Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Vegna aukinna verkefna leitar 3X Technology/Skaginn hf. að söluráðgjafa á innlendan sem erlendan markað fyrir vinnslu- lausnir félaganna. Starfið krefst m.a. þekkingar á vinnslutækni og kælimöguleikum í matvælavinnslu. Viðkomandi þarf að veita faglega söluráðgjöf til viðskiptavina, afgreiða tilboð og vera lausnarsinnaður með hagsmuni viðskiptavina í huga. Viðkomandi mun koma að mótun sölu – og markaðsstarfs innan félaganna. Ferðadagar eru að jafnaði 50-80 dagar á ári. Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, sjálfstæður, og sterkur í mannlegum samskiptum. Umsækjandi þarf að hafa mikið frumkvæði, vera lausnaþenkjandi, tala og skrifa ensku mjög vel. Kostur er ef viðkomandi hefur einnig gott vald á öðrum tungumálum. Góð færni í Microsoft office, AutoCad og Inventor er skilyrði. Söluráðgjafinn mun starfa á söluskrifstofu félaganna á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Nánari upplýsingar veitir: Daniel Niddam, daniel@3xtechnology.com Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknir og CV sendist til daniel@3xtechnology.com fyrir 27. október nk. Area sales manager Söluráðgjafi SK ES SU H O R N 2 01 4 Prjónar, garn og bækur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4 Fyrirtækið Skagaverk á Akranesi mun bjóða upp á ferðir um Vestur- land á næsta ári. Farið verður með ferðamenn frá Reykjavík um stór- an hluta Vesturlands í dagsferð- um, líkt og mörg fyrirtæki bjóða nú uppá þegar farið er hinn svokallaða Gullna hring á Suðurlandi. Skaga- verk er um það bil þrjátíu ára gam- alt og rótgróið fyrirtæki. Það var upprunalega stofnað af nokkrum vörubílstjórum á Akranesi en er nú í eigu Gunnars Þórs Garðarssonar og fjölskyldu hans. Skagaverk er til húsa við Smiðjuvelli á Akranesi og er í ýmsum rekstri í dag, aðallega rekstri hópferðabíla og ferðaþjón- ustu, ásamt fleiru. „Við erum með rúmlega 20 bíla af ýmsum stærðum og gerðum, sjáum til dæmis um all- an rútuakstur sem tengist Norður- áli, tökum að okkur ýmsa keyrslu fyrir allskyns ferðaþjónustufyrir- tæki og erum einnig með sendibíla til útleigu og nýlega keyptum við limmósínu. Auk þess erum við með Eldvörnina og Skagaverksmarkað- inn við Kirkjubraut þar sem selt er allt á milli himins og jarðar, allt frá hestavörum og upp í Hello Kitty,“ segir Anna Sigurðardóttir verk- efnastjóri Skagaverks. Vesturland hefur upp á margt að bjóða Fyrirtækið hefur verið í ýmsum ferðaþjónustutengdum verkefn- um undanfarin ár. Nýlega festi Skagaverk kaup á farþegaferjunni Gullfossi, ásamt Sævari Matthías- syni. Gullfoss er í fullum rekstri í Reykjavík undir í hvalaskoðun- ar- og norðurljósaferðir auk sjóst- angveiði fyrir ferðamenn. Nú hef- ur Skagaverk hug á að auka um- svif sín í ferðaþjónustu enn frek- ar. Nýlega opnaði fyrirtækið nýja vefsíðu, www.aticeland.is og nú er stefnan að bjóða upp á ferðir um Vesturland næsta sumar. „Við erum að skoða það að bjóða upp á dags- ferðir frá Reykjavík þar sem boð- ið verður upp á Vesturlandshring. Til að byrja með verðum við ein- göngu með ferðir um Vesturland. Þar verða skoðaðir helstu staðir, svo sem Hvalfjörður, Borgarnes, Hraunfossar, Deildartunguhver, Reykholt og svo framvegis. Við ætl- um einnig að impra svolítið á Akra- nesi og koma því betur á kortið,“ segir Anna. Hún segir að einung- is örfá fyrirtæki selji Vesturlands- ferðir og að Skagaverk ætli að bæt- ast í þann hóp. „Við erum svona að fikra okkur áfram í þessu. Við ætl- um rólega af stað og gera þetta fal- lega og faglega. Næstu skref yrðu svo að hefja samstarf við ferðaþjón- ustuaðila á svæðinu og við hvetjum þá sem eru með íslenska leiðsögu- menn á svæðinu að hafa samband við okkur. Vonandi getum við svo þróað þetta þannig að hægt verði að bjóða upp á ferðir á Snæfellsnes síðar meir.“ Anna segir að Vesturland hafi upp á margt að bjóða og sé því spenn- andi vettvangur fyrir ferðaþjón- ustu. „Við höfum allt hér á Vestur- landi. Við erum með gríðarlega fal- lega náttúru, fossa, hveri, fjöll og svo margt annað sem ferðamenn hafa áhuga á að skoða. Við erum byrjuð að skipuleggja næsta sumar og það lítur bara vel út, við stefnum á að bjóða upp á þessar ferðir með vorinu. Þetta eykur atvinnutækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu og líka fyrir okkur. Einnig verður gríðarleg aukning á svokölluðum hringferðum um landið en þær taka sex til ellefu daga hver. Svo fjölg- ar skemmtiferðaskipum ár frá ári þannig að framtíðin er björt,“ segir Anna Sigurðardóttir. grþ Anna Sigurðardóttir verkefnastjóri Skagaverks. Skagaverk eykur umsvif sín í ferðaþjónustu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.