Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Stykkishólmsbær Bókhalds- og launafulltrúi Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf bókhalds- og launafulltrúa. Um er að ræða fullt starf sem heyrir undir bæjarstjóra. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ábyrgðarsvið Bókhalds- og launafulltrúi hefur umsjón með og ber ábyrgð á allri launavinnslu Stykkishólmsbæjar og annarra tengdra aðila eftir atvikum. Hann ber ábyrgð á því að laun séu greidd sam- kvæmt gildandi kjarasamningum. Hann þarf að hafa þekkingu á kjara- og réttindamálum starfsmanna sveitarfélagsins, geta túlkað kjarasamninga og vera í samskiptum við starfsmenn sveitarfélagsins. Bókhalds- og launafulltrúi sinnir færslu bókhalds og afstemmingum samkvæmt nánara verkskipulagi sem bæjar- ritari hefur umsjón með. Helstu verkefni: Launaútreikningur og önnur launavinnsla• Túlkun kjarasamninga• Innsending skilagreina og gerð launamiða• Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa• Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála• Samskipti við starfsmenn sveitarfélagsins um kjara- og • réttindamál Færsla bókhalds• Afstemmingar bókhalds, þ.m.t. launa, skuldunauta og • lánadrottna Aðrir verkþættir í samráði við næsta yfirmann• Menntunar- og hæfniskröfur: Þekking og reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg• Þekking á kjaraumhverfi starfsmanna sveitarfélaga er • nauðsynleg Framhaldsskólamenntun er nauðsynleg. Sérhæfð viðbótar-• menntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg Þekking og reynsla á sviði bókhalds er nauðsynleg• Góð kunnátta og færni í Excel mjög æskileg• Nákvæmni og öguð vinnubrögð• Þjónustulund, þolinmæði, rík ábyrgðarkennd og hæfni í • mannlegum samskiptum Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum• Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með tölvupósti á netfangið gardar@r3.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Garðar Jónsson, gardar@r3.is, hjá R3-Ráðgjöf ehf., Síðumúla 33, Reykjavík. SK ES SU H O R N 2 01 4 Hekla dúllur á bókasafninu Á hverjum þriðjudegi á milli klukk- an 16 og 18 eru haldnar svokallaðar dúllustundir á Bókasafni Akraness. Þar hittist hópur heklara og hekl- ar dúllur. Takmarkið er að hekla að minnsta kosti 150 dúllur fyrir 150 ára afmælisdag bókasafnsins, sem verður 6. nóvember næstkomandi. Að endingu verður hönnuð og sett saman afmælisgjöf til safnsins úr dúllunum. Að auki hittast þær til- fallandi laugardaga en það er bet- ur kynnt á Facebook síðu bóka- safnsins. Blaðamaður Skessuhorns leit við á bóksafninu síðastliðinn laugardag og hitti þar sjö hekl- andi konur. Ein þeirra var Skaga- mærin Guðrún Jóhannesdóttir. „Við erum að hekla dúllur í öllum stærðum og gerðum. Þetta eru alls- kyns lítil stykki, því dúlla getur ver- ið hvernig sem er. Dúlla getur ver- ið þríhyrnd, ferköntuð eða hring- lótt, lítil eða stór,“ útskýrir Guð- rún. Hópurinn segir alla velkomna á dúllu stundirnar, jafnt þá sem eru vanir og óvanir. „Það er um mán- uður síðan við byrjuðum að hittast á safninu einu sinni í viku. Á fyrstu dúllustundina komu sex konur en við höfum mest verið tólf. Það eru alltaf að koma nýjar konur, sum- ar þeirra kunna að hekla og aðrar ekki. Það eru allir velkomnir, líka þeir sem ekkert kunna því hing- að mæta þrælvanar konur og leið- beina. Það eina sem þarf að koma með er garn og heklunál og ef fólk á það ekki til, þá erum við yfirleitt með auka nál í veskinu. Svo vantar alveg að minnsta kosti einn til tvo herramenn til að koma og sveifla heklunálinni með okkur,“ segja þær hressar. Prjónagraff á Höfða Konurnar segja að í upphafi hafi verið lagt upp með að hekla 150 dúllur að lágmarki. Takmarkinu er að verða náð og vel það, því þær eru komnar með tæplega 140 dúll- ur. „Ætli við séum ekki að hekla tíu til fimmtán stykki á einni dúll- ustund. Svo eru sumar sem hekla heima og enn aðrar sem hafa kom- ið til okkar með tilbúnar dúllur.“ Fyrir lok ársins verður svo búið til listaverk úr öllum dúllunum. Þá benda konurnar á að einnig er ver- ið að hekla og prjóna á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. „Þar er verið að gera prjónagraff sem sett verður á bekk fyrir utan Höfða. Hann verður sem sagt graffaður með hekli og prjóni yfir Vökudag- ana,“ segja þær. Prjónagraff hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum um allan heim og er sá verkn- aður að prjóna eða hekla eitthvað og skilja það eftir úti í umhverfinu, svo sem á staurum, trjám og stytt- um. Von er á prjónagraffara í heim- sókn á dúllustundina sem haldin verður á þriðjudeginum 4. nóvem- ber næstkomandi, þegar Vökudag- ar eru. „Þá kemur til okkar Berg- lind Inga Guðmundsdóttir, fyrrum starfsmaður bókasafnsins og lands- frægur prjónagraffari. Hún hefur prjónað og heklað hin ýmsu graff- verk og mun koma og segja frá og sýna okkur hvað hún hefur verið að gera. Hún er einnig með prjóna- blogg og litar sjálf garn, sem hún kallar eigingirni,“ segja konurnar heklandi að endingu. grþ Dúllustund. Síðastliðinn laugardag voru dúllurnar orðnar 137 talsins. Kvikmyndahátíðin gekk vel í Grundarfirði Kvikmyndahátíðin Northern Wave fór fram sjöunda árið í röð um liðna helgi í Grundarfirði. Dögg Mósesdóttir forsprakki há- tíðarinnar bauð gesti velkomna á föstudaginum og eftir það var stanslaust bíó alla helgina. Þar var saman kominn fjöldi kvikmynda- gerðarmanna og annarra áhuga- manna um kvikmyndir. Hátíðin fór ágætlega fram og var vel lát- ið af kvikmyndunum sem sýndar voru. Isabelle Fauvel var heiðurs- gestur í dómnefndinni í ár en hún er útsendari fyrir Torino film lab og Jerusalem film lab og sér um að finna nýtt hæfileikafólk í stutt- myndageiranum. Það var svo Móses Geirmunds- son sem bar sigur úr býtum í fisk- réttasamkeppninni á laugardags- kvöldinu en hann bauð upp á mar- inerað hvalkjöt sem þótti bera af en það voru gestir hátíðarinnar sem völdu besta fiskréttinn. tfk Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Æfingar hafnar á Rocky Horror Leikfélagið Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar hefur byrjað æf- ingar á hinum sívinsæla söngleik Rocky Horror. Að sögn Rúnars Gíslasonar, formanns Sv1, er mik- ill áhugi innan skólans á leiklist- inni og eru um þrjátíu nemendur í félaginu. „Það hefur sjaldan ver- ið jafn mikil barátta um hlutverk og nú. Í ár er því eitt af fáum skiptum sem við þurfum ekki mannskap frá grunnskólanum, þó það samstarf hafi alltaf verið farsælt,“ útskýr- ir Rúnar. Bjartmar Þórðarson leik- stýrir hópnum. „Í skólanum okkar eru um 150 nemendur og við höfum náð þeim góða árangri að fimmtungur nem- enda koma að leiksýningum okk- ar, með einum eða öðrum hætti, ár hvert og aðsóknin er um 800 manns. Það finnst okkur frábært,“ segir Rúnar. Hann segir að mörgu þurfi að huga til að hægt sé að setja upp góða sýningu. Þar með talið þurfi góðan leikstjóra, huga þurfi að leikmynd, búningum, leikmun- um, söngkennurum og danskenn- urum þegar það á við. Kostnaður- inn sem fylgi því að setja upp leik- sýningu sé því mikill.„ En áhuginn er svo mikill og gæðastuðullinn fer bara hækkandi, svo það þarf að halda vel á spilunum til að viðhalda þess- ari starfsemi. Við erum að stefna að því að gera leikfélagið sjálfbært en fyrir utan styrki fyrirtækja í Borgar- byggð ásamt styrk frá Menningar- sjóði Vesturlands hefur leikfélagið alltaf þurft styrk frá nemendafélag- inu. Við ætlum okkur því að vera meira áberandi en nokkru sinni fyrr í vetur, enda á auglýsingaher- ferð aldrei að fara fram í kyrrþey!“ Rúnar bætir því við að félagar í Sv1 vonist til að allir fjölmenni á sýn- inguna og styrki þar með menning- arlífið í Borgarbyggð. Verkið verður frumsýnt föstudag- inn 28. nóvember kl. 20 í Hjálm- akletti. „Endilega fylgist með okk- ur á helstu samfélagsmiðlum og við reynum einnig að vera áber- andi annars staðar. Aðrar sýning- ar verða auglýstar síðar. En þó við hvetjum alla til að koma, þá minn- um við forráðamenn á að kynna sér innihald verksins áður. Þetta verð- ur mikil ögrun,“ segir Rúnar Gísla- son, formaður leikfélagsins Sv1 að endingu. grþ Leikfélagið Sv1 setur upp sýninguna Rocky Horror í nóvember.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.