Skessuhorn


Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 22.10.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Sunnudaginn 19. október var hald- in hrútasýning að Lækjarbug í Hraunhreppi þar sem keppt var um hin veglega farandgrip Mýrahrút- inn. „Í Lækjarbug er góð aðstaða til sýningarhalds og ekki spillti fyrir þegar íhaldsmönnum hrútanna var boðið að sitja á gömlum bekkjum úr þinghúsi sveitarinnar. Í Lækjar- bug var gamli þingstaður Hraun- hrepps og höfðu þessir bekkir varð- veist á staðnum frá þeim tíma,“ seg- ir Guðbrandur á Staðarhrauni í til- efni sýningarinnar. Þess má geta að svokölluð boðleið byrjaði á þing- staðnum og voru tilkynningar sem þurfti að berast um sveitina sendar þessa boðleið, bæ frá bæ. Eftir því var farið þegar bæjarnúmerin voru tekin upp. T.d. 1M7 Lækjarbugur, 2M7 Brúarfoss, 3M7 Staðarhraun og svo framvegis. Fjallskilaboð eða fjallskilaseðill var sendur þessa boð- leið og eflaust fleiri tilkynningar, að sögn Guðbrandur. En víkjum þá að sýningunni sjálfri. Keppt var í þremur flokkum: Hvítir hyrndir, kollóttir og mislitir og ferhyrndir hrútar. Í flokki mis- litra hrúta var talinn bestur hrút- ur nr. 13 frá Hundastapa, grár að lit, faðir Salamon 10-906 og móð- ir 10-037. Í öðru sæti hrútur nr. 21, mórauður frá Mel, faðir Myrkvi 10-905 og móðir Mollý 12-242. Þriðji var líka frá Mel, hrútur nr. 100, faðir Plömmer 12-063(heima- hrútur á Mel) og móðir Lamba dís 09-116. Þessi hrútur er móflekk- óttur. Af kollóttum reyndist bestur nr. 134 frá Leirulæk, faðir Kroppur 10-890, móðir Dalfríður. Annað sæti skipaði nr. 5 einnig frá Leiru- læk, faðir Baugur 10-889 og móðir Langeyra. Hrútur frá Tröðum var í þriðja sæti, nr 45 faðir Kroppur 10-890, móðir Eygló 09-028. Í hópi hvítra hyrndra var hörð keppni, bestur var talinn hrút- ur nr. 66 frá Hundastapa faðir Garri 11-908, móðir 11-016. Ann- ar var dæmdur nr. 60 frá sama bæ líka undan Garra 11-908 og móð- ir 12-101. Þriðja sæti hreppti svo hrútur frá Lækjarbug nr. 59 faðir Bósi 08-901 móðir Bylgja 12-320. Vinsælasti hrúturinn líka valinn Margrét Katrín deildarstjóri Kaup- félags Borgfirðinga veitti fyr- ir hönd kaupfélagsins verðlaun til þeirra þriggja efstu í hverjum flokki og kynnti vörur sem á boðstóln- um eru hjá henni í KB. Eigendur efsta hrúts í hverjum flokki fengu líka grip frá Guðmundi Hannah gullsmið á Akranesi til eignar. Þeir voru kostaðir af sláturhúsi KVH Hvammstanga. Besti hrútur sýningarinnar, Mýrahrúturinn 2014 var hrútur nr. 66 frá Hundastapa sonur Garra frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal. Var Haukdælingurinn Halldór í Hundastapa að vonum ánægður með sig og Garrasynina en hann varðveitir skjöldinn góða næsta ár. Dómurum þótti rétt að veita golsóttum ferhyrndum hrúti frá Leirulæk titilinn „Vinsælasti hrút- urinn“ en hann fékk mikið klapp og kjass frá yngstu kynslóðinni og kunni hann vel að meta það. Dóm- arar á sýningunni voru ráðunaut- arnir Kristbjörn Haukur Steinars- son og Guðmundur Sigurðsson. Mætt var með 40 lambhrúta á sýn- inganna og fjöldi Mýramanna bæði ungir og aldnir. Tókst hún í alla staði mjög vel og var sauðfjárrækt- endum á Mýrum til sóma. gg/þá/ Ljósm. Ingunn Alexandersd. Héraðssýning á lambhrútum á Snæfellsnesi var haldin um síð- ustu helgi. Halda þurfti sýninguna á tveimur stöðum vegna varnagirð- ingar. Fyrri sýningin var föstudags- kvöldið 17. október í Haukatungu Syðri II í Kolbeinsstaðarhreppi. Seinni sýningin ásamt verðlauna- afhendingu var svo haldin dag- inn eftir á Hofsstöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi. Alls var sýnd- ur 41 hrútur, 13 austan girðingar og 28 vestan, þar af 26 synir sæðis- hrúta. Dómarar á sýningunni voru ráðunautarnir Jón Viðar og Eyjólf- ur Ingvi. Dómararnir völdu einn- ig besta hrút sýningarinnar sem að þessu sinni var Garrasonurinn frá Haukatungu Syðri II. Hér koma svo efstu þrír hrútarnir í hverjum flokki: Hyrndir hvítir nr 22 frá Haukatungu Syðri II und- an Garra 11 908 nr 166 frá Álftavatni undan Putta 11 324 nr 316 frá Gaul undan Snáki 11 525 Kollóttir hrútar nr 560 frá Hjarðarfelli undan Botna 10 889 nr 140 frá Hraunhálsi undan Kroppi 10 890 nr 589 frá Hjarðarfelli undan Sig- urfara 09 860 Mislitir hrútar nr 35 frá Haukatungu Syðri II und- an Salómon 10 906 nr 148 frá Hraunhálsi faðir 13 432 nr 75 frá Haukatungu Syðri II faðir Gráni 13 542 iss Síðastliðinn sunnudag fóru fimm félagar úr björgunarsveitinni Elliða á Snæfellsnesi til aðstoðar bóndan- um á Knerri í Breiðuvík. Ná þurfti þremur kindum sem komið höfðu sér í sjálfheldu fyrir tveimur vikum þegar verið var að smala á svæðinu. Staðurinn var í gilskorningi í fjall- inu ofan við bæinn Gröf og þurfti að síga niður til kindanna og koma böndum á þær. Voru þær hífðar upp nokkra metra til að losa þær úr prísundinni og farið með þær heim. Féð leit þokkalega út miðað við að hafa verið hey- og vatnslaust í þetta langan tíma. Björgunaraðgerðin gekk að óskum. Landslagið er stór- brotið á þessum slóðum og getur fé því víða komið sér í vandræði þeg- ar það ætlar sér í sauðþráa sínum að sleppa í klettana til að forðast smal- ana. iss Það er fremur sjaldgæft að kýr beri tveimur kálfum og báðir lifi. Á bæn- um Eiði við Kolgrafafjörð bar kýrin Rönd tveimur hraustum kvígukálf- um síðasta fimmtudag. Ekki nóg með það heldur fæddust báðir kálf- arnir með afturfæturna á undan. Því þurftu bændurnir Guðrún og Bjarni að hafa snör handtök þeg- ar hamagangurinn var sem mestur. Oft fer illa þegar kálfar fæðast með afturfætur á undan en sem betur fer fór allt vel í þessu tilfelli. Kvígu- kálfarnir litlu voru hinir sprækustu þegar ljósmyndari Skessuhorns leit við í fjósinu á Eiði um helgina. tfk Allt er gott sem endar vel. Kindum bjargað úr sjálfheldu í Breiðuvík Aðstæður voru erfiðar en útsýnið stórbrotið. Hér er eigandi kindanna, Friðgeir Karlsson bóndi í Knörr kominn niður að fénu. Gunnar Guðbjartsson björgunar- sveitarmaður frá Hjarðarfelli brosti sínu breiðasta þegar búið var að koma böndum á kindurnar. Tvíkelfingar á Eiði Fallegir hrútar og fjölmenni á Mýrarhrútnum 2014 Bændur voru ánægðir með hrútana sína. Dómarar að störfum í fjárhúsunum í Lækjarbaug. Halldór á Hundastapa ánægður með Garrasoninn sem var valinn Mýrar- hrúturinn 2014. Arnar Ásbjörnsson með verðlaunin fyrir besta hrútinn. Hrútasýningar á Snæfellsnesi Garrasonurinn frá Haukatungu Syðri II, besti hrútur sýningarinnar. Verið að dæma hvíta hyrnda hrúta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.