Skessuhorn


Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 29.10.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Hvernig leggst veturinn í þig? Spurning vikunnar (Spurt í Grundarfirði) Steinar Alfreðsson: Hann leggst bara vel í mig. Ég vona að hann verði mildur. Saga Björk Jónsdóttir: Hann verður allt í lagi, en þó aldrei að vita. Ólöf Rut Halldórsdóttir: Rosalega vel. Páll Cecilsson: Ég verð að segja að hann leggst bara vel í mig. Hvað ætti mað- ur svo sem að vera með fortöl- ur, vona bara að hann verði ekki kaldur. Tinna Rut Þrastardóttir: Ágætlega. Vona að það verði minni snjór en í fyrra. Frá því að Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull var stofnaður árið 2001 hef- ur Skúli Alexandersson verið full- ltrúi Ferðamálasamtaka Snæfells- ness í ráðgjafarnefnd Þjóðgarðs- ins og Ólína B. Kristinsdóttir verið fulltrúi Snæfellsbæjar. Þau hafa nú bæði látið af störfum í nefndinni og í þeirra stað koma Gísli Ólafsson fyr- ir Ferðamálasamtökin og Margrét Björk Björnsdóttir fyrir Snæfellsbæ. Kristín Huld Sigurðardóttir hefur frá upphafi verið fulltrúi Minjastofn- unar og verður áfram. Kristín Linda Árnadóttir er fulltrúi Umhverfis- stofnunar og jafnframt formaður. Nýja nefndin hélt fund fyr- ir skömmu og að honum loknum var boðið til kvöldverðar þar sem fráfarandi fulltrúum voru þökk- uð vel unnin störf í þágu Þjóð- garðsins og nýir fulltrúar boðnir velkomnir til starfa. Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Huld frá Minjastofnun, Kristín Linda frá Umhverfisstofnun, Ólína B Krist- insdóttir, Skúli Alexandersson, Guðbjörg þjóðgarðsvörður, Gísli Ólafsson, Margrét Björk Björns- dóttir og Lárus sérfræðingur hjá Þjóðgarðinum. -fréttatilkynning Kvennalið UMFG í blaki tók á móti b-liði HK frá Kópavogi síð- asta fimmtudag. Liði HK var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og því um verðugt verkefni að ræða fyrir heimamenn. Gestirnir byrjuðu bet- ur og unnu fyrstu hrinuna 20-25 og komust í 1-0 forystu. Heima- menn í UMFG jöfnuðu og komust svo í 2-1 með því að vinna næstu tvær. En gestirnir unnu fjórðu hrinu þannig að oddahrinu þurfti til að útkljá leikinn. Hana sigruðu gestirnir með 15 stigum gegn 9 og þar með leikinn 3-2. Eftir þetta sitja UMFG konur í 5 sæti deild- arinnar með 4 stig en þær eiga ekki heimaleik næst fyrr en 11. desemb- er næstkomandi. tfk Skagamenn gerðu góða ferð vest- ur á Ísafjörð sl. föstudagskvöld þar sem þeir náðu að leggja heimamenn í háspennuleik 91:90 í 1. deildinni í körfubolta. Skagamenn voru mun betra liðið framan af og voru sjö stigum yfir í hálfleik 34:27. Gest- irnir sóttu sig í seinni hálfleiknum og lokamínúturnar voru drama- tískar þar sem einungis karakterinn réði því hvort liðið stæði uppi sem sigurvegari. Það gerðu Skagamenn að þessu sinni. Þjálfarar liðsins áttu stórleik. Áskell Jónsson skoraði 26 stig og Fannar Freyr Helgason 19 auk fjölda frákasta. Lemuel Tode Doe skoraði 14 stig í sínum síðasta leik með ÍA, Birkir Guðjónsson 10 og Erlendur Þór Ottesen 2. ÍA er það með komið með 4 stig eft- ir þrjár umferðir og í næstu umferð kemur Valur í heimsókn í íþrótta- húsið við Vesturgötu. Sá leikur fer fram fimmtudagskvöldið 6. nóvem- ber. Bandaríski leikmaðurinn Lemu- el Tode Doe hefur ekki fundið sig með ÍA. Stjórn Körfuknattleiks- félags ÍA hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Lemuel. Í tilkynningu frá stjórninni segir að reiknað sé með að nýr bandarískur leikmaður muni verða klár í næsta leik ÍA liðsins, það er gegn Þór frá Akureyri sunnudaginn 2. nóvember í Powerade-bikarnum í íþróttahús- inu við Vesturgötu. Sá leikmaður er Skagamönnum að góðu kunnur en hann heitir Zachary Jamarco War- ren og lék með liðinu á síðasta tíma- bili við góðan orðstír. Stjórn, þjálf- arar og leikmenn ÍA þakka Lemuel fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í til- kynningunni frá stjórn KFA. Þá Gunnar Halldórsson gerði sér lít- ið fyrir um helgina og varð Ís- landsmeistari í járningum annað árið í röð. Er það jafnframt í fyrsta skipti sem einhverjum tekst að verja þennan titil. Meðfylgjandi myndir voru teknar af honum síðastliðið miðvikudagskvöld þegar hann var með sýnikennslu í heitjárningum á Miðfossum í Borgarfirði. iss Jafnan hefur tíðast í tilefni hausthá- tíðar Félags sauðfjárbænda í Döl- um að efna til ljósmyndasam- keppni. Margar góðar myndir bár- ust vegna keppninnar núna eins og reyndar oft áður. Besta mynd- in var valin frá Berglind Vésteins- dóttur á Sauðafelli. Myndina tóka Berglind af Hjalti bróður sínum og bónda á Fellsenda þar sem hann er að smala ásamt hundi sínum Káti á Villingadal. Valdís Einarsdóttir átti næstbestu myndina, sem hún kall- ar „Stund milli stríða. Kristján Ein- varður Karlsson varð í þriðja sæti og er hún af vinningshafanum í keppninni, Berglindi Vésteinsdótt- ir bónda á Sauðafelli, þar sem hún stendur vaktina í sauðburði. þá Varði Íslandsmeistara­ titilinn í járningum Breytingar í ráðgjafar­ nefnd Þjóðgarðsins Verðlaunamyndin úr ljós­ myndasamkeppni FSD Jamarco Warren sem hér sést í leik með erlendu liði er á leið til baka til ÍA. Skagamenn sigruðu Ísfirðinga og eru að fá Warren til baka Sigur hjá kvennaliði UMFG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.