Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 an oft kölluð til að borða með mér í virðingarskyni. Í stuttu máli þá gjörsamlega féll ég kylliflatur fyrir þessu stórkostlega landi og yndis- legu þjóð, sem auk þess tók á móti mér með þeirri bestu og hollustu matargerðarlist sem ég hef kynnst. Ekki var veðurfarið verra, því í Suð- ur-Víetnam er aldrei vetur, heldur þurrka- og rigningartímabil. Hiti er almennt frá 25-35 gráður. Víetnam er hins vegar mjög stórt og langt land. Þannig að t.d. í norðurhlut- anum þar sem höfuðborgin Hanoi er, þar eru fjórar árstíðir. Þar vetrar, enda komið að landamærum Kína. Mister P og risa­ fiskiðjuverið Pálmi segir að skemmtilegt vanda- mál hafi kom upp meðal starfs- liðsins sem hann vann með í Víet- nam og USA og einnig á meðal við- skiptaaðila. „Vandinn var að ég hét Pálmi Pálmason og æðstráðandi í USA hét Pálmi Sveinn Pálmason. Þetta olli miklum ruglingi. Málið var leyst af Víetnömum sjálfum og helst til þessa dags. Pálminn í USA fékk að halda sínu nafni, en Pálm- inn í Vietnam fékk nafnið Mr. P. og aldrei nefndur þar í landi annað, né í Asíu.“ Upphaflega stóð til að Pálmi kæmi m.a. að rekstri fyrirtækis sem heitir Vinafish og 800 manns störf- uðu hjá. Því miður reyndust undir- liggjandi fjárhagsvandræði í fyrir- tækinu sem þeir höfðu ekki vitað af og leiðir skildu. „Navico var stór- fyrirtæki í Mekong sem við færð- um okkur yfir til og Portunus hafði fyrir góð sambönd við. Navico rak þrjár verksmiðjur með um tíu þús- und starfsmenn. Þar af var verk- smiðja þeirra í Long Xuyen risavax- in, með fimm þúsund starfsmenn. Mig hreinlega sundlaði þegar ég kom þarna inn og sá starfsemina. Ég hafði samt áður meðal annars heim- sótt í Chile mjög fullkomnar fisk- verksmiðjur og þóttist þekkja deili á hinu og þessu. Vinnslan hjá Navico við Mekong var eins og risaflugs- kýli með 15, já fimmtán vinnslulín- um, hver með eigin hraðfrystilín- um, allt hátæknivætt. Navico vinnur í Long Xuyen 250 tonn af bolfiski á sólarhring, þannig að það er mik- ið að gera þarna. Eigandinn og for- stjórinn Doan Toi er mjög þekktur í Víetnam, á og rekur járngrýtisfram- leiðslu og er umsvifamikill í við- skiptum og atvinnurekandi,“ segir Pálmi. Eigandinn og forstjórinn fyrrum pólitíkus Acomfish var hin verksmiðjan sem Portunus vann með þarna á svæðinu. „Acomfish var glæný verksmiðja við Mekong, miklar byggingar og há- tæknivædd verksmiðja. Mjög full- kominn móttökubúnaður er við ána til að losa fiskprammana. Allur fiskur er fluttur lifandi úr fiskeldi daglega í allar verksmiðjur. Acomfish afkastar af Pangasius/Basa (bolfiski) um 100 tonnum á sólarhring. Eigandinn er Phat Quang fyrrum ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsmála Víetnama og rekur í HCMC-Saigon rækjuverk- smiðjuna Incomfish sem við vorum einnig í samstarfi við, en eiginkonan stjórnar þar. Phat Quang var fyrrum ráðamaður í hernum, síðan ráðu- neytisstjóri og nú atvinnurekandi, mjög vel tengdur. Hann kunni lítið að meta að staðið væri upp í hárinu á honum og var því ekki vanur.“ Pálmi segir að gengið hafi á ýmsu fyrstu mánuðina hvað varðaði vinnslu, gæði, pakkningar og fleira í þessari nýju verksmiðju. „Það var allt í hávaðalofti oft á fundum og túlkarnir á límingunum, náfölir og sveittir við að þýða. Oft var slegið í borðin. Phat Quang var hermað- ur, yfirmaður og frekjuhnallur allt í senn. En þegar fundum lauk bauð hann jafnan í mat og var manna brosmildastur og kampakátur. Þeg- ar hann kom út á flugvöll að sækja mig þegar ég hafði farið til Kína eða Indónesíu, labbaði fyrrum æðstráð- andi í gegnum öll tollhlið og kom beint að sækja mig inn fyrir. Þótt túrar mínir hefðu verið hans fyrir- tækjum alls óviðkomandi.“ Þá hófst nýr kafli í lífinu Pálmi segir að á árinu 2011 hafi hann haldið upp á 60 ára afmæli sitt í apríllok á hóteli í miðborg HCMC- Saigon með hópi fólks. „Ég átti þar frábæra samveru með góðum vinum. Daginn eftir þegar ég ætlaði að fara í rútuna til Long Xuyen var ég eitt- hvað slappur. Ég hætti við að fara og endaði á French-Vietnam-Hospit- al um kvöldið. Þar gekkst ég undir aðgerð um miðnætti. Fáum dögum síðar var niðurstaðan komin í ljós að í mér hafði blundað illkynja sjúk- dómur. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar með starfsliðinu í Long Xu- yen fór ég um mánaðamótin maí og júní til lækna á Landspítalanum á Ís- landi og hafði meðferðis fullkomnar greiningar frá Víetnam. Ég fór síð- an í þriggja mánaða lyfjameðferðar- test hjá læknum LSH. Niðurstað- an úr því var að engu yrði breytt. Ég yrði bara að „halda sjó meðan Starf skólahjúkrunarfræðings í FVA endurvakið Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi og Heilbrigðisstofnun Vestur- lands hafa undirritað samstarfs- yfirlýsingu um fyrirkomulag heil- brigðisþjónustu sem verður í boði fyrir nemendur skólans skólaárið 2014-15. Um er að ræða tilrauna- verkefni í eitt ár, þar sem Jónína Víglundsdóttir kennari og hjúkr- unarfræðingur mun sinna starfi skólahjúkrunarfræðings við skól- ann í 50% starfshlutfalli. Að sögn Jónínu hefur fækkað í ráðgjafa- stöðum í skólanum undanfarið og er verið að bæta úr því með því að bæta við þjónustu skólahjúkrun- arfræðings. „Í vor var ákveðið að fara af stað með þetta tilraunaverk- efni, að skólahjúkrunarfræðingur yrði hér í 50% stöðu. Atli Harð- arson, fyrrverandi skólameistari, á heiðurinn af því að þetta var keyrt í gang. Með þessu er meðal annars verið að minnka álagið á námsráð- gjafanum og verið að koma til móts við nemendur og veita þeim aukna þjónustu,“ segir Jónína en mörg ár eru síðan skólahjúkrunarfræð- ingur var síðast starfandi við skól- ann. Jónína hefur verið kennari við skólann síðastliðinn níu ár og er nú að kenna í hálfu starfi til móts við að veita nemendum hjúkrun- arfræðiþjónustu. „Ég hef aðallega verið að kenna upplýsingatækni og lífsleikni. Það er mjög góð blanda að hafa þetta svona til helminga, kennsluna og hjúkrunina. Ég kenni nýnemum við skólann og fá þeir þá andlit á mig og þekkja mig fyrir komandi ár í skólanum.“ Mörg verkefni sem tengjast hjúkruninni Að sögn Jónínu hefur hún nóg að gera í hjúkruninni. Hún segir að í upphafi hafi farið mikill tími í að koma sér upp lausnum og leiðum, að finna úrræði og í að skapa tengsl frá skólanum og út á við. „Það hefur verið nóg að gera. Ég er með opinn tíma í eina klukkustund á dag þar sem nemendur geta komið á stof- una til mín og er eins með viðtals- tíma þrisvar í viku, þar sem hægt er að bóka tíma í gegnum Plútó eða á skrifstofu skólans. Ég held utan um þá sem eru með undirliggjandi sjúk- dóma sem við þurfum að vita af og er í samskiptum við forráðamenn nemenda eftir atvikum. En dags daglega er ég að aðstoða krakkana við að leysa úr málum sínum, aðal- lega heilsufarslega. Ég áframsendi svo fólk á viðeigandi staði ef þörf er á, t.d. heilsugæsluna eða á Land- spítalann.“ Hún tekur það fram að í skólanum sé ekki veitt meðferð, heldur sé um að ræða stuðningsvið- töl og svo sé vísað áfram til með- ferða eins og við á. „Við erum í góðu samstarfi við heilsugæslu- stöðina, sem er mjög mikilvægt,“ bætir hún við. Þá er hluti af starfi Jónínu að stýra heilsueflingu inn- an skólans sem tengist verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. „Svo má nefna að starf forvarn- arfulltrúa við skólann var endur- vakið á sama tíma og ég tók við hjúkruninni. Það er Steinunn Eva Þórðardóttir sálfræðikennari sem heldur utan um það og við erum í nánu samstarfi. Á dagskrá í for- vörnum er meðal annars tóbaks- varnarvika sem verður í byrjun nóvember og er það forvarnahóp- ur nemenda sem sér um skipu- lagningu á henni,“ segir skóla- hjúkrunarfræðingurinn Jónína Víglundsdóttir. grþ Jónína Víglundsdóttir skólahjúkrunarfræðingur og kennari hjá FVA. stætt væri“. Ég fór því aftur til Ví- etnam í október vopnaður lyfjum og sprautum. Nú hófst nýr kafli í mínu lífi, sem ég hélt áður að væri óend- anlegt. Minn sérfræðilæknir í Víet- nam hélt að hann sæi draug þegar ég kom til baka, því hann hafði ráðlagt mér að fara heim og ganga frá. Þetta væri mjög, mjög slæmt. Allt gekk vel og ég fór á kaf í austrænar læknis- meðferðir, nálastungur og sálgæslu, hvattur af vinum og samstarfsmönn- um. Allir voru sífellt að koma með ný austurlensk ráð af sínum vinar- hug. Hvílík alúð, manngæska og tryggð sem ég upplifði. Hafi víet- namskt matarræði verið hollt, sem ég áður hafði fallið í stafi yfir, þá sótti ég nú alfarið í það besta sam- kvæmt þeirra eigin fræðum. Í dag er ég kominn langt fram úr öllum bjartsýnustu spám, en tek hins vegar ekkert sem gefið mál eins og áður. Einn dagur í einu, síðustu árin, með bjartsýni að vopni ásamt frábærri fjölskyldu og baklandi. Ég veit hins vegar hvar sólarlag ævi minnar er statt, þá gjöf fá ekki allir.“ Ef ég fyndi óskastein Fara verður hratt yfir sögu en margt hefur á daga Pálma Pálma- sonar drifið. Hann hefur ýmislegt gott um Víetnam og Indónesíu að segja og er fróður um margt sem lítur að menningu og lifnaðarhátt- um fólks á þessum landssvæðum. Pálmi fór margar ferðir til Indó- nesíu, var þar upp í vikur í ferðalög- um, oft með viðskiptafélaga og vini, Navia Nguyen sem opnaði allar dyr inn í stjórnkerfið. Hann segir Indó- nesíu ótrúlega auðuga og gjöful haf- svæði í kring. „Fyndi ég í dag óska- stein á förnum vegi myndi ég sjálf- sagt óska mér nokkra áratugi til baka í aldri. Að hluta búsetu í Suður Ví- etnam og verkefni í Víetnam. Einn- ig miklar áherslur í Indónesíu með hluta af búsetu þar. Það væri form- úla sem gæti skilað gríðarlegu. Mik- ill áhugi er á samvinnu við vestræna aðila í báðum þessum löndum, tæki- færin bíða. Hins vegar eru vannýttar auðlyndir sjávar í Indónesía eins og opin fjársjóðskista. Að vísu eru svik og prettir partur af viðskipta kultúr í Asíu og sjálfsagt óvíða jafn mikið og í Indónesíu. En með því að lifa með og læra á kultúrinn, þá komast menn yfir það og lifa vel með því. Ég eignaðist ágæta vini í Indónesía, einn er Íslendingur, aðeins eldri en ég en sá hefur búið þar í 20 ár. Hann er með umsvifamikinn rekstur og mörg hundruð starfsmenn, flesta vel menntaða. Ekkert íslenskt fyrir- tæki veltir eins miklu og hans fyrir- tæki. Samt vita nánast engir hér hver hann er. Menn komast alls- staðar býsna langt á verðleikum sín- um, mun lengra en á glamör,“ segir Pálmi Pálmason, Mr P, að endingu. þá Séð yfir vinnslusalinn í einni fiskverksmiðjunni.Pálmi og Casar samstarfsfélagi hans á fararskjóta frá verksmiðjunni. Einn af réttunum sem framleiddir eru í verksmiðjunum í Víetnam.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.