Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Þriggja rétta kvöldverður að hætti hússins. Gísli Einarsson sér um veislustjórn Hljómsveitin Kopar leikur fyrir dansi Húsið opnar kl 20:00 Borðhald hefst kl 20:30 Miðaverð aðeins 6000 krónur Aldurstakmark 18 ár Gle ðifundur Árshátíð Ungmennafélags Reykdæla verður haldin í Logalandi laugardaginn 8.nóvember Miðapantanir hjá Báru í síma 8944066 eða Jónu 6994695 eða á netfangið jonaester@vesturland.is Panta þarf miða fyrir miðvikudaginn 5.nóv Fjölmiðlafyrirtækið Skessuhorn ehf er nú í stefnumótunarvinnu þar sem ákveðið er hvernig nýjum tím- um verður mætt. Fjölmiðlar lands- ins og reyndar heimsins alls ganga í gegnum gríðarlegar breyting- ar um þessar mundir enda er fjöl- miðlanotkun fólks að breytast og landamæri að hverfa. Nýjar sam- skiptaleiðir hafa opnast og síbreyti- leg notkun fólks á fjölmiðlum og fréttaöflun, gerir kröfu um að fjöl- miðlar stígi út fyrir þann þæginda- ramma sem þeir hafa e.t.v. gleymt sér í. Fjölmiðlar þurfa semsé að taka ákvarðanir um breytingar ætli þeir að halda lífi. Á Skessuhorni er nú verið að fara yfir verkferla, skipurit og hvaða verkefni verð- ur tekist á við í framtíðinni. Verið er að móta framtíðarsýn fjölmiðils- ins. Eggert Herbertsson viðskipta- fræðingur var í sumar ráðinn til að stýra þessu verkefni. Nú þegar hef- ur verið ákveðið að efla fyrirtækið á sviði margmiðlunar á veraldar- vefnum, byrjað er að selja rafrænar áskriftir og breyta vef Skessuhorns í samstarfi við Nepal hugbúnaðar- gerð. Það skal tekið fram að stór- felldar breytingar á prentmiðlin- um Skessuhorni eru ekki ráðgerðar. Einhverjar áherslubreytingar verða þó á efnistökum og vali til að mæta þörfum yngri lesenda og munu þær breytingar líta dagsins ljós á næstu mánuðum og misserum. Þá er Sjónvarp Skessuhorns ofarlega á óskalistanum og tilraunir hafnar á því sviði. Próf í alþjóða samskiptastjórnun Meðal þess sem strax kom í ljós í fyrrnefndu breytingaferli var að nauðsynlegt væri að ráða í nýtt starf markaðsstjóra á Skessuhorni. Markaðsstjóri mun bera ábyrgð á öllu sölustarfi og tekjuöflun fyr- irtækisins, miðlun um samfélags- miðla, öflun nýrra verkefna og mótun annarra. Emilía Ottesen var ráðin og hefur þegar tekið til starfa sem markaðsstjóri. Emilía er 27 ára, fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur stundað háskólanám í alþjóða samskiptastjórnun (e.inter- national communication manage- ment) í Hollandi. Hún var áður stúdent frá Verslunarskóla Íslands, gift Bjarka Jens Gunnarssyni Scott og saman eiga þau soninn Ólaf Dór tveggja ára. Eftir að Emilía lauk há- skólanámi í Hollandi fluttu hún og Bjarki Jens aftur á Akranes. Eftir að fæðingarorlofi lauk hefur hún m.a. tekið að sér markaðsmál fyrir Írska daga og Bíóhöllina á Akranesi auk þess að hafa verið kosningastjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar. En forvitnumst aðeins um Emilíu og sýn hennar á framtíðina og nýja starfið. Varð að fylgjast með „Ég hef alltaf haft áhuga á fjöl- miðlum og fylgst vel með fréttum. Þannig þurfti ég ekki langan um- hugsunarfrest þegar mér bauðst þetta starf. Áhugi minn á fjölmiðl- um jókst töluvert þegar ég flutti til Hollands og fann hversu mikil- vægt það var fyrir mig að fylgjast með fréttum heima á Íslandi. Ég hef alltaf haft áhuga á samskiptum, sama hvort það eru innri samskipti fyrirtækja eða markaðssamskipti. Undanfarin ár hef ég haft gríðar- legan áhuga á samfélagsmiðlum og hvernig megi nýta þá á réttan hátt til að ná til neytenda. Ég er einnig áhugaljósmyndari og mikill nautna- seggur. Það besta sem ég veit er að eyða tíma með fólkinu mínu, borða góðan mat og fá mér kannski eitt vínglas með, eða tvö.“ Flokkar fréttir eftir áhugasviði Emilía telur áhugasvið ungs fólks ekki vera að breytast en aðstæð- ur og tækni sé hins vegar að taka breytingum. „Það er orðið mun auðveldara fyrir ungt fólk að fá ein- göngu fréttir tengdar sínu áhuga- sviði. Áður fyrr þurfti fólk að fara í gegnum mikinn skóg upplýsinga til að finna það sem það vildi lesa eða horfa á. Í dag gerir til dæmis Facebook þessa undirbúningsvinnu fyrir þig. Það er allt skráð; aldur, kyn, nám, vinnustaðir, áhugamál, trúarbrögð og leitarniðurstöður sem byggja á því sem þú hefur verið að fylgjast með á netinu. Þess vegna birtist til dæmis óhemju mikið af viðeigandi upplýsingum og frétt- um fyrir einstakling á Facebook síðu viðkomandi og þar af leiðandi notar viðkomandi eingöngu Face- book til að nálgast fréttir eða grein- ar. Ég held að þessi þróun sé rétt að byrja og að við munum fá megn- ið af fréttum framtíðarinnar í gegn- um samfélagsmiðla. Á hinn bóginn held ég að það verði áfram ákveð- ið hlutfall af ungu fólki sem að kýs að lesa fréttir í blöðum rétt eins og verið hefur, ásamt svo auðvitað að vera virkir þátttakendur á netinu. Þó að við verjum sífellt meiri tíma framan við tölvuna er alltaf notalegt að lesa af pappír. Í mínu tilfelli hvíl- ir það aðeins augun og mér finnst það slakandi,“ segir Emilía. Breyta þarf umræðuhefðinni Emilía var fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar ráðin til að stýra kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna á Akranesi. Á landsvísu hefur kosn- ingaþátttaka Íslendinga fallið úr 85% í 65% á fjörutíu árum. Einkum eru það ungir kjósendur sem í vax- andi mæla sleppa því hreinlega að mæta á kjörstað. Þetta veldur mörg- um áhyggjum og síst til þess fallið að styrkja lýðræðið. Hvað veldur þessu áhugaleysi kjósenda framtíð- arinnar? „Í kosningabaráttunni í vor sá ég það mjög greinilega að margt ungt fólk hreinlega skammast sín fyr- ir að hafa áhuga á pólitík. Umræð- an um pólitík undanfarin ár hefur verið neikvæð og hefur greinilega haft mótandi áhrif á áhuga yngra fólks gagnvart stjórnmálum. Svo ég tali eingöngu út frá minni reynslu í þessum sveitarstjórnarkosning- um, þá nýttum við samfélagsmiðla og auglýsingar til að ná til yngra fólks og skipulögðum viðburði fyrir þennan hóp til að koma áleiðis upp- lýsingum varðandi sveitarstjórnar- mál og það virkaði upp að ákveðnu marki. Varðandi þróunina og hvern- ig hægt er að snúa henni við tel ég í fyrsta lagi að það ætti að skoða raf- rænar kosningar af mikilli alvöru. Í annan stað hafa íslenskir stjórn- málamenn ekki beinlínis verið að gera hosur sínar grænar fyrir kjós- endum framtíðarinnar. Umræðu- hefðin mótast af rifrildi, stóryrtum yfirlýsingum um hvað allir aðrir séu vitlausir og þegar slík síbylja heldur áfram þá missa allir áhuga fyrir að fylgjast með pólitík. Ekki bara ung- ir kjósendur. Þá mættu stjórnmála- menn fara að íhuga að það sem þeir lofa fyrir kosningar, þarf að standa við. Þeim sem ekki gera það verður vonandi refsað í meira mæli en ver- ið hefur.“ Alhliða fjölmiðill Emilía segir það staðreynd að um- hverfi fjölmiðla sé að breytast og væntanlega muni sú þróun halda áfram. „Með nýrri tækni er mögu- legt fyrir einn fréttamann að taka blaðaviðtal, mynda og taka upp fréttaskot í formi myndbrota og skrifa veffrétt, allt í sömu ferðinni. Þessi sami fréttamaður getur svo tal- að inn á fréttina, klippt hana og sett til birtingar á fréttasíðu. Þetta ger- ir það að verkum að miðill eins og Skessuhorn getur nýtt eina ferð til að gera fjölbreyttar fréttir um sama viðfangsefnið. Í þessu felast gífur- leg tækifæri sem ég tel að fjölmiðlar muni nýta í framtíðinni, séu þeir eru ekki farnir til þess nú þegar.“ Nýr markaðsstjóri er að endingu beðinn að setjast í spámannssætið og svara því hvernig fjölmiðill eins og Skessuhorn gæti orðið eftir t.d. fimm ár? „Markmið Skessuhorns hefur alltaf verið að flytja fólki á Vesturlandi fréttir af Vestlending- um í starfi og leik og það mun ekki breytast. Ég sé fyrir mér að blaðið nái til yngra fólks með fjölbreyttara og kannski léttara innihaldi og að fjölmiðillinn muni nýta sér þá tækni- þróun sem á sér stað til að koma efninu á framfæri. Í því felst að nýta nýjar miðlunaraðferðir til að halda áfram að flytja fólki fréttir, því það er eitthvað sem mun aldrei breytast að það verður eftirspurn eftir þeim. Eftir fimm ár sé ég Skessuhorn fyr- ir mér sem alhliða fjölmiðil og leið- andi landshlutamiðil eins og hann hefur verið. Við munum flytja frétt- ir í prenti, á heimasíðu, samfélags- miðlum og í formi vefsjónvarps.“ mm Fjölmiðill í stefnumótun til að mæta breyttum tímum Emilía Ottesen ráðin í nýtt starf markaðsstjóra á Skessuhorni Emilía Ottesen, markaðsstjóri Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.