Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Almenn ánægja með ferðasumarið þrátt fyrir rigningartíð Rætt við ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi um nýliðið sumar Nú þegar komið er fram í lok októbermánaðar er óhætt að segja að ferðasumrinu 2014 sé lokið. Mikil fjölgun ferðamanna hefur verið á Íslandi á árinu og er Vest- urland engin undantekning þar á. Fjöldi ferðamanna lagði leið sína í landshlutann í sumar og er ferða- þjónustan á hraðri uppleið. Fjöldi ferðaþjónustuaðila eru á Vestur- landi, með gistirými, tjaldsvæði, veitingasölu og ýmsa afþreyingu. Skessuhorn heyrði í nokkrum þeirra og fékk að heyra hvernig sumarið hafi verið. Hóparnir skila sér alltaf Björn Páll Fálki Valsson ferðaþjón- ustubóndi á Þórisstöðum í Hval- fjarðarsveit segir sumarið hafa ver- ið ágætt. Á Þórisstöðum er fjöl- breytt ferðaþjónusta, svo sem tjald- svæði, aðstaða fyrir hópa, súpuskáli og boðið upp á fjórhjólaferðir og húsdýragarð svo eitthvað sé nefnt. „Veðrið hefði reyndar mátt vera hagstæðara. Við tökum á móti alls- kyns hópum, erum með brúðkaup, ættarmót og fleira, og hóparn- ir skila sér alltaf. En það var ekki eins mikil lausatraffík á tjaldsvæð- inu sjálfu, nema þegar veðrið var gott. Ef það var sól, þá var mikið af fólki hjá okkur.“ Björn Páll segir erlenda ferðamenn sem heimsækja Þórisstaði sífellt fara fjölgandi. „Í sumar voru áberandi fleiri erlendir ferðamenn á hjólum en árin á und- an. Umferð hjólreiðamanna hefur aukist jafnt og þétt frá 2012,“ seg- ir hann. Á Þórisstöðum er einnig hægt að kaupa veiðileyfi og virð- ist rigningin hafa haft góð áhrif á vatnaveiði á svæðinu. „Veiðin í vötnunum gekk mjög vel í sumar, sérstaklega í Eyrarvatni og Þóris- staðavatni,“ segir Björn Páll Fálki að endingu. Vængmánuðirnir að verða betri Arnþór Gylfi Árnason hjá Far- fuglaheimili Borgarness rekur einnig sveitahótelið Hótel Hafn- arfjall og hefur umsjón með tjald- svæðinu í Borgarnesi. Hann segir síðustu mánuði hafa verið ágæta. „Það hefur alltaf verið vöxtur hjá okkur, frá því að við opnuð- um. Hostelið er að verða fullnýtt. Mest er að gera yfir hásumarið; í júní, júlí og ágúst en vængmán- uðirnir eru sífellt að verða betri.“ Hann segir tjaldsvæðið hafa ver- ið vel nýtt í sumar, betur en árin á undan þrátt fyrir mikið rigning- arsumar. „Veðrið virtist ekki hafa áhrif. Það voru þó einhverjir sem hættu við að tjalda og komu þá bara inn í staðinn. En fólk virðist vera farið að verða harðara í því að tjalda í verri veðrum,“ segir Arn- þór Gylfi. Hann segir mikla fjöl- breytni hafa verið í hópi ferða- manna sem heimsótti Borgarnes í sumar. „Þetta voru samt mest er- lendir gestir. Borgarnes er á kross- götum og erlendir ferðamenn nýta sér það til að stoppa hér og gista. Íslendingar gera það síður.“ Íhuga að loka tjaldsvæðinu Fossatún er staðsett í miðjum Borgarfirði á bökkum Grímsár. Þar má finna fjölbreytta ferðaþjón- ustu, svo sem tjaldsvæði, veitinga- hús og gistingu. Að sögn Steinars Berg Ísleifssonar framkvæmda- stjóra stóð það uppúr í sumar að tekin voru í notkun átta ný hótel- herbergi í Fossatúni. „Við fórum íslensku leiðina, kláruðum seint og opnuðum á hlaupum í lok júní. En þetta hefur verið afar ánægju- legt allar götur síðan. Við höf- um fyrst og fremst fengið til okk- ar erlenda ferðamenn og það hefur verið afar vel bókað, alveg fram á haust- og vetrardaga,“ segir Stein- ar. Hann segir að þrátt fyrir að nú hafi verið annað rigningars- umar í röð hafi gestir í Fossatúni notið þess hve tjaldsvæðið er vel búið. „Fólk sekkur ekki í fen hér þótt það rigni, því við erum með möl undir grasinu og þau tjald- stæði hafa verið afar vinsæl í sum- ar. Það er ágætt dren á grassvæð- inu en á mestu rigningardögunum varð samt svolítið blautt,“ útskýr- ir hann. Steinar segir að þrátt fyrir að tjaldsvæðið í Fossatúni hafi allt- af gengið vel og verið rekið með hagnaði sé hann nú að endurmeta stöðuna þar og veltir því fyrir sér að loka því. „Við höfum lengi verið afar ósátt við að þurfa að standa í samkeppni við markaðsráðandi að- ila, sem eru sveitarfélög og ríkið. Við lögðum upp með þá hugmynd fyrir tíu árum að vera með fimm stjörnu tjaldsvæði hérna en nú er sífellt verið að bæta tjaldsvæði sveitarfélaga og ríkisins, sem fá svo niðurgreiðslu. Við erum því að íhuga okkar stöðu, hvort við nenn- um að standa í svona samkeppni. Hugmyndin sem lagt var af stað með fyrir tíu árum síðan er svo að segja ónýt og þessi samkeppni stendur í vegi fyrir áframhaldandi þróun á tjaldsvæðum í einkaeigu,“ segir hann. Steinar bætir því við að honum sé annt um uppbyggingu ferðaþjónustu í Borgarfirði og að í Fossatúni verði haldið áfram með uppbyggingu á ferðaþjónustu með öðrum hætti. „Ég vil frekar ein- beita mér að því sem er ánægjulegt og skemmtilegt. Annars var þetta gott í sumar. Það gekk mjög vel með veitingahúsið og tjaldsvæð- ið og þjónustan hér hefur verið að draga að sér þúsundir útlendinga og Íslendinga líka.“ Gengið vonum framar Í sumar opnaði fyrirtækið Skaga- ferðir ehf. gistiheimilið Kirkju- hvoll Guesthouse í hinu sögufræga húsi Kirkjuhvoli á Akranesi. Hafdís Bergsdóttir hjá Skagaferðum segir sumarið hafa verið vonum framar. „Við fórum ekki af stað fyrr en í júlí. Þetta fór frekar rólega af stað en í ágúst var gist í húsinu nán- ast hverja nótt. September var svo frekar rólegur en það hefur verið ágætt að gera í október. Þetta er vonum framar enda opnuðum við ekki fyrr en um mitt sumar og aug- lýstum lítið,“ segir Hafdís. „Ann- ars hefur þetta aðallega verið fólk af götunni sem hefur droppað inn til okkar, allt frá fólki sem er eitt á ferð og upp í fjölskyldur.“ bæt- ir hún við. Hún segir eina mynd- listarsýningu hafa verið í húsinu í júlímánuði sem var vel sótt. Þá hafi gistiheimilið alls staðar fengið góð viðbrögð. „Það var mjög gaman að fá þau viðbrögð sem við feng- um. Fólk hefur verið mjög ánægt og jákvætt, þannig að maður fékk það fljótt á tilfinninguna að þetta væri eitthvað sem myndi ganga,“ segir Hafdís Bergsdóttir að lokum. Veðrið hafði ekki mikil áhrif Hjónin Hjörtur Sigurðsson og Eygló Kristjánsdóttir eiga og reka hestaleiguna á Stóra Kambi á Snæ- fellsnesi sem nú var opin annað sum- arið í röð. Á Stóra Kambi er boð- ið upp á margvíslegar hestaferðir en hjónin bjóða einnig upp á gistingu, þó þau leggi aðaláherslu á hesta- leiguna. „Það gekk ljómandi vel hjá okkur í sumar. Veðrið var auð- vitað frekar leiðinlegt en það hafði í sjálfu sér ekki áhrif. Það er allt í lagi þótt það sé blautt ef það er ekki mikið rok,“ segir Eygló aðspurð um hvernig gekk á Stóra Kambi í sum- ar. Hún segir að aukning hafi verið frá því í fyrra og því hafi hjónin bætt við sig hrossum. „Við erum með 40 hross núna. Þetta voru mestmegn- is erlendir ferðamenn sem heim- sóttu okkur í sumar en vissulega Ís- lendingar líka, oftast fjölskyldufólk eða ung pör. En við höfum fengið mjög fjölbreytt úrval af þjóðernum hingað til okkar. Aukningin frá fyrra árinu er fín en við vorum reynd- ar mjög ánægð með fyrsta sumarið okkar líka. Gistingin gekk þokka- lega líka og þetta hefur verið fram- ar vonum.“ Íslendingar lítið á ferðinni Í hjarta Búðardals er gistiheimil- ið og veitingahúsið Dalakot. Pálmi Jóhannsson eigandi Dalakots er ánægður með nýliðið sumar og seg- ir hlutina hafa gengið vel fyrir sig. „Það byrjaði reyndar rólega. Júní var allt í lagi en fyrri hlutinn af júlí var mjög rólegur. Svo um miðjan júlí og út ágúst var þetta mjög fínt.“ Pálmi telur ekki ólíklegt að heims- meistarakeppnin í fótbolta hafi haft áhrif á gang mála í sumar. „Ég held að það tengist svolítið HM hvað byrjun júlí var rólegur tími. Maður hefur heyrt talað um það erlendis að sala detti niður þegar svona stór- mót eru í hámarki. Þetta olli smá áhyggjum á þessum tímapunkti en annars gekk þetta mjög vel,“ seg- ir Pálmi. Hann segir að tjaldsvæð- islega séð hafi veðrið ekki verið gott, en Pálmi sér einnig um rekstur tjaldsvæðisins í Búðardal. Fólk hafi engu að síður látið sig hafa það að tjalda, þrátt fyrir bleytu. Aðspurður um þjóðerni ferðamannanna segir Pálmi að Íslendingar hafi ekki ver- ið mikið á ferðinni í Búðardal í sum- ar. „Verslunarmannahelgin var aðal Íslendingahelgin. Það voru í raun bara þrjár helgar þar sem var þokka- legt af Íslendingum. Annars voru þetta aðal lega erlendir ferðamenn og mikið um að þeir væru að ferðast tveir til fjórir saman. Fjölskyldur voru í minnihluta.“ Að endingu seg- ir Pálmi að sumarið hafi heilt yfir gengið vel. „Ég er enn að vinna mig inn á markaðinn og það var aukn- ing frá í fyrra. Við getum alveg verið sátt.“ grþ Þórisstaðir í Hvalfjarðarsveit. Sveitahótelið Hótel Hafnarfjall. Fossatún í Borgarfirði. Gistiheimilið Kirkjuhvoll á Akranesi. Á Stóra Kambi á Snæfellsnesi er boðið upp á margvíslegar hestaferðir. Dalakot í Búðardal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.