Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Á þriðja tug grunnskólanema á Akranesi mótmælti verkfalli tónlist- arkennara fyrir utan bæjarskrifstofur sveitarfélagsins síðastliðinn fimmtu- dag. Aldís Ísabella Fannarsdóttir og Olga Katrín Davíðsdóttir fóru fyrir mótmælendum. Aldís Ísabella sagði í samtali við Skessuhorn að mótmæl- endur gerðu þá kröfu að samið yrði við tónlistarkennara sem allra fyrst, því annars væru tónleikarnir Ungir gamlir í hættu. Nú, viku síðar, hefur komið í ljós að ótti ungmennanna var á rökum reistur, því blása varð tón- leikana af sem og fleiri viðburði sem ráðgerðir höfðu verið. Mikill metn- aður er lagður í tónleikana Ungir Gamlir á hverju ári og í ár hafði ver- ið ætlunin að Eyþór Ingi og Friðrik Dór kæmu fram með nemendunum á tvennum tónleikum. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpaði mótmælendur við bæjar- skrifstofurnar á fimmtudaginn. Þar benti hún meðal annars á að það væri Samband sveitarfélaga sem væri í samningaviðræðum við Félag tón- listarkennara, en ekki Akraneskaup- staður með beinum hætti. Regína hrósaði ungmennunum fyrir góða framgöngu í tónlistinni. grþ Vegna endurbóta á aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur frá Deild- artungu að Borgarnesi og Akranesi var lægri þrýstingur á heitu vatni á lögninni allri í gær, þriðjudag. Unnið var við tengingu á nýjum 360 metra löngum kafla af aðveitu- æðinni við Varmalæk. Meðfylgj- andi mynd tók Guðmundur Brynj- úlfsson starfsmaður OR í gær, þeg- ar verið var að rafsjóða nýja bútinn við lögnina. mm Hinir árlegu tónleikar Ungir - Gamlir verða ekki sýndir á menn- ingarhátíðinni Vökudögum í ár eins og fyrirhugað hafði verið. Fleiri tónleikum hefur einnig verið aflýst. Er þetta vegna verkfalls tón- listarkennara. Tónleikarnir Ungir – Gamlir eru sameiginlegt tónlist- arverkefni beggja grunnskólanna og Tónlistarskólans á Akranesi og áttu að fara fram fimmtudaginn 30. október. Tónlistarverkefnið er stærsti viðburður í tónlistarlífi ung- linga á Akranesi og hefur verið ár- viss viðburður í dagskrá Vökudaga allt frá árinu 2007. Vonbrigði nem- enda eru því mikil eins og gefur að skilja. Ungir - Gamlir hafa notið mikilla vinsælda hjá bæjarbúum á Akranesi og hefur verið húsfyllir á tvennum tónleikum undanfarin ár, þeim fyrri sem haldnir eru fyrir nemendur og þeim síðari sem eru fyrir aðra gesti. Jafnan hefur verið fengið þekkt söng- og tónlistarfólk til að spila og syngja með krökkunum en gestirnir leiðbeina einnig börnunum á æfing- um vikuna fyrir tónleikana. Margir góðir gestir hafa komið fram á tón- leikunum. Í ár stóð til að söngvar- arnir Friðrik Dór og Eyþór Ingi myndu syngja með krökkunum. Að sögn Lárusar Sighvatssonar skóla- stjóra Tónlistarskólans á Akranesi gæti verið að tónleikarnir verði settir aftur á dagskrá næsta vor. „Það er samt óákveðið. Við vorum með gestatónlistarmenn sem eru bókaðir langt fram í tímann, sér- staklega á þessum árstíma og því er ekki hægt að hafa tónleikana á þessu ári fyrst svona fór.“ Þá seg- ir Lárus að öðrum viðburðum sem hafi verið á dagskrá á Vökudögum á vegum tónlistarskólans hafi verið aflýst. Þar má nefna súputónleika sem áttu að vera í anddyri tónlist- arskólans í hádeginu á föstudag og opið hús sama dag. „Í raun allt sem átti að vera á vegum tónlistarskól- ans hefur verið fellt niður. Ekki er enn komið í ljós hvort tónleikum Vallarsels og Þjóðlagasveitarinnar verði frestað en þeir eru í uppnámi. Það eru bara þeir viðburðir sem eru bókaðir hér í salnum sem eru enn á dagskrá, svo sem kaffihúsatón- leikar Rósu Guðrúnar 2. nóvember og tónleikar Kórs Akraneskirkju 4. nóvember.“ grþ Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdótt- ir í Leyni á Akranesi endaði tíma- bilið vel í á LET Access mótaröð- inni sem hún keppti á í sumar, en þessi mótaröð er til hliðar við Evr- ópu mótaröðina. Valdís keppti á 13 mótum í sumar og náði í heildina ágætum árangri. Á síðustu fimm mótunum komst hún í gegnum niðurskurðinn á fjórum mótum og var í topp tíu á tveimur af þeim. Þar fyrir utan var hún hársbreidd frá því að komast í gegnum niður- skurðinn á nokkrum mótum. Valdís Þóra keppti á tveimur síðustu mót- unum núna í október. Annað mót- ið var á eyju sem Íslendingar þekkja vel til, Krít, þar sem hún varð í 9.-10. sæti. Náði sínu besta skori á tímabilinu, lauk keppni á 216 högg- um eða þremur höggum undir pari. Síðasta hringinn fór hún á þrem- ur höggum undir pari. Hitt mót- ið var á Asóreyjum. Þar lenti hún í 26. sæti. „Ég sleppti tveimur mótum í lok tímabilsins því það var óskynsam- legt að fara í fjögur mót í röð og ég vildi líka vinna í ákveðnum hlutum og bæta þá,“ sagði hún í samtali við Skessuhorn. Valdís Þóra er á leið til Texas í USA þar sem hún verð- ur við æfingar út nóvembermánuð. „Ég var þar í skóla og verður fók- usinn settur á æfingar og mikla lík- amsrækt til þess að vera í feikna formi og góðu þoli þegar ég fer til Marokkó,“ segir Valdís Þóra. Eins og í fyrra tekur hún þar þátt í úr- tökumótum fyrir Evrópu mótaröð- ina. Fyrra úrtökumótið í Marokkó verður 8.-11. desember og þar get- ur hún tryggt sér þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótsins sem verð- ur 17.-21. desember. Ekki er kom- ið á hreint hversu margar komast áfram og fer það eftir fjölda kepp- enda. „Mér líður bara vel fyrir þetta mót. Ég var aðeins farin að sýna mitt rétta andlit í enda tímabilsins og spila golf sem að var miklu lík- ara mínu besta golfi,” segir Valdís Þóra. þá Á miðvikudaginn fyrir viku hófst verkfall tónlistarkennara sem eru félagsmenn í FT (Félagi tónlistar- kennara). Öll kennsla hjá þessum kennurum vítt og breitt um land- ið fellur niður á meðan á verkfalli stendur. Nýjustu fregnir herma að hvorki gangi né reki í lausn kjara- deilunnar. Mjög er mismundani hvort allir eða hluti kennara við einstaka skóla eru í verkfalli. Í til- kynningu frá Tónlistarskóla Akra- ness sama dag og verkfallið hófst kom t.d. fram að fjórir kennarar við skólann eru félagsmenn í FÍH, Fé- lagi íslenskra hljómlistarmanna, og eru þeir ekki í verkfalli og kenna samkvæmt stundaskrá. mm Þjóðlagasveitin á Akranesi hef- ur sent opið bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til þess að meta tónlist- arkennslu að verðleikum. Bréfið í heild er þannig: „Nú stendur yfir verkfall hjá um 500 tónlistarkennurum sem bitn- ar á kennslu margra tónlistarnem- enda víðsvegar um landið, þar með talið nítján stelpna á Akra- nesi. Þessar stelpur hafa stundað nám við Tónlistarskólann á Akra- nesi frá blautu barnsbeini, flest- ar frá 7 ára aldri. Þjóðlagasveitin hefur verið áberandi (viljum við meina) í tónlistarflórunni á Akra- nesi undanfarin ár og vonandi um ókomna áratugi ef þið leyfið. Frá 2001 hafa verið settar upp 9 sýningar og nokkur samstarfs- verkefni með öðrum tónlistar- mönnum og hópum. Sveitin hef- ur spilað opinberlega á óteljandi uppákomum víðsvegar um landið, ferðast erlendis og sett upp sýn- ingar þar ásamt því að hafa gefið út tvo geisladiska. Að baki hverr- ar sýningar liggur gífurleg vinna eins og eflaust margir gera sér grein fyrir og ótal klukkustundir í æfingum. En æfingar eru ekki nóg til að sýningar líkt og okkar fæð- ist. Til þess þarf góðan kennara sem gefur sér þann tíma sem til þarf til að koma á slíkri sýningu. Hann þarf að hafa metnað og drifkraft til að halda úti batterýi sem þessu ásamt óbilandi áhuga og hæfni í tónlist og kennslu. Tónlistarkennarar hafa margir hverjir verið í námi við sína sér- grein frá 6 til 7 ára aldri, það er lengri tími en nokkur önnur stétt stundar við nám í sinni sérgrein eða í allt að 18 ár eða meira! Þjóðlagasveitin hefur nán- ast haldist í sama horfi frá upp- hafi. Hún hefur þróast í eins kon- ar fjölskyldu sem hefur tekið þátt í uppeldi okkar allra en við höf- um flestar stundað nám hjá sama kennaranum frá fyrsta skóladegi. Í dag er stór hluti okkar fluttur að heiman og jafnvel kominn með börn, en finnst samt sem áður ómissandi þáttur að vera partur af þessari sveit. Meðlimir og kennari hafa lagt mikinn tíma og keyrslu í hverja æfingu. Sumir hafa jafn vel látið sig hafa það að keyra frá Reykjanesbæ í hverri viku til að mæta á æfingar. Þetta er alls ekki sjálfsagt mál! Við erum börnin sem neitum að fara að heiman og af gefnu tilefni! Við lifum við þann lúxus að vinna með manni sem býr til töfra og lætur áhorfendur upp- lifa allan tilfinningaskalann á inn- an við 90 mínútum. Þetta er bara eitt dæmi um það óeigingjarna og tímafreka starf sem tónlistar- kennarar starfa við og það eru ef- laust hundruðir, jafnvel þúsundir íslendinga sem geta sagt væmnar sögur af sínum kennurum og geta ekki hugsað sér lífið án tónlistar- menntunnar. Sveitin hefur hlotið mikið lof fyrir okkar tónlistarfluttning. Það sama má segja um allt það frábæra tónlistarfólk sem við höfum hérna á Íslandi sem eiga svipaðan bak- grunn og við! En hvers vegna er það svo að þið, kæru yfirvöld eruð tilbúin að hlusta á, njóta og hrósa loka afurðinni en ekki viðurkenna þá raunverulegu vinnu sem er á bakvið hvern nemanda sem tekur upp hljóðfæri. Metum tónlistarmenntun að verðleikum.“ Fyrir hönd stelpnanna í Þjóð- lagasveitar Tónlistarskólans á Akranesi, Ása Katrín Bjarnadóttir Helena Másdóttir Unnur Þorsteinsdóttir. Ljósm. Kristinn Pétursson. Valdís Þóra með góðan árangur á síðustu mótunum Mótmæltu á Akranesi Nemendur börðu á trommur og potta, blésu í flautur og kölluðu „Engan launa- mismun“ fyrir framan bæjarskrifstofurnar. Matti Matt og Pétur Guðmundsson syngja á tónleikum. Ljósm. úr safni. Tónleikarnir Ungir ­ Gamlir felldir niður Þjóðlagasveitin sendir Sambandi íslenskra sveitarfélaga opið bréf Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í viku Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna stundar nám á harmónikku við Tón- listarskóla Akraness. Á þriðjudagskvöldið í liðinni viku reyndist hann síðasti nemandi skólans fyrir verkfall kennara í FT. Kennarinn er Rut Berg Guðmunds- dóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.