Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 17. árg. 5. nóvember 2014 - kr. 600 í lausasölu HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Lúsina burt! www.akranes.is Á hverjum miðvikudegi hittist hópur kvenna á Akranesi ásamt litlum börnum sínum. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar í fæðingarorlofi og skiptast á að bjóða hvor annarri heim. Mæðurnar eru allar komnar yfir þrítugt og eiga á bilinu eitt og upp í fimm börn. Ungbörnin eru á aldrinum sex vikna upp í átta mánaða. Sjá nánar bls. 19. Ljósm. grþ. Ljúka loks fráveituframkvæmdum Talsverð aukning verður í fjár- festingum Orkuveitu Reykjavík- ur og dótturfyrirtækja næstu ár samkvæmt fjárhagsáætlun sam- stæðunnar. Uppbygging vegna umhverfismála er áberandi en einnig efling veitukerfa sem undir OR heyra, einkum á Vest- urlandi. Áformað er að verja 10,3 milljörðum króna í fjárfesting- ar OR árið 2015 en þær nema 6,4 milljörðum króna nú í ár. Í Planinu svokallaða, sem gert var vegna fjárhagslegrar endurskipu- lagningar á fyrri hluta árs 2011, fólst m.a. að fresta hluta fram- kvæmda við fráveitur á Vestur- landi. Árið 2015 verður þráður- inn í því mikilvæga umhverfis- verkefni tekinn upp að nýju og áformað að ljúka uppbyggingu nýs kerfis með hreinsistöðvum og sjólögnum árið 2016. Upp- haflega stóð til að öllum fram- kvæmdum við fráveiturnar á Vesturlandi yrði lokið 2009 og mun því seinkunin verða sjö ár gangi þessar nýjustu áætlanir eft- ir. Árið 2016 munu þá fráveitu- kerfin í sveitarfélögunum Borg- arbyggð og Akranesi standast kröfur sem gerðar eru samkvæmt reglugerðum. Á Akranesi er einnig hafin bygging nýrrar að- veitustöðvar rafmagns, sem gerir m.a. fiskvinnslu í bænum kleift að nota rafmagn í auknum mæli við bræðslu í stað olíu. Áfram verður unnið að endurnýjun stofnæðar hitaveitunnar frá Deildartungu- hver, sem sér Akranesi og Borg- arbyggð fyrir heitu vatni. Í tilkynningu frá OR segir að fjárhagsáætlun samstæðu Orku- veitu Reykjavíkur fyrir árið 2015 og langtímaáætlun fyr- ir árin 2016 til og með 2020 sé fyrsta áætlunin sem gerð er eft- ir að fyrirtækinu var skipt upp að lagaboði. Áætlanirnar hafa hlot- ið samþykki stjórna dótturfélaga Orkuveitunnar, stjórnar móður- félags og eru nú til meðferðar hjá Reykjavíkurborg, sem hluti fjár- hagsáætlunar samstæðu borgar- innar. Gert er ráð fyrir að eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur hækki um u.þ.b. sjö milljarða króna árið 2015 og eiginfjárhlutfall verði 34,6% í árslok 2015. þá/ Ljósmyndir úr safni Skessuhorns. Sumarið 2009 var unnið við að leggja nýja stofnlögn vegna fráveitu um Borgarnes og áleiðis út í Brákarey þar sem dælustöðvarhús stendur fullbúið. Dælustöðvarhús fráveitunnar á Akranesi hefur staðið fullgert frá 2009 þegar upphaflega var áætlað að verkefninu lyki. Dælur voru hins vegar ekki keyptar. Nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju og áætlað að ljúka verkinu 2016. Sjófugl í hættu Ástand ýmissa sjófuglastofna við Vesturland er afar slæmt eftir nær linnulausan ætisskort síðast- liðinn áratug. Þetta á einkum við um ritu og kríu auk svartfugla- tegundirnar álku, langvíu, teistu, stuttnefju og lunda. Ungar hafa ekki komist á legg og varp fuglum fækkar stöðugt. Lífið í björg- um og á öðrum varpstöðvum er ekki lengur svipur hjá sjón. Líf- fræðingar sem stunda fuglarann- sóknir standa ráðþrota gagnvart ástandinu. Sjá nánar bls. 14. Ekki á síld Horfur eru á að litlar sem eng- ar síldveiðar verði stundaðar af smábátum við norðanvert Snæ- fellsnes nú í vetur. Engir kaup- endur hafa fundist að síldinni. Fyrirtæki sem hafa keypt lag- netasíld af smábátunum undan- farin ár halda öll að sér höndum og vilja ekki kaupa síld. Stjórn- völd hafa auk þess hækkað leigu- verð á síldinni til smábáta um 23% frá því í fyrra. Sjá bls. 2. Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Ekki missa af Unglingurinn Ómar – alls staðar Ómar Ragnarsson heldur áfram að segja frá sinni litskrúðugu ævi þar sem frá var horfið í fyrra. Síðasta sýning Föstudaginn 7. nóvember kl. 20:00 Tónleikar Laugardaginn 22. nóv. kl. 21:00 Bjartmar Guðlaugsson Sunnudaginn 30. nóv. kl. 20:30 Systurnar frá Einarsnesi Jólatónleikar Föstudaginn 19. des. kl. 20:30 KK og Ellen SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.