Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Endurmenntun LbhÍ Frumtamninganámskeið Nemendur öðlast innsýn í eðli og atferli hrossa og ná hæfni til að beita viðurkenndum aðferðum við frumtamningu hrossa. Kennari er Sigvaldi Lárus Guðmundsson tamningamaður og reiðkennari við LbhÍ. Námskeiðið hefst 7. nóvember hjá LbhÍ á Miðfossum í Borgarfirði. Reiðmaðurinn framhaldsþjálfun Einstaklingsmiðuð námskeiðaröð fyrir fólk með góðan grunn í reiðmennsku og þjálfun. Námskeiðið gengur út á að auka gæði hestsins í því hlutverki sem honum er ætlað. Kennari er Heimir Gunnarsson reiðkennari við LbhÍ. Námskeiðið hefst 16. janúar hjá LbhÍ á Miðfossum í Borgarfirði. SKRÁÐU ÞIG NÚNA! www.lbhi.is/namskeid - endurmenntun@lbhi.is - síma 433 5000 Runkás á Mýrum, lýsing á deiliskipulagi, dags. 20. október 2014 Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2014 að auglýsa lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Runkás á Mýrum. Um er að ræða breytta landnotkun samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags 20. október 2014. Helstu breytingar eru að búnar verða til sex lóðir, þar af tvær með byggingarreit fyrir frístundahús. Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 24. október til 2. nóvember 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 2. nóvember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 4 Sundþjálfari frá Akranesi nær undraverðum árangri í Álaborg Danir eru mikil íþróttaþjóð sem unnið hafa marga sæta sigra um tíðina, meðal annars stóra titla í handbolta, fótbolta og badminton. Það sem hefur vakið hvað mesta at- hygli Dana á íþróttasviðinu seinni árin er mikill uppgangur í sund- íþróttinni. Þar er það einkum eitt félag á Jótlandi sem athyglin hefur beinst að, það er sundfélagið í Ála- borg. Seinustu árin hefur Álaborg- arfélagið skapað sér sess sem öfl- ugasta sundfélagið í landinu. Það hefur á að skipa sundstjörnum sem hafa unnið til fjölda Evróputitla og meta, fyrir utan fjölda Danmerk- ur- og Norðurlandameta sem sleg- in hafa verið. Þessi uppgangur er þakkaður nýjum yfirþjálfara sem ráðinn var til félagsins árið 2007. Þetta er Skagamaðurinn Eyleif- ur Jóhannesson. Árið sem Eyleif- ur kom til félagsins vann það sam- anlagt til 29 verðlauna á Jótlands- og Danmerkurmeistaramóti, þar af níu gullverðlauna það árið. Sex árum seinna árið 2013 vann félagið til 229 verðlauna, þar af 98 gull- verðlauna. Þessi árangur hefur far- ið langt fram úr væntingum for- svarsmanna Sundfélags Álaborg- ar en árið 2007 var stefnan sett á að byggja upp nýtt lið. Eyleif- ur Jóhannesson segir að seinasta keppnisár hafi verið það besta frá því hann kom til Álaborgar. Það endaði á Evrópumeistaramótinu í Berlín í ágústmánuði sl. þar sem mjög góður árangur náðist. Sund- fólkið frá Álaborg vann þá til fjög- urra verðlauna þar af þriggja gull- verðlauna. Á Evrópumótinu í 25 metra laug sem haldið var í Dan- mörku í desember í fyrra unnust sex verðlaun þar af þrjú gull. Valinn besti þjálfarinn síðustu árin Það undirstrikar þá viðurkenn- ingu sem Eyleifur hefur fengið sem sundþjálfari í Danmörku að tvö síðustu árin hefur hann ver- ið valinn besti þjálfari fullorðinna og þrjú árin þar á undan besti ung- lingaþjálfarinn. Eyleifur var stadd- ur með sinn afrekshóp í æfinga- búðum á Íslandi í lok síðustu viku og um helgina. Þetta voru átta bestu sundmennirnir af 20 manna afrekshópi. Þessir sundmenn hafa allir orðið danskir meistarar í ung- linga- og fullorðinsflokki eða eru í þeim landsliðum. Keppnisliðið hjá Sundfélagi Álaborgar er skip- að 200 sundmönnum. Alls eru iðk- endur í félaginu um 2400 og segir Eyleifur að sundfélagið sé stærsta íþróttahreyfingin í Álaborg. „Það er gríðarlega mikið starf í fé- laginu. Hjá Sundfélagi Álaborg- ar starfa margir mjög hæfir þjálf- ara og aðstoðarþjálfarar. Foreldrar og margir sjálfboðaliðar taka mjög virkan þótt í starfinu ásamt öflugri stjórn. Þetta er forsendan fyrir því að sundfélagið í Álaborg er jafn öflugt og það er.“ Stóra verkefnið er OL í Ríó Eyleifur nefnir sem dæmi um góð- an árangur sundmanna úr Sund- félagi Álaborgar að á þeim tíma sem hann hefur verið yfirþjálfari hjá fé- laginu hafa ungmennin unnið til yfir 30 verðlauna á Norðurlanda- mótum og yfir 20 á Evrópumótum. Stöðugt séu stór landsliðsverkefni í gangi og nú er ekki langt í Heims- meistaramótið í 25 metra laug í desember. Stóra verkefnið þeg- ar horft er til lengri tíma segir Ey- leifur Ólympíuleikana í Ríó í Brasi- líu 2016. Góðar vonir séu til þess að þar muni Sundfélag Álaborgar eiga nokkra fulltrúa. Það eru eink- um konurnar sem láta að sér kveða í sundinu í Álaborg. Stærstu stjörn- urnar eru Mie Nilsen margfaldur Evrópumeistari, Louise Dalgaard, Julie Levisen, Line Bruun og Vikt- or Bromer. Sá síðastnefndi segir Eyleifur að sé besti sundmaður Ála- borgarfélagsins um þessar mundir. Hann varð Evrópumeistari í 200m flugsundi í Berlín í ágúst. Fyrsti danski karlmaðurinn til að verða Evrópumeistari í sundi í meira en 20 ár. „Við áttum frábæran fjórða dag á EM í sumar. Þá synti Mie 100 bak og vann og svo Viktor 200m flugsund fimm mínútum seinna og vann. Tvö gull til Álaborgar á inn- an við sex mínútum.“ Eyleifur er á ferð og flugi með sitt fólk á mót og í æfingabúðir hingað og þangað. Á ári eru ferðadagarnir að jafnaði um hundrað talsins. „Það reynir á að eiga góða konu og fjölskyldu,“ seg- ir Eyleifur. Kona hans er Halldóra Sverrisdóttir frá Grundarfirði og eiga þau tvö börn saman, Jóhannes Jón 8 ára og Gerði Ósk 4 ára. Fyr- ir á Eyleifur soninn Kristófer sem á heima í Kópavogi. Byrjaði í Bjarnalaug eftir skólasundmót Blaðamaður Skessuhorns hitti Ey- leif þar sem hann var staddur ásamt afrekshóp sínum á heimili foreldra sinni á Dalbrautinni á Akranesi sl. föstudag. Um morguninn hafði hópurinn verið á æfingu í Jaðars- bakkalaug og hann var einmitt á leiðinni í Bjarnalaug þar sem Ey- leifur byrjaði sína sundiðkun á sín- um tíma. „Ég æfði í Bjarnalaug öll árin nema síðasta hálfa annað árið í Jaðarsbakkalauginni sem þá var nýkomin. Ég var að leika mér í ýmsum íþróttum þegar ég var lítill en fannst sundið henta mér best. Þegar ég var átta ára vann ég bringusund á skólamóti í sundi hjá Brekkubæjarskóla. Í þá daga héldu skólarnir sín sundmót. Þá ákvað ég að fara að æfa sund. Við vorum með góðan hóp unglinga í sundi hér á Akranesi þegar ég var á alast upp. Við vorum á tímabili átta af fimmtán manna hópi í unglinga- landsliði. Við unnum til fjölda titla og settum mörg met bæði í boð- sundum og einstaklingsgreinum.“ Vildi prófa hvort hann gæti meira Eyleifur hætti ungur að keppa í sundi þar sem axlarmeiðsli voru að þjaka hann. Hann fluttist til Reykjavíkur og nam þar húsgagna- smíði. Svo var það í janúar 1994 sem forsvarsmenn sunddeildar KR höfðu samband við Eyleif og báðu hann að taka að sér þjálfun barna hjá félaginu. Tveimur árum seinna var Eyleifur orðinn yfirþjálfari hjá KR. Árið 2000 flutti hann aftur á Skagann og tók þá við þjálfun sundfólksins. Þar var hann að þjálfa meðal annarra Kolbrúnu Ýr Krist- jánsdóttir og fleira gott sundfólk, en Kolbrún Ýr fór á Ólympíuleik- ana árin 2000 og 2004. Árið 2004 réðst síðan Eyleifur til sundfélags- ins Ægis í Reykjavík þar sem hann var aðalþjálfari félagsins til ársins 2007 að hann þekktist boð Sund- félags Álaborgar að taka við þjálf- uninni þar. „Mér fannst mig vanta svolitla ögrun. Þetta var orðið ein- hæft hérna á Íslandi. Ægir var yfir- burðafélag í sundinu þessi ár sem ég var hjá þeim. Ég vildi gjarnan prófa hvort ég gæti eitthvað meira sem sundþjálfari og þess vegna flutti ég og fjölskyldan til Álaborg- ar,“ segir Eyleifur. Reynslan hefur sýnt að hann gat heilmikið meira sem sundþjálfari. Aðspurður seg- ir Eyleifur að hann og fjölskyldan kunni vel við sig í Álaborg. Fjöl- skyldan verði að minnsta kosti nokkur ár í viðbót í Danmörku en það sé samt allt eins líklegt og hún komi aftur heim til Íslands. þá Eyleifur Jóhannesson. Eyjólfur ásamt afrekshópnum sínum á heimili foreldra hans við Dalbraut á Akranesi. Eyleifur ásamt tveimur fræknustu sundmönnunum frá Álaborg sem unnu til gullverðlauna með fimm mínútna millibili á EM í Berlín í ágúst. Keppnishópurinn í æfingabúðum í Tyrklandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.