Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Félag sauðfjárbænda í Borgarfjarð- ardölum hélt nýverið hrútasýn- ingu á Hesti. Fjöldi efnilegra hrúta var þar sýndur í flokki veturgam- alla, hyrndra, kollóttra og mislitra. Jón Viðar Jónmundsson ráðunaut- ur hefur dæmt hrúta í nokkra ára- tugi. Hann sagði í samtali við blaða- mann að greinlega væri mikil fram- för í sauðfjárræktinni í Borgarfirði. Sagði óvenjulegt að fá eins og þarna allt upp í fimmtán hyrnda hrúta sem hver um sig væri það góður að sóma sér vel í verðlaunasæti. Jón Viðar kvaðst dæma um tíu þúsund lömb að hausti en áður fyrr hefði hann dæmt margfalt fleiri. „Með góðum ritara er hægt að dæma 60-80 lömb á klukku- stund. Bændur kunna þetta orðið svo vel að dómarnir ganga hratt. Þá er afar mikilvægt fyrir okkur ráðunaut- ana að hafa góðan ritara sem tekur vel eftir,“ sagði Jón Viðar. Hann rifj- aði það upp að besti ritari sem hann hefði haft væri Hrafn Jökulsson þeg- ar hann dæmdi lömb bænda í Árnes- hreppi á Ströndum. Niðurstaðan á hrútasýningu bænda í uppsveitum Borgarfjarðar var sú að í flokki kollóttra hrúta röðuðu hrút- ar frá Hægindi sér í öll verðlaunasæt- in. Í flokki mislitra hrúta var hæstur Þorstasonur frá Innri Skeljabrekku en hrútar frá Oddsstöðum í Lundar- reykjadal voru í öðru og þriðja sæti. Í flokki veturgamalla hrúta var hrút- ur frá Kópareykjum efstur, Sigurð- ur Oddur á Oddsstöðum átti hrút í öðru sæti en hrútur frá Hægindi var í þriðja. Endað var á að dæma hyrnda lambhrúta. Þar varð efstur hrútur frá Jóni bónda á Kópareykjum. Í öðru sæti hrútur frá Oddsstöðum og í því þriðja hrútur frá Giljahlíð. Dómar- ar tóku sér dágóðan tíma til að raða hrútunum í röð því eins og áður var getið sagði Jón Viðar óvenjulega mikið af efnilegum lambhrútum hjá borgfirsku bændunum. mm/ Ljósm. HallgrímurSveinsson og mm. Sauðfjárræktarfélagið Neisti í Hvammssveit og á Fellsströnd í Dalasýslu hélt sýningu á veturgöml- um hrútum á Breiðabólsstað sunnu- daginn 12. október sl. Dæmdir voru 40 hrútar og sex stigahæstu hrút- arnir voru teknir í úrslit og röðun. Röðunin á hrútunum varð þessi. Bjarmi frá Rauðbarðaholti, eig- endur Monika og Halldór, 88 stig. Hrútur frá Breiða ehf. á Breiða- bólsstað, 88,5 stig Hrútur frá Rúnari Jónassyni Val- þúfu, 88 stig. Í 4.-6. sæti voru hrútur frá Rúnari með 86,5 stig og tveir frá Moniku og Halldóri með 88 og 86,5 stig. þá Lambhrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar var haldin í fjárhúsun- um á Ytra-Hólmi laugardaginn 4. október sl. Margt gesta var á sýning- unni og nokkrir tugir hrúta. Að sýn- ingu lokinni var boðið upp á kaffi- veitingar í fjárhúsunum í boði bún- aðarfélagsins. Dómarar á sýning- unni voru Jón Viðar Jónmundsson og Sigvaldi Jónsson. Helstu úrslit á sýningunni voru eftirfarandi: Hvítir hyrndir Hrútur nr. 570 frá Bjarteyjarsandi 1. með 87 stig. Hrútur nr. 14 frá Eystra Súlunesi2. Hrútur nr.37 einnig frá Eystra 3. Súlunesi. Hvítir kollóttir Hrútur nr. 296 frá Eystri Leirár-1. görðum 86,5 stig. Hrútur nr. 211 einnig frá Eystri 2. Leirárgörðum Hrútur nr. 131 frá Skorholti.3. Flokkur mislitra Svartur hrútur nr 1297 frá Skorholti 1. 86 stig. Hrútur einnig frá Skorholti 2. Hrútur nr. 21 frá Beitistöðum.3. bb/þá Verðlaunahafar fyrir hvíta hyrnda lambhrúta. Hrútasýning í Hvalfjarðarsveit Stigahæstu hrútarnir á sýningunni á Breiðabólsstað. Ljósm. Bjargey Sigurðardóttir Skerðingsstöðum. Hrútasýning Neista í Dölunum Borgfirðingar á hrútasýningu á Hesti Þeir dæmdu og færðu til bókar; Jón Viðar, Ármann á Kjalvararstöðum og Friðrik Jónsson. Með veturgamla verðlaunahrúta. F.v. Jón Eyjólfsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Sigvaldi Jónsson. Með mislita verðlaunahrúta. Dagný og Þorvaldur á Innri Skeljabrekku og feðginin Sigurborg Hanna og Sigurður Oddur á Oddsstöðum. Þrír efstu hrútar í flokki kollóttra komu frá Hægindi í Reykholtsdal. Efstu hyrndu hrútarnir. F.v. Jón á Kópareykjum með bikar, Sigurborg Hanna á Oddsstöðum og Sveinn Flóki í Giljahlíð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.