Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Spurningaþátturinn Útsvar er áreiðanlega meðal vinsælustu þátta sem hafa verið í Ríkissjónvarpinu. Það fer ekki hjá því að þeir sem oft- ast eru í spurningaliðunum verða kunnuglegir og jafnvel eftirminni- legir sjónvarpsáhorfendum. Einn af þeim sem vakið hefur athygli er Sigfús Almarsson í liði Snæfells- bæjar. Sigfús er kokkur í Grunn- skóla Snæfellsbæjar og þótti sýna bæði glaðbeitta framgöngu í þátt- unum og yfirgripsmikla þekk- ingu einkum í spurningum tengd- um sögu. Blaðamaður Skessuhorns þekkti raunverulega ekkert til ann- ars með Sigfúsi þegar hann óskaði eftir að fá að hitta hann í spjalli fyr- ir vestan. Á leiðinni frá Ólafsvík og út á Hellissand, þar sem Sigfús býr, voru m.a. tilkynningar í útvarpinu um skyndilokanir á veiðisvæðum. Það var búið að loka fjölda svæða, meira að segja Verkamannabankan- um og svæðum út frá Glettinganesi og Glettinganesgrunni. Kannski var blaðamaður einmitt að fara að hitta fyrrum sjómann, ekki ólíklegt í gömlu sjávarþorpi eins og Hellis- sandi. Hefur mikla athyglisgáfu Sigfús kom morgunhress til dyra á heimili sínu á Hellissandi þennan fimmtudagsmorgun. Það var vetr- arfrí í skólanum. Blaðamanni var boðið upp á kaffi í því rými, sem yfirleitt er það heimilislegasta, í eldhúskróknum. Spjallið hófst á því að ræða aðeins um Útsvarið, hvers vegna Snæfellsbær væri ekki með lið þetta árið. Sigfús sagði að sér virtist að það væri vegna breyttra reglna. Stigafjöldi réði ekki eins miklu með þátttöku liða og áður. „Reynd- ar vorum við í liðinu núna síðast öll ákveðin að afsala okkur sæti. Þetta var orðið ágætt. Við dekk- uðum sviðið ágætlega öll þrjú. Ég krafðist þess reyndar að yfirmaður minn Magnús skólastjóri yrði með í liðinu. Hann er góður í íþróttun- um og veit ýmislegt en er stundum svolítið fljótfær. Ég hef ágætt lag á því að dempa hann niður. Guðrún Fríða er góð í öllu því sem teng- ist náttúrufræði. Ég er aftur á móti góður í sögunni og þessu gamla. Það er mín sérþekking,“ segir Sig- fús. Blaðamaður spyr hvernig þessi þekking hafi orðið til. „Ég er með góða athyglisgáfu og þannig er það með margt mitt fólk. Ég tek eftir öllu í kringum mig og er með gott langtímaminni. Ég er t.d. mjög rat- vís í borgum og hef leitt ýmsa sam- ferðamenn um margar borgirn- ar. Mín aðferð er sú að ég byrja að mynda kennileiti og ferðast síðan út frá því alveg óhræddur um að rata svo sömu leið til baka.“ Öldurnar voldugri við Snæfellsnesið Sigfús kom til Hellissands fimm ára gamall. Móðir hans er þaðan en föðurættin er norðan frá Dalvík þar sem hann átti heima fyrstu fimm ár ævinnar, frá 1955 til 1960. „Ég man samt ótrúlega mikið eftir mér frá Dalvík og líka frá því að ég var hjá ömmu minni þar nokkur sum- ur eftir að við fluttum vestur. Þar bjuggu meðal annars Grímseying- ar man ég sem voru ógnvaldar að því leyti að þeir skutu kettina í bæn- um. Þeir höfðu ekki vanist köttum úti í eyjunni og fannst þessi kvik- indi alveg óþörf. Ferðalagið vest- ur til Hellissands var mjög eftir- minnilegt. Þú manst kannski eft- ir gömlu mjólkurbílunum hvernig þeir voru. Pallbílar með húsi fyrir svona átta manns. Mjólkurbílstjór- inn í Svarfaðardalnum tók að sér að flytja okkur vestur. Þetta ferðalag tók eiginlega allan daginn. Mér er það minnisstætt að þegar við kom- um upp á hólinn að Kirkjuhóli við Garða blasti við brimið úti fyr- ir Snæfellsnesi. Ég hreifst að því hvað öldurnar voru stórar og fannst þær miklu voldugri en ég var van- ur á Dalvík. Í huganum var ég bú- inn að byggja upp mynd af Hellis- sandi áður en ég kom þangað. Þar væri ekki mikið meira en húsið hjá afa og ömmu og fjaran og sandur- inn fyrir framan.“ Leikvöllurinn frá fjalli til fjöru Sigfús segir að það hafi verið al- veg nýr heimur sem blasti við hon- um á Hellissandi. „Þarna var nátt- úrlega eitt elsta sjávarþorp á land- inu og fram undir þetta höfðu ekki orðið svo miklar breytingar í lang- an tíma nema á húsakosti. Það var t.d. ekki langt frá því að mjólkurbú var í Rifi og mjólkinni ekið þaðan á hestvagni inn á Sand og í nágrenn- ið. Ég hafði aldrei séð hraun áður en ég kom vestur og hraunbreið- urnar hérna fyrir ofan voru enda- laus ævintýraveröld. Leikvöllurinn var líka fjörurnar og það var með- al skemmtilegra leikja að búa til sandbáta og keppa í sjómennsku. Krakkar notuðu bárujárn og ýmis- legt í sandbátana og útbjuggu stýri og skraut á þá. Síðan snerist keppn- in um það að þegar sjórinn féll að var keppst við að moka upp að inn- anverðum bátnum og halda sér sem lengst þurrum. Sumir voru svo með varabáta nær fjöruborðinu sem að stokkið var í. Dagarnir liðu fljótt í ýmsum leikjum.“ Sjóslys í beinni Ástæðan fyrir því að fjölskyldan flutti frá Dalvík á Hellissand seg- ir Sigfús að hafi verið að faðir hans var sjómaður og oft var sótt vestur fyrir land á haust- og vetrarvertíð- um. „Faðir minn var orðinn þreytt- ur á því að vera langdvölum frá fjöl- skyldunni af þessum sökum og sá að hérna var betri framtíð fyrir fjöl- skylduna. Á þessum tíma varð stóra breytingin hér þegar landshöfnin í Rifi var gerð um 1955. Þá stórjókst hér útgerð og bátarnir sem hér voru gerðir út urðu tugum tonna stærri en áður. Pabbi réri með Sigurði Kristjónssyni á Skarðsvík SH. Fyrsta Skarðsvíkin var danskur eikarbátur. Hann fór niður skömmu eftir að við komum vestur. Það var mjög eftir- minnilegt og við fylgdumst með því í beinni útsendingu á bátabylgjunni í útvarpinu. Það var ógnvænlegt og spennuþrungið. Þetta var í febrú- arveðrinu 1962 þegar togarinn El- liði frá Siglufirði fórst og tveggja skipverja í gúmmíbáti frá skipinu var saknað. Skarðsvíkin var meðal báta sem leituðu. Pabbi og áhöfn- in fann gúmmíbátinn en mennirnir tveir voru dánir í honum. Klukku- tíma eftir að þeir fundu bátinn fór Skarðsvíkin niður. Sem betur fer var Guðmundur Kristjónsson bróð- ir Sigurðar á Skarðsvíkinni skammt undan á bát sínum Stapafellinu og bjargaði áhöfn bróður síns.“ Fór aldrei á sjóinn Sigfús byrjaði í skreiðarvinnu tíu ára gamall. „Það fengu allir krakk- ar vinnu og nóg að gera í fiskin- um. Við yngstu fengum vinnu við að taka skreiðina úr hjöllunum og búa hana undir pökkun. Ég vann í fiski flest unglingsárin en fór aldrei á sjóinn. Það er svolítið merkilegt með það, eins og hvað mikið var af sjómönnum sem stendur að okkur bræðrunum sex, að það er aðeins Halldór einn af þeim elstu sem er sjómaður. Hann var mikið á frakt- skipum og var skipstjóri á Suður- landinu þegar það sökk í byrjun ní- unda áratugarins,“ segir Sigfús. Að- spurður um skólagöngu segir hann að gagnfræðanámi hafi hann lokið í Hagaskólanum í Reykjavík. Sigfús starfaði einnig sem ungur maður talsvert að verslun og meðan hann var heima á Hellissandi vann hann hjá útibúi Kaupfélags Borgfirðinga á Hellissandi. „KB var stórveldi á sínum tíma og var með útibú víða á Snæfellsnesi og einnig á Akranesi. Leiðin hjá mér lá því í Samvinnu- skólann á Bifröst þaðan sem ég lauk námi 1982. Um þetta leyti var far- ið að fjara ansi mikið undan kaup- félögunum. Útibúinu hér á Hellis- sandi og víðar var lokað.“ Sjálfmenntaður í matargerð Í ellefu ár bjó Sigfús í Reykjavík og starfaði þá lengst af við fasteigna- sölu og í heildverslun hjá Páli í Pól- aris. Þegar Sigfús er spurður um menntun sína í matargerðarlist- inni segist hann ekki vera mennt- aður matreiðslumaður. „Ég kalla mig matargerðarmann. Er sjálf- menntaður í matargerð. Þetta þró- aðist þannig að ég fór að elda heima hjá mér. Fyrstu tvö búskaparárin mín og Sigrúnar minnar sinnti ég ekki eldamennsku. Svo fór ég að prófa mig áfram og hafði gaman af. Konunni minni líkaði það ekki illa. Fyrsta stóra verkefnið mitt í mat- argerð var að ég tók að mér elda- mennsku um borð í gamla varð- skipinu Þór eitt sumar. Það var þá orðið björgunarskip og Halldór bróðir minn var annar tveggja skip- stjóra á skipinu. Þetta gekk vel hjá mér þetta sumar um borð í Þór.“ Svörtuloft í gamla kaupfélagshúsinu Ekki fannst Sigfúsi og fjölskyldu það vænlegt til langframa að búa á höfuðborgarsvæðinu. Leiðin lá því aftur vestur á Hellissand þeg- ar leið á níunda áratuginn. „Við keyptum til að byrja með sumar- hús hérna. Leigðum okkur svo stærra húsnæði þegar við komum hingað til starfa og ég var hér við kennslu fyrstu árin. Fljótlega eftir að ég kom fékk ég áhuga fyrir að kaupa gamla Clausen verslunar- húsið sem útibú kaupfélagsins hafði verið í en stóð nú autt. Draumurinn var að koma þar upp matsölustað. Hérna var ekki matsölustaður og mér fannst vanta stað þar sem fólk gæti sest niður, fengið sér góðan mat og kannski bjórglas með. Við létum þann draum verða að veru- leika og vönduðum til eins og frek- ast var kostur. Það voru ýmis stað- artengd nöfn sem komu til greina á veitingastaðinn. Endirinn var sá að við kölluðum hann Svörtuloft. Sumum fannst það full kraftmik- ið nafn, því hann væri ekki þekkt- ur fyrir annað en vera dauðakista sjómanna. Ekki leist sjómönnum og aðstandendum þeirra hérna á svæðinu heldur vel á það að ég ætl- aði að gera út á fiskrétti á staðnum. Sjómenn vilja nú frekast sneiða hjá fiskinum þegar þeir koma í land. Ég hugsaði hins vegar á þeim nót- um að bjóða upp á það sem svæðið væri þekkt fyrir og fólk gæti borð- að steikurnar alls staðar. Útkoman var sú að ferðamaðurinn var ákaf- lega hrifinn af fiskinum og fiskrétt- irnir slógu í gegn. Ég held ég hafi verið frumkvöðull í því meðal veit- ingamanna að bjóða upp á „Local food,“ það sem svæðið hefur upp á að bjóða.“ Botnlaus vinna í fimm ár Sigfús segir að veitingahúsið Svörtu- loft hafi strax í upphafi öðlast mikl- ar vinsældir. „Strax fyrsta sumarið árið 1999 var mikið að gera, miklu meira en ég bjóst við. Svo var eins og þetta yndi bara upp á sig. Þetta gekk bara mjög vel. Var brjálað að gera yfir sumarið en minna á vet- urna. Þá reyndum við að hafa við- burði og ná þannig fólki og hóp- um til okkar. Tókum líka að okkur veisluhöld. Það verður þó að segj- ast að það var áfengissalan og pöbb- inn sem hélt starfseminni mikið til gangandi yfir veturinn. En þetta var gríðarlega mikil vinna og mjög bindandi. Maður var oft ekki bú- inn að ganga frá fyrr en fimm að- fararnótt sunnudags og var svo aftur mættur fyrir klukkan tíu um morg- uninn. Þannig var þetta mikið til allt árið, mjög bindandi. Eftir fimm ár ákváðum við að selja staðinn. Þá var ég búinn að skila tíu ára vinnu og þetta var orðið ágætt.“ Börnin vilja þjóðlegan mat Sigfús gat sér gott orð þegar hann starfrækti Svörtuloft og jafnvel fyrr sem listakokkur. Hann hefur síð- ustu tíu árin verið kokkur í mötu- neyti Grunnskóla Snæfellsbæjar. Aðspurður segir hann að börnin séu yfirleitt ekki matvönd og líki matur- inn ágætlega. „Við erum með hand- bók frá Lýðheilsustofnun og reynum eins og öll skólamötuneyti að hafa hollan mat fyrir börnin. Þegar ég byrjaði í skólanum var grænmetis- neysla barnanna lítil. Fljótlega sett- um við upp salaltbar þar sem börnin gátu sjálf valið sér meðlæti. Reynsl- an af því er góð og mér sýnist að grænmetisneysla barna hafi tífald- ast. Þau vilja greinilega velja græn- metið sjálf sem þau borða. Reynslan er líka sú að þeim finnst t.d. gufu- Nýr heimur blasti við honum á Hellissandi Sigfús Almarsson hefur góða athyglisgáfu og þykir lystakokkur Sigfús með gamla salthúsið á Hellissandi í baksýn. Fjölskylda Sigfúsar bjó í Lárusarhúsi fyrstu árin á Hellissandi. Það hús er nú búið að gera upp og er eitt fallegasta húsið í þorpinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.