Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu Vesturlands 2014 Hvalfirði og Akranesi 13. nóvember S K E S S U H O R N 2 01 4 Dagskrá Hlaðir Hvalfirði 10:00 Björn Páll Fálki Valsson formaður ferðamálasamtaka Vesturlands 10:10 Páll Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV 10:30 Rósa Björk - Hlutverk og helstu verkefni Markaðsstofu Vesturlands 10:50 Kristján Guðmundsson - Nýr vefur westiceland.is 11:10 Ragnhildur Sigurðardóttir - Svæðisgarður Snæfellsnesi 12:00 Hádegismatur að Hlöðum, eftir það verður ekið í Bíóhöllina á Akranesi 13:30 Sigursteinn Sigurðsson arkitekt - Hönnun og ferðaþjónusta 14:00 Kristín Elfa samfélagsstjóri Pipar Travel - Máttur samfélagsmiðla 14:30 Rögnvaldur Guðmundsson ráðgjafi - Tækifæri í sögu ferðaþjónustu 15:20 Óvissuferð um Akranes og Hvalfjörð 19:30 Hótel Glymur 20:00 Kvöldverður að Hótel Glym Skráning á uppskeruhátíðina og kvöldverð hjá kristjang@vesturland.is Gisting bókuð á info@hotelglymur.is Tveggja manna herbergi kr. 7.900 pr. mann Eins manns herbergi kr. 12.900 Verð á kvöldverð kr. 5.900 og hádegismat kr. 1.000 Síðastliðinn fimmtudag var mik- ið fjör hjá nemendum og starfs- fólki Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þá var hið árlega skamm- hlaup haldið en það er dagur þar sem brugðið er út af hefðbund- inni stundaskrá og keppt í ýmsum greinum. Eins og jafnan var nem- endum skipt í lið eftir litum og byrjað á því að fara í skrúðgöngu frá skólanum að íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar var keppt í ýmsum greinum, svo sem kaðlaklifri, reip- togi, limbói og fleiru. Dagskráin hélt svo áfram eftir hádegið í skól- anum þar sem nemendur kepptu meðal annars í að leggja á borð. Að lokinni keppni voru bláa og svarta liðið jöfn að stigum og var því grip- ið til bráðabana. Það var bláa liðið sem bar sigur úr býtum í leiknum skæri, blað, steinn og fengu með- limir liðsins bíómiða frá Bíóhöll- inni í verðlaun. Um kvöldið stóð síðan nemendafélag skólans fyrir dansleik á Gamla Kaupfélaginu þar sem Emmsjé Gauti hélt uppi stuð- inu. grþ /Ljósm. Linda Dröfn Jóhannesdóttir. Skammhlaup hjá fjölbraut á Akranesi Limbó var ein af keppnisgreinunum. Bláa liðið bar sigur úr býtum eftir bráðabana. Áhorfendur fylgdust grannt með og hvöttu sín lið óspart. Tekist á í reiptogi. Kennarar skólans klæddu sig upp í tilefni dagsins. Mikið stuð var í skrúðgöngunni. Hér bregða stúlkur úr græna liðinu á leik. Klifrað upp kaðal í íþróttahúsinu. Kennarar fylgdust spenntir með. Nemendur úr rauða liðinu raða á borð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.