Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 17. árg. 29. október 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! www.akranes.is Þrjú lið af Vesturlandi taka þátt í Útsvari, spurningakeppni Ríkis- útvarpsins sem hófst 19. septem- ber síðastliðinn. Fyrsta umferð er nú um það bil hálfnuð. Í keppninni taka þátt 24 lið og það er Borgar- byggð sem ríður á vaðið liða af Vesturlandi. Borgarbyggð mæt- ir Skagaströnd 7. nóvember næst- komandi, eða í næstu viku. Stykkis- hólmur er nú með í Útsvari í fyrsta skipti og mæta Hólmarar Ísafjarð- arbæ 21. nóvember. Föstudags- kvöldið 5. desember mætast síðan Akranes og Seltjarnarnes. Búið er að skipa Útsvarsliðin þrjú af Vesturlandi. Borgarbyggð mæt- ir með sama lið og í fyrra: Stefán Gíslason, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Jóhann Óla Eiðsson. Lið Stykk- ishólms verður skipað þeim Önnu Melsteð, Magnúsi A. Sigurðssyni og Róberti Arnari Stefánssyni. Ak- urnesingar komust í úrslit í keppn- inni í fyrra og einn er eftir úr því liði, Valgarður Líndal Jónsson. Vil- borg Þórunn Guðbjartsdóttir var varamaður í liðinu í fyrra en hún er nú aðalmaður og nýr í liðinu er einnig Vífill Atlason hrekkjalómur og bloggari. þá Borgfirðingurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og fram- kvæmdastjóri Tjarnarbíós í Reykjavík, hefur verið tilnefndur til AMBA verð- launanna sem veitt eru MBA nemendum í Evrópu til að efla viðskiptamenntun á framhalds- stigi. Verðlaunin verða veitt við há- tíðlega athöfn í London á morgun, fimmtudag. Guðmundur stund- ar MBA nám sitt við Háskólann í Reykjavík og útskrifast næsta vor. Samtals eru sex einstaklingar til- nefndir til verðlaunanna en pen- ingaverðlaun eru fyrir efstu fjögur sætin. mm Grunnskólanemendur, sem jafnframt stunda tónlistarnám á Akranesi, létu í sér heyra framan við bæjarskrifstofurnar á Akranesi síðasta fimmtudag. Tilefnið var verkfall tónlistarskennara hjá FT. Kröfðust nemendur þess að samið yrði við tón- listarkennara eigi síðar en strax. Nú hefur verkfallið staðið í viku og hefur þegar haft umtalsverð áhrif á menningardagskrá sem framundan er á Akranesi. Meðal annars falla niður hinir árlegu tónleikar Ungir – Gamlir sem áttu að vera á morgun í Bíóhöllinni, jafnframt einn stærsti viðburður Vökudaga sem nú eru að hefjast. Sjá nánar um verkfall tónlistarkennara og afleiðingar þess á bls. 14. Ljósm. grþ. Tilnefndur til AMBA verðlaunanna Búið að skipa Útsvarsliðin Nýjar kennsluaðferðir með að- stoð spjaldtölvutækni sem inn- leiddar voru í Heiðarskóla á síð- asta kennsluvetri vekja nú athygli langt út fyrir landsteinana. Í vik- unni heimsóttu fréttamenn frá rík- issjónvarpi Suður Kóreu skólann til að afla efnis um kennslustarfið í Heiðarskóla. „Það er augljóst að Íslendingar eru komnir lengra en við í þessum efnum. Það verður því áhugavert að sýna þetta efni í ríkis- sjónvarpi Suður Kóreu,“ sagði Yo- ong Sik Park sjónvarpsfréttamaður og framleiðandi suður-kóreanska ríkissjónvarpsins KBS í samtali við blaðamann Skessuhorns í Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit í gær. „Við erum að gera þrjá sjónvarps- þætti um nýjar aðferðir í kennslu barna og unglinga. Bæði skoðum við kennsluaðferðir heima í Suður Kóreu en förum svo út í heim og skoðum hvernig kennslu er háttað í öðrum löndum. Með þessu erum við að varpa ljósi á nýjustu þróun á þessum sviðum. Aðferðirnar hér í Heiðarskóla eru mjög áhugaverðar. Það er alveg frábært að sjá hvern- ig tæknin er notuð við kennsluna. Efnið sem við fáum hér mun vekja athygli. Heima í Suður Kóreu er þessi þróun rétt að hefjast,“ sagði Yoong Sik Park. Hjálmur Dór Hjálmsson er kenn- ari og verkefnastjóri tækniþróunar hjá Heiðarskóla. Sveitarfélagið gaf öllum 91 nemanda við skól- ann tölvurnar. „Unglingadeildin fékk þær síðasta haust. Síðan fengu krakkarnir í 1.–7. bekk þær afhent- ar í janúarbyrjun nú í ár. Spjald- tölvuvæðingin hefur gengið vonum framar. Krakkarnir eru áhugasam- ari fyrir náminu. Viðhorf þeirra er jákvæðara. Þau fá fjölbreyttari leið- ir til að skila námsverkefnum. Þetta snýst um það að búa börn nútímans undir framtíð sem er ekkert sérlega lík fortíð okkar sem erum fullorðin í dag. Þessi tækni kemur þó ekki í staðinn fyrir það sem fyrir var held- ur er hún viðbót þar sem þau læra að nota upplýsingatæknina,“ segir Hjálmur. mþh Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit vekur heimsathygli Föstudagur 31. okt. Barinn opinn til kl. 03 Tveir fyrir einn af krana frá kl. 22-24 Laugardagur 1. nóv. kl. 17 Opnun listsýningar Ernu Hafnes og Dýrfinnu Torfadóttur Pub Quiz kl. 21 Einn til þrír í liði Vegleg verðlaun í boði 1000 kr. miðinn, innifalinn einn stór Gamla settið skemmtir frá miðnætti Sunnudagur 2. nóv. kl. 20 Karlakórinn Svanir heldur tónleika Stillholti 16-18 • Akranesi Sími 431 1401 SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.