Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Bakveik rjúpnaskytta LBD: Lögreglan í Borgarfirði og Dölum viðhafði töluvert eftirlit með veiðimönnum á svæðinu í upphafi rjúpnaveiði- tímabilsins sem hófst um síð- ustu helgi. Höfð voru afskipti af þó nokkrum veiðimönnum, jafnt á veiðislóð sem á leið til veiða. Höfðu langflestir allt sitt á hreinu, voru með byssuleyfi, veiðikort og byssuna skráða. En misjafn sauður er í mörgu fé og þegar upp var staðið eftir þessa fyrstu veiðihelgi hafði LBD lagt hald á fimm haglabyssur og eina rjúpu. Mega þessir aðilar búast við að verða kærðir fyr- ir vopnalagabrot. Að sögn lög- reglu var ýmsu við borið þeg- ar höfð voru afskipti af veiði- mönnum. Einn ungur veiði- maður sem ekki hafði aldur til að fá byssuleyfi kvaðst bara hafa verið að halda á byssunni fyrir föður sinn sem væri bakveikur. Þrír höfðu gleymt að fá undir- ritaða lánsheimild þegar þeir fengu byssu lánaða hjá félaga sínum. Þá voru nokkrar rjúpna- skyttur tilkynntar að veiðum í óleyfi landeiganda. Af öðrum málum lögreglu má nefna að tveir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í vikunni. Hjá báðum fundust neysluskammtar. Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi lög- reglunnar í Borgarfirði og Döl- um í vikunni. Í tveimur þeirra urðu minniháttar meiðsli á fólki. –þá Atvinnuleysi var 4,1% í september LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 183.200 á aldrinum 16-74 ára á vinnu- markaði í september 2014, sem janfgildir 79,2% atvinnuþátt- töku. Af þeim voru 175.700 starfandi og 7.500 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var því 78,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnu- afli var 4,1%. Samanburður mælinga í september 2013 og 2014 sýnir að atvinnuþátttak- an minnkaði um 2,7 prósentu- stig. Hlutfall starfandi minnk- aði um 1,7 stig og hlutfall at- vinnulausra minnkaði 1,1 stig. Í september 2014 var atvinnu- leysi á meðal 16-24 ára 9,4% á meðan það var 3,2% hjá 25 ára og eldri. -mm Fyrirtæki í sjávar­ útvegi stofna ný samtök LANDIÐ: Stofnfundur Sam- taka fyrirtækja í sjávarút- vegi verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica næstkom- andi föstudag 31. október kl. 13. Í tilkynningu vegna fund- arins segir að á honum muni ræðumenn úr ólíkum greinum útvegarins varpi ljósi á breiða skírskotun hans og mikilvægi fyrir atvinnulíf og samfélag. Yf- irskrift fundarins verður: Sam- keppnisfærni fyrirtækja í sjávar- útvegi. Fundarstjóri verður Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmda- stjóri Codland. –þá Skyndihjálpar­ námskeið hjá RKÍ AKRANES: Rauði krossinn á Akranesi heldur námskeið í skyndihjálp mánudaginn 3. nóvember nk. kl. 18-22. Nám- skeiðið verður í Þorpinu, Þjóð- braut 13. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 431 2270 eða 861 3336. Í tilkynningu vegna námskeiðsins er m.a. sú ábend- ing að rétt sé fyrir þátttakendur að leita staðfestingar fyrir skrán- ingu hjá viðkomandi mennta- stofnun hvort námskeiðið sé tek- ið gilt til eininga eða veiti starfs- réttindi. –þá Aðaltvímenningur framundan BORGARFJ: Borgfirskir bridds- spilarar spiluðu sinn síðasta æf- ingatvímenning fyrir aðaltví- menning vetrarins í Logalandi á mánudagskvöldið. Heldur fjölg- aði spilurum þó að sumir telji sig greinilega ekki þurfa æfingu! Þetta varð einvígi tveggja sterkra para og fyrir tilviljun mættust þau í síðustu setu. Þar voru það Hvanneyringarnir Sveinbjörn og Lárus sem höfðu betur gegn Borgnesingunum Elínu og Guð- mundi. Bæði pör skoruðu nokk- uð yfir 60% og aðrir voru langt að baki. Næsta mánudagskvöld hefst svo aðalkeppni haustsins og mun hún yfirtaka fimm næstu mánudagskvöld. Spilamennskan hefst klukkan 20. -ij Þrjú fíkniefnamál SNÆFELLSNES: Í vikunni komu upp þrjú fíkniefnamál í umdæmi lögreglunnar á Snæ- fellsnesi, í sitthvorum byggða- kjarnanum. Á föstudag voru ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkni- efna bæði í Ólafsvík og Stykk- ishólmi. Báðir viðurkenndu neyslu. Á sunnudag var karl- maður handtekinn í Grundar- firði grunaður um að hafa und- ir höndum fíkniefni. Á honum fundust kannabisefni og áhöld til kannabisneyslu. –þá Síðastliðið laugardagskvöld var haldin í Langaholti í Staðarsveit svokölluð bjúgnahátíð. Það eru þeir félagar Þorkell Símonarson (Keli vert) og Guðni Már Henn- ingsson sem eiga heiðurinn af uppátækinu. Fjölbreytni í elda- mennsku er kannski ekki það sem kemur fyrst upp í hugann þeg- ar bjúgu eru annars vegar, en til- gangurinn með bjúgnahátíðinni er þó einmitt til að sýna fram á annað. Þarna voru hinir ýmsu bjúgnaréttir og má m.a nefna hefðbundin soðin sveitabjúgu, bæði hrossa og kinda, steikt eða grilluð bjúgu í bernaisesósu. Einnig var boðið upp á grillaðar slátursneiðar ásamt ýmsu með- læti. Eftirrétturinn var svo hinn eini sanni Royal búðingur með þeyttum rjóma. Þetta var sann- arlega hið skemmtilegt framtak hjá þeim félögum og er örugg- lega komið til að verða árlegur viðburður. iss „Þetta byrjar nú óvenjulega seint þetta haustið. Yfirleitt gerir hret svona um miðjan eða seinni part- inn í september. Núna í haust kom ekkert hret. Það var ekki fyrr en í miðri síðustu viku sem við þurftum að huga að hálkuvörn í fyrsta skipt- ið í haust. En svo núna frá byrj- un vikunnar höfum við þurft að moka eða hálkueyða á öllum fjall- vegum,“ sagði Guðjón Björnsson starfsmaður Vegagerðarinnar þeg- ar blaðamaður Skessuhorns hitti hann á Vatnaleiðinni á Snæfellsnesi sl. fimmtudag. Þar var hann stadd- ur ásamt félaga sínum Sigurjóni Hilmarssyni að skipta um vegstik- ur. Það voru stikurnar sem glitaug- un voru orðin ónýt á. „Við þurfum að skipta um nokkur þúsund stikur á hverju hausti,“ sagði Sigurjón. Spurðir frekar út í færðina þá í vikunni sögðust þeir Guðjón og Sigurjón meðal annars hafa þurft að hálkueyða á Búlandshöfðanum. Þar myndist oft hálka sérstaklega þeim megin sem sólarinnar gæt- ir síður. „Annars má segja að vetr- arþjónustan sé byrjuð hjá okkur núna, við reiknum alveg með því,“ sagði Guðjón og Sigurjón tók und- ir það. Þeir félagar sögðust þá verða komnir á vaktina upp úr klukkan fimm á morgnana. Þá væri byrjað á því að skoða hvað sæist í myndavél- unum og öðrum rafrænum upplýs- ingum. Ef þær gæfu tilefni til væri strax ræstir út verktakar til mokst- urs. Ef ekkert sérstakt væri að sjá í tölvunni eða öðrum upplýsingum til að dreifa væri farið út á vegina til að kanna ástandið. þá Guðjón Björnsson og Sigurjón Hilmarsson á Vatnaleiðinni. Vetrarþjónustan byrjuð hjá Vegagerðinni Veisluborðið. Hátíð tileinkuð bjúgum Guðni og Keli vert.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.