Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Rúta skemmd AKRANES: Skemmdarverk voru unnin á rútu sem stóð fyrir utan bifreiðaverkstæði við Æg- isbraut á Akranesi um næst- síðustu helgi, dagana 24.-26. október. Gluggi var spenntur upp til að komast inn í rútuna og áklæði á fimm sætum skorið með eggjárni. Tjón vegna þessa er talsvert. Lögreglan á Akra- nesi biður þá sem kunna að búa yfir vitneskju um hverjir voru þarna á ferð að hafa samband í síma lögreglunnar, 444 0111. –þá Fjármissir í skurðum LBD: Bóndi í Borgarbyggð tilkynnti til lögreglu að hann hefði frá því í haust misst sex kindur og sex lömb ofan í skurði hjá sér og hefði féð allt drep- ist. Taldi bóndinn víst að ná- grannahundar hefðu hrakið féð í skurðina sem voru hálffullir af vatni. Að sögn lögreglu könn- uðust bændur í nágrenninu ekki við að þeirra hundar hefðu ver- ið að atast í fé og hrekja það í skurði. –þá Preststúnið selt REYKHÓLASV: Fyrr í mán- uðinum auglýsti Kirkjumála- sjóður prestsfjárhúsin og prests túnið til sölu á almenn- um markaði en báðar eignirn- ar eru á jaðri þorpsins á Reyk- hólum. Eignirnar voru áður hluti af hlunnindum prestsins á Reykhólum þar sem hann gat haldið fé og verið með beit en eignirnar hafa ekki verið nýtt- ar til þess í langan tíma. Prests- fjárhúsin voru byggð 1960 og er áföst hlaða við þau. Útihúsin koma til með að hýsa safnkost Bátasafns Breiðafjarðar fram á mitt næsta sumar. Þau standa á eignarlóð sem er 3.240 fermetr- ar og lóðin er skráð sem iðnað- ar- og athafnalóð hjá Fasteigna- mati ríkisins. Preststúnið er ræktað land, rétt um 5,5 hektar- ar að stærð. Að sögn Ingibjarg- ar Birnu Erlingsdóttur, sveit- arstjóra Reykhólahrepps gerði hreppurinn tilboð í eignirnar upp á 1.800 þúsund og til vara upp á kr. 1.200 þúsund í ein- göngu fjárhúsið og tilheyrandi lóð þess. „Þar sem um eignar- lóðir er að ræða og þær staðsett- ar í og við þéttbýli Reykhóla, þá tók sveitarstjórn ákvörðun um að gera tilboð í eignirnar og stækka þar með land sveitar- félagsins um þéttbýlið,“ segir Ingibjörg Birna. Hún bætir því við að fimm aðilar hafi gert til- boð í eignirnar ásamt sveitarfé- laginu og einn þeirra hafi hlotið hnossið. Ekki hefur komið fram opinberlega hver það var. -grþ Hjálmar og félagar selja ÍSLAND: Hvanneyringurinn Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, greindi frá því í liðinni viku að fyrirtækið Qlik hafi keypt allt hlutafé í Datamarket. Sjálfur átti Hjálmar stóran hlut í fyr- irtækinu. Söluverðið var 1,6 milljarðar króna. Qlik er amer- ískt viðskiptagreindarfyrirtæki. Datamarket verður áfram starf- rækt á Íslandi og stefnir Qlik að vexti þess en sérhæfing byggir m.a. á framsetningu opinberra gagna á myndrænan hátt. –mm Century kaupir álver af Alcoa NORÐURÁL: Century Alum- inum, móðurfélags Norðuráls, hefur eftir nýleg viðskipti eignast Mt. Holly álverið í Suður Kar- ólínu í Bandaríkjunum að fullu. Century átti áður tæplega 50% hlutafé en keypti á dögunum hinn helminginn eða 50,3% hlut, sem Alcoa átti áður. Kaupverðið er 67,5 milljónir bandaríkjadollara. Um 600 manns starfa í álverinu og er framleiðslugeta 229 þús- und tonn á ári. Til samanburðar má nefna að Norðurál framleiðir um 290 þúsund tonn á ári. Í til- kynningu segir Mike Bless, for- stjóri Century Aluminum m.a. að Century þekki vel til rekstrar- ins og tækifæri felist í því að ál- verið verði alfarið í eigu Century Aluminum. Þá þekki starfsmenn Mt. Holly verksmiðjunnar vel til þeirrar miklu áherslu sem lögð er á öryggis- og gæðamál innan fyr- irtækja Century Aluminum. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 25. ­ 31. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 4.012 kg. Mestur afli: Stapavík AK: 2.290 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 87.291 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 30.454 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 216.403 kg. Mestur afli: Hringur SH: 61.575 kg í einni löndun. Ólafsvík 8 bátar. Heildarlöndun: 61.371 kg. Mestur afli: Brynja SH: 18.441 kg í fjórum löndunum. Rif 9 bátar. Heildarlöndun: 158.047 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 97.727 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 49.214 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 27.178 kg í fimm lönd- unum. Topp fimm landanir á tíma­ bilinu: 1. Hringur SH – GRU: 61.575 kg. 29. október 2. Grundfirðingur SH – GRU: 54.520 kg. 25. október 3. Saxhamar SH – RIF: 52.895 kg. 25. október 4. Helgi SH – GRU: 46.587 kg. 26. október 5. Saxhamar SH – RIF: 44.832 kg. 31. október mþh Í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranes er starfandi forvarnaklúbb- ur. Í síðustu viku framkvæmdu fé- lagar í honum athugun á því hversu auðvelt er fyrir unglinga að kaupa tóbak. Sjálfboðaliðar voru fengnir úr hópi nemenda undir sjálfræðis- aldri, 16 og 17 ára gamlir. Fóru þeir á alla útsölustaði tóbaks á Akranesi sem eru sjö að tölu. Í 22 heimsókn- um á sölustaðina fengu þeir af- greiðslu í samtals tíu skipti á nef- tóbaki á öllum sjö afgreiðslustöð- unum. Talsmenn forvarnahóps- ins komu í heimsókn á ritstjórn Skessuhorns og greindu frá þessu. Það voru þeir Þorsteinn Bjarki Pét- ursson, Guðmundur Brynjar Júlí- usson og Hlynur Snær Sæmunds- son. Þeir furðuðu sig á því hversu auðvelt það sé fyrir unglinga undir 18 ára aldri að nálgast tóbak. Aðspurðir segja þeir að tóbaks- neysla sé og hafi verið talsverð í Fjölbrautaskóla Vesturland. Gera þeir ráð fyrir að í heildina sé hún svipuð milli ára en sú breyting hafi orðið í seinni tíð að notkun neftób- aks bæði í vör og munn hafi auk- ist en reykingar minnkað að sama skapi. Talsvert sé um að stúlkur noti einnig neftóbakið. Þorsteinn Bjarki og Hlynur Snær eru nem- endur á þriðja ári og Guðmund- ur Brynjar á fjórða ári. Sá síðast- nefndi segir sjaldséða sjón núorð- ið að nemendur reyki á skólalóð en það hafi tíðkast nokkuð þegar hann var að byrja í skólanum. Þeir fé- lagar sögðu að forvarnaklúbburinn myndi í vetur beita sér í sameigin- legu átaki gegn nef- og munntób- aksnotkun ásamt íþróttafélögunum á Akranesi og Akraneskaupstað. þá Í sumar var gamla Hvítárvallaveg- inum, sem lengi var þjóðvegur 1 um Borgarfjörð, lokað ofan Sel- eyrar, suður af Borgarnesi. Veg- inum var lokað með tveimur hlið- um, öðru út við Vesturlandsveg og núverandi þjóðveg 1 og hinu aust- ar í landi Skógarkots, sem er ný- býli úr landi Grjóteyrar. Það var Orkuveita Reykjavíkur sem kost- aði uppsetningu og gerð hliðanna sem lokar veginum en engar girð- ingar eru tengdar hliðunum þann- ig að vegurinn er eingöngu lokað- ur fyrir ökutækjum. Ekki eru allir sáttir við þessi hlið og barst sveit- arstjórn Borgarbyggðar nýlega kvörtun frá íbúa í Borgarnesi vegna þeirra. Í fundargerð byggðarráðs sl. föstudag segir að sveitarstjóri hafi greint frá svörum Guðmundar B. Guðmundssonar læknis og eiganda Skógarkots varðandi lokun á vegi ofan Seleyrar. Landeigandi greinir frá ástæðum fyrir lokun fyrir akandi umferð og bendi m.a. á að þar sem vegurinn sé í hans eigu beri hann ábyrgð á umferð um hann. Guðmundur í Skógarkoti segir að með tilkomu Borgarfjarðarbraut- ar hafi gamli þjóðvegurinn farið í hendur landeigenda. Hann segist hafa rætt ástand vegarins við for- svarsmenn OR og af þeirra frum- kvæði hafi hliðin verið sett upp, enda liggi vegurinn um vatnsvernd- arsvæði. Guðmundur sagðist í sam- tali við Skessuhorn lengi hafa hugs- að til þess að rétt væri að loka veg- inum til að fyrra sig ábyrgð ef tjón yrði á ökutækjum sem um veginn færi og jafnvel slys. Guðmundur sagðist aðeins vita af tveimur mönn- um sem væru óánægðir með hlið- in og einnig vegna nýlegrar lokun- ar innkeyrslu inn á svæðið við við- snúningsplan sem Vegagerðin hafi látið gera. „Það hefur enginn haft samband við mig út af þessu, frek- ar hafa menn kosið að beina klögu- málum sínum til sveitarstjórnar. Ég tek það fram að hliðið út við Þjóð- veg eitt og við viðsnúningsplan eru mér með öllu óviðkomandi enda landið ekki í minni eigu þar,“ seg- ir Guðmundur í Skógarkoti. þá Um 110 manns sóttu málþing Faxaflóa- hafna sf. með not- endum, en þingið var haldið í Hörpu um miðja síðustu viku. Að loknum ávörp- um Kristínar Soffíu Jónsdóttur formanns stjórnar Faxaflóa- hafna sf., Gísla Gísla- sonar, hafnarstjóra, Bergþóru Bergsdótt- ur, Davíðs Stefánsson- ar og Davíðs Samúels- sonar voru fyrirspurn- ir úr sal. Meðal annars var spurt um mögulega afleidda starfsemi vegna fyrirhug- aðrar starfsemi Silicor á Grundar- tanga, aðstöðu haftengdrar ferða- þjónustu í Suður- og Vesturbugt, fyrirhugaðar framkvæmdir í „hol- unni“ við hlið Hörpu, tekjur af far- þegum vegna haftengdrar ferða- þjónustu og skemmtiferðaskipum og skipulagsmál á Kassagerðar- reit svo dæmi séu nefnd. Stjórn Faxaflóa- hafna heldur mál- þing í októbermán- uði árlega þar sem notendur eru upp- lýstir um starfsemi og ýmis mál. Gísli Gíslason hafnar- stjóri sagði m.a. vegna málþingsins og fyrirspurnar frá Skessuhorni varð- andi málefni Sili- cors á Grundar- tanga að þess væri beðið að skipulags- málin yrðu frágengin hjá sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar svo for- svarsmenn Silicor gætu lokið fjár- mögnun. þá Hlið á gamla Hvítárvallaveginum út við Þjóðveg eitt, Vesturlandsveg. Vegi lokað við Seleyri Vel sótt málþing Faxaflóahafna Hlynur Snær Sæmundsson, Guðmundur Brynjar Júlíusson og Þorsteinn Bjarki Pétursson frá forvarnaklúbbi FVA. Unglingar fengu á öllum af­ greiðslustöðum keypt tóbak

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.