Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.11.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Bókasafnið orðið menningar­ og afþreyingarmiðstöð Fagnað er 150 ára afmæli Bókasafns Akraness um þessar mundir Þessa dagana er þess minnst á margvíslegan hátt að 150 ár eru liðin frá stofnun Bókasafns Akra- ness. Það var 6. nóvember 1864 sem lestrarfélag fyrir Akranes- hrepp var stofnað á kirkjusetr- inu Görðum. Þá var eins og gef- ur að skilja allt öðruvísi um að lit- ast á Akranesi en er í dag og til hreppsins töldust þá svæði sem seinna urðu Innri-Akraneshrepp- ur og Skilmannahreppur. Garð- ar er sem kunnugt er fornt höfuð- ból, kirkjustaður og var þar prest- setur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Að Görðum var kirkja þeirra sem bjuggu á Skaganum og í Innri-Akraneshreppi og Skil- mannahreppi. Það var Garðasókn. Þetta breyttist þegar Akranes- kirkja var byggð 1896. Þá var af- lögð kirkja að Görðum og bóka- safnið var flutt í kirkjuna niður á Skaga árið 1901. Lestrarfélagið breyttist þá í Bókasafn Ytri Akra- neshrepps og byrjaði þá hreppur- inn að styrkja safnið. Þetta kom m.a. fram í spjalli við Halldóru Jónsdóttur forstöðukonu Bóka- safns Akraness. Frá þessum tíma hefur Bókasafn Akraness verið til húsa á nokkrum stöðum og er nú til húsa í rúmgóðum húsakynn- um í verslanamiðstöðinni við Dal- braut. Bókasöfnin fræði og göfgi Halldóra Jónsdóttir segir að það hafi áreiðanlega hentað flest- um sóknarbörnum vel í byrjun að bókasafnið væri staðsett í Görð- um, vegna miðlægni og þangað áttu flestir leið. „Það hefur allt- af verið lykilatriði með bókasöfn að þau séu sem mest miðsvæð- is og aðgengileg fyrir flesta. Þau virðast hafa fylgt kirkjunum mik- ið hérna áður fyrr enda þær þá að- alsamkomustaður fólksins. Ætíð hefur verið grunnhugsjón með bókasöfnin að þau fræði og göfgi almenning og verði honum eins konar griðastaður. Í dag má segja að bókasafnið sé orðin menningar- og afþreyingarmiðstöð. Það kost- ar lítið að vera lánþegi hjá bóka- safninu og þetta er ekki gróða- starfsemi. Við fáum í staðinn gleði og þakklæti frá gestum safnsins,“ segir Halldóra. Námsfólk aflar gagna Spurð um hvort bókasafnið þjóni ennþá vel fræðsluhlutverkinu og sé gott afdrep fyrir safngesti, seg- ir Halldóra að safnið geri það. „Hingað kemur margt námsfólk til að viða að sér gögnum og upplýs- ingum. Bókasafn Akraness hefur ávalt haft frábæru starfsfólki á að skipa og það hefur leiðbeint fólki við leit í gagnagrunnum að bókum og ritum. Ef þannig hefur skipast að gögnin séu ekki tiltæk hjá okk- ur, höfum við haft milligöngu um að útvega þau frá öðrum söfnum. Það eru svokölluð millisafnalán, svo sem frá móðursafninu Lands- bókasafninu. Ég er alltaf að hitta fólk sem er afar þakkalátt fyrir þá hjálp sem það fékk á Bókasafni Akraness á námsárunum. Það segir að sú aðstoð sem starfsfólk safns- ins veitti og aðstaðan sem það fékk hérna á safninu hafi verið ómetan- legt,“ segir Halldóra. Sjálf er hún með bs gráðu í bókasafns- og upp- lýsingafræðum og með diplómu í opinberri stjórnsýslu. Halldóra hefur starfað hjá Bókasafni Akra- ness frá árinu 1980 og verið for- stöðukona safnsins frá árinu 1998, tók þá við safnstjórn af Sigríði Árnadóttur. Bókabruni 1946 Eins og áður segir fylgdi bóka- safnið á Akranesi lengi kirkjunum, fyrst á Görðum og síðan Akra- neskirkju. Bókasafnið fór síðan í barnaskólahúsið sem var við Vest- urgötu. Þegar skólinn brann 1946 brann stærsti hluti bókasafns- ins, lítið bjargaðist af bókum fyr- ir utan þær sem þá voru í útláni. „Þetta var stórtjón því bókasafn- ið var orðið mjög öflugt á þessum tíma. Í þessum bruna brann m.a. sá hluti sýslubókasafnsins sem féll í hlut Akurnesinga þegar Akra- nes hlaut kaupstaðaréttindi árið 1942. Bókaeign fyrir brunann var um 3000 bindi. Að tveimur árum liðnum tók safnið aftur til starfa. Uppistaða nýja bókasafnsins var einkabókasafn keypt af Guðmundi G. Hagalín rithöfundi.“ Halldóra segir að eftir brunann hafi Bóka- safn Akraness verið á hrakhól- um með húsnæði þar til það kom í Bæjarhúsið sem kallað var um 1950, það er Kirkjubraut 8 sem lengi var kallað Skrúðgarðurinn og nú hýsir Kaffi Ást. „Það var síðan stórt skref stigið þegar ákveðið var að byggja Heið- arbraut 40 og nýta það m.a. fyr- ir bókasafn. Í aðdraganda þess var sérstaklega sterk safnstjórn með Braga Þórðarson í broddi fylking- ar. Skiptar skoðanir voru um að nýta húsið fyrir bókasafn og með- al annars var það í umræðunni að skynsamlegast væri að nýta það sem elliheimili. Það var sterk safn- stjórn sem sigldi því máli í höfn og bókasafnið var flutt á Heiðar- brautina,“ segir Halldóra. Öflugt barnastarf Barnadeild var opnuð í Bóka- safnið Akraness á Heiðarbraut 40 árið 1976. Þá hafði safnið feng- ið alla fyrstu hæðina að Heiðar- braut til afnota. Því var fagnað með heimsókn vinsælla barnarit- höfunda. „Barnastarf hefur alltaf verið mjög virkt í bókasafninu og börn dugleg að sækja safnið. Þann 21. október 1987 var tekin upp sú nýbreytni í safninu að halda sögu- stund fyrir börn á aldrinum 3-6 ára, einu sinni í viku yfir vetrar- mánuðina. Tuttugu börn mættu að jafnaði. Á þessum tíma voru börn yfirleitt ekki nema hálfan daginn á leikskóla eða heima og því var boðið upp á sögustund fyrir og eftir hádegi. Síðasta sögustundin í þessum anda var 29. mars 2006.“ Halldóra segir að síðan þá hafi safnið boðið upp á sögustundir fyrir leikskólabörn og Koffortið farandbókasafn sé af og til staðsett í leikskólum bæjar- ins. Bókasafnið hafi ávallt verið í góðu samstarfi við leikskólana og grunnskólabörn komi reglulega í heimsókn á safnið. Frábær aðstaða við Dalbrautina Enn voru svo skiptar skoðanir um það þegar húsið á Heiðarbraut 40 þótti ekki henta lengur sem safna- hús, hvort fara ætti í viðhald á húsinu eða byggja nýtt bókasafn. Halldóra segir að aðstaðan sé frá- bær í nýja bókasafnshúsinu sem tekið var í notkun 2009 á 145 ára afmæli bókasafnsins. „Það er hag- ræði í því að vera á einni hæð, mið- svæðis, með gott aðgengi og rúmt bílastæði. Líka hefur það reynst vel að hafa verslunarmiðstöð hérna í sömu lengju. Öll aðstaða hér er frábær. Skjalageymslurnar eru til dæmis mjög góðar en það voru þær sem voru ótryggastar í hús- næðinu við Heiðarbrautina,“ seg- ir Halldóra. Um árabil hafa bæði Héraðsskjalasafnið og Ljósmynda- safn Akraness verið starfrækt undir sama þaki og sömu stjórn og bóka- safnið. Þegar blaðamaður Skessu- horn ræddi við Halldóru síðasta miðvikudagsmorgun var einmitt í einni stofu bókasafnsins hópur eldri Akurnesinga að hjálpa til með upplýsingar við skráningu gam- alla ljósmynd. Þessi hópur kemur ávallt saman á miðvikudagsmorgn- um í safninu til þess arna. Vísir að listasafni Halldóra segir að bókasafnið hafi sinnt ýmsu um tíðina. Þannig hafi verið ákveðið þegar húsnæði var aflögu á Heiðarbrautinni að bjóða það listamönnum til sýninga. „Þar varð til sýningarsalur sem ágæt- lega var nýttur af listamönnum. Um 80 myndlistarsýningar voru í salnum sem bókasafnið lánaði án gjalds, nema að listamaðurinn varð að skilja eftir eitt verk hjá safninu þegar sýningu lauk. Þannig varð til vísir að listasafni í bókasafninu. Við eigum nú 80 málverk, reyndar misjöfn að gæðum og fæst þeirra eru til sýnis þar sem hér er minna veggpláss en var á Heiðarbraut- inni. Hluti af 150 ára sögusýn- ingu safnsins er einmitt að minn- ast þessa tíma og eru nokkur verk til sýnis á Dalbrautinni. Listaverk sem viðskiptavinir safnsins á Heið- arbraut muna eflaust vel eftir. Við höfum líka verið í samstarfi við Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands, sem hefur til dæmis fengið að nýta hér fjarfundabúnað.“ Um 40 þúsund gestir á ári Spurð um fjölda gesta í Bókasafn Akraness segir Halldóra að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um það. „Við framkvæmum talning- Helgi Steindal bókavörður að aðstoða unga gesti safnsins. Barnadeild opnuð í bókasafninu 1976. Rithöfundar í heimsókn eru Guðrún Helgadóttir og Stefán Júlíusson. Formaður bóksafnsstjórnar og starfsmenn Bókasafns Akraness á Heiðarbraut 40 við opnun safnsins árið 1972. Frá vinstri: Bragi Þórðarson, Bára Daníelsdóttir, Stefanía Eiríksdóttir og Ásta Guðmunda Ásgeirsdóttir. Ljósm. Helgi Dan. Starfsfólk bókasafnsins á bleikum degi í nýliðnum október.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.