Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Rafræn áskrift kostar kr. 1.950. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hríðskotabyssumálið ógurlega Í hinu síkvika og gagnrýna þjóðfélagi sem við búum í er ómögulegt að áætla fyrirfram hvernig umræðan næstu daga mun þróast. Liðin vika var aldeilis ekki undantekning. Einhvern veginn kusu fjölmiðlar, hver í kapp við ann- an, að gera að stórmáli byssumál nokkurt sem mikill vafi leikur á að hafi yfirleitt nokkurn tímann átt að rata í fjölmiðla. En fréttamat fjölmiðlafólks og landsmanna flestra er ekki endilega þannig að stóru málin séu tekin í gjörgæslu umræðunnar svo leiði til framfara. Smámálin verða oft fyrir- ferðarmeiri. Að mínu áliti er ekki stórt vandamál hvort lögregla hafi yfir að ráða engri, 100, 200 eða 300 hríðskotabyssum. Mér finnst öllu verra að forsvars- menn yfirvalda kusu í máli þessu að byrja að segja ósatt eða í besta falli að þeir urðu ítrekað missaga. Þannig töluðu lögreglustjóri, landhelgisgæslu- forstjórinn, ráðuneytisfólk og allir hinir í kross. Þetta fólk hélt í einfeldni sinni að hægt væri í nútíma upplýsingasamfélagi að skrökva að almenningi. Ráðamenn féllu á prófinu og almenningur varð hamslaus af bræði. Hafandi sagt þetta þá er ég einn af líklega örfáum sem fagna því að ís- lenska lögreglan hefur yfir vopnum að ráða. Hvort að það er hríðskota- byssa, riffill, afsöguð haglabyssa eða gömul kindabyssa, er það sérfræðing- anna að ákveða, ekki annarra. Ég einfaldlega er fylgjandi því að lögregla hér á landi búi yfir öllum þeim vopnum sem hún telur að nauðsynlegt sé að hafa komi upp aðstæður þar sem grípa þarf til vopna gegn einhverjum vit- leysingum. Vissulega og án fyrirvara getur slíkt gerst og einhvern veginn er hellingur til af vitleysingjum. Þótt DV hafi komið stóra hríðskotabyssumálinu á hreyfingu í síðustu viku er ekkert sem segir að allir fjölmiðlar hefðu átt að lepja það upp og verða undirlagðir þessari hástemmdu umræðu. Mér finnst að á tímum tor- tryggni eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda trausti í garð lögreglu sé þess nokkur kostur. Við þurfum á lögreglu að halda og ekki hvað síst vegna þess að tiltrú á löggjafar- og framkvæmda- valdinu er í lágmarki. Ég hef reyndar varað við því á þessum vettvangi fyrr að ef fólk hættir að treysta löggjafanum er óumflýjanlega næsta skref að fólk hætti að fara að lögum sem hann setur. Nei, fréttir sem ég hefði kosið að sjá meira skrifað og skeggrætt um í síðustu viku, í stað hríðskotabyssumálsins, snerta kjaramál lækna og fólks- fækkun Íslendinga. Lítil frétt í einhverjum miðlinum sagði að borgurum með íslenskan ríkisborgararétt hefði fækkað skuggalega mikið. Þúsundir Íslendinga hafa frá bankahruni flust frá landinu bláa. 9.100 fleiri með ís- lenskt ríkisfang fluttu til útlanda frá byrjun árs 2009 til þriðja ársfjórð- ungs í ár, umfram þá sem flutt hafa heim. Þetta svarar til þess að allir íbú- ar Akraneskaupstaðar, Snæfellsbæjar og Skorradalshrepps hafi flutt af land- inu á undanförnum fimm árum. Í þessum hópi tæplega tíu þúsund Íslend- inga eru læknar ásamt öðru ungu og efnilegu fólki. Þetta eru ungu lækn- arnir sem sætta sig ekki við að fá þriðjungi minna í laun en þeir geta fengið annarsstaðar. Lái þeim hver sem vill. Nú er svo komið að íslenskir læknar og bændur eiga það sameiginlegt að vera starfsstéttir sem lítil endurnýj- un er í og meðalaldur hækkar því. Ég hefði viljað sjá umræðuna í íslensk- um fjölmiðlum í liðinni viku snúast um það að heilbrigðiskerfið hér á landi er brostið og við því þarf að bregðast. Nei, hún snerist um nokkrar byssur, eins og þær leysi vanda þjóðarinnar. Magnús Magnússon Lögreglubíll í forgangsakstri eftir Borgarbraut, á móts við N1 í Borg- arnesi, lenti í hörðum árekstri við jeppling sem beygt var í veg fyrir lögreglubílinn. Óhappið varð um klukkan 16 á mánudaginn. Meiðsli voru ekki alvarleg en þó kenndi ökumaður jepplingsins eymsla í hálsi, að sögn lögreglunnar á Akra- nesi sem fer með rannsókn málsins. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og voru fjarlægðir með kranabíl af vettvangi. mm/ Ljósm. sil. Grunnskólinn í Stykkishólmi hefur verið að tileinka sér notkun spjald- tölva í kennslu enda eru nemend- ur í grunnskólum allir fæddir eft- ir að Internetið og farsímar komu til sögunnar og hafa alist upp við netnotkun og snjalltæki. Til að fjármagna kaup á nýjum spjald- tölvum fyrir skólann hafa kenn- arar tekið höndum saman og leit- að til félagasamtaka og fyrirtækja í Stykkishólmi um styrki til kaupa á spjaldtölvum. Lionsklúbbur Stykk- ishólms ákvað að verða við ósk frá skólanum. Lionsklúbburinn hefur átt mjög gott samstarf við skólann í gegnum árin og Lionsfélagar vilja skólanum allt hið besta. Á Lions- fundi í síðustu viku mætti Gunn- laugur Smárason kennari og tók við gjafabréfi að upphæð 370.000 krónur þar sem skólanum eru gefn- ar sex spjaldtölvur. Margir Lionsmenn hafa ekki náð að fylgja eftir örri þróun tölvunotk- unar. Því þótti ástæða til að Gunn- laugur kynnti fyrir Lionsmönnum hversu fullkomnar spjaldtölvurnar eru og auðveldar í notkun. Gunn- laugur átti auðvelt með útskýra helstu kosti tækjanna og þótt það væri nýr heimur fyrir eldri Lions- menn þá eiga nemendur ekki í nein- um vandræðum að nýta sér mögu- leika þeirra sem auðveldar mörgum þeirra námið. gá Fimmtudaginn 13. nóvember næst- komandi ætlar fólk sem rekur fyrir- tæki og starfar innan ferðaþjónustu á Vesturlandi að koma saman til ár- legs haustfundar. „Þetta er upp- skeruhátíð ferðaþjónustunnar og stendur heilan dag. Við höfum haft svona haustfundi árlega síðustu árin. Fyrst í Dölum, svo á Snæfells- nesi, í fyrra í Reykolti í Borgarfirði og nú er röðin komin að Hvalfjarð- arsveit og Akranesi,“ segir Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands. Markaðsstofan sinn- ir sameiginlegum markaðsmálum fyrir ferðaþjónustuna í landshlut- anum. Nýr og endurbættur vefur Fyrri hluta dagsins verður eytt á Hernámssetrinu að Hlöðum. „Þarna verður farið yfir stöðuna. Við heyrum meðal annars ávarp Páls S Brynjarssonar framkvæmda- stjóra Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi (SSV) en Markaðsstofan fór undir hana í byrjun þessa árs. Rósa Björk Halldórsdóttir mun tala um hlutverk og helstu verkefni Mark- aðsstofunnar. Þarna gefst tækifæri til að líta yfir reynsluna af því að reka Markaðsstofuna undir SSV. Við munum svo frumsýna nýja út- gáfu af erlenda hluta vefsíðunn- ar westiceland.is sem er sameigin- leg heimasíða ferðaþjónustufyrir- tækjanna á Vesturlandi, og stjórnað af Markaðsstofu Vesturlands. Þessi vefur er tilbúinn og verður vænt- anlega settur í loftið nú um mán- aðamótin. Á fundinum ætlum við svo að kynna hann betur fyrir aðil- um í ferðaþjónustunni og laða fram umræðu um vefinn innan hóps- ins. Eins og alltaf með nýjar vef- síður þá eru sjálfsagt einhverjir van- kantar og við munum óska eftir at- hugasemdum og ábendingum þar um svo við getum fínpússað verk- ið. Loks kemur Ragnhildur Sigurð- ardóttir og segir okkur frá hinum nýstofnaða Svæðisgarði Snæfells- ness,“ segir Kristján. Síðdegi á Akranesi og í Hvalfirði „Að þessu loknu förum við svo út á Akranes þar sem við verðum með fund í Bíóhöllinni þar sem gesta- fyrirlesarar munu halda erindi. Þá verður hefðbundin óvissuferð um Hvalfjörð og Akranes. Við endum síðan í kvöldverði á Hótel Glym.“ Kristján segir að nýliðið ferða- sumar hafi verið þokkalegt. „Ég er sammála því sem kom fram hjá ferðaþjónustuaðlinum sem talað var við í síðasta tölublaði Skess- horns. Við erum sátt við sumarið. Veðrið var okkur vissulega óhag- stætt. Ég held það hafi haft áhrif. Ferðafólk er oftast öðrum þræði að elta veður, þannig er það bara. Ef fólk veit af sól og góðu veðri annars staðar þá hefur það til- hneigingu til að stoppa styttra jafnvel þó það sé að ferðast eft- ir fyrirfram gerðri áætlun. Ann- ars sáum við aukningu í gesta- fjölda hér í upplýsingamiðstöð- inni í Hyrnutorgi í Borgarnesi frá fyrra ári. Það er auðvitað jákvætt. Við urðum ekki vör við annað en fólk væri ánægt.“ mþh Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands. Uppskeruhátíð framundan hjá ferðaþjónustunni Rósa Björk Halldórsdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands mun láta af störfum um næstu ára- mót. Kristján Guðmundsson tek- ur við stöðu hennar. Hann hef- ur starfað með Rósu á Markaðs- stofunni síðan í september á síðasta ári. Kristján lauk námi í ferðamálafræðum frá Háskólan- um á Hólum og hefur áður starf- að hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Vesturlandi, svo sem hjá Foss- hótel í Reykholti, í Húsafelli og í Fossatúni. Nýr forsvars- maður fyrir Markaðsstofu Vesturlands Harður árekstur í Borgarnesi Páll Hjaltalín, formaður Lionsklúbbs- ins afhendir hér Gunnlaugi Smárasyni kennara gjafabréf fyrir tölvunum. Lionsklúbbur Stykkishólms gefur grunn­ skólanum sex spjaldtölvur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.