Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Tvær verkefna­ bundnar nefndir HVALFJ.SV: Á fundi sveit- arstjórnar Hvalfjarðarsveit- ar 14. október sl. voru stofn- aðar tvær verkefnabundn- ar nefndir í sveitarfélaginu. Annar vegar var það mann- virkja- og framkvæmdanefnd Hvalfjarðarsveitar. Samþykkti fundurinn að fela sveitarstjóra að leggja drög að erindisbréfi nefndarinnar. Hins vegar var samþykkt að stofna verkefna- bundna nefnd til að endur- skoða samþykktir og stjórn- skipulag sveitarfélagsins. Í mannvirkja- og framkvæmda- nefndina voru kosnir sem aðal- menn Sigurður Arnar Sigurðs- son, Sara Margrét Ólafsdóttir og Björgvin Helgason. Nefnd- in um endurskoðun samþykkta og stjórnskipulag sveitarfélags- ins er ætlað að ljúka verkefnum eigi síðar en 15. apríl. Í nefnd- ina voru kosnir sem aðalmenn Hjördís Stefánsdóttir formað- ur, Daníel Ottesen og Jónella Sigurjónsdóttir. –þá Vilja kaupa hlut sveitarfélagsins BORGARNES: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar sl. fimmtudag var kynnt bréf frá Kjartani Ragnarssyni þar sem óskað er eftir að kaupa hlut Borgarbyggðar í Land- námssetri Íslands ehf. Byggð- arráð tók vel í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara. Á umræddum fundi var einnig lögð fram fundar- gerð aðalfundar og ársreikn- ingur Landnámsseturs fyrir árið 2013. Borgarbyggð á 20% eignarhlut í Landsnámssetr- inu en þau Kjartan og Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir 80%. -þá Tilboðum í Sements­ skemmuna hafnað AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag kom fram að ákveðið hefði verið að hafna öllum tilboðum sem bár- ust í Faxabraut 10, sem jafnan er kölluð Sementsskemman. Bæjarráð samþykkti þann 24. júlí sl. að hafið yrði söluferli vegna Faxabrautar 10. Fjögur tilboð bárust í eignina. Nið- urstaða bæjarráðs er að hafna öllum tilboðum og falla frá sölu eignarinnar. Starfshópi um Sementsreitinn er ætlað að móta tillögur um skipulag svæðisins og eðlilegt að fá fram afstöðu hópsins til umræddrar eignar, segir í fundargerð bæj- arráðs Akraness. –þá Tilnefnt í nýbúaráð BORGARBYGGÐ: Sveit- arstjórn Borgarbyggðar hef- ur samþykkt tillögu velferð- arnefndar að byggðarráð til- nefni í vinnuhóp um stefnu- mótun í málefnum nýbúa og kalli eftir tilnefningum sam- anber erindisbréf. Byggðarráð samþykkti að tilnefna Moniku Mazur, Sonju Lind Eyglóar- dóttur og Guðmund Smára Valsson í nýbúaráðið. Á fundi byggðarráðs sl. fimmtudag var samþykkt að fela félagsmála- stjóra að kalla eftir tilnefning- um frá öðrum í samræmi við erindisbréf. –þá Gasmengun frá eldgosinu í Holu- hrauni norðan Vatnajökuls var umtalsverð víða á landinu í síð- ustu viku, ekki síst hér um vestan- vert landið. Einkum var mengunin hvimleið um miðja vikuna og fram að helgi. Til dæmis mældist magn brennisteinsdíoxíðs aðfararnótt fimmtudags um 1500 míkrógrömm á mælinum við Gröf í Hvalfjarðar- sveit. Víða fann fólk fyrir óþægind- um í öndunarvegi vegna þessa og þá var útsýni verulega skert á köfl- um eins og meðfylgjandi myndir sýna. Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) eru á 22 nettengdum mæli- stöðvum á landinu og má nálgast upplýsingar um styrk SO2 á www. loftgæði.is. Auk þess eru 24 mæl- ar sem eru ekki nettengdir og því ekki hægt að streyma mæligögn- um samstundis á vefinn. Þeir mæl- ar eru vaktaðir og þegar gildin gefa til kynna hækkandi SO2 styrk er al- menningi tilkynnt um það. Það er Umhverfisstofnum sem fylgist með styrk SO2 á landinu og er fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum sótt- varnalæknis, Umhverfisstofnunar og almannavarna um áhrif SO2 á heilsufar og viðbrögð. Einstakling- ar sem telja sig finna fyrir óþæg- indum af völdum SO2 mengun- ar eru hvattir til að hafa samband við heilsugæsluna. Á vef almann- varna um eldgosið er hægt að nálg- ast upplýsingar um loftgæði. mm „Þú ert líklega áttundi blaðamað- urinn sem heimsækir okkur í dag,“ sögðu starfsmenn verktakafyrirtæk- isins sem höfðu þann starfa að ræða við vegfarendur á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin á laugardag- inn. Tilkynntu þeir fólki að göng- in væru lokuð og beindu umferð- inni um Hvalfjörð. Flestir tóku veg- farendur lokuninni vel og vissu af henni enda hafði hún verið rækilega kynnt í fjölmiðlum. Engu að síður voru nokkrir sem tóku lokuninni fá- lega og því að þurfa að aka fyrir fjörð. Um fimmtíu mínútum lengri tíma tekur að fara frá Reykjavík til Akra- ness um Hvalfjörð miðað við að aka göngin. Mjög margir ökumenn hafa aldrei ekið veginn um Hvalfjörð og mátti merkja það á umferðarhraða þar á laugardagskvöldið þegar blaða- maður átti leið um. Sennilega hafa fæstir þeirra sem fengið hafa ökuskír- teini síðastliðin 18 ár ekið þessa leið áður. Umferðin gekk hins vegar stór- slysalaust. Á föstudagskvöldið valt þó bíll og hafði ökumaður sjálfur komið sér af vettvangi. Þá lenti strætisvagn í vandræðum og þveraði veginn smá- tíma sama kvöld. Þetta er í fyrsta skipti í tæplega 18 ára sögu ganganna að þeim er lokað svo lengi í senn. Helgin var notuð til að malbika aðra akrein ganganna og sinna ýmsu viðhaldi innan sem utan þeirra. Meðal annars var unnið við uppsetningu á slám sem þvera akrein- arnar sem veglyklanotendur fara um. Sláin mun hér eftir verða niðri þar til mælitækin hafa skynjað að allt sé með feldu með veglykil viðkomandi öku- tækis. Sláin mun því draga nokkuð úr umferðarhraða við gjaldskýlin. Að sögn Gylfa Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra Spalar gekk fram- kvæmdin samkvæmt áætlun og voru göngin opnuð samkvæmt áætlun klukkan 6 á mánudagsmorgun. Gylfi segir verkið hafa gengið vel. Strax og göngunum hafði verið lokað a föstudagskvöldið hófu verktakar hjá Hlaðbæ Colas vinnu við að fræsa upp slitlag í syðri hluta ganganna, sem var svo malbikaður í kjölfarið og því næst var farið í norðurhlutann með sama hætti. Önnur akrein ganganna var malbikuð í þessari umferð en síðari hluti verksins verður unninn á næsta ári. Gylfi segir mikla skipulagningu liggja að baki framkvæmd sem þess- ari enda hafi fjölmargir aðilar kom- ið að framkvæmdunum, ekki aðeins í göngunum sjálfum, heldur einnig við gjaldskýlið. Þá hafi lokunin verið nýtt til þess að sinna ýmsu viðhaldi og endurbótum, sem lúta að öryggi veg- farenda. „Þetta var eina helgin þar sem hægt var að stilla saman strengi allra þeirra sem að þessu þurftu að koma,“ sagði Gylfi. Um sex tugir starfsmanna komu að verkinu og tug- ir flutningatækja og bíla. mm Gosmengunar varð víða vart Þessi mynd er tekin frá Borgarnesi í átt til fjalla fyrir um ári síðan. Ljósm. Þorleifur Geirsson Þessi mynd var tekin nákvæmlega ári síðar af sama stað og sýnir vel hversu þétt gasmengunin var. Ljósm. Þorleifur Geirsson. Viðgerð í Hvalfjarðargöngum gekk vel Strætisvagn þveraði um tíma veginn austan við Hvalstöðina í Hvalfirði. Ljósm. Daði Rafn Brynjarsson. Umferð sunnan ganganna er hér beint um Hvalfjörð. Það augnablik sem blaða- maður stoppaði voru fulltrúar tveggja annarra fjölmiðla á staðnum við fréttaleit. Ljósm. mm. Frá framkvæmdum inni í göngunum á laugardaginn. Ljósm. spolur.is Reglur um nýtingu húsa BORGARNES: Umhverf- is-, skipulags- og landbún- aðarnefnd Borgarbyggðar hefur óskað eftir við byggð- arráð að mörkuð verði stefna um notkun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey. Í því sambandi hefur ver- ið lögð fram áfangaskýrsla frá árinu 2011 um fasteign- ir Borgarbyggðar í eyjunni. Einnig skýrsla vinnuhóps um nýtingu fasteigna Borg- arbyggðar frá 2013. Á fundi byggðarráðs sl. fimmtudag var samþykkt að fela sveitar- stjóra að láta gera tillögu að reglum um notkun húsnæð- is sveitarfélagsins í Brák- arey. Á sama fundi byggðar- ráðs var lagður fram leigu- samningur við einstakling um 15 fermetra rými í hús- næði sveitarfélagsins í eyj- unni. Byggðarráð samþykkti samninginn með fyrirvara um að leigutíminn verði til næstu áramóta en þá er gert ráð fyrir að nýjar reglur taki gildi. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 11. ­ 17. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 11.571 kg. Mestur afli: Ísak AK: 4.616 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 9 bátar. Heildarlöndun: 102.731 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 34.665 kg í sex löndunum. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 221.230 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.378 kg í einni löndun. Ólafsvík 10 bátar. Heildarlöndun: 86.353 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 28.030 kg í fjórum löndunum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 83.322 kg. Mestur afli: Magnús SH: 16.930 kg í þremur lönd- unum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 51.772 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 28.087 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 67.378 kg. 14. október 2. Helgi SH – GRU: 46.853 kg. 13. október 3. Grundfirðingur SH – GRU: 46.521 kg. 12. októ- ber 4. Sóley SH – GRU: 45.514 kg. 14. október 5. Guðmundur Jensson SH – OLV: 12.341 kg. 16. október mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.