Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Um þessar mundir fara hrútasýn- ingar fram í sveitum landsins. Þar leiða bændur fram lambhrúta og veturgamla og sýna hróðugir af- rakstur ræktunarstarfsins. Nú svo er ágætt að hitta mann og annan, bera saman bækur sínar og jafnvel eiga viðskipti með efnilega lambhrúta. Í næsta Skessuhorni er áformað að birta samantekt úrslita úr þeim hrútasýningum sem búnar eru í landshlutanum. Bændur og þeim sem að sýningarhaldinu standa er bent á að senda ritstjórn myndir og úrslit. Á meðfylgjandi mynd er Jón Eyjólfsson bóndi á Kópareykjum í Reykholtsdal. Hann sýndi hrúta á sýningu á Hesti um liðna helgi og unnu þeir til verðlauna í tveimur af fjórum flokkum. Nánari úrslit frá Hesti verða í næsta blaði. mm Íslenskunám og fjölmenningarsam- félagið var viðfangsefni tveggja fróð- legra ráðstefna sem haldnar voru á Ísafirði, miðvikudaginn 8. október og í Breiðholti 10. október á vegum til- raunaverkefnanna Menntun núna í Norðvesturkjördæmi og í Breiðholti og í samvinnu við Fjölmenningar- setur. Þátttakan fór fram úr vænt- ingum en 120 manns sóttu ráðstefn- urnar samanlagt. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra setti ráðstefn- una í Breiðholti. Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra fjallaði þar um styttan afgreiðslutíma hælis- umsókna og aukna þjónustu við hæl- isleitendur með samningi við Rauða krossinn. Mirela Protopaba verk- efnastjóri í Menntun núna ræddi um mikilvægi mótttökuáætlunar. Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri á Öspinni fjallaði um foreldrasamstarf og mál- örvun barna. Sigurjón Norberg Kær- nested sagði frá framkvæmdaáætl- un Innflytjendaráðs og Juan Cami- lio fjallaði kallaði eftir aukinni viður- kenningu á menntun og starfsreynslu innflytjenda. Eygló Harðardóttir fé- lags- og húsnæðismálaráðherra lok- aði ráðstefnunni og ræddi m.a. stefnu sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfis- stjóri Breiðholts, stýrði ráðstefnunni sem var öllum opin. Í fyrirspurn- um og pallborði í Gerðubergi kom fram að mikilvægt væri að skilgreina ferli og stuðning við íslenskukennslu sem hefur dregist saman síðustu ár og fram kom að í nýlegri rannsókn með- al innflytjenda hafi komið fram að aðeins um 20% þeirra telja sig vera í starfi þar sem menntun þeirra og reynsla nýtist. Á ráðstefnunni á Ísafirði var áhersl- an á íslenskunám og ólíkar kennsluað- ferðir sem þróaðar hafa verið á und- anförnum árum ásamt því að kynna áhrifaríkar aðferðir til að auka þátt- töku innflytjenda í samfélaginu en þar gegnir tungumálið einmitt lykil- hlutverki. Ráðstefnuna sóttu tæplega 50. Aðstandendur ráðstefnunnar hittu félagsmálaráðherra á Ísafirði, ræddu um ráðstefnurnar og stefnu stjórn- valda í málefnum innflytjenda. Íslenskuþorpið er dæmi um nýstár- leg leið í tungumálanámi sem Guð- laug Stella Brynjólfsdóttir kynnti á ráðstefnunni á Ísafirði. Íslenskuþorp- ið myndar brú úr kennslustofunni yfir í þátttöku í samfélaginu þann- ig að nemendur sinna daglegum er- indum sínum eins og að fara á bóka- safn, í bakarí, í sundlaugar og þjálfa ís- lenskuna um leið. Markmiðið er m.a. að flýta fyrir frekara námi og þátttöku á íslensku í samfélaginu. Dr. Guð- rún Theodórsdóttir er hugmynda- smiðurinn að íslenskuþorpinu og var doktorsrannsókn hennar nýtt til að hanna marvisst og sérsniðið námsum- hverfi innan raunverulegra fyrirtækja og stofnana úti í samfélaginu. Unn- ið er að leiðbeiningum um hvernig setja megi tungumálaþorp á fót ann- ars staðar. Frekari þorpsvæðing er fyr- irhuguð í framtíðinni ef fjármagn fæst til verkefnisins. Á Flateyri var gerð tilraun með ís- lenskukennsla í gegnum leiklist árið 2011 í tengslum við uppsetningu á leikritinu sköllótta söngkonan eft- ir Eugene Ionesco. Leiklistin býr yfir leiðum til að efla tjáningarfærni fólks og rjúfa félagslega einangrun sem margir innflytjendur búa við. Leik- rit hvetur til samvinnu þar sem allir kraftar fá að njóta sín og árangurinn er sýnilegur. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verk- efnastjóri fjölmenningar hjá Borgar- bóksafni Reykjavíkur, kynnti hin ýmsu fjölmenningarlegu ævintýri Borg- arbókasafns. Heilahristingur er eitt verkefna Borgarbókasafns Reykjavík- ur sem snýr að heimanámsaðstoð sem fram fer á Kringlusafni og Gerðu- bergssafni í samvinnu við sjálfboða- liða Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins. Menningarmót í leik-, grunn- og framhaldsskólum undir yfirskrift- inni Fljúgandi teppi er þverfagleg kennsluaðferð sem er hugsuð til að varpa ljósi á mismunandi menning- arheima nemenda. Ýmis önnur verk- efni safnsins voru kynnt eins og Sögu- hringur kvenna kom að hönnun nýrra umbúða fyrir Kaffitár. Markmið fjölmenningarlegra verk- efna Borgarbókasafnsins eru að stuðla að gagnkvæmri félagslegri aðlögun, skilningi og virðingu, skapa vettvang fyrir menningar – og tungumálamiðl- un, auka færni innflytjenda í íslensku, efla tengsl milli allra Reykvíkinga, skapa vettvang fyrir miðlun þekkingar um alla hópa samfélagsins, að bóka- safnsheimsókn verði mikilvægur þátt- ur í daglegu lífi innflytjenda, rjúfa ein- angrun og efla samhygð með náung- anum. Helga Björt Möller, verkefnastjóri hjá Dalvíkurbyggð, kynnti söguskjóð- una sem byggir á hollenskri aðferða- fræði. Söguskjóðan er foreldratengt verkefni á leikskólum með áherslu á þátttöku erlenda foreldra og málörvun barna. Markmiðin með söguskjóðun- um er einkum að efla samstarf og sam- skipti við foreldra, styðja við að for- eldrar með ólíkan bakgrunn kynnist og upplifi eitthvað sameiginlegt, styðja við íslenskukunnáttu erlendu foreldr- anna, stuðla að víðsýni og vinna gegn fordómum. Aðdragandi verkefnisins er sá að hjá Dalvíkurbyggð er fjölgun barna af erlendum uppruna í skólum sveitarfélagsins á síðustu árum. Sögu- skjóðan hefur stuðlað að aukinni þátt- töku foreldra af erlendum uppruna í leikskólastarfinu . Nýleg rannsókn á vegum Fjöl- menningarsetursins sýnir að aðeins 12% innflytjenda telja sig tala góða ís- lensku. 88% meta kunnáttu sína lak- ari. Aðeins 25% innflytjenda telja sig hafa starf við hæfi. 75% segjast ekki vera í starfi sem hæfir menntun og reynslu. Flestir svara því til að ónæg íslenskukunnátta ástæðan fyrir því að þau eru ekki í starfi sem hæfir þeirra menntun og reynslu. 76% svarenda telja skort á íslenskukunnáttu vera ástæður langtímaatvinnuleysi. Skort á enskukunnáttu nefna 18%, 26% nefna fordóma og 21% nefna erlent nafn. Þessar tölur sýna berlega hversu mikilvægt er að veita innflytjendum lykilinn að tungumálinu með öllum tiltækum ráðum. Geirlaug Jóhannsdóttir, verkefnis- stjóri tilraunaverkefnis um menntun í Norðvesturkjördæmi. Verandi nýkom- in úr kjördæmaviku er þetta það sem kemur upp í hug- ann eftir fundi með sveitarstjórn- armönnum og heimamönnum í Norðvesturkjördæmi. Kjördæmið er að mörgu leyti ólíkt innbyrðis hvað atvinnu og samgöngur snert- ir en skilaboð og áherslur til okk- ar þingmanna voru gegnumgang- andi þessi: „Leyfið því að standa og þróast áfram sem vel hefur tekist til og byggið áfram á þeim grunni þótt fyrri ríkisstjórn hafi komið því á legg og takið á með okkur íbú- unum í uppbyggingu innviða sam- félagsins.“ Menntun Norðvesturkjördæmi hefur ver- ið skilgreint með lágt menntunar- stig og átak er í gangi í því að lyfta því upp með auknu samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og fram- haldsskóla á svæðinu um aukna menntun á vinnumarkaði. Dreif- nám hefur víða byggst upp sem skipt hefur sköpum fyrir nemend- ur og eflingu byggða. Sá mikli nið- urskurður sem beinist að fjarnámi, starfs- og verknámi og það að úti- loka nemendur eldri en 25 ára frá framhaldsskólunum gengur þvert gegn því markmiði og einnig þeirri yfirlýstu stefnu að framhaldsskól- arnir séu fyrir alla. Einn gamal- reyndur sveitarstjórnarmaður hafði það á orði að ef ekki yrði snúið af þessari niðurrifsbraut þá yrði það héraðsbrestur fyrir svæðið. Það eru orð að sönnu og sú fjárhags þum- alskrúfa se m Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri hefur verið settur í er annar brestur í héraði sem við þingmenn kjördæmisins verðum að vinda ofan af ásamt hollvinum skólans og tryggja skólanum ásætt- anlegan rekstrargrundvöll. Ann- að væri eyðilegging á því metn- aðarfulla skólastarfi sem þar hefur byggst upp í gegnum árin. Samgöngur Mikill niðurskurður er til sam- göngumála og þeir litlu fjármunir sem ætlaðir voru til nýframkvæmda fara í viðhald vega. Í kjördæminu er hlutfall héraðs- og tengivega mjög hátt og lélegir vegir standa íbúaþró- un og uppbyggingu atvinnulífs víða fyrir þrifum hvort sem við horfum til ferðaþjónustu eða uppbyggingu fiskeldis. Stórframkvæmdir eins og Vestfjarðarvegur 60 og Dýrafjarð- argöngin eru í uppnámi þar sem ekki hefur verið tryggt fé til fram- kvæmdanna. Brýnar framkvæmdir eins og endurbætur á Skagastrand- arvegi og Þverárfjalli bíða úrlausn- ar en þar er umferðin orðin mikil og umferðaröryggi í hættu. Niðurskurður til innanlandsflugs og hafnaframkvæmda kemur hér til viðbótar og orðaði einn sveit- arstjórnarmaður það svo snyrti- lega að framlag í hafnabótasjóð væri brandari. Innanlandsflugið er ekkert annað en almenningssam- göngur og niðurskurður til flug- valla og ríkisstyrktra leiða veldur ótta um mikla þjónustuskerðingu til þeirra staða sem þurfa að reiða sig á öruggar flugsamgöngur. Sameining heilbrigðis- stofnana og sýslu- mannsembætta Mikillar óánægju gætti vegna lítils samráðs við sveitarstjórnarmenn um sameiningu þessara stofnana og að ekki væri tekið tillit til mál- efnalegrar gagnrýni og tillagna heimamanna um þessa málaflokka sem skipta svo miklu máli fyrir bú- setu og þjónustustig. Dregið var til baka það loforð að löglærður aðili yrði til staðar í þeim útibúum þar sem sýslumaður sæti ekki. Ekkert hefur heldur frést af ráð- gefandi stjórn sem átti að setja á fót vegna sameiningar heilbrigðis- stofnana né heldur var haft samráð við heimamenn svo ekkert liggur fyrir um hvernig skipta á fjármagni á milli stofnana eða hvernig þjón- ustustigið verður á hverjum stað. Fjarskipti og orkumál Algjör samhljómur var á milli sveit- arstjórnarmanna um að góð fjar- skipti og raforkuöryggi væri undir- staða þess að viðhalda og efla bú- setu. Þar er verk að vinna og óá- sættanlegt að bilun í gömlum bún- aði valdi algjöru sambandsleysi í langan tíma eins og gerðist á Vest- fjörðum nýlega. Loforð stjórnvalda um að bæta þar úr er létt í vasa ef ekki fylgir nægt fjármagn til fram- kvæmda. Tryggja verður að allir landsmenn sitji við sama borð hvað varðar öryggi í fjarskiptum og af- hendingaröryggi rafmagns og jöfn- un orkuverðs. Norðvesturkjördæmi á þar langt í land og þær tillögur um jöfnun á dreifingu rafmagns sem boðaðar eru sleppa stóriðjunni og stórfyrirtækjum alfarið við að greiða til jöfnunar orkuverðs. Nið- urgreiðslur til húshitunar eru allt- of lágar og við bætist hærri virðis- aukaskattur á rafmagn og heitt vatn sem er ekki á bætandi og kaldar kveðju til svokallaðra kaldra svæða með hátt orkuverð. Ríkið þarf að taka á með landsmönnum. Niðurskurður á Sóknaráætlun landshlutanna og á Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða er ekki til þess fallinn að létta róður þeirra staða sem hafa verið að byggja upp eftir hrun og treyst á ríkisvaldið að standa við sinn hlut. Hækkun virð- isaukaskatts á matvöru bitnar líka enn frekar á íbúum þeirra svæða þar sem flutningskostnaður er mik- ill og matvara dýrari en þar sem að- gengi er að lágvöruverslunum. Það er því ekki að undra að mað- ur spyrji sig: „Hvaða mótvægisað- gerðir duga til að opna augu ríkis- stjórnarinnar fyrir því að nú þurfi að snúa vörn í sókn með lands- mönnum í öflugri uppbyggingu innviða samfélagsins?“ Árangur erfiðra aðgerða í kjölfar hrunsins má ekki glatast. Hann á að skila sér í bættum hag allra landsmanna en ekki bara sumra. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþing- ismaður Norðvesturkjördæmis. Pennagrein Mótvægisaðgerðir við ríkisstjórnina! Íslenskunám og fjölmenning á Íslandi Frummælendur á ráðstefnunni á Ísafirði ásamt ráðherra og verkefnisstjóra. Hrúta- sýningar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.