. Hér má sjá fyrir miðri mynd þyrpingu hermannatjalda í fjöruborði í Borgarnesi. Myndin er líklegast tekin skömmu eftir að fyrsta setuliðið kom þangað í sumarbyrjun 1940. Línuveiðarinn og nótaskipið Eldborg reyndist mikill happafengur fyrir sveitar- félagið Borgarnes. Það átti stóran hlut í útgerðarfélaginu Grími sem gerði Eldborgina út. Ofsagróði á sölu ísfisks til Bretlands gerði Borgarnes að einu auðugasta sveitarfélagi landsins í stríðslok. Á myndinni má sjá Eldborgu við bryggju í Borgarnesi þar sem verið er að útbúa skipið til stríðssiglinga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.