Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Page 1

Skessuhorn - 22.10.2014, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 17. árg. 22. október 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Fyrsta frumsýning vetrarins Unglingurinn Ómar – alls staðar Ómar Ragnarsson heldur áfram að segja frá sinni litskrúðugu ævi þar sem frá var horfið í fyrra. Næsta sýning: Föstudaginn 7. nóv. kl. 20:00 Tónleikar Laugardaginn 22. nóv. kl. 21:00 Bjartmar Guðlaugsson Sunnudaginn 30. nóv. kl. 20:30 Systurnar frá Einarsnesi Jólatónleikar Föstudaginn 19. des. kl. 20:30 KK og Ellen SK ES SU H O R N 2 01 4 Það var þétt setið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þegar félagarnir Sveppi og Villi mættu í hús í síðustu viku til að skemmta yngstu kynslóðinni á Snæfellsnesi. Koma þeirra var liður í Rökkurdögum. Voru þeir félagar með allskyns sprell, töfrabrögð, vísindi og svo spiluðu þeir og sungu eins og þeim einum er lagið. Í lokin gáfu þeir sér svo tíma til að spjalla við krakkana og sitja fyrir með þeim. Ljósm. tfk. Skagakonan Guðrún Karítas Sig- urðardóttir var valin efnilegasti leik- maður Íslandsmótsins í knattspyrnu 2014. Síðastliðið mánudagskvöld var haldin uppskeruhátíð vegna Ísland- mótsins í bækistöðvum KSÍ. Þetta var nokkur uppreisn æru fyrir Guð- rúnu Karítas en sem kunnugt er féll kvennalið ÍA niður í 1. deild í haust án þess að vinna leik í Pepsídeild- inni síðasta sumar. Guðrún Karítas á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfi- leikana, er dóttir Sigurðar Jónsson- ar fyrrum atvinnumanns. Hún segir þetta verða sér hvatning til að verða enn betri í boltanum. Hjá körlun- um var valinn efnilegastur Elías Már Ómarsson og var þetta annað árið í röð sem Keflvíkingur var valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmóts- ins. Bestu leikmenn Íslandsmótsins í knattspyrnu komu úr röðum Ís- landsmeistara Stjörnunnar, sem og bestu þjálfararnir. þá Á fundi bæjarráðs Akraness síðast- liðinn fimmtudag voru samþykktar allnokkrar stjórnskipulagsbreyting- ar hjá Akraneskaupstað en bæjar- stjórn á síðan eftir að leggja blessun sína yfir þær. Þessar breytingar lúta að ýmsum málaflokkum innan bæj- arkerfisins og ekki var eining um þær allar innan bæjar- ráðsins. Í fyrsta lagi var sam- þykkt með tveimur atkvæðum gegn einu tillaga um stofnun nýs skipulags- og umhverfis- ráðs með sameiningu fram- kvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar. Enn- fremur var samþykkt að færa verkefni sem snúa að íþrótta- málum á skóla- og frístunda- svið. Ingibjörg Valdimars- dóttir fulltrúi S-lista, sem er í minnihluta, lagði fram bókun við tillögunni. Þar kemur meðal annars fram að hún telji óeðlilegt að eftirlit og ákvörðun með framkvæmdum á vegum bæjarins sé á sömu hendi og skipulag sem þær sömu fram- kvæmdir heyri undir. Einnig var samþykkt að leggja niður fjölskylduráð og stofna skóla- og frístundaráð og velferðar- og mannréttindaráð. Ennfremur að staða sviðsstjóra fjölskylduráðs verði lögð niður og auglýstar verði stöður sviðsstjóra skóla- og frí- stundasviðs og velferðar- og mann- réttindasviðs. Þá var samþykkt ein- róma tillaga um breytingu á innra skipulagi stjórnsýslu- og fjármála- sviðs og felst í að leggja niður starf þjónustu- og upplýsingastjóra. Sviðsstjóra var falið að leggja fram tillögu að nýju skipulagi í samráði við bæjarstjóra fyrir 1. janúar 2015. Þá var einnig samþykkt tillaga um stofnun menningar- og safna- nefndar með sameiningu stjórnar Byggðasafnsins í Görðum og menningarmálanefndar. Ennfrem- ur að fram fari skoðun á menning- ar- og safnamálum á Akranesi með heildarsýn á málaflokknum í huga. Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram bókun þar sem hún vill tryggja að allir flokkar í bæj- arstjórn eigi fulltrúa í menn- ingar- og safnanefnd en svo er ekki miðað við það fyr- irkomulag sem lagt er til með breytingunni. Ingi- björg Valdimarsdóttir bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar lagði einnig fram bókun. Þar kemur fram að hún telji ekki nægjanlega reynslu komna á núverandi fyrirkomulag inn- an stjórnkerfisins til að ástæða sé til þeirra breytinga sem lagðar eru til, en Ingibjörg lagðist þó ekki gegn tillögunni. Tillaga að nýju skipu- riti fyrir Akraneskaupstað var sam- þykkt einróma á fundi bæjarráðs en það bíður nú endanlegs samþykkis bæjarstjórnar. þá/ Ljósm. Friðþjófur. Guðrún Karítas valin efnilegust Stjórnkerfisbreytingar samþykktar í bæjarráði Akraness www.akranes.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.