Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Leiðrétt Í spurningu vikunnar í síðasta blaði tíndi blaða- maður niður tveimur orð- um úr svari Sigríðar Jó- hannsdót t - ur og breytti það svarinu umtalsvert. Spurt var hvað dagleg neysla einstak- lings kostaði í mat á heimilinu. Fullnaðar svar Sigríðar átti að vera: „Allavega svona 400-500 krónur á mann hver máltíð.“ Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. -mm Staðbundið myrkraverk BORGARFJ: Kvörtun um staðbundinn almyrkva af mannavöldum barst til lögregl- unnar í Borgarfirði og Dölum á dögunum. Ferðaþjónustuað- ili var sagður nota vasaljós til að blekkja fótósellu sem stýr- ir götulýsingunni í Kleppjárns- reykjahverfinu í Reykholtsdal. Þetta mun hafa verið gert til að erlendir ferðamenn gætu betur notið norðurljósanna. Það olli hins vegar stórhættu fyrir þá út- lendinga sem stóðu á veginum horfandi til himins og sáust illa vegna ljósleysis. Að sögn lög- reglu var reynt að hafa uppi á ferðaþjónustuaðilanum til að koma í veg fyrir þessi myrkra- verk í framtíðinni. –þá Haustfagnaður framundan DALIR: Að vanda er fjölbreytt dagskrá á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu sem verður haldin um næstu helgi. Haustfagnaðurinn hefur öðlast fastan sess hjá Dalamönnum og gestum þeirra. Auk brottfluttra Dalamanna koma gestir hvað- anæva af landinu. Hátíðin hefst með lambhrútasýningu og opnu fjárhúsi á Skerðingsstöðum í Hvammssveit um hádegisbil á föstudag. Um kvöldið verður síðan sviðaveislan vinsæla ásamt hagyrðingakvöldi og dansleik á Laugum í Sælingsdal. Dagskrá- in á laugardag hefst síðan með hrútasýningu og opnu fjárhúsi í Kvennabrekku. Eftir hádegið verður svo fjölbreytt dagskrá í reiðhöllinni þar sem m.a. verð- ur haldið Meistaramót Íslands í rúningi, vélasýning, markað- ir verða opnir, ullarvinnsla sýnd og sitthvað fleira til skemmt- unar og fróðleiks. Um kvöld- ið verður grillveisla í Dalabúð og verðlaunaafhendingar. Um miðnættið hefst síðan stórdans- leikur í Dalabúð þar sem hljóm- sveitin Á móti sól leikur fyrir dansi. -þá Við minnum á Hausthátíð Félags sauðfjárbænda í Dölum sem verð- ur um næstu helgi. Á fimmtudag og föstudag er spáð hægri austlægri eða breytilegri átt. Víða él og hiti kringum frostmark, en skúrir við suðurströndina og hiti 1 til 5 stig. Á laugardag er út- lit fyrir vaxandi austan- og norð- austan átt með slyddu eða snjó- komu. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag og mánudag er spáð hvassri norðanátt með snjókomu eða slyddu en úrkomulítið verður syðra. Hiti um frostmark. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað kostar dag- leg matarneysla einstaklings á þínu heimili?“ Flestir segja að hún kosti 1001-2000 kr. eða um 40% svarenda. Allt að 1000 kr. var svar 17,25%. 2001-3000 kr. sögðu 21,09%, 3001-4000 kr. 7,03% og 4001-5000 kr. 4,79%. Meira en 5000 krónur var svar 3,51%. 6,39% vissu ekki hvað dagleg matarkaup kostuðu. Í þessari viku er spurt: Á að einskorða nemendur fram- haldsskóla við 25 ára og yngri? Guðrún Karítas Sigurðardóttir knattspyrnukona er Vestlending- ur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Það stendur mikið til hjá bænd- um á Skerðingsstöðum í Hvamms- sveit í Dölum um þessar mund- ir. Nýlega hófust framkvæmdir við byggingu lausagöngufjóss á bænum sem byggt verður í vetur og áform- að að taka í notkun næsta sum- ar. Þá er framundan hrútasýning á Skerðingsstöðum um næstu helgi sem haldin verður í tengslum við hausthátíð sauðfjárbænda í Dölum. Langt er komið með að grafa fyrir haughúsinu og þeir bænd- ur á Skerðingsstöðum; Jón Egill Jóhannsson og Bjargey Sigurðar- dóttir, stefna á að byggingarvinn- an hefjist á næstunni. „Þetta hefur lent svolítið ofan í smalamennskum og öðrum haustverkum,“ sagði Jón Egill í samtali við Skessuhorns. Það verður byggingaflokkur í Dölun- um með Ármann Sigurðsson bygg- ingameistara í broddi fylkingar sem mun vinna að byggingu fjóss- ins á Skerðingsstöðum. Það verður rúmlega 500 fermetrar að grunn- fleti með legubásum fyrir allt að 35 mjólkandi kýr auk stía fyrir geld- neyti, mjólkurhús og annarri þeirri aðstöðu sem tilheyrir mjólkurfram- leiðslu í dag. Jón Egill segir að að- eins sé pláss fyrir 15 mjólkandi kýr í gamla fjósinu á Skerðingsstöð- um og nú sé ætlunin að fjölga enda ágætt útlit í mjólkurframleiðslunni. Á Skerðingsstöðum er blandað bú, auk kúnna um 300 kindur. Jón segir að þrátt fyrir að kúnum verði fjölg- að sé ekki ætlunin að fækka kindun- um, allavega ekki svona í fyrstu. þá Sunnudaginn 19. október var Rauði krossinn á Íslandi með landsæf- ingu með nýju sniði. Opnaðar voru fjöldahjálparstöðvar á um fimmtíu stöðum á landinu og landsmönnum boðið að koma, skrá sig, þiggja kjöt- súpu og skrá sig loks út. Var þetta liður í að þjálfa viðbrögð RKÍ fólks ef opna þarf fjöldahjálparstöðv- ar sem ætíð er með afar skömmum fyrirvara. Félag matreiðslumeistara á Íslandi sá um að elda súpuna. Allt hráefni var gefið af framleiðend- um. Þetta var góð æfing í að skrá fólk inn í fjöldahjálparstöðvar gekk allt vel miðað við þá RKÍ liða sem Skessuhorn hefur rætt við. mm Bændur á Skerðingsstöðum að hefja byggingu lausagöngufjóss Börnin á Skerðingsstöðum tóku fyrstu skóflustunguna fyrir fjósbyggingunni. Ljósm. Bjargey. Ingunn Jónasdóttir, Sveinn Kristinsson formaður stjórnar RKÍ og tvíburasysturnar Sigurlaug og Auður Árnadætur. Ljósm. Kristinn Pétursson. RKÍ opnaði fjöldahjálparstöðvar og bauð landsmönnum í súpu Eldað fyrir Ísland gekk eins og í sögu á Akranesi. Á þriðja hundrað Skagamenn komu við og brögðuðu á ljúffengri kjötsúpu. Haukur kokkur í Veisluþjónustunni eldaði súpuna en stjórnarfólk RKÍ á Akranesi, þjálfaðir fjöldahjálparstjórar auk annarra komu að verkefninu. Ljósm. Kristinn Pétursson. Á Hvanneyri voru meðal RKÍ liða sem tóku á móti fólki; Pétur Jónsson, Theódóra Ragnarsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson. Sigfús Almarsson (Fúsi) sá um að elda súpuna fyrir gesti í Ólafsvík. Eins og við var að búast þá smakkaðist hún afar vel. Á starfssvæði Snæfellsbæjar- deildar RKÍ eru þrjár fjöldahjálpar- stöðvar: Í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Ákveðið var að opna fjöldahjálpar- stöðina í Ólafsvík og komu 58 íbúar. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Bjóðum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.isHafðu samband!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.