Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Kór Lindakirkju í Kópavogi held- ur tónleika í Reykholti í Borgar- firði sunnudagskvöldið 19. október kl. 20:00. „Kórinn stóð í stórræð- um í sumar og tók upp nýja plötu sem ber heitið Með fögnuði. Um er að ræða gospeltónlist sem nær öll er samin af starfsfólki Linda- kirkju, Áslaugu Helgu Hálfdánar- dóttur, Óskari Einarssyni, tónlistar- stjóra og sóknarprestinum sr. Guð- mundi Karli Brynjarssyni. Kór Lindakirkju syngur öll lögin á plöt- unni ásamt einsöngvurum úr röð- um kórsins. Hljóðfæraleikur á plöt- unni er í höndum Óskars Einars- sonar, Sigfúsar Óttarssonar, Friðriks Karlssonar og Jóhanns Ásmunds- sonar. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr. og platan Með fögnuði verður seld að tónleikunum lokn- um.“ –fréttatilkynning Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Þrjár ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK Bíldshöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR Framleiðum eftir óskum hvers og eins Mikið úrval efna, áferða og lita SK ES SU H O R N 2 01 4 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Heilmikið fjör á Rökkurdögum Af tilefni Rökkurdaga í Grundar- firði hefur mikið verið um að vera í bænum undanfarna daga, en hátíð- in var sett síðastliðinn miðvikudag. Ýmsir viðburðir voru á dagskrá um liðna helgi, þar á meðal var mark- aður haldinn í Samkomuhúsinu. Þar mátti finna fjölbreytt hand- verk ásamt því að Rauði krossinn var með allskyns varning til sölu. Á sunnudeginum var opin lista- smiðja fyrir börnin, þar sem þau gátu föndrað að vild. Eldri borgar- ar í Grundarfirði skemmtu sér líka á Rökkurdögum og á sunnudegin- um slógu þau Guðlaug Guðmunds- dóttir, Kristín Friðfinnsdóttir og Tryggvi Gunnarsson upp heilmiklu harmonikkuballi á Dvalarheimilinu Fellaskjóli. grþ Guðlaug Guðmundsdóttir, Kristín Friðfinnsdóttir og Tryggvi Gunnarsson slógu upp harmonikkuballi á Dvalarheimilinu Fellaskjóli á sunnudeginum. Ljósm. tfk. Það kenndi ýmissa grasa á markaðnum í Samkomuhúsinu um liðna helgi. Ljósm. tfk. Vistmenn og gestir á Dvalarheimilinu Fellaskjóli skemmtu sér vel á harmonikkuballinu. Ljósm. tfk. Á listasmiðjunni voru svokölluð „loom armbönd“ áberandi í föndrinu. Ljósm. tfk. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoðuðu við sölu á margskonar varningi. Ljósm. sk. Þessar ungu dömur lituðu allskyns myndir. Ljósm. tfk. Íslenskt gæðagospel í Reykholti Landsæfing Rauða krossins – Eldað fyrir Ísland Rauði krossinn á Íslandi stendur fyr- ir landsæfingu sunnudaginn 19. októ- ber og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða um 50 fjöldahjálparstöðv- ar opnaðar um allt land þar sem sjálf- boðaliðar RKÍ standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Klúbbur matreiðslumeistara leggur Rauða krossinum lið á landsæf- ingunni með því að reiða fram þjóð- arréttinn, íslenska kjötsúpu. „Rauði krossinn á Íslandi vonast til að sjá sem flesta á landsæfingunni. Það er hagur okkar allra,“ segir í tilkynningu. Meðal annars verður boðið í mat á Akranesi, Borgarbyggð, Snæfellsbæ, Grundar- firði, Stykkishólmi og Búðardal. Fjöldahjálparstöð RKÍ á Akranesi er staðsett í Brekkubæjarskóla, nánar til- tekið þar sem gengið er inn í salinn. Elín Kristinsdóttir er formaður RKÍ deildar í Borgarbyggð. „Í Borg- arbyggð verða fjöldahjálparstöðvarn- ar þrjár; í Menntaskóla Borgarfjarð- ar, Háskólanum á Bifröst og Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Opið verður frá kl. 11 til 15 og von- umst við til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í æfingunni með því ein- faldlega að mæta á staðinn, skrá sig inn og þiggja íslenska kjötsúpu í boði Klúbbs matreiðslumeistara,“ seg- ir Elín. Þá segir hún að á síðustu vikum hafi Íslendingar verið rækilega minnt- ir á kraft óútreiknanlegra náttúruafla. „Hættan er ætíð til staðar fyrir alla sem hér eru staddir, þar sem neyð gæti orð- ið raunin á örskammri stundu. Skap- ist mikil neyð er mikilvægt fyrir alla landsmenn, og gesti okkar einnig, að vita hvert á að sækja hjálp og hvar er hægt að komast í öruggt skjól. Rauði krossinn á Íslandi vonast til að sjá sem flesta á landsæfingunni. Það er hag- ur okkar allra. Með þinni þátttöku fá sjálfboðaliðar okkar æfingu í að opna stöðvarnar og taka á móti stórum hópi fólks. Þiggðu súpu, það hjálpar okkur,“ segir í tilkynningu frá Elínu Kristins- dóttur formanns Borgarbyggðardeild- ar RKÍ. mm www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.