Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Kaupa sumarhús á Spáni SNÆFELLSNES: Þessa dag- ana er Verkalýðsfélag Snæfell- inga og þrjú önnur stéttarfélög að ganga frá kaupum á sumar- húsi á Spáni. Hin þrjú félögin eru Aldan í Skagafirði, Verka- lýðs- og sjómannafélag Sand- gerðis og VerkVest á Vestfjörð- um. Að sögn Sigurðar Arnfjörð Guðmundssonar, formanns Verkalýðsfélags Snæfellinga, er um að ræða innan við 100 fer- metra raðhús. Það er staðsett í um stundarfjórðungs aksturs- fjarlægð frá flugvellinum í Alic- ante í áttina að ströndinni. Sig- urður segir að eftir sé að ganga frá ákveðnum pappírum varð- andi kaupin og það sé ástæðan fyrir því að félögin séu ekki far- in að auglýsa húsið til útleigu. Hann á von á því að talsverð eftirspurn verði eftir orlofshúsi á þessum stað á Spáni. -þá Selja hlutabréf í Fóðuriðjunni DALIR: Fram kom á sveit- arstjórnarfundi í Dalabyggð 22. október síðastliðinn að til- boð hefði borist í hlutafé Dala- byggðar í Fóðuriðjunni Ólafs- dal ehf. Í fundargerð segir að tilboðið hljóði upp á 10,8 millj- ónir króna og yfirtekur kaup- andi allar skuldbindingar félags- ins, þó með þeim fyrirvara að staða félagsins sé svipuð og stjórnendur gefa upp. Það var Daði Einarsson sem sendi til- boðið, ásamt greinargerð. Ósk- ar hann eftir að sveitarfélagið veiti gjaldfrest til 1. janúar 2020 og að kaupverð greiðist þá með 36 jöfnum greiðslum. Á fundin- um komu fram ábendingar um að við gerð kaupsamningsins yrði lögð áhersla á að kaupverð- ið verði greitt á sem skemmst- um tíma. Þá kom einnig fram að Jóhannes Haukur Hauks- son, oddviti Dalabyggðar, telji að hagsmunum Dalabyggðar sé betur borgið með því að selja hlutaféð enda áformar tilboðs- gjafi umtalsverða uppbyggingu og ljóst er að núverandi rekst- ur félagsins stefnir í þrot. Í ljósi þess lagði Jóhannes Haukur til að Dalabyggð tæki tilboðinu, enda verði reiknaðir venjuleg- ir bankavextir á lánið frá und- irskrift samnings til greiðslu og að kaupandi gangist í sjálfskuld- arábyrgð. Var oddvita og sveit- arstjóra falið að ganga frá kaup- samningi í samráði við byggð- arráð. –grþ Fá fyrirspurnir VESTURLAND: Í framhaldi af yfirferð á ársreikningum sveit- arfélaga fyrir árið 2013 hefur eftirlitsnefnd um fjármál sveit- arfélaga sent tíu sveitarfélögum á landinu bréf. Nefndinni þótti ástæða til að senda sveitarfélög- unum fyrirspurn vegna rekstrar- niðurstöðu. Ástæða fyrirspurn- anna er neikvæð rekstrarniður- staða og horfur um jafnvægi í rekstri ef litið er til þriggja ára. Þrjú af sveitarfélögunum tíu sem fengu bréf með fyrirspurn- unum eru á Vesturlandi. Þau eru Borgarbyggð, Helgafells- sveit og Stykkishólmur. Hin sveitarfélögin eru: Akrahrepp- ur, Skagabyggð, Fljótsdalshér- að, Fljótsdalshreppur, Reykja- nesbær, Sveitarfélagið Vogar og Þingeyjarsveit. –þá Svo er að sjá sem fjölbreytt menning- arlíf verði næstu dagana á Vesturlandi. Þar má nefna menningarhátíðina Vökudaga á Akranesi og reyndar fleiri viðburði á svæðinu, svo sem framúr- stefnutónleika í Frystiklefanum í Rifi í næstu viku. Spáð er að norðaustanátt verði ríkjandi á landinu næstu daga og flesta daga úrkomulaust á Vesturlandi. Á fimmtu- dag er reyndar spáð austan 5-15 m/ sek, hvassast syðst með slyddu, en yfir- leitt þurru veðri annars staðar. Áfram frost fyrir norðan, en hiti um og yfir frostmarki syðra. Á föstudag er útlit fyrir hvassa austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu, en snjó- komu og síðar slyddu fyrir norðan. Á laugardag er útlit fyrir áframhald- andi norðaustanátt og víða 10-18 m/ sek, rigning syðst en slydda eða snjó- koma fyrir norðan. Á sunnudag er spáð minnkandi vindi með slyddu eða rigningu fyrir norðan og austan, en bjartviðri sunnan til á landinu. Kóln- andi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns, „Á að einskorða nemendur framhaldsskóla við 25 ára og yngri?“ Langflestir eru því andvígir. „Nei“ sögðu 82,82%. „Já“ var svar 11,39% og 5,79% höfðu ekki skoðun á því. Hefur verkfall lækna áhrif á líf þitt og þinna? Gunnar Halldórsson járningamaður er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar S K E S S U H O R N 2 01 4 Nýverið lauk vinnu við skýrslu sem byggir á könnun á viðhorfi stjórn- enda fyrirtækja á Vesturlandi til ým- issa þátta í starfsemi og rekstrarum- hverfi þeirra. Skýrslan var unnin af Samtökum sveitarfélaga á Vestur- landi og byggir á könnun sem lögð var fyrir haustið 2013. Skýrsluhöf- undar segja niðurstöðurnar gefa um margt skýra mynd af stöðu fyrirtækja í landshlutanum og framtíðarhorf- ur þeirra. „Í skýrslunni kemur m.a. fram að allnokkur bjartsýni sé með- al fyrirtækja á Vesturlandi. Afkom- Síldin, sá dyntótti fiskur, hefur gefið sig vel í Breiðafirði nú í haust. Skip HB Granda, þau Ingunn, Lund- ey og Faxi eru búin að veiða kvóta sína eða við það að klára. Ingunn AK liggur nú bundin við bryggju á Akranesi eftir stutta en snarpa ver- tíð. „Þetta voru þrjár ferðir, eitt- hvað um þúsund tonn sem við tók- um í hverjum túr og lönduðum á Vopnafirði. Hin skipin hjá útgerð- inni eru svo að klára sínar heimild- ir,“ segir Guðlaugur Jónsson skip- stjóri á Ingunni AK 150 í samtali við Skessuhorn. „Við fengum alla síldina úti í Jökuldýpi og Kollu- ál. Það hafa engar fregnir borist af síld við Kolgrafafjörð eða norðan- vert Snæfellsnes. Sú síld sem við vorum að veiða sýndi engin merki þess að hún væri neitt á leiðinni í þá áttina.“ Guðlaugur skipstjóri segir nú óvíst hvað taki við hjá þeim á Ing- unni. Jafnvel eru horfur á að skipið verði að mestu í höfn fram yfir ára- mót. „Það gæti verið að við færum á kolmunna eina veiðiferð. Það er allt í óvissu með loðnuveiðar.“ mþh Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi og for- svarsmenn Íslenska kalkþörunga- félagsins í Bíldudal eiga í viðræð- um um uppbyggingu verksmiðju í Stykkishólmi. Einar Sveinn Ólafs- son framkvæmdastjóri verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal sagði í samtali við Skessu- horn að aðilar væru búnir að hitt- ast nokkrum sinnum. Hann vonast til að um áramótin muni niðurstað- an liggja fyrir og þá einnig tíma- sett áætlun um uppbyggingu. Ein- ar Sveinn segir að forsvarsmenn félagsins hafi gert sínar hagkvæmn- isathuganir og lítist ákaflega vel á Stykkishólm fyrir nýja verksmiðju. „Staðsetningin er góð, öll þjón- usta á staðnum og Breiðafjörðurinn mjög gjöfull á hráefni,“ segir Ein- ar Sveinn. Einar segir að fjármögnun verði ekki vandamál og stefnan verði sett á um tíu manna vinnustað til að byrja með. „Það sem málið snýst um er að Stykkishólmsbær geti út- vegað okkur lóð og aðstöðu og nægjanleg orka verði tryggð,“ sagði Einar Sveinn en um það bil fimm megavatta orku þarf til framleiðsl- unnar. Einar Sveinn segir að fyr- irhuguð starfsemi í Hólminum myndi falla vel að þeirri atvinnu- starfsemi sem er við Breiðafjörð- inn. „Þetta yrði bara til að auka enn frekar þau verðmæti sem fjörður- inn færir byggðinni og ég er bjart- sýnn á að viðræður muni leiða til jákvæðrar niðurstöðu,“ segir Ein- ar Sveinn. Bæjarráð Stykkishólms gaf á dögunum Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra fulla heimild til að halda áfram viðræðum við forsvarsmann Íslenska kalkþörungafélagsins. Fé- lagið hefur starfrækt kalkþörunga- verksmiðju í Bíldudal í rúm tíu ár og við þá verksmiðju starfa um 20 manns. þá Íslenska kalkþörungafélagið vill reisa verksmiðju í Stykkishólmi Einar Sveinn Ólafsson framkvæmda- stjóri Íslenska kalkþörungafélagsins í Bíldudal og fyrrum framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Ingunn AK er nú tryggilega bundin í Akraneshöfn eftir stutta en snarpa lotu á íslensku sumargotssíldinni í Breiðafirði. Haustsíldarvertíð að ljúka hjá HB Granda Bjartsýni ríkjandi hjá stjórnendum fyrirtækja á Vesturlandi an hefur verið nokkuð góð þegar til lengri tíma er litið og uppbygging virðist vera framundan. Sókn mun mest verða á sviði markaðsmála. Þá búa fyrirtækin við viðunandi sam- keppnisstig og almennt má segja að forsvarsmenn fyrirtækja séu skapandi í hugsun og tilbúnir til að feta nýj- ar brautir,“ segir Vífill Karlsson hag- fræðingur hjá SSV um niðurstöðuna, en hann er höfundur skýrslunnar ásamt Einari Þorvaldi Eyjólfssyni. Í skýrslunni má lesa á myndræn- an hátt út úr niðurstöðum einstakra spurninga sem lagðar voru fyrir stjórnendur fyrirtækja á Vesturlandi. Niðurstöðum er skipt niður eft- ir fjórum svæðum Vesturlands, þ.e. Akranesi og Hvalfjarðarsveit, Borg- arfirði, Dölum og Snæfellsnesi. Um hvatann að gerð skýrslunnar seg- ir í inngangi: „Viðkvæmt efnahags- ástand og óljós skilaboð um stöðu atvinnulífsins samhliða takmörkuð- um upplýsingum um fyrirtæki í ein- stökum landshlutum á Íslandi voru hvatinn að skoðanakönnun þess- ari. Leitað var eftir upplýsingum um afkomu fyrirtækjanna til lengri og skemmri tíma, stöðu ýmissa rekstr- arlegra þátta og viðhorfi forsvars- manna fyrirtækjanna til ýmissa við- fangsefna og jafnvel pólitískra spurn- inga er snerta afkomu þeirra. Könn- unin ætti einnig að gefa innsýn í ytra og innra rekstrarumhverfi fyrirtækj- anna sem og hverjar áherslur for- svarsmanna eru um hvar best sé að sækja fram á næstunni.“ Efla þarf markaðsstarf Niðurstöðurnar benda til þess að fleiri fyrirtæki á Vesturlandi sjái fyr- ir sér fjölgun starfa frekar en fækk- un sem ætti að birtast í aukinni eftir- spurn eftir vinnuafli á svæðinu. Það að 90% fyrirtækja á Vesturlandi sjái fyrir fjölgun eða óbreyttan fjölda starfa gæti verið vísbending um gott starfsöryggi fyrir íbúa. Fyrirtækin sem svöruðu könnuninni telja helstu sóknarfærin á Vesturlandi liggja í markaðsaðgerðum en þrjú af fimm efstu atriðum sem nefnd voru tengj- ast þeim, þ.e. þörf fyrir að afla nýrra markaðssvæða eða fara í ímyndar- og/eða auglýsingarherferðir. Þá er vöruþróun einnig mjög ofarlega á blaði. Nettengingum ábótavant Um neikvæða þætti í umhverfi fyrir- tækja á Vesturlandi segir m.a.. „Fyr- irtækin gætu verið betur upplýst um stoðkerfi atvinnulífsins. Framundan eru ýmsar áskoranir sem eru helstar á sviði markaðsmála en að sama skapi eru það tækifæri líka.“ Þá telja flest- ir stjórnendur það vera galla hversu smá samfélögin eru sem fyrirtæki þeirra starfa í. Það leiði til einhæfni vinnuafls og þjónustu sem og dýrra flutninga. Þá hefur mikilvægi net- tenginga aukist mikið og þróunin á Vesturlandi ekki haldið í við kröfurn- ar svo það helsta sé nefnt. Útilokað er að gera svo viðamik- illi skýrslu fullnaðarskil í stuttri frétt. Lesa má skýrsluna í heild sinni á: www.ssv.is mm Svipmynd úr Stykkishólmi. Ljósm. Friðþjófur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.